Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samkvæmt upplýs-ingum frá Siglinga-stofnun Íslands voru í janúar sl. 365 skemmtibátar á skipaskrá hérlendis en segja má að skemmtibátasiglingar séu vaxandi íþrótt hérlendis. Undir það tekur Hafþór L. Sigurðsson, formaður Snarfara, félags sport- bátaeigenda. „Það hefur verið stígandi undanfarin ár og mikil fjölgun í minni bátum, þ.e. bátum undir sex metrum, sem eru óskráningar- og óskoðun- arskyldir.“ Hann bætir því við að menn fái sér slíka báta til að losna undan þeim stífu öryggiskröfum, og háu gjöldum, sem eru gerð hér- lendis til skemmtibátaeigenda. „Menn eru að fara á óöruggari báta út af kröfunum. Þetta er náttúrulega skelfileg þróun og við höfum áhyggjur af því.“ Hafþór segir Snarfara berjast fyrir því að umhverfið í kringum skemmti- báta geri mönnum kleift að stunda íþróttina og það af öryggi. Hann bendir á að sömu reglur gildi um skemmtibáta og atvinnubáta sem sé furðulegt í ljósi þess við hvaða aðstæður menn noti bátana sem séu gjörólíkar. Sú krafa er þó ekki gerð til skemmtibáta að vera með sjálfvirka tilkynningaskyldu né sjálfvirkan neyðarsendi hérlendis. Hins vegar tilkynni menn það þegar þeir sigli úr og í höfn. Öryggi er í fyrirrúmi að sögn Hafþórs sem bendir á að í 30 ára sögu Snarfara hafi engin alvarleg slys orðið þrátt fyrir einstaka óhöpp, þ.e. enginn mannskaði fyrr en nú um sl. helgi. Menn geri sér fyllilega grein fyrir því að hafa ör- yggismál á hreinu enda sé þeim annt um sitt eigið öryggi og ekki síður sinna vina og vandamanna. Mikilvægt er að láta skoða skemmtibátana að mati Hafþórs en misjafnt sé hvernig staðið sé að því. Hann segir að víða erlendis sé bátaeigendum treyst fyrir sínu eigin öryggi. Þeir umgangist bátana daglega og hafi þ.a.l. bestu þekkinguna á bátnum og hans ástandi. Slys geti þó ávallt hent í þessu eins og öðru sem menn taki sér fyrir hendur. Undir það tekur Jón Gunnars- son, framkvæmdastjóri Lands- bjargar. Hann segir að menn megi ekki hugsa á þann veg að menn fari að herða öryggiskröfur í ljósi þess að slys hafi orðið. Með aukinni umferð skemmtibáta megi reikna með auknum óhöpp- um. Hann segir að Landsbjörg muni beita sér fyrir aukinni fræðslu, í samvinnu við viðkom- andi félög, varðandi öryggismál til eigenda skemmtibáta og þeirra sem hyggjast fara að fjárfesta í slíkum gripum. Hann segir ávallt vandratað hversu stífar reglur menn eigi að setja almennt séð. Þær megi ekki vera með þeim hætti að þær hindri fólk í því að stunda íþróttina en brýni þó fyrir því að fara með gát. Siglingastofnun sendi frá sér tillögur í maí sl. varðandi hvort og með hvaða hætti skuli draga úr kröfum til íslenskra skemmtibáta. Þetta var gert í kjölfar umræðna með fulltrúum skemmtibátaeig- enda á síðasta ári. Þar kemur m.a. fram að Siglingastofnun telur að ekki séu rök til þess að falla frá gildandi kröfum um gúmbjörgun- arbát í skemmtibátum sem séu 8 metrar að lengd eða lengri, og í skemmtibátum 6–8 metra með heilsárshaffæri. Hafþór bendir á að þarna sé um séríslenskar kröf- ur að ræða. Björgunarbátarnir, sem sé krafist, kosti um 250 þús- und krónur. Hins