Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 25
MINNINGAR
✝ Berta Herberts-dóttir fæddist á
Hamraendum í
Breiðuvík á Snæ-
fellsnesi 18. júlí
1926. Hún andaðist
á Dvalarheimilinu
Grund 5. september
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðlaug Sigmunds-
dóttir, f. 11. júní
1904, d. 8. júní 1984,
og Herbert Pálsson,
f. 4. maí 1909, d. 1.
desember 1925.
Berta giftist Hannesi Helgasyni
frá Reykjavík f. 10. ágúst 1929.
Foreldrar hans voru Mínerva Haf-
liðadóttir, f. 20 júní 1903, d. 3. maí
1996, og Helgi Kristjánsson, f. 20.
maí 1906, d. 1932. Börn Bertu og
Hannesar eru: 1) Guðlaug Maggý,
f. 20. janúar 1950, gift Jóni Pétri
Jónssyni, f. 13. apríl 1946, börn
þeirra eru Hannes Viðar, f. 1. maí
desember 1983, og Heimir Már, f.
22. nóvember 1986. 4) Lára, f. 1.
október 1959, synir hennar eru
Magnús Helgi Hilmarsson
Schram, f. 24. september 1982, og
Davíð Örn Hilmarsson, f. 9. sept-
ember 1987. 5) Sigmundur, f. 5.
september 1961, kvæntur Sigrúnu
Arnardóttur, f. 22. ágúst 1961,
börn þeirra eru Karolína Margrét,
f. 7. apríl 1997, og Kristian Örn, f.
7. apríl 1997, dóttir Sigrúnar er
Anna Leijonhjelm, f. 22. apríl
1985.
Berta bjó á Hamraendum fram
að tvítugsaldri, stundaði nám við
Húsmæðraskólann á Staðarfelli og
vann við ýmis störf eins og þá tíðk-
uðust. Þau hjónin fluttu til Reykja-
víkur eftir giftingu, bjuggu þar
fjögur ár og síðar í Kópavogi frá
1955–1980 er þau fluttu aftur til
Reykjavíkur. Eftir að börnin voru
uppkomin unnu þau hjónin sem
umsjónarmenn orlofsbúða í
Svignaskarði fimm sumur. Síðar
vann hún á saumastofunni Hlín og
sem matráðskona í Hólabrekku-
skóla.
Berta verður jarðsungin frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
1972, og Lovísa Rut,
f. 14. janúar 1978,
unnusti Björn Ingi
Ragnarsson, f. 26.
maí 1976. 2) Hafdís,
f. 19. október 1953,
gift Stefáni Gunnari
Stefánssyni, f. 8.
febrúar 1946, börn
þeirra eru a) Gunnar
Haukur, f. 16. októ-
ber 1972, kvæntur
Arnþrúði Jónsdóttur,
f. 2. október 1973,
dóttir þeirra er Þór-
unn Snjólaug, f. 19.
júlí 1998, b) Berta Ósk, f. 4. apríl
1975, dóttir hennar er Rebekka
Rut Þorbjörnsdóttir, f. 14. nóvem-
ber 1999, og c) Stefán Örn, f. 3.
ágúst 1980. 3) Helgi, f. 21. ágúst
1958, kvæntur Guðmundu Huldu
Eyjólfsdóttur, f. 23. maí 1958,
börn þeirra eru Hannes, f. 30. júlí
1977, kvæntur Gerði Jónsdóttur, f.
7. júní 1979, Vignir Freyr, f. 22.
