Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ kl. 4 og 6 Í þrívíddSýnd kl. 5.30, 8 og 10.30kl. 5.45, 8 og 10.20 B.i 10 ára VINCE VAUGHN OWEN WILSON BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL. Sýnd kl. 4 ísl tal Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 b.i. 14 ára kl. 4, 6, 8 og 10 Frábærtævintýri fyrir alla fjölskylduna! Sýnd kl. 6 ísl tal MEISTARI HROLLVEKJU NNAR SNÝR AFTUR TIL AÐ HRÆÐA ÚR OKKUR LÍFTÓRUNA kl. 8 og 10 b.i. 16 ára Sími 564 0000 Miðasala opnar kl. 15.15 Sýnd kl. 8 og 10.20 Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 14 ára O.H.H. / DV. . . / H.J. / Mbl.. . / l.     Frábærtævintýri fyrir alla fjölskylduna! KVIKMYNDIR.COM  RÁS 2 Ó.H.T  Þ að veittu því trúlega margir athygli þegar gamanleikarinn Rob Schneider sótti Ísland heim á dögunum til að kynna nýjustu mynd sína, Deuce Bigalow: European Gigolo, en mynd- in var frumsýnd hér á landi um helgina. Eins og nafnið gefur til kynna er hér um að ræða framhalds- mynd Deuce Bigalow: Male Gigolo sem kom út fyrir nokkru. Fylgst er með ævintýrum Deuce Bigalow sem hefur lífsviðurværi sitt af því að selja blíðu sína kvenfólki. Hórmangari Bigalows, T.J. Hicks, kemur við sögu í báðum myndunum en hann er leikinn af Eddie Griffin. Blaðamaður fékk að ræða örstutt við Griffin þar sem sá síðarnefndi sat undir stýri á leið í annað viðtal. T.J. Hicks er í Deuce Bigalow: European Gigolo búsettur í Amst- erdam og enn við sama heygarðs- hornið. Hann kemst þó í hann krapp- an þegar hann flækist inn í morðmál, en morðingi gengur laus og myrðir karlhórur á meginlandi Evrópu. Bigalow mætir þá á staðinn til hjálpar vini sínum og fyrrverandi hór- mangara. Griffin sagði mjög gaman að taka þátt í framhaldsmyndinni og sagði þeim Schneider vera orðið vel til vina. „Hann er frábær maður og mjög gott að vinna með honum,“ sagði Griffin brunandi eftir strætum Los Angeles. Griffin er þekktastur fyrir gam- anleik en auk myndanna tveggja um Deuce Bigalow lék hann meðal ann- ars í Scary Movie 3. Hann segir það þó hreint ekki vera viljandi að hlut- verkavalið sé í þessa áttina. „Ég hef alveg jafn gaman af því að leika alvarlegri hlutverk en ég held þó að margir geri sér ekki grein fyrir hversu erfiður gamanleikur er, það getur verið þrælerfitt að vera fynd- inn.“ Griffin segir eitt af eftirlætis- hlutverkum sínum á ferlinum hafi verið þegar hann lék Richard Pryor í sjónvarpsmyndinni Pryor Offences, byggðri á ævi gamanleikarans. „Pryor er auðvitað mikill meistari og það var mjög gaman að fá að glíma við hann,“ sagði Griffin og sagði það mikla áskorun að leika manneskju sem svo margir muna eftir. Hann sagði jafnframt að draumahlutverkin sín væru að fá að leika „hetjur á borð við Malcolm X eða Martin Luther King. Það væri toppurinn!“ sagði Griffin að lokum. Höfum öll okkar litlu vana Meðan á dvölinni í Amsterdam stendur kynnist Deuce Bigalow stúlk- unni Evu sem er frænka lögreglufor- ingja borgarinnar sem fer með rann- sókn á málum meints morðingja vændiskarlanna. Eva er leikin af 22 ára gamalli hollenskri stúlku að nafni Hanna Verboom. Þegar blaðamaður náði af henni tali var hún hreint ekki að veita fyrsta viðtal dagsins. „Ég er hætt að telja …“ sagði Verboom en bar sig vel. Fram að þessu hefur Verboom mest látið til sín taka í fyrirsætuheim- inum en hlutverk hennar í Deuce Bigalow: European Gigolow er annað hlutverk hennar á hvíta tjaldinu. Hún