Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
AKUREYRI
SUÐURNES
Suðurnes | Vonum framar tókst
að vernda land við Arnarfell fyrir
raski vegna töku á kvikmyndinni
„Flags of our fathers“, sem lauk
fyrir rúmri viku.
Að sögn Andrésar Arnalds, fag-
málastjóra Landgræðslu ríkisins,
varð rask vegna kvikmyndagerð-
arinnar, þegar til kom, miklu
minna en ráð var fyrir gert. „Bæði
var ákveðið að kvikmynda þar
heldur minna en upphaflega stóð
til og þar af leiðandi minnkaði
kvikmyndatökusvæðið. En auk
þess stóð kvikmyndafyrirtækið
TrueNorth frábærlega vel að und-
irbúningi,“ segir Andrés. „Land-
græðslan vann reyndar mjög náið
með þeim að undirbúningi svæð-
isins alveg frá upphafi, með það
gagngert í huga að rask yrði sem
minnst og að sem auðveldast væri
að koma landinu til síns fyrra
horfs á eftir.“
Aðspurður um hlutverk Hafn-
arfjarðarbæjar í vernd svæðisins
segir Arnaldur að vissulega megi
gera ráð fyrir því að samningur
bæjarins, sem landeiganda, hafi
haft áhrif á góða útkomu. „En
mestu máli finnst mér ef til vill
skipta hinn einlægi vilji framleið-
enda kvikmyndarinnar til að ganga
vel um landið,“ segir Arnaldur og
kveður aldrei hafa reynt á þörf
fyrir aðhald.
Nú er frágangi kvikmyndatöku-
svæðisins sjálfs að mestu lokið og
mun landið að sögn Andrésar taka
einhvern tíma að jafna sig. „Það
mun þó ekki líða á löngu þar til fá-
ir taka eftir því að þarna hafi átt
sér stað kvikmyndataka í tengslum
við eitt stærsta kvikmyndaverkefni
Íslandssögunnar,“ segir Andrés.
Nú er unnið að því að fjarlægja
möl sem sett var í stórt plan og
leiðina inn að kvikmyndatökusvæð-
inu. Hafnarfjarðarbær ákvað að
skilja eftir á svæðinu lítið bílaplan
og gönguleið að fjallinu, sem mun
að sögn Andrésar án efa gleðja
margan útivistarmanninn í fram-
tíðinni.
Frágangur á kvikmyndatökusvæði til fyrirmyndar
Góður vilji framleiðenda
skipti mestu
Morgunblaðið/ÞÖK
Vel verndað Fjallið Arnarfell í Krýsuvík er fallegt og því var mikilvægt að
vel tækist til að vernda jarðveg og náttúru í kringum það.
MIKLAR framkvæmdir stóðu yfir
við Verkmenntaskólann á Akureyri
nú í sumar. Unnið var við að inn-
rétta nýjasta hluta hússins, sem
reist var í fyrra og hýsir nú vinnuað-
stöðu kennara. Þá er nú jafnframt
lokið nauðsynlegum breytingum á
stjórnunarálmu í tengslum við ný-
bygginguna. Segja má að allir kenn-
arar skólans hafi nú fengið vinnuað-
stöðu með tölvu og tilheyrandi.
Einnig má geta þess að enn hefur
þeim kennslustofum fjölgað sem
búnar eru tölvu og skjávarpa. Einn-
ig hafa farið fram framkvæmdir á
norðurlóð skólans. Gengið var frá
upphitaðri gangstétt meðfram
skólahúsinu, auk þess sem komið
var upp tveimur hraðahindrunum.
Var þetta gert til að gera umferð
gangandi fólks öruggari norðan við
skólann en þar er auk þess mikil
bílaumferð þegar 1200 manns koma
í skólann snemma morguns og yf-
irgefa hann síðan síðdegis.
Loks má þess geta að um þessar
mundir er verið að taka grunn að
síðasta byggingaráfanga VMA. Um
er að ræða lúkningu hins svokallaða
miðrýmis sem segja má að sé hrygg-
súlan sem gengur í gegnum bygg-
inguna. Auk þess að vera tengi-
bygging mun þessi síðasti
byggingaráfangi hýsa fjölnota sal,
sem m.a. verður unnt að skipta nið-
ur í þrjú rými. Í kjallaranum verður
íþrótta- og líkamsræktaraðstaða
sem rekin verður í tengslum við suð-
urlóð skólans, þar sem fyrirhugað
er að koma fyrir upphituðum gervi-
grasvelli og annarri íþróttaaðstöðu
sem nýst gæti allt árið um kring
bæði nemendum skólans og íbúum
hverfisins á og í kringum Eyrar-
landsholtið.
