Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VERÐBÓLGAN SÝNIR KLÆRNAR Það fer hrollur um þá, sem á annaðborð muna tíma verðbólgu, þegar fregnast að verðhækkanir í síðasta mánuði hafi verið svo miklar að efri þolmörk verðbólgumarkmiðs Seðla- bankans séu rofin. Verðbólgan étur upp umsamdar kaupmáttarhækkanir. Hún ruglar alla áætlanagerð heimila og fyrirtækja og gerir rekstur þeirra erfiðari. Hún hleypir upp afborgun- um af verðtryggðum lánum fólks, ekki sízt húsnæðislánunum. Á liðnum áratugum var verðbólgan ein allra versta meinsemdin í íslenzku efna- hagslífi. Það kemur ekki á óvart að á bak við verðhækkanir standi hækkanir á eldsneyti og á húsnæði. Hins vegar vekur athygli að matur og önnur dag- vara skuli hækka verulega umfram það, sem spáð hafði verið. Greining- ardeild Landsbankans orðar það svo í Vegvísi sínum í gær að þau áhrif sem verðstríð matvöruverslana hafi haft til lækkunar matvælaverðs hafi nú að mestu leyti gengið til baka. Menn hljóta að spyrja af hverju. Gengi krónunnar hefur hækkað, þannig að innkaupsverð innfluttrar dagvöru hefur væntanlega lækkað. Hér er augljóslega þörf á áframhaldandi að- haldi neytenda að stórmarkaðakeðj- unum. Sömuleiðis hljóta margir húseig- endur að spyrja sig þeirrar spurning- ar, hversu langvinn hún sé, kjarabótin sem þeir töldu sig hljóta af lækkandi vöxtum á íbúðalánum, ef nýju íbúða- lánin leiða til verðbólgu, sem hækkar verðbæturnar á lánum þeirra og étur upp ávinninginn af lægri vöxtum. Nú er ljóst að forsendur kjara- samninga á almenna vinnumarkaðn- um halda ekki. Samtök atvinnurek- enda og launþega verða að setjast niður eftir nokkrar vikur og ráða ráð- um sínum. Miklu máli skiptir að þar verði gengið fram af fullri ábyrgð. Launahækkanir, sem ekki er inn- stæða fyrir hjá fyrirtækjum, skila engri kjarabót til lengri tíma litið. Vandséð er að Seðlabankinn eigi nokkurn annan kost en að hækka enn stýrivexti sína í næstu viku. Mikið ríð- ur á að Seðlabankinn verði ekki látinn einn um aðhaldið í efnahagsstjórn- inni; þar hljóta ríkisfjármálin einnig að koma til skoðunar. VALDARÁN AÐ OFAN Mörgum þótti Junichiro Koiz-umi, forsætisráðherra Jap-ans, taka áhættu þegar hann leysti upp þing og boðaði til kosninga fyrir lok kjörtímabils, en hann stend- ur með pálmann í höndunum eftir stórsigur í kosningunum um helgina. Flokkur hans, Frjálslyndi lýðræðis- flokkurinn, fékk afgerandi meirihluta á þingi, 296 sæti af 480 í neðri deild- inni. Flokkurinn hefur verið við völd í Japan nánast sleitulaust frá 1955 ef frá er talið 11 mánaða tímabil 1993– 94. Hann hefur aðeins einu sinni unn- ið stærri sigur og það var fyrir um tveimur áratugum. Samsteypustjórn Frjálslynda lýðræðisflokksins og Nýja Komei-flokksins mun sitja áfram þrátt fyrir úrslitin og munu stjórnarflokkarnir því samanlagt ráða yfir rúmlega tveimur þriðju hlutum þingsæta. Koizumi hefur verið forsætisráð- herra frá árinu 2001. Hann var utan- garðsmaður í flokknum, sem þá átti undir högg að sækja meðal almenn- ings auk þess sem japanskur efna- hagur virtist ekki þess megnugur að ná sér upp úr langvarandi lægð. Koiz- umi