Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Öryggi, gæði og stíll ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S Y A M 2 94 96 7/ 20 05 FATNAÐUR www.yamaha.is Full búð af Nazran mótorhjólafatnaði á ótrúlega hagstæðu verði. Yamaha-búðin, Nýbýlavegi 2, 200 Kópavogi, s. 570 5300. Xtra, Njarðarbraut 19, 260 Reykjanesbæ, s. 421 1888. Toyota, Baldursnesi 1, 603 Akureyri, s. 460 4300. VINSTRIMENN SIGRUÐU Flest benti til þess í gærkvöldi að vinstriflokkarnir í Noregi hefðu fengið meirihluta þingsæta í kosn- ingum sem fram fóru í gær. Sam- kvæmt síðustu kjörtölum fengu vinstriflokkarnir 88 sæti af 169 og borgaralegu flokkarnir 81. Verka- mannaflokkurinn var helsti sig- urvegari kosninganna, fékk 62 þing- sæti og bætti við sig nítján. Framfaraflokkurinn styrkti einnig stöðu sína á þinginu og er nú stærsti hægriflokkurinn á norska þinginu, með 37 þingmenn. Sósíalíski vinstri- flokkurinn, Hægriflokkurinn og Kristilegi þjóðarflokkurinn töpuðu fylgi. Verðbólgan 4,8% Hagstofan birti í gær vísitölu neysluverðs fyrir septembermánuð, sem sýnir að verðbólgan mælist nú 4,8% og er komin yfir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans, sem er forsenda gildandi kjarasamn- inga. Að mati Alþýðusambands Ís- lands bendir fátt til að verðbólgu- markmið kjarasamninga gangi eftir í haust þegar forsendur samninga verða endurmetnar. Ber að afhenda merkið Samkeppniseftirlitið hefur úr- skurðað að Íslenska sjónvarpsfélag- inu beri þegar í stað að afhenda sjónvarpsmerki Enska boltans til þeirra fyrirtækja sem þess óska og uppfylla þau skilyrði sem félaginu er heimilt að setja í þeim efnum. Staðsetning farsíma Neyðarlínan hefur farið fram á að settar verði reglur sem skyldi síma- fyrirtækin til þess að veita Neyðar- línu upplýsingar um staðsetningu farsíma um leið og símtalið berst til þess að viðbrögð verði sem best. Að- eins Síminn veitir þessa þjónustu sjálfkrafa í dag en Síminn kom henni á að eigin frumkvæði árið 2002. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %           &         '() * +,,,                    Í dag Fréttaskýring 8 Forystugrein 22 Viðskipti 14 Viðhorf 24 Úr verinu 14 Minningar 24/29 Erlent 15/16 Dagbók 32/35 Akureyri 18 Víkverji 32 Suðurnes 18 Velvakandi 33 Austurland 19 Staður og stund 34 Landið 19 Menning 36/37 Daglegt líf 20 Ljósvakamiðlar 42 Menning 20/21 Veður 43 Umræðan 21 Staksteinar 43 * * * BESSI Bjarnason, leik- ari, lést á Landspítalan- um í gær, sjötíu og fimm ára að aldri. Ferill Bessa spannaði nær hálfa öld og var hann í hópi ást- sælustu leikara þjóðar- innar. Bessi Bjarnason fæddist í Reykjavík 5. september 1930, sonur Guðrúnar Snorradóttur, húsmóður, og Bjarna Sigmundssonar, bif- reiðastjóra. Að loknu verslunar- prófi frá Verzlunarskóla Íslands 1949 var Bessi ráðinn á nem- endasamning hjá Þjóðleikhúsinu í eitt ár. Hann sótti Leiklistarskóla Lárus- ar Pálssonar samfara námi síðasta veturinn í Verzlunarskólanum. Síðan tók Bessi inntökupróf í Leiklistar- skóla Þjóðleikhússins strax og hann tók til starfa og útskrifaðist vorið 1952 en jafnframt náminu lék hann í mörg- um leikritum Þjóðleikhússins. Hann var fastráðinn leikari við Þjóðleikhús- ið 1952 til 1990 og hélt áfram að leika í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og Loftkastalanum eftir það. Hlutverk hans í Þjóðleikhúsinu voru hátt í 200. Hann lék meðal ann- ars í fjölda barnaleikrita, þar á meðal í Litla Kláusi og Stóra Kláusi, Karde- mommubænum, Dýrunum í Hálsa- skógi og Ferðinni til tunglsins. Á meðal gamanleikrita sem hann lék í má nefna Skugga-Svein, Góða dátann Svejk, Hrólf, Hunangsilm, Nýársnóttina, Hvað varstu að gera í nótt, Á sama tíma að ári, Sveyk og Aurasálina. Alvarlegu hlutverkin voru ófá en hann lék meðal annars í Horfðu reiður um öxl, Húsverðinum, Náttból- inu og Bílaverkstæði Badda. Jafnframt lék hann gjarnan aðalhlutverk eða áberandi hlutverk í söngleikjum eins og My Fair Lady, Stöðvið heiminn, Lukkuriddar- inn, Ég vil! Ég vil!, Kabarett og Gæjar og píur. Hann tók einnig þátt í mörgum óperettum, þar á meðal Sumar í Týról og Kysstu mig Kata. Auk þess í óper- um eins og Töfraflaut- unni og Mikado. Auk hlutverka í leikhúsi lék Bessi í fjölda útvarpsleikrita og kom fram í mörgum skemmtiþáttum. Árum sam- an tróð hann upp með Gunnari Eyj- ólfssyni á skemmtunum um allt land og síðar tóku þeir ásamt fleirum þátt í Sumargleðinni um árabil. Bessi tók þátt í fjölda sjónvarpsmynda og lék í sjónvarpsauglýsingum. Þá lék hann í nokkrum kvikmyndum