Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Margrét Einars-dóttir frá Litla-
landi fæddist í Lamb-
haga í Mosfellssveit
10. ágúst 1922 og ólst
upp í Laxnesi í Mos-
fellsdal. Hún lést á
heimili sínu, Leiru-
tanga 33 í Mos-
fellsbæ, að kvöldi 7.
september síðastlið-
ins. Foreldrar henn-
ar voru Helga Magn-
úsdóttir ljósmóðir, f.
19.8. 1891, d. 28.12.
1962 og Einar
Björnsson bóndi, f. 9.9. 1887, d. 8.8.
1988. Margrét átti einn bróður
Magnús, f. 25.6. 1916, d. 28.3. 1995,
einnig átti hún uppeldisbróður, Að-
albjörn Halldórsson, f. 8.8. 1926, d.
3.5. 1983.
Margrét giftist árið 1949 Jörundi
Sveinssyni loftskeytamanni, f. 2.9.
1919, d. 29.9. 1968. Margrét og Jör-
undur bjuggu á Litlalandi í Mosfells-
sveit og eignuðust
fimm börn, þau eru:
1) Hildur, f. 1949,
maki Stefán Þór
Þórsson, þau eiga
tvær dætur, 2) Helga,
f. 1952, maki Kristján
Guðmundsson, þau
eiga fimm börn, 3)
Halla, f. 1959, fyrri
eiginmaður hennar
var Bjarni Þröstur
Lárusson, d. 2003,
þau eignuðust tvo
syni. Seinni eigin-
maður Höllu er Roy
Åge Hansen. 4) Sveinn, f. 1963, maki
Gro Aalgaard, þau eiga tvær dætur,
4) Einar, f. 1963, maki Guðríður
Haraldsdóttir, þau eiga þrjú börn.
Margrét vann hjá Pósti og síma í
fjöldamörg ár.
Margrét verður jarðsungin frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13. Jarðsett verður í
Lágafellskirkjugarði í Mosfellsbæ.
Elsku mamma, þú varst horn-
steinninn í lífi okkar, sú sem við alltaf
gátum treyst á og stutt okkur við.
Eftir andlát föður okkar árið 1968
kom styrkur þinn sérstaklega vel í
ljós og þú komst okkur systkinunum
fimm til manns og gerðir það með
prýði. Þú hafðir áhrif á líf margra
mamma mín, og langt út fyrir þína
nánustu fjölskyldu, þegar þú með
skilningsríku og fordómalausu hugar-
fari hlýddir á þá er til þín komu. Þú
hafðir þann eiginleika að geta alltaf
sett þig inn í hugarheim fólks á öllum
aldursskeiðum og skilið drauma
þeirra og sorgir. Þessir eiginleikar
þínar komu okkur börnum þínum og
barnabörnum oft til góða og létti okk-
ur m.a. unglingsárin. Það verður erf-
itt fyrir okkur systkinin, sem nú tök-
um við þeirri ábyrgðarfullu stöðu að
vera elsta kynslóðin, að feta í fótspor
þín. Þú barst þig alltaf konunglega,
bein í baki og hnarreist leystir þú
hvern þann vanda er á vegi þínum
varð allt til dauðadags, sama hversu
veik þú varst.
Sem fullorðið fólk höfum við systk-
inin átt með þér margar verðmætar
og skemmtilegar stundir og eftir því
sem skyldunum fækkaði, því
skemmtilegri, glettnari og hvatvísari
varðst þú. Síðustu fjóra mánuðina
bjóst þú við hlið bróður okkar og
mágkonu og naust samverunnar með
þeim og börnum þeirra. Að geta
gengið út í þennan yndislega garð á
sólríkum sumardegi og sjá hafið og
Esjuna blasa við þér, gaf lífi þínu enn
meira gildi þessa síðustu mánuði lífs
þíns. Elsku mamma okkar við kveðj-
um þig með sárum söknuði og óskum
þér góðrar ferðar. Við munum ávallt
bera í brjósti okkar áhrif visku þinnar
og lífsviðhorfa.
Hildur, Helga, Halla,
Sveinn og Einar.