var fenginn til að bjarga flokkn- um og hann ákvað að gera byltingu í honum ofan frá. Koizumi hefur notið mikils persónufylgis meðal almenn- ings og hefur fyrir þær sakir oft verið líkt við rokkstjörnu. Hann hefur hins vegar mætt andstöðu innan flokksins þar sem verið hafa við lýði rótgrónar valdablokkir, sem hann sagði stríð á hendur. Ástæða þess að Koizumi rauf þing var að hans eigin flokkssystkin sner- ust gegn fyrirætlunum hans um að gera umbætur á póstþjónustu lands- ins, sem reyndar er einnig risavaxin fjármálastofnun. Japanski pósturinn geymir sparireikninga og eignir að andvirði þrjú þúsund milljarða doll- ara og gæti því orðið stærsti einka- banki heims. Þessa sjóði hafa jap- anskir stjórnmálamenn iðulega notað til að fjármagna atkvæðavæn verk- efni. Þegar Koizumi sá að hans eigin flokkur hugðist hindra áform hans ákvað hann að grípa til sinna ráða. Hann gekk svo langt að hreinsa þá þingmenn, sem lýst höfðu andstöðu við umbæturnar út af framboðslist- um. Japanskur efnahagur hefur sýnt ýmis batamerki undanfarið, sem meðal annars sést á minna atvinnu- leysi, en þó draga japanskir neytend- ur enn úr neyslu. Sennilegt er að sig- ur Koizumis muni hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið. Í það minnsta tóku verðbréfamarkaðir kipp í gær þegar ljóst var að hann hefði sigrað. Nágrannar Japans munu fylgjast grannt með framvindu mála, meðal annars vegna þess að samskipti Jap- ana og Kínverja hafa sennilega ekki verið jafnstirð frá því að formlegt samband var tekið upp milli þeirra fyrir rúmum þremur áratugum, en samskiptin við Bandaríkjamenn hafa sjaldan verið betri. Söguskoðun Jap- ana á ýmsum atburðum heimsstyrj- aldarinnar hefur valdið deilum milli ríkjanna, en einnig er ágreiningur um yfirráð yfir eyjum og hafsvæði þar sem verið getur að finna olíu og gas. Kosningabaráttan snerist hins vegar nánast eingöngu um póstþjónustuna og því verður tíminn að leiða í ljós hvað nú tekur við í utanríkismálum. Hvað sem líður efnahagsvanda Japana er japanska hagkerfið það næststærsta í heiminum. Japan gegnir mikilvægu hlutverki í Asíu sem mótvægi við rísandi efnahags- veldi Kína. Sigur Koizumis ber vitni breyttu pólitísku landslagi í Japan. Hann hefur brotið upp rótgróna hóp- hugsun í flokknum og efnahagslífinu veitti ekki af svipuðum breytingum. Koizumi segir nú að þrátt fyrir sig- urinn muni hann láta af embætti á næsta ári eins og hann hafi alltaf ætl- að sér. Það er víst að hart verður lagt að honum að gera það ekki því að þótt andstæðingar hans séu þeirrar hyggju að hann hafi eyðilagt flokkinn búa þeir um leið við þá mótsögn að þeir geta ekki án hans verið. M argaret Atwood (f. 1939) er óvenju fjölhæfur rithöf- undur og nær höf- undarverk hennar yfir flest textasvið: Tólf skáldsög- ur, sjö barnabækur, þrettán ljóðabækur og -söfn og sjö greina- og ritgerðasöfn. Þar að auki er hún fræðimaður, há- skólaborgari og gagnrýnandi. Hún fjallar um rithöfunda og verk þeirra og skáldverk al- mennt, bókmenntalíf, menningu og samfélagsleg mál, heimsmál – hún lætur sig varða flest svið mannlegra athafna. Það er ekki