Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Notaðu daginn til þess að vinna og kom- ast langt áleiðis. Þú hefur ótrúlega mikla orku og allt á fullu. Framkvæmdaplán- etan Mars, sem stýrir hrútnum, er í já- kvæðri afstöðu við sólina. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ertu ekki hress? Framkvæmdaplánetan Mars er í þínu merki og verður það alveg fram í febrúar, sem er býsna óvenjulegt. Nautið er unglegt, léttlynt og dað- urgjarnt í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Notaðu daginn til þess að taka til og þrífa í skúmaskotum heimilisins. Reyndar má yfirfæra það verkefni á líf þitt í heild. Þér halda engin bönd. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hópvinna er upplögð í dag. Hafðu sam- band við vini og þiggðu heimboð sem þér berast. Njóttu þess að vera návistum við aðra. Þú nýtur þess líka að reyna á lík- amann. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið er metnaðarfullt og jafnframt bjartsýnt á góðan árangur. Þú kemur auga á nýjar leiðir til þess að sjá þér far- borða eða bæta afkomu þína. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Spennandi ferðaáætlanir liggja fyrir. Meyjan nær góðum árangri í dag í öllum viðfangsefnum sem tengjast útlöndum, útgáfu, fjölmiðlun og þess háttar ef að líkum lætur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin nær árangri í verkefnum sem tengjast tryggingum, skuldum, sköttum og sameiginlegum eignum. Þú veist hvað aðrir vilja og hefur trú á ákvörðunum þínum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Fólk virðir það sem þú gerir og segir í dag. Þú ert einstaklega hreinskilinn og ákveðinn í fasi. Einnig laðar þú að þér sterka einstaklinga. En spennandi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn er eins og hvirfilvindur í vinnunni í dag og leggur sitt lóð á vog- arskálarnar alls staðar. Það er engu lík- ara en að mótor hafi verið festur við bak- ið á þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin er einstaklega skapandi um þessar mundir. Það er svo margt sem hana langar til þess að kynna sér nánar. Nánast allt vekur áhuga hennar núna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn er staðráðinn í því að koma breytingum til leiðar á heimilinu og býr yfir nægum krafti til þess að svo megi verða. Beislaðu hann á jákvæðan hátt. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn er venju fremur flinkur í sam- skiptum í dag. Hann getur nánast selt hvað sem er hverjum sem er. Kynntu hugmyndir þínar, fólk hlustar á þig núna. Stjörnuspá Frances Drake Meyja Afmælisbarn dagsins: Þú ert ástríðufull manneskja og helgar þig viðfangsefnum þínum af öllu hjarta. Fyrir vikið ertu bæði frábær kennari og nemandi. Þú býst við að ná árangri og getur komið miklu til leiðar. Þrautseigja og stefnufesta eru gulls ígildi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Sudoku © Puzzles by Pappocom Lausn síðustu gátu Þrautin felst í því að fylla út í reit- ina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 hafurs, 4 gerir við, 7 óvani, 8 fýla, 9 dropi, 11 skjögra, 13 skott, 14 hagnast, 15 bein, 17 happs, 20 gróinn blettur, 22 þvingi, 23 frá- brugðið, 24 hindra, 25 bik. Lóðrétt | 1 bolur, 2 fúskið, 3 kvalafullt, 4 skinn, 5 muldra, 6 dóni, 10 ávítur, 12 temja, 13 mann, 15 skammar, 16 losað, 18 svipað, 19 opna formlega, 20 tímabil, 21 dægur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 höfuðfati, 8 hökul, 9 nemur, 10 iðn, 11 rýran, 13 afrit, 15 hregg, 18 álfar, 21 lof, 22 lydda, 23 Arons, 24 grátklökk. Lóðrétt: 2 ölkær, 3 ullin, 4 fenna, 5 tímir, 6 óhýr, 7 þrot, 12 agg, 14 fól, 15 héla, 16 eldur, 17 glatt, 18 áfall, 19 flokk, 20 ræsa.  Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Myndlist Artótek Grófarhúsi | Ingimar Waage sýnir olíumálverk á 1. hæð Grófarhúss, Tryggva- götu 15. www.artotek.is Til 25. sept. BANANANANAS | Sýning á verkum Þur- íðar Helgu Kristjánsdóttur og Tinnu Æv- arsdóttur til 24. sept. Café Karólína | Arnar Tryggvason. Húsin í bænum. Til 30. september. Gallerí BOX | Darri Lorenzen. Stað sett. Hljóðverk, ljósmyndir og teikning. Til 17. september. Gallerí Gyllinhæð | Sýning nemenda LHÍ, Snæviþakið svín. Til 18. september. Opið 15–18 fim.