Morgunblaðið - 13.09.2005, Síða 36

Morgunblaðið - 13.09.2005, Síða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ SÝNINGIN Tívolí í Listasafni Ár- nesinga í Hveragerði er sýning á verkum 23 samtímalistamanna á öllum aldri, en frumkvæði hennar og sýningarstjórn er í höndum Þuríðar Sigurðardóttur og Mark- úsar Þórs Andréssonar. Þeir lista- menn sem sýningarstjórarnir hafa kallað til þátttöku og eiga verk á sýningunni eru Ásdís Sif Gunn- arsdóttir, Berglind Ágústsdóttir, Birgir Andrésson, Egill Sæbjörns- son, Gabríela Friðriksdóttir, Gjörningaklúbburinn, Guðmundur Thoroddsen, Hekla Dögg Jóns- dóttir, Helgi Þórsson, Hrafnhildur Arnardóttir, Hreinn Friðfinnsson, Huginn Þór Arason, Margrét H. Blöndal, Pétur Örn Friðriksson, Ólöf Björnsdóttir, Ragnar Kjart- ansson, JBK Ransu, Sigga Björg Sigurðardóttir, Sirra Sigrún Sig- urðardóttir, Valgerður Guðlaugs- dóttir og Þorbjörg Pálsdóttir. Titill sýningarinnar gefur hug- mynd um þær áherslur sem lagðar eru til grundvallar, á sama tíma og hann endurspeglar ákveðnar sterkar áherslur sem finna má í samtímalistinni. Þar er sviðsetning og skemmtigildi listarinnar í fyr- irrúmi með þó alvarlegri undirtón á köflum þar sem má finna ákveðna sjálfsgagnrýni á menn- ingu okkar, gildismat og veruleika. Það eru því áberandi þversagnir í sýningunni, sömu þversagnir og í lífinu sjálfu, sterk blanda af fortíð- arþrá sem vísar til sömu gilda og við viljum samtímis hafna. Í sýn- ingunni kristallast mismunandi sjónarhorn á listina og lífið sem sett er upp í samhengi einfald- aðrar myndar (Tívolí) sem tengir verkin innbyrðis en einnig við staðsetningu sýningarinnar í Hveragerði. Vönduð og falleg sýningarskrá var gefin út skömmu eftir opnun sýningarinnar sem hefur þann kost að innihalda verk frá sjálfri sýn- ingunni en það óhagræði að sýn- ingargestir á opnun og fyrstu dög- um sýningarinnar höfðu litlar upplýsingar um listamennina og um verkin sjálf. Fjórir textahöf- undar skrifa litla pistla í skrána og er texti Jóns Proppe listfræðings áhugaverðastur í þessu samhengi og inngangur sýningarstjóranna upplýsandi um hugmynd og tilurð sýningarinnar. Texti um lista- mennina sjálfa eru litlar kynningar á þeim á frekar almennum nótum sem ná ekki langt en er bætt upp að nokkru með myndum af eldri verkum. Þegar mikið hefur verið lagt í sýningu eins og þessa saknar maður enn meira en ella hve lítið er látið í té af upplýsingum um við- komandi verk og ætlun höfundar. Það eru ákveðnar skoðanir hjá sumum listamönnum að vilja ekki setja verk sín í vitsmunalegt og röklegt samhengi þar sem þeim er ætlað að miðla sínum veruleika út frá hinni sjónrænu framsetningu eingöngu og höfða til þess skyn- sviðs handan orðræðunnar. Dæmi um slíkt gæti verið verk Gabríelu Friðriksdóttur sem virðast fjalla um frumbernskan, óheftan og orð- lausan heim, sem er þá einhver ætlun á meðan önnur verk geta verið með beinni samfélagslegri vísunum. Í texta Nínu Magn- úsardóttur talar hún um samvafn- ing listgreina í óskilgreindan hrærigraut þar sem útkoman verði oft undarleg blanda skemmtunar og innihalds … Sýningin er vel heppnuð að þessu leyti og kemur ágætlega út í rýminu þar sem tutt- ugu ára gömul verk Þorbjargar Pálsdóttur af börnum í leik sem fyrirfinnast um allt rýmið slá á ljúfsára tóna saknaðar og líma sýn- inguna saman. Verk Siggu Bjargar Sigurðardóttur eru ekki síður áhugaverð en þau fjalla um annars konar leik og gróteskari sem fer fram í hugveru einstaklinga. Mörg verkanna fjalla um tvíbendni skemmtigarðsins eða vísindasafns- ins á írónískan hátt hvort sem það eru tilvísanir í skeggjuðu konuna, apaköttinn og sirkustjaldið eða landhermir og loftsteinn. Verk Birgis Andréssonar „etcetera“ gæti vísað til hringekju listarinnar sem endurtekur sig í sífellu. Góð ástæða til að renna í Hvera- gerði með alla fjölskylduna og ráða í leyndardóma listarinnar. Hringekja listarinnar MYNDLIST Listasafn Árnesinga Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 14–17. Sýningin stendur til 25. september. Tívolí „Verk Siggu Bjargar Sigurðar- dóttur eru ekki síður áhugaverð en þau fjalla um annars konar leik og gróteskari sem fer fram í hugveru einstaklinga.