Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 11
VERÐBÓLGAN mælist 4,8% nú í september og er komin yfir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðla- bankans. Hefur hún ekki mælst meiri í 40 mánuði. Að mati Alþýðu- sambandsins eru hverfandi litlar líkur á að forsendur kjarasamninga haldi í nóvember. Verulegt frávik frá verðbólgu- markmiði Seðlabankans „Þessi mæling kveður upp úr um að það mun reyna á verðlagsfyr- irvara í kjarasamningunum og menn munu þurfa að hefja umræð- ur á grundvelli þess að um verulegt frávik sé að ræða frá verðbólgu- markmiði Seðlabankans en skrifað er inn í samninga að það sé ein af forsendum samninganna,“ segir Hannes G. Sigurðsson aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins. Viðsemjendur á almenna vinnu- markaðinum taka samningsforsend- ur samninganna til sérstakrar skoð- unar fyrir 15. nóvember næst- komandi. „Það er umfjöllunarefni nóvembermánaðar að skoða þetta,“ segir Hannes. „En þessar tölur eru orðnar þannig, að það er alveg ljóst að það mun reyna á þetta ákvæði,“ segir hann. Mikil eftirspurn neytenda eftir vöru og þjónustu og mikil kaupgeta í landinu virðist vera að koma fram í hærra verðlagi núna að mati Hannesar. „Það má heldur ekki gleyma því að við höfum verið að hækka kostnað mun meira en aðrar þjóðir í allmörg ár. Launabreyt- ingar hafa verið tvöfalt meiri en annars staðar tíðkast. Launabreyt- ingar hér hafa verið sex til sjö pró- sent á ári auk eins prósents í lífeyr- issjóð. Það er því að myndast kostnaðarþrýstingur víða,“ segir Hannes. Slæm tíðindi Þegar skrifað var undir kjara- samninga á fyrri hluta ársins 2004 var verðbólgan 1,8% og var við það miðað að hún yrði sem næst 2,5% á samningstímanum. Liðna tólf mán- uði hefur hún verið sem næst tvö- föld sú tala. „Þetta eru slæm tíð- indi,“ segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ. „Þegar verka- lýðshreyfingin gekk frá kjarasamn- ingum í fyrra var verðbólgan 1,8%. Við vissum að framundan voru mestu framkvæmdir Íslandssög- unnar og að það myndi reyna mjög á hagkerfið á komandi árum. Við vildum leggja grunn að stöðugleika og uppbyggingu atvinnulífsins með samningum til lengri tíma en oftast áður og töldum að með réttri hag- stjórn gæti verðbólga verið um 2,5% á samningstímanum. Verð- lagsforsendur kjarasamninga miða því við þá verðbólgutölu. Í nóv- ember munum við fara yfir það sem liðið er af samningstímanum og skoða hvort það hafi gengið eftir. Því miður eru litlar sem engar líkur á því. Núna er verðbólgan 4,8% og við þyrftum að sjá umtalsverða verðhjöðnun til að nálgast 2,5% markið, sem er afar ólíklegt. Ég geri að vísu ráð fyrir að það dragi úr verðbólgu í næstu mælingu en það verður ekki um verðhjöðnun að ræða, heldur mun verðbólguhraðinn sennilega minnka,“ segir Ólafur Darri. Það veldur einnig áhyggjum að sögn hans að nú í fyrsta skipti í langan tíma bregður svo við að vísi- tala neysluverðs án húsnæðis hækkar meira en vísitalan með hús- næði. Heldur hefur dregið úr hækkun á húsnæðisverði á sama tíma og verð á matvöru, fatnaði og olíu hækkar mikið milli mánaða. Þetta er verulegt áhyggjuefni að mati ASÍ, þegar það er haft í huga hversu sterk krónan er. „Þetta eru sterk merki um þenslu,“ segir Ólaf- ur Darri og telur auknar líkur á að Seðlabankinn bregðist við þessari stöðu með hækkun vaxta. „Staðan er það alvarleg að Seðlabankanum er skylt að gera ríkisstjórninni grein fyrir ástæðum verðbólgunnar og hvernig bankinn telji skynsam- legast að bregðast við. Það er skil- greint sem ákveðið krísuástand ef verðbólgan fer yfir 4% og nú er hún komin langt yfir þau mörk. Lík- urnar á því að Seðlabankinn hækki vexti hafa því aukist verulega,“ seg- ir Ólafur Darri. Kaupmáttur minnkar Verðbólgan er það mikil að ljóst er að dregið hefur úr kaupmætti launatekna að undanförnu. „Þorri launamanna hefur verið að fá 3% hækkun á síðustu tólf mánuðum og þegar verðbólga er 4,8% þá þýðir það einfaldlega að kaupmáttur launatekna er að minnka,“ segir Ólafur Darri. Guðmundur Gunnarsson, formað- ur Rafiðnaðarsambandsins, segir í pistli um þessi mál á vefsíðu sam- bandsins í gær að