eins og til dæmis Skilaboðum til Söndru, Ryði, Ingaló og Stellu í orlofi. Bessi Bjarnason var gjaldkeri Fé- lags íslenskra leikara 1958 til 1985 og sinnti ýmsum öðrum trúnaðarstörf- um fyrir félagið. Hann var sæmdur gullmerki FÍL 1981. Um árabil sá Bessi um bókhald hjá Landsmiðjunni og fékkst við margs konar sölumennsku. Hann kom að plötuútgáfu og stóð meðal annars fyr- ir útgáfu á barnaleikritum og lesnum barnasögum. Fyrri kona Bessa var Erla Sigþórs- dóttir. Þau eignuðust þrjú börn og eru barnabörnin fimm. Seinni kona Bessa er Margrét Guðmundsdóttir leikkona. Andlát BESSI BJARNASON FORELDRAFÉLAG leikskólans Funaborgar í Grafarvogi sendi í gær bréf til allra borgarfulltrúa Reykja- víkurborgar þar sem lýst er yfir þungum áhyggjum af ástandi mála á leikskólum borgarinnar. Í bréfinu segir meðal annars að viðhorfsbreyt- ing hjá borginni og sveitarfélögum sé óhjákvæmileg og skorað er á borgaryfirvöld að endurskoða launa- mál leikskólakennara svo hægt sé að velja í stöður vel menntað og hæft starfsfólk. Eins og margoft hefur komið fram á síðustu vikum hefur gengið erfið- lega að fá fólk til vinnu á leikskólum landsins og þykja þeir ekki sam- keppnishæfir þegar kemur að launa- málum. Leiðbeinendur á leikskólum eru um sextíu prósent og hefur sú tala haldist óbreytt undanfarin tíu ár. Bent hefur verið á það að mennt- uðum leikskólakennurum fjölgi ekki fyrr en fleiri útskrifist á ári hverju frá Kennaraháskólanum. Sigríður Jónsdóttir, leikskóla- stjóri Funaborgar, er ánægð með að umræða sé að skapast um kjör leik- skólakennara. „Ég fagna því að for- eldrar láti sig málin varða og hafi áhyggjur af þróun á starfsmanna- haldi í leikskólum borgarinnar. Það þarf að endurskoða launamálin, lítil börn þurfa stöðugleika í starfs- mannahaldi og styrka stjórn í sínu uppeldi. Því þarf að vera hægt að bjóða upp á slík laun að við höfum úr fólki að velja en séum ekki síðasta stoppustöð atvinnuleitarinnar,“ seg- ir Sigríður en hjá henni hefur ekki verið hægt að taka við öllum þeim börnum sem leikskólinn er gefinn upp fyrir að taka. Hún bendir þó á að umsóknir hafi verið að berast inn á síðustu dögum svo hugsanlega sé eitthvað að rætast úr málum. Störf á 30 leikskólum borgarinnar í boði Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins voru auglýst störf á þrjátíu leikskól- um í Reykjavík, eða á tæplega helm- ing leikskólanna, en um eitt hundrað stöðugildi eru í boði, þrjátíu færri en í síðustu viku. Gerður G. Óskarsdóttir, sviðs- stjóri menntasviðs Reykjavíkur- borgar, segir slíka manneklu ekki hafa verið óalgenga í gegnum árin og aðstæður hafi til að mynda verið svipaðar fyrir um sex árum. „Þetta kemur alltaf upp með vissu millibili og ræðst af ástandinu í efna- hagslífinu. En við fylgjumst stöðugt með gangi mála og munum taka nýja stöðugreiningu á morgun [í dag] fyr- ir fund í menntaráði.“ Gerður segist enn fremur mjög ánægð með þá tillögu borgarstjóra að flýta kjaraviðræðum og vonast til að mál leikskólanna fari í betri far- veg með nýjum samningum. Foreldrar skora á borgaryfirvöld að skoða mál leikskólakennara „Börn þurfa stöðugleika“ Morgunblaðið/Jim Smart Börnin sýndu mikil tilþrif á gangstéttum borgarinnar með götukrítina þegar ljósmyndari blaðsins var á ferð. Eftir Andra Karl andri@mbl.is „VIÐ ERUM með þessu flugi að sækja af enn auknum krafti inn á ferðamannamarkaðinn í Bretlandi og um leið að opna Íslendingum nýja leið inn á mjög spennandi svæði,“ segir Jón Karl Ólafsson, for- stjóri Icelandair, en fyrirtækið mun hefja beint áætlunarflug til Man- chester í Englandi í byrjun apríl á næsta ári. Flogið verður tvisvar í viku, á föstudögum og mánudögum, með Boeing 757-þotum félagsins sem taka 189 farþega. Að sögn Jóns Karls hefur öflugt markaðsstarf Icelandair í Bretlandi á undanförnum árum og áratugum gert það að verkum að ferða- mannafjöldinn þaðan hefur þrefald- ast frá 1995. „Við höfum flogið til og frá London og Glasgow lengi og nú bætum við þriðja staðnum við. Man- chester er miðpunktur í mjög þétt- býlu svæði með álíka marga íbúa og Danmörk, Noregur og Svíþjóð sam- anlagt, og flugtíminn til Íslands er aðeins tvær og hálf klukkustund. Markaðsrannsóknir okkar gefa okk- ur væntingar um að Manchester- flugið verði góð viðbót við London og Glasgow,“ segir Jón Karl og seg- ir forsvarsmenn fyrirtækisins einnig gera ráð fyrir að borgin og svæðin í kring komi til með að heilla landann. Áætlunarflug til Manchester

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.