–sun. Gallerí i8 | Ólöf Nordal til 15. okt. Gallerí Sævars Karls | Sólveig Hólm- arsdóttir til 14. sept. Gallerí Terpentine | Samsýning lista- manna tengdra galleríinu til 14. sept. Hafnarborg | Eiríkur Smith til 26. sept- ember. Hrafnista Hafnarfirði | Sesselja Halldórs- dóttir sýnir í Menningarsal til 4. október. Iða | Guðrún Benedikta Elíasdóttir. Und- irliggjandi. Kaffi Sólon | Víðir Ingólfur Þrastarson. Olíumálverk. Til 24. sept. Kirkjuhvoll Akranesi | Björn Lúðvíksson til 18. sept. Opið alla daga nema mán. 15– 18. Listasafn Árnesinga | Sýningin Tívolí til 25. sept. Listasafnið á Akureyri | Jón Laxdal til 23. október. Listasafn Ísafjarðar | Katrín Elvarsdóttir fram í október. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1945–1960 Frá abstrakt til raunsæis. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Meist- ari Kjarval 120 ára. Afmælissýning úr einkasafni Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar. Til 2. október. Listasafn Reykjanesbæjar | Eiríkur Smith og konurnar í baðstofunni til 16. okt. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Sýning á úrvali verka úr safneign. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Guð- rún Vera Hjartardóttir til 30. des. Erró til 23. apríl. Hvernig borg má bjóða þér? til 2. okt. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Úrval verka frá 20. öld til 25. september. Norræna húsið | Sýning 17 danskra lista- kvenna á veggteppum í anddyri. Nýlistasafnið | Ásta Ólafsdóttir, Daði Guðbjörnsson og Unnar Jónasson Auð- arson til 2. okt. Safn | Ólafur Elíasson „Limbo lamp for Pétur“ fram að nóvember. Stefán Jónsson „Við Gullna hliðið“ til miðs október. Skaftfell | Listamaðurinn Carl Boutard – „Hills and drawings“ í sýningarsal Skaft- fells. Listamaðurinn Dodda Maggý með sýningu sína „verk 19“ á vesturvegg Skaftfells. Til 18. sept. Skriðuklaustur | Helga Erlendsdóttir sýn- ir 13 olíumálverk til 18. sept. Suðsuðvestur | Gjörningaklúbburinn/ The Icelandic Love Corporation. Til. 25. sept. Opið fim. og fös. 16–18 og helgar 14–17. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin er af- rakstur rannsókna Þóru Kristjánsdóttur á listgripum Þjóðminjasafnsins. Markmið sýningarinnar er að kynna til sögunnar listamenn frá 16., 17. og 18. öld sem hægt er að eigna ákveðin listaverk í eigu Þjóð- minjasafns Íslands. Listasýning Bæjarbókasafn Ölfuss | Ágústa Ágústs- dóttir, söngkona og listamaður, sýnir verk sín á Bæjarbókasafni Ölfuss, Þorlákshöfn. Listaverkin eru m.a. búin til úr hlutum sem Ágústa hefur fundið í fjörunni. Kvikmyndir Kvikmyndasafn Íslands | Kl. 20:00 sýnir Kvikmyndasafn Íslands amerísku Holly- woodmyndina Charade frá árinu 1962. Myndin er bæði spennumynd og róm- antísk gamanmynd og skartar stórstjörn- unum Audrey Hepburn og Cary Grant í aðalhlutverkum. Söfn Bókasafn Kópavogs | 11. september verk- efnið er samvinna bókavarða um heim all- an sem hvetur til kynningar á frelsi og lýðræði. Sjá slóðina: www.thesept- emberproject.org Safnið minnist atburð- anna með kvikmyndasýningum 7.–30. sept. o.fl. Sjá: www.bokasafnkopavogs.is. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn kl. 10–17 alla daga nema mánudaga í vetur. Hljóðleiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning og gönguleiðir. Nán- ar á www.gljufrasteinn.is. Smámunasafnið í Sólgarði | Ný heima- síða safnsins hefur verið opnuð. www.smamunasafnid.is – Safnið er lokað 15. sept. – 15. maí. Tekið á móti hópum í samráði við safnvörð. Uppl. í síma 865 1621. Þjóðmenningarhúsið | Handritin – saga handrita og hlutverk um aldir, Þjóðminja- safnið – svona var það, Fyrirheitna landið – fyrstu Vestur–Íslendingarnir, Bókminja- safn. Auk þess veitingastofa með hádeg- is- og kaffimatseðli og áhugaverð safn- búð. Þjóðmenningarhúsið | JAM–hópurinn – haustsýning. Sýnt íslenskt bókband gert með gamla laginu eins og það var unnið á 17. og 18. öld. Til 12. okt. Þjóðminjasafn Íslands | Þjóðminjasafn Ís- lands varðveitir minjar sem veita okkur innsýn í menningarsögu okkar. Grunnsýn- ing safnsins er hugsuð sem ferð í gegnum tímann, hún hefst í skipi landnámsmanns sem sigldi yfir opið haf til nýrra heima og henni lýkur í flughöfn nútímans. Opið kl. 10–17 alla daga. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs | Mæðra- styrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5 er op- in kl. 16 – 18. Fatamóttaka á sama tíma. Fundir ITC–Harpa | Fundur kl. 19, á þriðju hæð í Borgartúni 22. Gestir velkomnir. Tölvu- póstfang ITC Hörpu er itcharpa@hotmail- .com heimasíða http://itcharpa.tripod- .com Nánari uppl. Eva S:6617250. OA–samtökin | OA karladeild fundar á Tjarnargötu 20, Gula húsinu, kl. 21–22. OA (Overeaters Anonymous) er fé- lagsskapur karla og kvenna sem hittast til að finna lausn á sameiginlegum vanda – hömlulausu ofáti. www.oa.is. Pólýfónkórinn | Pólýfónkórinn heldur vinafund kl. 20–22 á Grand hóteli Reykja- vík við Sigtún. Gestur er Ingólfur Guð- brandsson. Umræður um væntanlega menningarferð á Bach–slóðir í Þýskalandi. Hótel Saga | Aðalfundur Sinawik Reykja- vík verður haldinn á Hótel Sögu, í Skála á annarri hæð kl. 20 og hefst með borð- haldi. Almenn aðalfundarstörf. Fyrirlestrar Opni Listaháskólinn | Fyrirlestur verður í LHÍ, Skipholti 1, stofu 113, 13. sept. kl. 17. Vivek Radhakrishnan fjallar um verk sín unnin á alþjóðlegum vettvangi og á Ind- landi. Einnig um starfsumhverfi hönnuða á Indlandi. Vivek er gestakennari hjá Vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands. Sagnfræðingafélag Íslands | Sir Marrack Goulding heldur upphafserindi í hádeg- isfundaröð „Hvað eru framfarir?“. Erindið nefnist „Umbætur á Sameinuðu þjóð- unum og leiðtogafundurinn mikli: Er ein- hver von um árangur?“ Erindið verður flutt í dag og hefst kl. 12.10, í nýjum fyr- irlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Að- gangur ókeypis og öllum opinn. Sögufélag | Fyrsta þemakvöld Félags þjóðfræðinga verður 14. sept. kl. 20–22. Erindi halda: Vilborg Davíðsdóttir: „Þrett- ánda í jólum þá fer allt af stað“: Rann- sókn á þrettándasiðnum á Þingeyri og öðrum áþekkum grímu- og heimsókna- siðum á Íslandi. Árni Björnsson: „Upp á stól stendur mín kanna“, um uppruna og þróun vísunnar. Málstofur Viðskipta- og hagfræðideild HÍ | Sig- urður Jóhannesson og Ragnheiður Jóns- dóttir, Hagfræðistofnun, flytja erindið „Verðmæti veiða í Skaftárhreppi“ í mál- stofu Hagfræðistofnunar og Viðskipta- fræðistofnunar 14. september, kl. 12.20, í Odda stofu 101. Fjallað verður um hvað samfélagið myndi missa mikið í krónum talið ef veiðar legðust af í Skaftárhreppi. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar á www.vidskipti.hi.is. Námskeið Alþjóðahúsið | Námskeiðið um konur og íslam verður haldið í þriðja sinn 14. sept. kl. 17–20. Leitað er svara við því hvaða áhrif íslam hefur á líf kvenna í löndum múslima. Námskeiðið er haldið í Alþjóða- húsinu, Hverfisgötu 18, 3.hæð, af Amal Tamimi, félagsfræðingi. Verð er 5.000 kr. Skráning: amal@ahus.is,530–9308. Heilsustofnun NLFÍ | Námskeið gegn reykingum verður haldið 23. – 30. októ- ber 2005. Upplýsingar og innritun í Heilsustofnun NLFÍ, Hveragerði; beidni- @hnlfi.is; www.hnlfi.is. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Nýtt Alfa 1 námskeið hefst kl. 19. Enn eru laus pláss. Hægt er að skrá sig í síma 5354700 eða mætta á staðinn. www.gospel.is. Staðlaráð Íslands | Námskeið 22. sept- ember, ISO 9000 gæðastjórnunarstaðl- arnir – Lykilatriði, uppbygging og notkun. Markmið: Að þátttakendur geti gert grein fyrir megináherslum og uppbyggingu kjarnastaðlanna í ISO 9000:2000 röðinni og þekki hvernig þeim er beitt við að koma á og viðhalda gæðastjórnunarkerfi. Upplýsingar á www.stadlar.is. Ráðstefnur Nordica hótel | Norræn ráðstefna um landupplýsingar verður haldin á Nordica hóteli 14.–17. september. Allt það nýjasta á sviði landupplýsinga og notkunar land- uplýsingakerfa. Fimmtíu fyrirlesarar og sýning. Nánari upplýsingar á: http:// www.meetingiceland.com/ginorden2005/. Markaður Kattholt | Flóamarkaður til styrktar kött- unum opinn kl. 14–17. TÓNLEIKARÖÐ Selfosskirkju heldur áfram kl. 20:30 í kvöld með orgeltón- leikum organistans í Hveragerði, Jörg Sondermann. Á efnisskránni eru m.a. Introduction og Passacaglia í d-moll eftir Max Reger, a-moll kórall Césars Franck, Prelúdía og fúga Frans List um B-A-C-H og eftir hann, þ.e., Johann Sebastian, leikur Jörg að þessu sinni tríósónötu í Es dúr. Aðgangur er ókeypis. Jörg Sondermann í Selfosskirkju Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.