annað hægt en að máta hana við femínisma, þótt hún vilji ekki láta innlima sig í samtök eða hreyfingar. Í skáld- sögum sínum fjallar hún einkum um konur og reynslu þeirra, og gjarnan konur með brotna eða klofna sjálfsmynd. Ekki þó alfar- ið: aðalsöguhetjan í næst-nýjustu skáldsögunni, Oryx and Crake (2003) er karl sem reyndar er kominn í eins konar móðurhlut- verk í erfðabreytilegri framtíð. Margir kannast við framtíðar- óhugnaðinn í The Handmaid’s Tale, sem til er í íslenskri þýðingu: Saga Þernunnar. Nýj- asta skáldsaga Atwood, The Penelopiad, eða Penelópukviða, er væntanleg nú fyrir jólin í ís- lenskri þýðingu. Gómsætar konur Fyrsta birta skáldsaga Atwood, The Edible Woman (Gómsæta konan) kom út 1969 einmitt þeg- ar fyrsta bylgja nýrrar kvenfrels- isbaráttu reið yfir hinn vestræna heim. Atwood var samt heldur á undan sinni samtíð því sagan var samin og skrifuð 1965 en hafði einfaldlega og bókstaflega týnst hjá útgefandanum sem var með handritið til skoðunar. Hún hafði þó, eins og hún hefur sjálf sagt, lesið Betty Friedan og Simone de Beauvoir og tengdi við tíðarand- ann. Bókin var að lokum gefin út samtímis í Kanada, Bandaríkj- unum og Englandi, eftir að At- wood höfðu verið veitt verðlaun fyrir ljóðabók og bókin kom í leitirnar hjá útgefanda. Gómsæta konan varð eitt af „höfuðritum“ nýrrar kvenfrelsisbaráttu. At- wood er þó ekki á því að láta hugmyndafræði stjórna skáld- skapnum. „Viðbrögð gagnrýnenda voru í stórum dráttum tvenns konar: Þeir sem ekki enn könnuðust við kvenfrelsisbaráttuna sögðu: „Þetta er afar ungur rithöfundur sem á eftir að taka út þroska.“ Hinir upplýstu lofuðu bókina í hástert sem nýbylgju-kvenfrels- isverk. Hvorugt var reyndar satt. Það stýrði mér engin afmörkuð hugmyndafræði.“ „Ég hafði hins vegar að vissu leyti gestsaugað hvað samfélagið varðaði. Ég ólst upp í dreifbýli, norðan lands, og við aðstæður þar sem kynhlutverk og kynja- mynstur voru að mörgu leyti ólík því sem gerðist í þéttbýlinu. Maður klæddist t.d. ekki kjólum og pilsum í kuldanum. Ég stund- aði veiðar þótt ég yrði aldrei góð skytta, vegna sjóngalla, og ég veiddi fisk. Og auðvitað hjó mað- ur niður tré í eldivið. Mér hefur reyndar farið heilmikið fram í skógarhögginu síðan! Það var mér því nýtt þegar ég rak mig á allar óskrifuðu kynja- reglurnar þegar ég kom fyrst til byggða, svo að segja. Sjötti ára- tugurinn var jú afar íhaldssamur: stríðið nýyfirstaðið og mönnum var mikið í mun að koma konum aftur inn á heimilið. Og til að gera langa sögu stutta: Þetta er náttúrlega gjörbreytt allt saman núorðið. Það sem mér finnst áhugavert í femínískri baráttu samtímans eru beinharðar aðgerðir á staðnum. Eins og t.d. gramíski bankinn (Grameen bank) sem hagfræðing- urinn Muhammad Yunus kom á fót í heimalandi sínu Bangladesh. Kerfið byggist á „smálánum“. Konur eru í brennidepli í þessu kerfi en nær allir lántakendur í kerfinu, sem nú skipta milljónum, eru konur. Raunhæf barátta Konurnar fá s.s. lánaðar litlar upphæðir í afmörkuð verkefni sem skipta samfélagið afar miklu máli. Endurgreiðsluprósenta lána er sú hæsta í öllum heiminum. Ástæðan