Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 15 ERLENT STJÓRN Tony Blairs í Bretlandi hyggst endurskoða allar reglur um bætur í velferðarkerfinu og gera þær einfaldari og markvissari, að sögn ráðherra atvinnu- og eftirlaunamála, Davids Blunketts. Segir í frétt dag- blaðsins The Independent að um sé að ræða mestu uppstokkun í velferð- arkerfinu frá því að grunnur var lagður að því árið 1945. Um 2,6 milljónir manna fá opinber- ar bætur af einhverju tagi í Bretlandi vegna þess að þeir teljast eiga erfitt með að sjá fyrir sér. Er um að ræða alls 29 tegundir bóta, greiðslu- flokkarnir eru 272. Verkamanna- flokkurinn hét í síðustu kosning- um að lagfæra kerfið en ætlunin er að ganga mun lengra en gefið var í skyn í kosn- ingaplöggunum. Margir hafa gagn- rýnt bótakerfið og fullyrt að sumir misnoti óljósar reglur til að fá bætur þótt ekkert ami í reynd að þeim. Blunkett segir að stjórnvöld vilji aðstoða þá sem lendi í vanda vegna „öryggisleysis og óstöðugleika“ í breyttum heimi en í staðinn verði fólk að hjálpa sér sjálft eftir bestu getu. Ráðherrann segir að á undanförnum 60 árum hafi menn stöðugt lappað upp á kerfið í stað þess að taka það til rækilegrar endurskoðunar. Hann við- urkennir þó að málið sé geysilega flókið og því fari fjarri að hægt sé að gerbreyta því í einu vetfangi. „Allt kerfið er eins og bútateppi fyrri viðbóta og þversagna, þær eru allar áratuga gamlar, hvarvetna eru plástrar,“ segir Blunkett. Hann segir að enginn myndi skapa kerfi af þessu tagi ef hann mætti byggja það frá grunni og þótt hann hafi sjálfur sinnt þessum málaflokkum lengi hafi hann fyrst nýlega heyrt um sumar greiðslur sem bætt hafi verið við kerfið. Ráðherrann reyndi í viðtali við The Independent að róa vinstrisinna í flokki sínum sem óttast að markmiðið sé að draga úr greiðslum. „Verkefnið er að einfalda kerfið og tryggja áfram sanngirni,“ sagði hann. En gert yrði ráð fyrir því að þeir bótaþegar sem væru færir um að vinna færu í viðtöl hjá ráðgjöfum sem reyndu að tryggja þeim vinnu. Ef til vill mætti koma á tveggja þrepa kerfi, þeir sem reyndu í raun að finna sé vinnu fengju þá hærri bætur en hinir sem ekki gera það. Hann gaf þó í skyn að lögin myndu að- eins gilda um nýja bótaþega og jafn- framt að hann myndi ekki setja reglur um hámarkstíma sem menn mættu vera á bótum. „Það verður ekki beitt neinni grimmd,“ sagði David Blunkett. Bretar hyggjast stokka upp bótakerfið Bótagreiðslur í velferðarkerfinu einfaldaðar og gerðar verði strangari kröfur til bótaþega David Blunkett Toronto. AP, AFP. | Dalton McGuinty, fylkisstjóri í Ontario í Kanada, til- kynnti á sunnudag að hann hefði ákveðið að horfið yrði frá hugmynd- um um að múslímar í fylkinu geti fengið úrskurð sharia-dómstóls í fjöl- skyldudeilum. Sharia-lög eru byggð á helgiriti múslíma, Kóraninum og enn eldri hefðum, er þar m.a. tilgreint að konur hafi minni réttindi en karlar. „Eftir að hafa kannað málið ákvað fylkisstjórnin að umræðan um það hefði staðið nógu lengi. Ákveðið var að sharia-lög muni ekki gilda í Ont- ario,“ sagði talsmaður McGuintys. Meðal þekktra Kanadamanna sem hafa mótmælt þessum hugmyndum er rithöfundurinn Margaret Atwood. Það var Marion Boyd, fyrrverandi dómsmálaráðherra Ontario, sem lagði til í desember að múslímar í fylkinu ættu að geta leitað til trúar- dómstóla með deilumál rétt eins og gyðingar og kristnir. Andstæðingar hugmyndarinnar, m.a. Atwood, sögðu að sharia-dómstóll yrði ógn við ver- aldlega lagahefð í Kanada og hætti væri ennfremur á að slíkur dómstóll gengi gegn réttindum kvenna. Andstæðingar tillögu Boyds skipu- lögðu fjöldamótmæli í borgum víðs- vegar í Kanada, m.a. Toronto, Mont- réal og Ottawa, og einnig í París, London og Vín. Sögðu þeir að íslömsk lög vernduðu réttindi kvenna ekki jafn vel og réttindi karla, og hætta væri á að múslímakonur í Ontario yrðu neyddar til að fara að sharia-lög- um í stað kanadískra laga. McGuinty sagði í gær að hann hygðist skerpa skilin á milli ríkis og kirkju með því að banna alla trúar- dómstóla. Samkvæmt úrskurði 1991 fengu gyðingar og kaþólskir í Ontario heimild til að leita til slíkra dómstóla með fjölskyldudeilur eins og til dæmis forræðismál og erfðamál. Lög sem af- nema þennan rétt verða lögð fram á fylkisþinginu í haust. Leyfa ekki notkun sharia-laga í Kanada Reuters Hollenski þingmaðurinn Ayaan Hirsi Ali flytur ávarp á ráðstefnu sem efnt var til í Toronto til að mótmæla hugmyndum um að múslímar mættu nota sharia-lög í einkamálum. Hirsi Ali hefur fengið morðhótanir frá ofstækis- fullum múslímum í Hollandi vegna andstöðu sinnar við kvenfyrirlitningu þeirra og sharia. Hefur dvalarstað hennar verið haldið leyndum. Reykjagarður hf Álegg frá Holtakjúklingi Fjórar tegundir áleggs frá Holtakjúklingi. Fitulítið og bragðgott álegg sem hentar öllum. Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð til Rimini í september. Njóttu lífsins á þessum vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu. Bókaðu sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Rimini 15. eða 22. september frá kr. 29.990 m.v. 2 Verð kr. 29.990 í viku Verð kr.39.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. að lágmarki 2 í herbergi/- stúdíó/íbúð í 1 eða 2 vikur. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aðeins vikudvöl í boði 22. sept. Munið Mastercard ferðaávísunina Lægsta verðið - síðustu sætin ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S L YF 2 95 06 09 /2 00 5 www.lyfja.is - Lifið heil Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgi- seðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingumumlyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. Nýtt í Lyfju Nicorette Freshmint 210 stk. 20% afsláttur í september LÁTTU REYKLAUSA DRAUMINN RÆTAST AFSLÁTTURINN GILDIR AF FRESHMINT 210 STK. 2 MG og 4 MG.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.