Elsku amma, margar eru minning-
ar okkar barnabarnanna af þér og all-
ar eru þær góðar. Minningar af
skemmtilegri og yndislegri ömmu,
sem alltaf var svo gott að vera hjá.
Við barnabörnin og makar okkar
sendum þér hinstu kveðju með tveim-
ur erindum úr ljóði, sem afi, Jörundur
Sveinsson orti.
Þú ert á förum – forlög okkur skilja –
framtíðarveginn, nú og ávallt hylja.
Skyldum við hittast einhvern tíma aftur?
Aleinn það veit hinn sami duldi kraftur.
Vertu nú sæl, ég þakka samveruna,
saknandi hlýt ég hana lengi muna.
Hollvættir allar götu þína greiði,
gæfunnar veg þig alla tíma leiði.
Við munum ávallt sakna þín, elsku
amma,
Jörundur og Halla, Ida og
Carsten, Guðmundur, Lárus,
Haraldur, Hildur, Einar,
Ingólfur, Margrét Helga, Andri,
Andrea, Embla, Auður og Þóra.
Elsku Margrét mín, með nokkrum
orðum vil ég þakka þér fyrir sam-
veruna og þessa síðustu mánuði sem
við bjuggum undir sama þaki. Strax
við fyrstu kynni varð okkur vel til
vina enda ekki erfitt að umgangast
manneskju eins og þig sem varst svo
ótrúlega jákvæð og nútímaleg í hugs-
un. Það var sérlega skemmtilegur
tími þegar við hófumst handa við að
flytja og koma okkur fyrir í nýja hús-
inu okkar í vor. Ekki leiddist okkur í
búðunum og fórum við nokkrar ferð-
irnar til að versla mublur og marga
fína hluti til að gera litlu íbúðina þína
eins notalega og hægt var. Mér var
því mikið brugðið þegar krabbamein-
ið var komið á fullt skrið í sumar og
ljóst yrði að dvölin í Leirutanga yrði
mun styttri en við gerðum okkur von-
ir um.
Ég á eftir að sakna nærveru þinnar
og kaffispjallsins í eldhúsinu þegar þú
tókst þér göngutúr eftir ganginum í
heimsókn til okkar í hinum endanum.
Ég er þér þakklát fyrir það hve vel þú
tókst á móti honum Andra mínum inn
í nýja fjölskyldu og sýndir honum
sömu elsku og hinum barnabörnun-
um. Honum verður minnisstætt hve
vel þú stóðst með honum í hinum
ýmsu baráttumálum unglingsins á
heimilinu. Samskipti þín við trítlurn-
ar litlu Auði og Þóru voru sér á parti
og þú sagðir stundum að þær héldu í
þér lífinu. Ég hefði svo gjarnan viljað
að þú hefðir getað verið lengur til
staðar til að taka þátt í að móta þessar
litlu manneskjur. En þar sem brott-
för þín eru nú staðreynd finnst mér
gott til þess að hugsa að þú naust
sumarsins í fallega garðinum okkar
og samveru við þína nánustu. Það er
líka gott að finna að þú lifir áfram í
hjarta mínu og eigum við fjölskyldan
eftir að ylja okkur yfir kærum minn-
ingum um þig um ókomna tíð. Þín
Guðríður.
Það var langt upp í Mosfellssveit í
æsku minni og ferðalagið þangað
þeim mun ævintýralegra. Heimsókn-
irnar til Margrétar á Litlalandi eru
ótrúlega lifandi í minningunni. Hún
tók á móti okkur með hlýju og gest-
risni. Heimilið var iðandi af fjöri, ilm-
andi pönnukökur og kræsingar, sér-
stök stemmning yfir öllu í fallega
húsinu hennar og alltaf nóg pláss fyr-
ir barnaskarann. Það gerði manni
gott að koma þangað. Svo einfalt var
það.