“ Þóra Þórisdóttir VETRARVERTÍÐ Sinfóníu- hljómsveitar Íslands 2005–6 gekk í garð á laugardaginn. Tónleikarnir mörkuðu jafnframt upphaf fjórða starfsárs Rumons Gamba sem að- alstjórnanda, er brá nú undir sig léttari fætinum og kynnti áheyr- endum dagskráratriðin á sama óþvingaða en hnitmiðaða hátt og ein- kennir stjórnandastíl hans. Það, ásamt óvenjuaðgengilegum viðfangsefnum – og ekki sízt meg- inaðdráttarsegli dagsins, píanó- undrabarninu Víkingi Heiðari Ólafs- syni – gaf hugboð um að veiða skyldi nýja hlustendur til fylgis við list listanna. Og ekkert nema gott um það að segja á tímum yfirfókusunar á sjónræna afþreyingu, þar sem svo- kölluð alger músík á í vök að verjast. Né heldur var annað að sjá á svo til fullu húsi en að uppskriftin hefði svínvirkað. Nú veit ég að vísu ekki hvað amer- ísk söngleikjatónlist frá gullald- arskeiðinu 1925–60 kann að segja yngri hlustendum í dag. A.m.k. hlýt- ur menningarsöguleg umgjörðin að fara að fyrnast flestum. En sem bet- ur fer standa tónlistargæði beztu verkanna enn fyrir sínu hjá lag- rænni auðn dynkjaskólpsins. Og raunar ætti rakinn sönglagasnill- ingur eins og George Gershwin (1898–1937) með réttu að endast jafn vel og Schubert og Schumann. Eftir þennan eiginlega frumkvöðul „Þriðja straumsins“ í krafti Rhapsody in Blue lék SÍ syrpu- forleikinn að Girl Crazy (1930) með lögum eins og I’ve Got Rhythm og Embraceable You innanborðs – bráðhress í bragði allt frá fyrsta tóni. Dmitri Sjostakovitsj á sér enn al- mennt ókunna hlið frá yngri árum, þegar hann líkt og mörg önnur evr- ópsk samtímatónskáld lét heillast af nýju sveiflunni frá Vesturheimi. Djassvíta nr. 2 ber að vísu færri sveiflumerki en vænta mætti, en allt um það er hún létt og áheyrileg, og SÍ lék hana af miklum þokka. Víkingur Ólafsson (21) kvað hafa slegið rækilega í gegn með einleiks- tónleikum sínum í Salnum sl. janúar og birtist mér nú í fyrsta sinn, þ.e.a.s. sem sólisti í Píanókonsert Ravels í G-dúr frá 1931. Það var engum blöðum um það að fletta að piltinum stóðu allar túlkunarleiðir opnar, eftir sópandi sallaöruggum leik hans að dæma þar sem bók- staflega hvergi rak í vörðurnar. Með slíkri flennitækni og hér kom á dag- inn mátti augljóst vera, að höfuðverk klassískra píanóbókmennta ættu flest að vera honum innan handar. Að vísu gaf glitrandi virtúós nálgun Ravels einleikaranum varla sama tækifæri til persónulegar tjáning- ardýptar og sumir eldri konsertar píanóbókmenntanna, og væri því einkar forvitnilegt að heyra Víking kljást við þá. Eftir sérlega sjarmerandi hljóm- sveitarútsetningu Sjostakvitsjar á Tahiti Trot (alías Tea for Two úr „No, no, Nanette“, 1923) eftir Vincent Youmans, er Dmitri vann að sögn á sléttum 40 mínútum(!), var komið að lokaatriði dagsins. Fancy Free, tónlist Leonards Bernstein frá 1944 við ballett Jeromes Robbins, er sama ár varð að söngleiknum On the Town (kvikmynduð 1949), hlýtur að teljast rytmísk martröð. Sérstaklega fyrir sinfóníska spilara með litla samreynslu af djassi og afleitar sjálfsheyrnaraðstæður á sviði. Grúi taktskipta og krosshrynja einkenna þetta eldhressa verk úr hrað- suðupotti