Morgunblaðið - 04.09.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.09.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 53 PRUFUR fyrir American Idol í Memphis Tennessee, sem áttu að vera á mánudaginn næsta, hafa verið blásnar af vegna neyðar- ástandsins við Mexíkóflóa. Tals- maður Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, sem framleiðir þættina, segir að ákveðið hafi verið að hætta al- gjörlega við áheyrnarprufurnar, svo borgaryfirvöld geti „einbeitt sér að því að tryggja öryggi fórn- arlambanna“. Næsta þáttaröð Am- erican Idol hefst í janúar 2006. Reuters Carrie Underwood sigraði í síðustu Idol-keppni. Hætt við Idol-prufur vestra ÍSLENSKA tilraunahreyfimyndin Þröng sýn hlaut um síðustu helgi fyrstu verðlaun í flokknum „Ný form“ á alþjóðlegu stúdentakvik- myndahátíðinni Karlovy Vary í Tékklandi. Þessi kvikmyndahátið er haldin af FAMU – Kvikmynda og sjónvarpsskóla leiklistarskólans í Prag en hann er einn elsti kvik- myndaskóli í Evrópu, stofnaður 1947 og er hátíðin tengd hinni þekktu kvikmyndahátíð Karlovy Vary. Í umsögn dómnefndar um verð- launaverkið sagði: „Tæknilega fram- úrskarandi og fallegt en umfram allt ótrúlega þroskað og næmt kvik- myndaverk frá svo ungum manni. Þetta er leikstjóri til að fylgjast með í framtíðinni.“ Þröng sýn var jafnframt í keppni á Norrænu kvikmyndahátíð ung- menna sem haldin var í Tromsö fyrr í sumar. Þar hlaut Þröng sýn verð- laun fyrir bestu kvikmyndatónlist- ina. Þröng sýn er 20 mínútur að lengd og segir sögu Arons sem er ungur maður sem hefur áhyggjur af sam- skiptum fólks og stöðu mannsins í nútíma þjóðfélagi. Hann ákveður að framkvæma tilraun og fylgjast með viðbrögðum fólks við henni. Guðmundur Arnar Guðmundsson, annar tveggja leikstjóra mynd- arinnar, segir að verðlaunin séu mik- il og góð viðurkenning fyrir það fólk sem stóð að kvikmyndinni. „Þetta er stór og viðurkennd hátíð í þessum geira og þetta mun án efa auðvelda okkur inngöngu á fleiri hátíðir auk þess sem verðlaunin auðvelda okkar næstu skref í kvikmyndagerðinni.“ „Þröng sýn“ er tilraunamynd og það endurspeglast í framleiðsluað- ferð hennar. Myndin var fyrst tekin upp með leikurum á stafrænt mynd- band. Síðan var hún prentuð út, ramma fyrir ramma, og almenningi boðið að draga upp sína mynd eftir þessum römmum. Yfir 1.350 manns tóku þátt og drógu í gegn sína mynd sem síðan voru skannaðar. Bak- grunnar og önnur hreyfimyndagerð var unnin af hópi ungra listamanna í Reykjavík undir stjórn þeirra Guð- mundar Arnar Guðmundssonar og Þórgnýs Thoroddsen sem eru í senn leikstjórar og framleiðendur Þröngrar sýnar. Myndin er þeirra fyrsta hreyfimynd. Tónlist mynd- arinnar og hljóðvinnsla mynd- arinnar var í höndum Guðmundar Steins Gunnarssonar, Hallvarðs Ás- geirsonar og Páls Ívans Pálssonar. Meðframleiðandi myndarinnar er CAOZ hf. og myndin var framleidd með stuðningi frá Kvikmynda- miðstöð Íslands, Reykjavíkurborg og átaksins Ungt fólk í Evrópu. Kvikmyndir | Íslendingar hljóta verðlaun Sigruðu í Prag og Tromsö Úr kvikmyndinni Þröng sýn. KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK 6 DUKES OF HAZZARD kl. 8 - 10 RACING STRIPES m/ísl.tali. kl. 2 - 4 - 6 HERBIE FULLY LOADED kl. 6 - 8 MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 2 - 4 SKELETON KEY kl. 10 DÝRLEGT GRÍN OG GAMAN OG FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA. DÝRIN TALA OG ÞAÐ MEÐ STÆL. SEBRAHESTUR ER ÁKVEÐINN AÐ GERAST VEÐHLAUPA HESTUR HVAÐ SEM TAUTAR. FRÁBÆR DÝRLEGT GRÍN OG GAMAN OG FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA. DÝRIN TALA OG ÞAÐ MEÐ STÆL. SEBRAHESTUR ER ÁKVEÐINN AÐ GERAST VEÐHLAUPAHESTUR HVAÐ SEM TAUTAR. SÝND BÆÐI MEÐ ENSKU OG ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ENSKU TALI THE ISLAND kl. 8 - 10.30 B.i. 16 ára. THE ISLAND VIP kl. 3.30 MADAGASCAR m/ensku tali kl. 6 MADAGASCAR m/ísl.tali kl. 2 - 4 DUKES OF HAZZARD kl. 6 - 8 - 10 RACING STRIPES m/ísl.tali. kl. 2 - 4 HERBIE FULLY LOADED kl. 4 MADAGASCAR kl. 2 BÍTLABÆRINN KEFLAVÍK kl. 6 HOSTAGE kl. 8 - 10 NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA ÍSLENSKA DRAUMSINS OG MAÐUR EINS OG ÉG   S.V. / Mbl.. . / l. HÁDEGISBÍÓ AR MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI DUKES OF HAZZARD kl. 6.30 - 8.30 - 10.40 RACING STRIPES m/ísl.tali kl. 12 - 2.10 - 4.20 - 6 HERBIE FULLY... kl. 12 - 2.10 - 4.20 - 6.30 - 8.30 DECK DOGZ kl. 8.30 - 10.30 MADAGASCAR m/ísl.tali kl. 12 - 2 - 4 BATMAN BEGINS kl.10.30 B.i. 12 ára. HANN ER RÖNG HESTATEGUND... EN MEÐ RÉTTU SAMBÖNDIN! ... I !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.