Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 33 DAGBÓK Þór Tómasson, fagstjóri á Stjórnsýslu-sviði Umhverfisstofnunar heldur í dagfyrirlestur um mengun dísilbíla. Fyr-irlesturinn ber yfirskriftina „Menga dísilbílar minna en bensínbílar?“ og hefst kl 15 á Umhverfisstofnun sem er til húsa við Suður- landsbraut 24, 5. hæð. „Nú er búið að breyta verðlagningu á dísilolíu og var ég spurður í því sambandi hvort þetta yrði til bóta með tilliti til loftmengunar í Reykjavík,“ segir Þór. „Mismunandi atriði snerta loftmengun og loftgæði og þannig hafa mismunandi þættir áhrif í þéttara borgarsvæði annars vegar og í dreifðari byggð hins vegar. Einnig eru loftgæði mismunandi eftir því hvern- ig hita- og veðurfar er á svæðinu. Þannig er það sem er mesta loftmengunarvandamál í heitri stórborg ekki það sama og í kaldri stórborg og þær ráðstafanir sem eru heppilegastar á einum stað þurfa ekki nauðsynlega að vera heppileg- astar á öðrum. Vindar og úrkoma hafa gríð- arlega mikið að segja og eins og við sjáum best í Reykjavík – þar sem hversdagsveður er rok og rigning – verður loftmengun oft mjög mikil þeg- ar lognstillur koma að vetri. Þá er rykmengun sérstaklega mikil en eitt af því sem kemur meira frá dísilbílum en bensínbílum er ryk, þ.e.a.s. sót.“ Í erindi sínu ætlar Þór að bera saman þá mis- munandi mengun sem kemur úr bensínvélum og dísilvélum: „Ég reyni síðan að gefa áheyrendum einhverja tilfinningu fyrir því hvort halda megi fram að annað mengi meira og hitt minna. Ég veit reyndar að þótt maður komist að einhverri niðurstöðu er jafnframt hægt að komast að hinni niðurstöðunni því margar hliðar eru á mál- inu. Ljóst er að aukin notkun dísilolíu verður til einhverra bóta hvað varðar hnattræn áhrif, þ.e. gróðurhúsaáhrif, því dísilbílar eyða almennt minna en bensínbílar. En hins vegar eru margir sem efast um að dísilbílar mengi minna, þá sér- staklega m.t.t. staðbundinna áhrifa. Menn fá minna koldíoxíð út í loftið en kannski meira af einhverju öðru.“ Undanfarin ár hefur Þór verið áheyrnar- fulltrúi í nefnd Evrópusambandsins um gæði lofts, „Clean Air for Europe“, skammstafað CAFE. Innan þeirrar nefndar er unnið að stefnumörkun um mál er varða loftgæði. Eru á vegum hennar unnar miklar rannsóknir á helstu uppsprettum loftmengunar og hvaða gerðir loft- mengunar hafa mest áhrif á heilsu fólks í Evr- ópu en Þór byggir erindi sitt á því efni sem komið hefur fram við þá vinnu. Öllum er velkomið að hlýða á fyrirlesturinn í dag á meðan húsrúm leyfir og er aðgangur ókeypis. Fyrirlestur | Þór Tómasson heldur erindi og ber saman mengun dísilbíla og bensínbíla Menga dísilbílar minna?  Þór Tómasson fædd- ist 17. ágúst 1958 í Reykjavík. Hann út- skrifaðist frá Mennta- skólanum í Hamrahlíð 1977 og lauk BS-prófi í efnaverkfræði frá Lafayette College í Pennsylvaníu og MS í efnaverkfræði frá Uni- versity of Illinois Champaign-Urbana. Þór starfaði á Iðntæknistofnun 1985-1993 og síðan þá á Hollustuvernd Ríkisins sem síðan varð hluti af Umhverfisstofnun 2003 og hefur hann séð þar um mál er varða loftmengun, loftgæði og starfsleyfi fyrir mengandi starf- semi. Þór er kvæntur Gunnhildi Þórðardóttur kennara og eiga þau þrjú börn: Halldóru, Þór- unni og Ólaf. Hróður Íslendinga í Bandaríkjunum ÉG hef verið búsett í Bandaríkj- unum síðastliðin 5 ár og þegar það dynja yfir mann fréttir af dauðsfalli manna vegna náttúruhörmunga úr ýmsum áttum, þá veitir ekki af upp- byggilegum fréttum. Þess vegna langaði mig að koma á framfæri hvernig Íslendingar eru að færa sig upp á skaftið hér um slóðir og auka hróður landans. Fyrst ber að nefna að þátturinn hans Magnúsar Schevings virðist hér í Maryland vera jafn að vinsæld- um og svampurinn frægi „Sponge- bob Squarepants“. Latibær eða „Lazytown“ er sýndur á þekktri stöð kl 11 á morgnana og kl 4 eftir að skólum lýkur. Um daginn var einnig klukku- stundarsyrpa sýnd á vinsælasta sjónvarpstímanum hér, eða milli 8 og 9 á kvöldin. Það væri ekki vitlaus leikur hjá hans fyrirtæki að tefla fram bíómynd í fullri lengd, því mikil vöntun er á hollu og meinlausu efni fyrir ung