næturlífsins í New York, er auk augljósrar djassundirstöðu sýnir áhrif frá jafnólíkum samtíma- höfundum og Copland og Strav- inskíj. Það bezta við leik SÍ var smit- andi spilagleðin, sem Rumon Gamba fór létt með að galdra fram úr gamb- anteini sínum og vakti að vonum fun- heitar undirtektir. En það var ekki nóg. Fyrst og fremst var sveitin ekki nægilega samtaka í rytma, og margt „únís“- höggið fór hér fyrir lítið í ósjálfráðri herplun – einna sárast á milli slag- verks og heilsveitar. Almennt vant- aði ameríska upplitsdirfsku (að mað- ur segi ekki fatafellufrekju) í tónblæ, og eina manneskjan sem „svingaði“ að ráði (þrátt fyrir ágæt tilhlaup í brassi) var Anna Guðný Guðmunds- dóttir í furðusannfærandi hlutverki knæpupíanistans. Átti hún því blómvönd hjómsveitarstjórans fyllilega skildan – ef þá ekki heila blómabúð. Lauflétt telauf fyrir tvö TÓNLIST Háskólabíó Gershwin: Forleikur að Girl Crazy. Ravel: Píanókonsert í G. Sjostakovitsj: Djass- svíta nr. 2; Tahiti Trot. Bernstein: Svíta úr Fancy free. Víkingur H. Ólafsson píanó; Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Rumon Gamba. Laugardaginn 10. sept- ember kl. 17. Sinfóníutónleikar Víkingur Heiðar Ólafsson Ríkarður Ö. Pálsson Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is ENDURNÝJUN ÁSKRIFTARKORTA HAFIN Nýja svið KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Su 18/9 kl 14 Su 25/9 kl. 14 Lau 1/10 kl. 14 Su 2/10 kl. 14 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 15/9 kl. 20 Fö 16/9 kl. 20 Lau 17/9 kl. 20, Fi 22/9 kl. 20 Fö 23/9 kl. 20 ENDURNÝJUN ÁSKRIFTARKORTA HAFIN! Ef þú gerist áskrifandi fyrir 20. september færðu að auki gjafakort á leiksýningu að eigin vali - Það borgar sig að vera áskrifandi - MANNTAFL Mið 14/9 kl. 20 Forsýning Miðaverð aðeins kr. 1.000- Su 18/9 kl. 20 FRUMSÝNING - UPPSELT Su 25/9 kl. 20 Su 2/10 kl. 20, Fö 7/10 kl. 20 HÖRÐUR TORFA Hausttónleikar Fös 16/9 kl. 19:30 Fös 16/9 kl. 22:00 WOYZECK – 5 FORSÝNINGAR Í SEPTEMBER Frumsýnt í London 12. okt. og á Íslandi 28. okt Miðaverð á forsýningar aðeins kr. 2.000 Su 18/9 kl. 21 Fö 23/9 kl. 20 Fi 29/9 kl. 20 - UPPSELT Fö 30/9 kl. 20 Lau 1/10 kl. 20 (Sýning á ensku) HÍBÝLI VINDANNA Örfáar aukasýningar í haust Lau 24/9 kl. 20 Su 25/9 kl. 20 Su 2/10 kl. 20 Fö 7/10 kl. 20 www.leikhusid.is Sala á netinu allan sólarhringinn. Afgreiðsla í húsinu frá kl. 12.30 Sími 55 11 200 - opinn frá 10:00 StórA Sviðið SmíðAverkStæðið LitLA Sviðið RAMBÓ 7 Fös. 16/9, lau. 17/9, fim. 22/9. Takmarkaður sýningafjöldi. KODDAMAÐURINN fös. 16/9 nokkur sæti laus, lau. 17/9 nokkur sæti laus, fös. 23/9, lau. 24/9. Takmarkaður sýningafjöldi. VELKOMIN Í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ – Leikárið kynnt með leik, söng og dansi. Fös 16/9, lau. 17/9. Allir velkomnir! KLAUFAR OG KÓNGSDÆTUR Sun. 18/9 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 25/9 kl. 14:00, sun. 2/10 kl. 14:0, sun. 9/10 kl. 14:00 EDITH PIAF Sun. 18/9 örfá sæti laus, fim. 22/9 , fös. 23/9 nokkur sæti laus, lau. 24/9 nokkur sæti laus, fim. 29/9, fös. 30/9. Sýningum lýkur í október. Áskriftar- kortasala stendur yfir Pakkið á móti - örfáar aukasýningar: lau. 17. sept. kl. 20 nokkur sæti laus fös. 23. sept. kl. 20 Belgíska kongó - gestasýning: fös. 30. sept. kl. 20 lau. 1. okt. kl. 20 Kabarett í Íslensku óperunni Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON “Söngur Þórunnar er í einu orði sagt stórfenglegur...” SH, Mbl. laugardaginn 17. september kl. 20 föstudaginn 23. september kl. 20 föstudaginn 30. september kl. 20 laugardaginn 1. október kl. 20 Næstu sýningar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.