Elskuleg móðir okkar er látin eftir
löng og erfið veikindi og langar okk-
ur systkinin að minnast hennar með
nokkrum orðum. Mamma var um-
hyggjusöm móðir, alltaf til staðar
þegar við þurftum á henni að halda
og veitti það okkur mikið öryggi á
uppvaxtarárunum. Hún stjórnaði
heimili sínu af natni og iðjusemi, þar
sem hennar helstu kostir nutu sín
vel. Má þar helst nefna að hún hafði
mikið jafnaðargeð, var ákaflega
nægjusöm, allt lék í höndum hennar
og gat hún gert mikið úr litlu sem
nauðsynlegt var á stóru heimili sem
okkar. Á heimilinu voru auk okkar
systkina okkar ástkæru Lauga
amma og Lára ömmusystir. Það var
oft glatt á hjalla hjá okkur og mikill
gestagangur en alltaf nóg pláss fyrir
gesti, þó þröngt væri búið fyrstu ár-
in. Það voru mikil viðbrigði fyrir
okkur þegar við fluttum úr tveggja
herbergja kjallaraíbúðinni á Kópa-
vogsbrautinni í einbýlishúsið á
Mánabrautinni sem pabbi og
mamma byggðu með eigin höndum.
Við munum vel eftir þegar þau komu
heim seint á kvöldin, þreytt eftir
langan vinnudag.
Mamma ræktaði garðinn sinn. Það
sást vel á fallega garðinum hennar
heima sem hún lagði mikla natni við
og einnig á sambandi hennar við
frændfólkið. Frændfólkið frá
Hamraendum var sífellt í huga henn-
ar og minntist hún oft uppvaxtarár-
anna þar með mikilli hlýju. Áhuga-
málin voru mörg og tókst henni að
finna tíma til að sinna margvíslegum
hannyrðum. Mamma og pabbi höfðu
mjög gaman af að ferðast og minn-
umst við systkinin margra tjald- og
veiðiferða. Þau höfðu mikla ánægju
af söng og dansi, voru með í að stofna
Samkór Trésmíðafélags Reykjavík-
ur sem þau ferðuðust með víða,
stunduðu samkvæmisdansa í mörg
ár og veitti þetta mömmu mikla
gleði.
Hjartarýmið var stórt og nutu
barnabörnin og langömmubörnin
þess oft að fá að vera hjá henni
ömmu Bertu og voru nokkur barna-
börnin hjá henni á daginn fyrstu árin
sín meðan við foreldrar þeirra stund-
uðum vinnu.
Við skildum ekki alltaf hve mikið
var á hana lagt síðustu árin en hún
tók öllu með jafnaðargeði, sem var
einn af hennar góðu kostum. Það var
erfitt fyrir þau okkar systkinanna
sem búum í Noregi að geta ekki ver-
ið nálægt henni þessi síðustu ár.
Að lokum langar okkur að færa
starfsfólkinu á deild A3 á Dvalar-
heimilinu Grund og öðrum sem
stunduðu hana í veikindum hennar
okkar innilegustu þakkir fyrir góða
umönnun og hjartahlýju.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka þinn engil,
svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Guð blessi þig, elsku mamma,
Maggý, Hafdís, Helgi,
Lára og Sigmundur.
Eigi stjörnum ofar
á ég þig að finna,
meðal bræðra minna
mín þú leitar, Guð.
Hvar sem þrautir þjaka,
þig ég heyri biðja:
Viltu veikan styðja,
vera hjá mér þar?
(Sigurbjörn Einarsson.)
Hún Berta frænka mín og vinkona
er flutt til betri heima, laus við erfið
veikindi, Hún hefur verið mér mjög
náin allt mitt líf.
Það fyrsta sem ég man frá því að
ég var barn á æskustöðvum okkar
undir Jökli. Ég fékk að leika með
postulínsbollastell með mynd, mikla
dýrgripi, er ekki voru fyrir alla.
Unga stúlku í eldhúsinu heima að
krulla hárið og strauja kjól fyrir ball-
ið, ég krakkinn fór á ballið og vissi
við hverja hún dansaði og man enn.
Svona liðu árin við leik og störf, ég
man sumarið er ástin á stráknum að
sunnan kviknaði og varð að báli er
logaði út lífið. Hannes og Berta flytja
suður og Lauga mamma með, setja
saman heimili í Reykjavík.
Fyrstu árin mín hér syðra var ég
nær daglegur gestur, hún var sú
fyrsta er ég trúði fyrir minni ást og
fyrsta úr fjölskyldunni sem fékk að
hitta kærastann, frá fyrsta degi urðu
þau miklir mátar og milli okkar allra
var mjög kært.