vegar sé hægt að fá ódýrari báta sem séu við- urkenndir fyrir skemmtibáta. Þeir kosti um 70–80 þúsund kr. að því meðtöldu að virðisaukaskatt- urinn yrði niðurfelldur líkt og sé gert hjá atvinnubátum. Hafþór bætir því við að það sé jafnframt ósk Snarfara að björgunarbátarn- ir verði auk þess skoðaðir á þeim árafjölda sem framleiðandinn gefi upp (t.d. á tveggja eða fjögurra ára fresti) í stað árlega. Það kosti á bilinu 50–70 þúsund kr. Menn eigi hreinlega ekki ávallt fyrir þessu og hafi þ.a.l. þurft að hætta að stunda íþróttina. Hann segir þessar stífu öryggiskröfur leiða m.a. til þess að menn kaupi smærri og óöruggari báta eða skrái báta sína erlendis, allir vilji þó vera skráðir á Íslandi. Í tillögum sínum telur Siglinga- stofnun að nauðsynlegt sé að ganga úr skugga um ástand skemmtibáts og búnaðar hans á reglulegu tímabili eins og skipa sem notuð eru í atvinnuskyni. Hins vegar sé álitamál hvernig staðið verði að slíkri skoðun og hver eigi að sjá um hana. Á það að vera skoðunarstofa skipa, í skyndiskoðunum Siglingastofn- unar, eða eigandi sjálfur? Stofn- unin telur að ástæða sé til að kanna kosti þess að breyta fyrir- komulagi skoðunar á skemmtibát- um til reynslu án þess þó að talið verði að öryggi sé skert verulega. T.d. með því að reglubundin að- alskoðun á skemmtibátum verði gerð af skoðunarstofum skipa fjórða hvert ár. Þess á milli fram- kvæmi eigandi skips árlegar skoð- anir á skipinu, fylli út skoðunar- skýrslu og sendi Siglingastofnun. Á grundvelli hennar fái skipið út- gefið haffærisskírteini. Fréttaskýring | Skemmtibátar á Íslandi Umdeildar öryggiskröfur Mannskæð slys í tengslum við siglingar skemmtibáta eru afar fátíð Bátasiglingar njóta sífellt meiri vinsælda. Algengt verð skemmtibáta um 15 milljónir kr.  Skemmtibátar geta verið af öllum stærðum og gerðum. T.d. frá 4 metrum upp í 20. Algeng stærð báta í Snarfara, félagi sportbátaeigenda, er 10–12 metrar og algengt verð í kring- um 15 milljónir kr. Verðið getur að sjálfsögðu verið mun lægra eða hærra en það fer m.a. eftir stærð, tækja- og vélabúnaði, íburði o.fl. Í félaginu, sem er hið stærsta sinnar tegundar á Ís- landi, eru um 120–130 bátar. Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is UM FJÖRUTÍU þingmenn jafnrétt- isnefndar Evrópuráðsþingsins funda þessa dagana í Reykjavík. Sólveig Pétursdóttir, formaður Ís- landsdeildar Evrópuráðsþingsins, segir að nefndin hafi í gær fundað með íslenskum þingmönnum, þar sem m.a. hafi verið rætt um at- vinnuþátttöku kvenna og lög um fæðingarorlof. Sólveig segir að jafnréttisnefndin hafi verið stofnuð árið 1998. „Hún hefur frá stofnun fjallað um jafnréttismál í víðum skilningi, kvenréttindi og baráttuna gegn of- beldi gegn konum. Jafnframt legg- ur hún áherslu á aukna þátttöku kvenna á öllum sviðum samfélags- ins. Á síðustu tveimur árum hefur nefndin beitt sér mikið í málefnum er lúta að mansali og vændi.