Margrét var ein af stórfrænkunum
í móðurfjölskyldu minni. Það var mik-
il samheldni í fjölskyldunni jafnvel þó
að Marta amma mín hefði ekki alist
upp með systkinum sínum. Þræðirnir
voru sterkir og sú samstaða og sam-
kennd erfðist í kynslóð Margrétar,
mömmu og Mörtu móðursystur. Allir
stóðu saman þegar eitthvað bjátaði á,
en ekki var síður hlegið og sungið
saman, hátt og innilega. Þessi bönd
styrktust ekki síst á sumrin í Mos-
fellssveit þar sem foreldrar Mar-
grétar bjuggu búi sínu í Laxnesi.
Systkinin áttu litla sumarbústaði á
jörðinni og dvöldust þar sumarlangt
með börnum sínum; pabbarnir urðu
að fara í bæinn í vinnuna en komu í
sveitina um helgar. Þetta fólk hafði
hæfileika til að gera mikið úr litlu.
Margrét hefur ætíð verið nálæg í
lífi minnar fjölskyldu. Mamma, Marta
og hún nánar vinkonur frá því að þær
voru stelpur. Alltaf þegar við hitt-
umst umfaðmaði hún mann innilega
eins og hún ætti mann. Ég man sér-
staklega eftir kátínunni í lund Mar-
grétar, hlýjunni í augunum og beitt-
um húmornum. Þegar ég eltist skildi
ég að lífið hafði ekki verið henni létt.
Hún var stór í sniðum, sagði hvað
henni bjó í brjósti og kom til dyranna
eins og hún var klædd. En hún flíkaði
ekki sínum eigin tilfinningum, stolt og
stórlynd.
Húsið á Litlalandi lúrði við þjóð-
veginn inni í fallegum trjálundi sem
enn er á sínum stað þó að húsið sé
horfið. Nú virðist styttra upp í Mos-
fellssveitina en í gamla daga, en ég fer
aldrei svo framhjá að ég hugsi ekki til
þessara liðnu ára og heimsóknanna
þangað og með sérstökum hlýhug til
Margrétar frænku minnar.
Guðrún Nordal.
Veistu ef þú vin átt
þann er vel trúir, ...
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum.)
Nú hefur mín kæra vinkona, Mar-
grét Einarsdóttir frá Litlalandi í
Mosfellsveit, lokið jarðvist sinni. Mig
langar að minnast hennar nokkrum
orðum.
Þegar ég, ung að árum fluttist
ásamt manninum mínum, Guðmundi
G. Magnússyni kennara, að Brúar-
landi í Mosfellsveit, voru næstu ná-
grannar okkar á Litlalandi, Helga
Magnúsdóttir ljósmóðir og Einar
Björnsson bóndi. Einkadóttir þeirra
Margrét og maður hennar Jörundur
Sveinsson bjuggu einnig þar. Strax
tókst með okkur mikil og traust vin-
átta sem við höfum ætíð ræktað síð-
an. Mér er ljúft og skylt að þakka vin-
áttu og tryggð alls þessa ágæta fólks.
Margrét var falleg kona með mikið
ljóst hár. Hún var fallega eygð og bar
með sér mikinn persónuleika. Hún
var bæði listfeng og söngelsk. Hún
lærði ung að árum að leika á píanó og
á skemmtilegum stundum sat hún við
hljóðfærið við góðar undirtektir
gesta. Hjónin Margrét og Jörundur
voru bæði fróð og skemmtileg, í húsi
þeirra ríkti gleði. Gestrisni var þar í
hávegum höfð. Þar var ekki farið í
manngreinarálit. Í kringum húsið
þeirra á Litlalandi var hinn fegursti
garður. Á hverju vori gróðursettu
þau tré, blóm og runna. Garðurinn
var mikill sælureitur. Í þessu fagra
umhverfi uxu börnin þeirra úr grasi
og einnig okkar börn. Börnunum var
kennt að bera virðingu fyrir gróðr-
inum, en þau fengu jafnframt að leika
sér frjálst úti og inni. Mikil vinátta
skapaðist milli barnanna. Sérstök vin-
átta var á milli Arnþrúðar dóttur
minnar, sem nú er látin og Hildar
dóttur Margrétar. Þær héldu sam-
bandi alla tíð þó báðar byggju fjarri
ættlandi sínu. Hildur í Danmörku og
Arnþrúður í Frakklandi. Árið 1965
fluttum við úr Mosfellssveitinni aust-
ur að Skógum. En vináttan var eftir
sem áður söm. Við renndum alltaf við
í Mosfellssveitinni, þegar við komum
til borgarinnar. Alltaf vorum við au-
fúsugestir. Allar þessar góðu stundir
eru ógleymanlegar.