Ógleymanlegar eru stundirnar á
Kópavogsbrautinni öll börnin fimm
Lauga og Lára í tveggja herbergja
íbúð, allir glaðir og ánægðir, engin
talaði um þrengsli, þetta var sér-
stakt samfélag, þar var sungið hlegið
og grátið saman, öllum leið vel.
Þarna kom best í ljós góða skapið
hennar Bertu laus við öfund, afbrýði-
semi hún var svo glöð með hópinn
sinn og Hannes.
Þær skipta mörgum tugum stund-
irnar sem við áttum saman þar og á
Mánabraut við söng spil að ógleymd-
um jólaboðum og púkkspili. En
stærst var hún í bylnum stóra á
þessu ári, alltaf þakklát og sterk,
þetta var lærdómstími fyrir mig.
Kæri Hannes, nú sýndi sig að eld-
urinn sem kviknaði fyrir nær 60 ár-
um var ekki slokknaður, það var gott
að vera með ykkur.
Já, þinn vil ég vera,
vígja þér mitt hjarta,
láta ljós þitt bjarta
leiða, blessa mig.
(Sigurbjörn Einarsson.)
Elsku fjölskylda, megi minningin
um elskulega móður og ömmu lifa
hún gaf ykkur veganesti út í lífið.
Hannes, við minnumst gömlu góðu
daganna. Guð geymi ykkur öll. Takk
fyrir allt og allt.
Erna.
BERTA
HERBERTSDÓTTIR
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is
MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM
OG FYLGIHLUTUM
Sendum myndalista
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
www.englasteinar.is
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Englasteinar
Sendum
myndalista
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
HALLA HAFLIÐADÓTTIR
frá Siglufirði,
til heimilis á Suðurbraut 10,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðviku-
daginn 14. september kl. 15.00.
Haraldur Guðmundsson,
Maríanna Haraldsdóttir, Júlíus Matthíasson,
Guðmunda Haraldsdóttir, Þórður Vilhjálmsson,
Ragna J. Ragnarsdóttir, Emil H. Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir
og mágkona,
HUGRÚN KRISTINSDÓTTIR,
Hrafnistu, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 14. september kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Parkinson-samtökin.
Þorsteinn Briem,
Emil Kristinn Briem,
Haukur Geir Eggert Briem,
Stefán Berg Rafnsson,
Sigurður Hilmar Hansen, Harpa Dögg Nóadóttir
og barnabörn,
Jórunn Kristinsdóttir,
Sigurlaug Kristinsdóttir, Einar Eggertsson.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON
kennari,
Sóleyjargötu 7,
Reykjavík,
lést föstudaginn 9. september
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík,
mánudaginn 19. september kl. 15.00.
Hlín Helga Pálsdóttir,
Andri Birkir Ólafsson, María Guðbjartsdóttir,
Olga Björk Ólafsdóttir, Roland Hartwell,
Helga Lára Ólafsdóttir, Ásgeir Friðriksson,
Magnús Björn Ólafsson,
Jóhann Ólafur og Andri Hrafn Andrasynir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
TORFI JÓNSSON
skipstjóri,
Mýrum 6,
Patreksfirði,
sem lést laugardaginn 10. september, verður
jarðsunginn frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn
17. september kl. 14:00.
Oddbjörg Þórarinsdóttir,
Kristín B. Torfadóttir, Rúnar Árnason,
Jón Torfason, Kolbrún Sigr. Sigmundsdóttir,
Þórarinn Torfason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur sambýlismaður minn og besti vinur,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
EINAR ÞÓR ARASON,
Grænási 1B,
Ytri Njarðvík,
andaðist laugardaginn 10. september.
Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju föstu-
daginn 16. september kl. 13.30.
Kolbrún Gunnlaugsdóttir,
Stefán G. Einarsson, Eydís Eyjólfsdóttir,
Ari Einarsson, Ása Guðmundsdóttir
og barnabörn