“ Sólveig segir að nefndin hafi einnig rætt m skýrslu um konur og trúarbrögð. Þar hafi m.a. verið rætt um hvernig trúarbrögð séu stundum notuð til að halda konum niðri. Sólveig vonast til þess að nefndin samþykki skýrsluna og að hún verði í framhaldinu lögð fram á Evrópuráðsþinginu. Sólveig segir jákvætt að nefndin skuli hittast hér á landi. „Flestir ef ekki allir erlendu þátttakendurnir hafa aldrei áður komið til Íslands,“ segir hún. „Við höfum auðvitað upp á mjög margt að bjóða í jafnrétt- ismálum. Ég tel mikilvægt að miðla af okkar reynslu til annarra Evr- ópuþjóða. Það er jafnframt áhuga- vert fyrir okkur að fá viðbrögð annarra við því sem við erum að gera.“ Morgunblaðið/Jim Smart Katrín Júlíusdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Siv Friðleifsdóttir og Sólveig Pétursdóttir. Um 40 þingmenn ræða jafnréttismál PERSÓNUVERND telur ekki ástæðu til að hafa afskipti af því að Smáís, Samtök myndrétthafa á Ís- landi, hafi beðið breska fyrirtækið Sky að hafna viðskiptum við þá sem greiða fyrir áskrift að sjón- varpsstöðvum fyrirtækisins með ís- lenskum greiðslukortum. Einstaklingur kvartaði til Per- sónuverndar og taldi að upplýsing- ar sem hann veitti greiðslukorta- fyrirtæki ættu að vera trúnaðarmál milli hans og fyrirtækisins og að kortið eigi ekki að nota til að kanna persónuupplýsingar, s.s. um það að viðkomandi sé Íslendingur. Í svarbréfi segir Persónuvernd, að stofnunin úrskurði í ágreinings- málum sem upp kunni að koma um vinnslu persónuupplýsinga á Ís- landi. Af kvörtuninni verði ekki ráðið að Smáís hafi unnið með per- sónuupplýsingar um íslenska kort- hafa, þ.e. fengið afhentar persónu- upplýsingar eða miðlað þeim til annarra. Aðeins liggi fyrir að sam- tökin hafi óskað eftir því að Sky kanni hverjir greiða fyrir áskrift með íslenskum greiðslukortum og hafni viðskiptum við þá aðila. Það sé því ekki á valdsviði Persónu- verndar að skera úr um lögmæti slíks. Persónuvernd segist hafa í tilefni af erindi kæranda og fjölmörgum fyrirspurnum sem borist hafa stofnuninni símleiðis um þessar að- gerðir, haft samband við íslensku greiðslukortafyrirtækin. Bæði fé- lögin hafi lýst því yfir að þau kæmu ekki að umræddri lokun á íslensk kort hjá Sky. Bent var á að fyrstu sex stafirnir í kortanúmeri beri með sér hver útgáfubankinn er og á þann hátt gæti Sky hugsanlega greint íslensk greiðslukort frá öðr- um. Persónuvernd segir síðan, að þar sem ekki liggi fyrir að kortafyr- irtækin hafi miðlað persónuupplýs- ingum til Sky séu ekki talin efni til að hafa afskipti af málinu. Úr- skurðarvald um ágreining um lög- mæti þeirrar vinnslu persónuupp- lýsinga, sem eigi sér stað hjá bresku sjónvarpsstöðinni, sé í höndum bresku persónuverndar- stofnunarinnar. Ekki ástæða til afskipta LÖGREGLAN í Hafnarfirði hand- tók fjóra unga menn vegna fíkniefna- máls sem upp kom um helgina. Í tengslum við málið var farið í hús- leitir í Hafnarfirði og Kópavogi. Lagt var hald á verulegt magn fíkni- efna, e-töflur, amfetamín og hass og voru efnin ætluð til sölu. Talið er að um sé að ræða um það bil 50 e-töflur, 50 grömm af hassi og álíka mikið af hvítu efni. Að auki komu tvö önnur fíkniefna- mál upp í Hafnarfirði um helgina og eru þau upplýst ásamt fyrstnefnda málinu. Fjórir teknir vegna fíkniefna ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.