Starf Verkmenntaskólans á Ak-
ureyri er nú komið á fullan skrið.
Nemendur í dagskóla eru 1216 og
þar af 260 nýnemar á fyrsta ári. Í
fjarnám skólans eru ríflega 700
nemendur skráðir að þessu sinni.
Bæði í dagskóla og fjarnám hefur
því miður ekki verið unnt að verða
við umsóknum fjölda fólks.
Miklar framkvæmdir við
Verkmenntaskólann á Akureyri
Grunnur að síðasta
áfanganum tekinn
þetta er alveg magnað að sjá,“
sagði Guðríður Gyða.
Gunnþór Hákonarson yfirverk-
stjóri gatnamála hjá Fram-
kvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar
sagðist hafa fengið ábendingar um
þessar skemmdir á malbikinu. „Ég
hef séð sveppi koma upp með mal-
biki og kantsteinum víða um bæinn
en aldrei séð þá svipta malbikinu
upp eins og í þessu tilviki. Það
liggur fyrir að þarna þarf að fara í
viðgerðir á næstu dögum,“ sagði
Gunnþór.
og út um öll tún í Reykjavík. „Lík-
aminn er þarna einhvers staðar í
moldinni undir malbikinu. Svo
þóknast honum að fjölga sér, þá
býr hann fyrst til litla hnúða og
þegar hann svo telur kominn tíma
til að búa til afkvæmi stækka
hnúðarnir nokkuð ört og verða að
aldini sem á að verða stórt og fal-
legt. Aldinið tekur upp vatn, frum-
urnar stækka, þeim fjölgar, það
teygist á þeim og þessi vatnsþrýst-
ingur dugar til að lyfta ýmsu, eins
og malbikinu í þessu tilviki. Og
GLÖGGIR vegfarendur á leið frá
Hlíðarbraut inn á Hörgárbraut
hafa tekið eftir því hvar sveppir
hafa gert sér lítið fyrir og rutt sér
leið í gegnum malbik á umferð-
areyju á gatnamótunum. Að sögn
Guðríðar Gyðu Eyjólfsdóttur
sveppafræðings hjá Akureyr-
arsetri Náttúrufræðistofnunar Ís-
lands, er hér um að ræða sveppa-
tegund sem ber nafnið Ullblekill,
eða Coprinus comatus, á latínu.
Hún sagði að þetta væri ætur
sveppur sem vex oft í vegköntum
Kröftugir sveppir
lyftu upp malbikinu
Morgunblaðið/Kristján
Heiðrún Valdís, Aldís María og Heiða Ragney skoða sveppina.
Lögfræðitorg | Dagur B. Eggerts-
son, borgarfulltrúi í Reykjavík flytur
fyrirlestur á lögfræðitorgi í dag,
þriðjudaginn 13. september, kl. 12 í
stofu L203 Sólborg. Hann nefnist:
Mannréttindi í stjórnarskrám. Í er-
indinu fjallar hann um merkar breyt-
ingar á mannréttindakafla finnsku
stjórnarskrárinnar, breytingar á
norskum mannréttindalögum og
mannréttindi í stjórnarskrá íslenska
lýðveldisins. Dagur er menntaður
læknir en lauk nýlega meistaraprófi í
mannréttindalögfræði við Raoul
Wallenbergstofnunina í Lundi.
Skólatöskur | Dagana 21., 22. og
28. september næstkomandi. ætla
iðjuþjálfar og nemendur við iðju-
þjálfun í Háskólanum á Akureyri að
aðstoða börn við rétt val á skólatösk-
um. Iðjuþjálfar vinna með börnum
og bæta hæfni þeirra til lærdóms, fé-
lagslegrar iðju og leiks.
Farið verður í Þelamerkurskóla,
Glerárskóla, Dalvíkurskóla, Síðu-
skóla og í verslanir Pennans.
Ef skólataska barns er þyngri en
sem nemur 15% af þunga barnsins er
hætta á bakeymslum og öðrum stoð-
kerfisvandamálum.