börn í kvikmyndahúsunum hér. Næst vil ég minnast á að hljóm- sveitin Sigur Rós er með tónleika í splunkunýju og afar fallegu (og stóru) hljómleikahúsi hér í Mary- land/Washington DC. Þetta hús er mikið notað af Baltimore sinfóníunni en þar er einnig að finna ýmislegt annað áhugavert. Ég komst að því í gegnum bandarískan lækni að Sigur Rós átti að vera með kvöldtónleika þar 12. september. Þegar fréttin barst mér fyrir 2 vikum fór ég vit- anlega á netið til að kaupa miða, en allt var uppselt, meira að segja í stúku á 5. hæð. Síðan reyndi ég allt mögulegt til að komast yfir miða, en þeir voru ófáanlegir. Þetta hús rúm- ar líklega um 3000 manns og miðinn var á 40 dollara. Vona ég að þetta verði upphaf að sigurför þeirra um Bandaríkin. Halldóra. Strætó í Álfheima ÉG er sammála ellilífeyrisþega sem skrifar í Velvakanda vegna strætó í Sólheimum. Veit ég að margir eru sama sinnis. Það eru margar stórar blokkir í hvefinu þar sem mikið af gömlu fólki býr. Ég þarf t.d. að fara í þjálfun í Sjálfsbjargarhúsið við Há- tún. Ég tók áður strætó niður á Suð- urlandsbraut og gekk svo niður í Hátún en nú þarf ég að taka leigubíl til að komast þarna í þjálfun því eng- inn strætisvagn gengur lengur á milli Sólheima og og Suðurlands- brautar. Það eru margir í miklum vandræðum hérna í hverfinu og skora ég á strætó að lagfæra þetta. Eldri borgari. Kettir fást gefins ÞRJÁR fallegar læður fást gefins á góð heimili. Þær eru mjög duglegar og kassavanar. Upplýsingar í síma 861 2176. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Hlutavelta | Þau Nanna og Úlfur héldu tombólu og söfnuðu þau 2.170 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Jóga kl.9. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Handa- vinna kl. 9–16.30. Leikfimi kl. 9. Boccia kl. 9.30. Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, hárgreiðsla, leikfimi, vefnaður, línudans, boccia, fótaað- gerð. Dalbraut 18 – 20 | Félagsstarfið er opið öllum. Kynning á hauststarfinu verður föstudag 16. sept. kl. 14. Kaffi og nýbakað meðlæti. Ellen og Eyþór skemmta. Allir velkomnir. Ferðaklúbbur eldri borgara | Haust- litaferð Ferðaklúbbs eldri borgara í Borgarfjörð verður þann 16. sept. Brottför kl. 13. Kvöldverður í Mun- aðarnesi ásamt skemmtiatriðum og dansi. Uppl. í síma 892 3011. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák í dag kl. 13. Félagsvist kl. 20. Miðviku- dagur: Göngu-Hrólfar ganga frá Hlemmi kl. 10. Dagsferð 17. sept: Haustlitir í Skorradal. Brottför kl. 13. Kvöldverður og dans í Skessubrunni Svínadal. Uppl.og skráning í síma 588 2111. Skráning hafin á námskeið í framsögn og stafgöngu. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 9.45, innigolf kl. 10.30, málun kl. 13, karlaleikfimi kl. 13, trésmíði kl. 13.30, opið hús í safn- aðarheimili á vegum kirkjunnar kl. 13. Garðakórinn með aðalfund kl. 17. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. glerskurður og perlusaumur án leiðsagnar. Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Á morgun kl. 14.45 kóræfing. Veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Berg. Allar uppl. á staðnum og 575 7720 og www.gerduberg.is. Furugerði 1 | Í dag kl. 9 aðstoð við böðun, bókband. Kl. 13 frjáls spila- mennska, kaffiveitingar kl. 15. Smíðar og útskurður byrjar hjá okkur föstu- daginn 16. sept. og verður frá kl. 9–14 undir leiðsögn Daníels Dagssonar. Skráning er hafin í síma 553 6040. Hraunbær 105 | Kl. 9 glerskurður, kaffi, spjall, dagblöðin, hárgreiðsla. Kl. 10 boccia. Kl. 11 leikfimi. Kl. 12 hádeg- ismatur. Kl. 12.15 ferð í Bónus. Kl. 13 myndlist. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi í Bjarkarhúsinu kl. 11.30. Brids kl. 13. Glerskurður kl. 13. Pútt á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–13, bútasaumur hjá Sigrúnu. Boccia kl. 9.30–10.30. Helgistund kl. 13.30 í umsjón séra Ólafs Jóhanns- sonar. Myndlist kl. 13.30–16.30 hjá Ágústu. Böðun virka daga fyrir há- degi. Fótaaðgerðir 588 2320. Hár- snyrting 517 3005. Norðurbrún 1, | Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9–12 myndlist, kl. 9 smíði, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 13– 16.30 postulínsmálning, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30 handa- vinna. Kl. 10.15–11.45 enska. Kl. 11.45– 12.45 hádegisverður. Kl. 13–16 postu- línsmálun. Kl. 13–16 bútasaumur. Kl. 13–16 frjáls spil. Kl. 14.30–15.45 kaffi- veitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðjan kl. 9, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, handmennt kl. 13, félagsvist kl. 14. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Stutt stund í upphafi dags með ritningarlestri, söng og bænagjörð. Árbæjarkirkja. | 7-9 ára starf alla þriðjudaga í Árbæjarkirkju kl. 15. 10-12 ára starf alla þriðjudaga í Árbæj- arkirkju kl. 15. Áskirkja | Opið hús milli kl. 10–14 í dag, kaffi og spjall. Bænastund kl. 12. Boðið upp á léttan hádegisverð. Allir velkomnir. Námskeið frá kl. 10–15 í heimsóknaþjónustu miðvikudaginn 14. sept. Ragnheiður Sverrisdóttur, verkefnastjóri kærleiksþjónustu Bisk- upsstofu sér um námskeiðið. Öllum opið. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku. Boðið upp á léttan hádegisverð. Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju, í dag kl. 13 til 16.30. Vetrardagskrá hefst. Við spilum, röbbum saman og njótum þess að eiga samfélag við aðra. Kaffi og með- læti kl. 14.30. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Akstur fyrir þá sem vilja, upplýs- ingar í síma 895 0169. Allir velkomnir. Grafarvogskirkja | „Opið hús, starf eldri borgara, er að hefjast í dag kl. 13:30–16. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitt- hvað gott með kaffinu. Farið verður í haustferðina næsta þriðjudag 20. sept. TTT fyrir börn 10–12 ára kl. 17:30–18:30 á þriðjudögum í Engja- skóla. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8.-10. bekk á þriðjudögum kl. 20 í Grafarvogskirkju. Grensáskirkja | Fyrirbænastundir á þriðjudögum kl. 12.10. Að þeim lokn- um er hægt að kaupa hádegisverð á vægu verði í safnaðarheimilinu. 6–9 ára starf á þriðjudögum kl. 15.30. Fyrir stundina er boðið upp á ferðir úr frí- stundaheimilum Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla. 9–12 ára á þriðju- dögum kl. 17. Grindavíkurkirkja | Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Fyrsta sam- vera 13. september. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðs- þjónusta alla þriðjudaga kl. 10:30. Beðið fyrir sjúkum. Opið hús fyrir aldraða alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11–14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Hjallakirkja | Bæna- og kyrrðarstund er í Hjallakirkju þriðjudaga kl. 18. Pré- dikunarklúbbur presta er hvern þriðjudag kl. 9.15–11 í umsjá sr. Sig- urjóns Árna Eyjólfssonar, héraðs- prests. Laugarneskirkja | Kl. 17 KMS (14-20 ára) Æfingar eru í Félagshúsi KFUM&K. Mannræktarkvöld kl. 20, kvöldsöngur í kirkjunni. Kl. 20.30 er þrennt að gerast: Kynning á 12 spora- starfinu í safnaðarheimilinu, trú- fræðslutími í kirkjunni og 12 spora- hópar koma saman. Sjá: laugarneskirkja.is og viniribata.is. Neskirkja | Opið hús í Neskirkju. Bessastaðaheimsókn. Á morgun, mið- vikudaginn 14. sept. verður farið að Bessastöðum þar sem Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tekur á móti Neskirkjufólki. Farið í rútu frá kirkjunni kl. 15. Skrán- ing í síma 511 1560. Óháði söfnuðurinn | Alfanámskeið I. kl. 19–22. „Menga díselbílar minna?“ Fyrirlestur hjá Umhverfisstofnun í dag, þriðjudaginn 13. janúar, kl. 15-16 Aðgangur ókeypis. Fyrirlesari: Þór Tómasson fagstjóri hjá Umhverfsstofnun. Fyrirlesturinn verður haldinn í matsal Umhverfisstofnunar á Suðurlandsbraut 24, 5. hæð. Upplýsingar á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is Kennsla í byrjenda- og framhalds- flokkum hefst dagana 20. til 25. sept. nk. 10 vikna námskeið Alþjóðlegir titilhafar annast alla kennslu Kennt verður frá kl. 17.00-19.00 virka daga og frá kl. 11.00-12.30 á laugardögum. Kennslugögn innfalin í öllum flokkum. Nánari upplýsingar og skráning alla virka daga frá kl. 10.00-13.00 í síma 568 9141.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.