forsvarsmenn stéttarfélaganna muni fara yfir stöðuna á næstu vikum. „Þeir munu tala við forsvarsmenn samtaka at- vinnulífsins, og ástæða er að geta þess að ríkisstjórnin kom að síðustu kjarasamningum, þannig að rétt er að fá þá að borðinu líka,“ segir hann. Verðbólgan mælist nú 4,8% og er yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka og gildandi kjarasamninga Flest bendir til að forsendur samninga muni bregðast                            0                  O   P !" #P $ %   " P         ! "  #   &'P  $%"&' ( )  # * #$%"   ()+"%' ,+, # #- $+" &"+  -!' +     ( ) )*P  &* +" *P *." "/)     0)"  )   *    ## $+  "' #   1' 2"    !"#$%$ &'(!%)'*+! ,-. /012 Q Q /02 /032 /302 02 /02 /02 Q  /0442 /02 /042 Q 50112 /062 Q Q /0162 1 3        R R P S & O , O S S ! - . / 0            3'+ 44 )'''  "+,)4' "+, )4'  )4, -  )4, * MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 11 FRÉTTIR VERÐBÓLGA hér á landi síðastliðna tólf mánuði er 4,8% samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs. Ef hækkun á húsnæðisverði er ekki tekin með mælist verðbólgan 1,4%. Hækkun á vísitölu neysluverðs síðastliðna þrjá mánuði svarar til 7,6% verðbólgu á ársgrundvelli, en 5,7% án húsnæðis. Fram kemur í tilkynningu Hagstofunnar að vísitala neysluverðs í september hafi hækkað um 1,52% frá fyrra mánuði. Þetta er meiri hækkun en greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu gert ráð fyrir, en þær spáðu því að hækkun vísi- tölunnar á milli ágúst og september yrði á bilinu 0,8–0,9%. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 1,71% frá því í ágúst. Verðbólgumarkmið Seðlabankans miðast við 2,5% verðbólgu með 1,5% þolmörk yfir eða undir markmiðið. Verðbólgan nú mælist því yfir verð- bólgumarkmið bankans þó tillit sé tekið til þol- markanna. Það gerðist einnig í febrúar og mars á þessu ári. Seðlabankinn þarf nú að senda rík- isstjórninni greinargerð þar sem greint verður frá ástæðum þess að verðbólgan hafi rofið efri þolmörk bankans og viðbrögðum hans vegna þess. Útsölulok hafa áhrif Sumarútsölum er víðast lokið að því er fram kemur í tilkynningu Hagstofunnar. Verð á fötum og skóm hækkaði um 13,0%, sem hafði áhrif til hækkunar vísitölunnar um 0,60%. Verð á dagvör- um hækkaði um 1,7% (vísitöluáhrif 0,28%) og á bensíni og gasolíu um 4,9% (vísitöluáhrif 0,25%). Eigið húsnæði í vísitölu neysluverðs hækkaði um 1,2%. Vísitöluáhrif þeirra hækkunar voru 0,19%. Þar af voru áhrif af hækkun markaðsverðs á hús- næði 0,22% en á móti vógu áhrif af lækkun með- alvaxta, -0,03%. Verðbólgan mælist 4,8% Hækkun milli ágúst og september mun meiri en spáð var VIÐSEMJENDUR á almenna vinnumarkaðinum munu fyr- ir 15. nóvember fara yfir hvort forsendur og markmið kjarasamninga halda í svo- nefndri forsendunefnd, sem skipuð er tveimur fulltrúum atvinnurekenda og tveimur fulltrúum launþegahreyfing- arinnar. Ekki verður því kveðið upp úr um hvort samnings- markmið halda eða hvort forsendur samninga eru brostnar fyrr en í nóvember. Fer nefndin yfir þróun verðbólgunnar frá upphafi samningstímans og fram í nóvember en gildandi samn- ingar hvíla á eftirfarandi forsendum: 1. Að verðlag þróist í sam- ræmi við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. 2. Að sú launastefna og þær kostnaðarhækkanir sem í samningnum felast verði al- mennt stefnumarkandi fyrir aðra samningagerð á vinnu- markaði. Forsendunefnd getur úrskurðað að samningar haldi gildi sínu Gert er ráð fyrir því að forsendunefndin geti komið sér saman um viðbrögð ef samningsforsendurnar bresta og reynt verði að ná samkomulagi í nefndinni um hvernig brugðist skuli við. Takist það getur nefndin úrskurðað að kjarasamn- ingar haldi gildi sínu. En komist nefndin að þeirri niðurstöðu að forsend- urnar séu brostnar en hún kemur sér ekki saman um viðbrögð, eru samningar uppsegjanlegir af hálfu samningsaðila. Skal þá ákveða uppsögn samninga fyrir 10. desember og verða samningar þá laus- ir næstu áramót. Uppsögn um ára- mót náist ekki sam- komulag Reyna mun á verðlagsfyrirvara samninga segir aðstoðarfram- kvæmdastjóri SA Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.