lýsir sjálf ferli sínum á þennan hátt: „Ég sendi nokkrar myndir af mér til umboðsskrifstofu fyrir nokkr- um árum í þeirri von um að koma mér á framfæri sem fyrirsæta og nokkrar myndanna komust inn á borð hjá þeim sem sjá um Elite-fyrirsætu- keppnina ár hvert. Þeir hringdu í mig og báðu mig að taka þátt í keppninni sem ég og gerði og ég vann keppn- ina,“ segir hún. „Þegar ég var í skóla starfaði ég með leiklistarhópi og varð ástfangin af leiklistinni og leikhúsinu. Ég fór því að hella mér út í áheyrnarprufur sem færðu mér hlutverk, fyrst í hol- lenskri mynd sem heitir Snowfever og svo núna í Deuce Bigolow.“ Aðspurð um hlutverk sitt í mynd- inni nýju svarar Verboom; „Ég fór reyndar upphaflega í áheyrnarprufu fyrir minna hlutverk og það gekk mjög vel. Mér var því boðið að reyna fyrir mér í hlutverki Eva og fékk það að lokum og var mjög ánægð með það.“ Hún segir þær Evu eiga lítið sam- eiginlegt utan þess að þær máli báðar í frístundum. „Eva er mjög indæl, saklaus og hreinlynd en þjáist af áráttukenndri þráhyggju svo hún tekur upp á ýmsu furðulegu. Hún slær sjálfa sig í andlitið eða lemur sjálfa sig með skó til að mynda. Hún er því mjög óörugg og þá sérstaklega í kringum stráka en þá verður Deuce á vegi hennar. Hann er fyrsti mað- urinn sem lætur henni líða vel og þau verða ástfangin,“ segir Verboom um hlutverkið og bætir við að gaman hafi verið að leika konu svo ólíka sjálfri sér. „Þegar ég var að undirbúa mig fyr- ir hlutverkið fór ég að svipast um í kringum mig eftir þessum litlu vön- um sem fólk hefur án þess að taka eft- ir því. Ein vinkona mín verður að skvetta vatni framan í sig sjö sinnum á hverjum morgni og önnur sleppir alltaf öðru hverju þrepi þegar hún labbar upp stiga. Við höfum öll ein- hverja svona smáhluti sem við gerum, oft óafvitandi,“ segir hún en getur að- spurð ekki í fljótu bragði munað eftir neinu vanabundnu sem hún geri sjálf. Hollywood framtíðin? Verboom er fædd í Belgíu en ólst upp í Amsterdam þar sem hún er bú- sett enn í dag. Þó að leiklistin sé hennar aðaláhugamál málar hún einnig í frístundum eins og áður sagði. „Já ég er meira að segja nýbúin að halda sýningu hér í Amsterdam. Verkin mín eru mjög stór í abstrakt- stíl og þessa stundina er ég mest að vinna með mannslíkamann,“ segir Verboom. Auk þess að mála og leika er Verboom þáttastjórnandi Top of the Pops í Hollandi. Hvernig tónlist ætli hún hlusti sjálf á? „Gamaldags tónlist höfðar mest til mín, Bob Dylan, Janice Joplin, Dire Straits, Bítlarnir, Rolling Stones og fleira í þeim dúr,“ svarar hún. Um framtíðina segist Verboom vera með nokkur hlutverk í hol- lenskum myndum í farvatninu og hef- ur einnig farið í nokkrar áheyrn- arprufur þar vestra og segist bjartsýn á útkomuma. Hún býr enn í Amsterdam en útilokar ekki að hún muni flytja til draumaborgarinnar Hollywood ef hlaupi á snærið hjá sér. Kvikmyndir | Deuce Bigalow: European Gigolo Þrælerfitt að vera fyndinn Gamanmyndin Deuce Bigalow: European Gigolo var frumsýnd hérlendis um helgina. Birta Björnsdóttir ræddi við Hönnu Verboom og örstutt við Eddie Griffin, en þau fara bæði með hlutverk í myndinni. birta@mbl.is Hanna Verboom er fædd í Belgíu en ólst upp í Amsterdam þar sem hún er búsett enn í dag þó Hollywood kalli. Grínistinn Eddie Griffin hafði gaman af því að vinna með Rob Schneider og segir að þeim hafi orðið vel til vina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.