Sorgin lætur engan ósnortinn. Jör-
undur eiginmaður Margrétar fórst af
slysförum haustið 1968. Margrét stóð
uppi með fimm ung börn. Skömmu
eftir þetta mikla áfall hóf hún störf
hjá Pósti og Síma og vann þar til
starfsloka.
Síðastliðið sumar heimsótti ég
Margréti vinkonu mína, á nýja heimili
hennar að Leirutanga 33, Mos-
fellsbæ. Þar var hátt til lofts og vítt til
veggja. Listfengi hennar naut sín vel
þar sem endra nær. Við gengum um í
garðinum hennar, blómin skörtuðu
sínu fegursta, trén sterk og blaðmikil.
Ekkert var þarna í garðinum sem
minnti á dauðann. Þetta var okkar
síðasta samverustund.
Nú þegar haustar að kveð ég mína
kæru vinkonu með þakklæti fyrir allt
og allt. Ég sendi börnum Margrétar,
tengdabörnum og barnabörnum mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
Valborg Sigurðardóttir.
MARGRÉT
EINARSDÓTTIR
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐMUNDÍNA INGVARSDÓTTIR
frá Höfða,
Vallarbraut 2,
Ytri-Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn
11. september.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ólafur I. Kristjánsson,
Sjöfn Kristjánsdóttir, Óskar Hermannsson,
Sigurgeir Kristjánsson, Pálína Gísladóttir,
Kristján Kristjánsson, Þóra Harðardóttir,
Edda Kristjánsdóttir,
Viðar Kristjánsson, Sigríður Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
MATTHILDUR SIGURÐARDÓTTIR
frá Hraunteigi í Grindavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík
laugardaginn 10. september.
Útför verður auglýst síðar.
Bjarni Ágústsson, Karen Pétursdóttir,
Ólafur Ágútsson,
Sigrún Ágústsdóttir, Guðlaugur Óskarsson,
Hallbera Ágústsdóttir, Gumundur Finnsson,
Bára Ágústsdóttir, Jens Óskarsson,
Alda Ágústsdóttir, Kári Hartmannsson,
Ása Ágústsdóttir, Guðmundur Lárusson,
Þórdís Ágústsdóttir, Marteinn Karlsson,
Sigríður Ágústsdóttir, Sigurjón Jónsson,
Sigurður Ágústsson, Albína Unndórsdóttir,
Hrönn Ágústsdóttir, Þorsteinn Óskarsson,
Bylgja Ágústsdóttir, Walter Borgar,
Sv. Ægir Ágústsson, Sólveig Sveinsdóttir,
Sjöfn Ágústsdóttir, Finnbogi Þorsteinsson
og aðrir aðstandendur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÞORBJÖRG STEINGRÍMSDÓTTIR,
er andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 5. september síðast-
liðinn, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 14. septem-
ber kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hennar, er bent á Hjartavernd.
Arna Borg Snorradóttir, Sighvatur Sveinsson,
Steingrímur Snorrason, María Einarsdóttir,
Ævar Snorrason, Anna Jóna Haraldsdóttir,
Anna Toher, Pétur Steinn Guðmundson.
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
BJÖRN BJÖRNSSON,
lést sunnudaginn 11. september.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
Krabbameinsfélagið.
Guðný Aðalsteinsdóttir,
Bryndís Björnsdóttir, Magni S. Sigmarsson,
Ásdís Björnsdóttir, Guðni Már Harðarson.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
LAUFEY ALDA GUÐBRANDSDÓTTIR,
Sleitustöðum,
Skagafirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks mánu-
daginn 12. september.
Jón Sigurðsson,
Reynir Þór Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir,
Íris Hulda Jónsdóttir, Björn Gunnar Karlsson,
Gísli Rúnar Jónsson,
Lilja Magnea Jónsdóttir, Skúli Hermann Bragason
og ömmubörnin.