fyrir því að aðeins kon- um er lánað er, skv. hugmynda- fræðinni, sú að konur hugsa um fyrst og fremst um fjölskyldur sínar en sóa fénu ekki í sýnd- armennsku, drykk og skemmt- anir. Þetta finnst mér áhugavert. Mér sama hver opnar dyrnar; það er bara spurning um hátt- semi. Femínismi er ekki bara eitthvað eitt: kvenfrelsisbarátta er menningarbundin. Það sem gengur á einum stað gæti verið fáránlegt á öðrum. Ég er ekki hugmyndafræðileg- ur rithöfundur: hjá mér eru per- sónurnar eins og þær eru en ekki eins og þær ættu að vera. Ég fékk á sínum tíma heilmikla gagnrýni, einkum frá konum úr hugmyndafræðilegu baráttunni, fyrir að skapa heldur breyskar konur. En hver hefur áhuga á því að lesa um fullkomnar konur?“ Þótt undarlega kunni að hljóma er hugtakið „kanadískar bók- menntir“ tiltölulega nýtt af nál- inni. Margaret Atwood fer reynd- ar framarlega í hópi ákveðinna samlanda sinna sem tóku að „búa til“ sjálfstæðar k adískar bókmenntir. „Það voru ekki miklir m leikar fyrir mína kynslóð áratugnum í Kanada. Strí þar áður kreppan hafði dr niður þær bókmenntahrey sem höfðu farið af stað á áratugnum. Peningaleysi pappírsskortur háðu útge Í þessari fyrrverandi nýle Frakka og Englendinga e eftir af því að bókmenntir menning væru annað hvo frönsk eða engilsaxnesk f irbæri. Þótt rithöfundar hafi ve Kanada á 19. öldinni náði þeirra heimsfrægð. Þanni aðist það að þegar við vor menntaskólum á sjötta ár um lærðum við ekki mikið okkar eigin, eiginlegu me Nýlenduáhrifin voru miki bandarísk áhrif. Verkefni var því fyrst og fremst að aðstæður sem gerðu okku að gefa út bækur í heima okkar. Eldri kynslóðum fannst legt að gefa út bækur í K án þess að gefa þær út á tíma í annað hvort Banda unum eða Bretlandi. Við f því tvöföld skilaboð: „Þið enga þjóðarsamsemd; Ka hefur enga þjóðarsamsem á sama tíma var okkur sa „Þetta er of kanadískt!“ Þetta var því ekki auðv upphafinu. Árið 1960 voru út hjá kanadískum útgefe alls 5 skáldsögur, eftir ka höfunda. Við tókum okku nokkur hópur, þ. á m. Gr Gibson [eiginmaður Atwo komum á fót litlum útgáfu irtækjum. Svo vildi líka ti skólabókamarkaðurinn se haldið mörgum útgefanda floti breyttist og fyrirtæk því að leita eftir öðru efni gáfu. Nokkur þeirra ákvá það efni hlyti m.a. að vera adískar bókmenntir. Mímeóskáld En við byrjuðum s.s. sem skáld eða fjölritunarskáld af efninu var því fjölritað á götum úti og á kaffihús Bókmenntir, spása Kanadíski rithöfund- urinn Margaret Atwood er einn af aufúsugestum Bók- menntahátíðar í Reykjavík að þessu sinni. Hún er fjölhæf- ur listamaður og gagnrýnandi sem fer fremst jafningja í hópi kanadískra höf- unda. Geir Svansson heyrði ofan í hana um bókmenntir, afstöðu og gagnrýni. „Ég er ekki hugmyndafræðilegur rithöfundur: hjá mér eru persó ættu að vera. Ég fékk á sínum tíma heilmikla gagnrýni, einkum f fyrir að skapa heldur breyskar konur. En hver hefur áhuga á því Atwood, kanadíski rithöfundurinn sem er einn af gestum Bókme ’Í skáldskap getuí ljósi þess sem þa ist, skoðað og kann skilið hvað við eru og hvað við viljum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.