Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mikið úrval stórra og smárra heimilistækja ásamt lömpum, þráðlausum símum og farsímum á sann- kölluðum Búhnykks- kostakjörum. Komið og gerið frábær kaup. GH - SN 05 09 00 2 NEYÐARLÍNAN hefur farið fram á að settar verði reglur sem skyldi símafyrirtækin til þess að veita Neyðarlínu upplýsingar um stað- setningu farsíma um leið og símtalið berst til þess að viðbrögð verði sem best. Aðeins Síminn veitir þessa þjónustu sjálfkrafa í dag en Síminn kom henni á að eigin frumkvæði ár- ið 2002. „Þetta hefur bjargað mannslífum og mun bjarga mannslífum í fram- tíðinni,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hann segir kerfið skipta Neyðarlín- una gríðarlegu máli, því um leið og hringt sé úr farsíma sem sé hjá símafyrirtæki sem nýti þessa tækni fái starfsmaður Neyðarlínunnar á skjáinn hjá sér hvaða símamastri síminn sé tengdur, og í hvaða stefnu frá mastrinu síminn sé. Þessar upp- lýsingar flýti mjög fyrir starfsmönn- um Neyðarlínu, og tryggi að réttir aðilar á réttum stað séu kallaðir út. „Þetta er kerfi sem við notum daglega, þetta er það sem hjálpar okkur mest í því sem við erum að gera. Með því fáum við rétta við- bragðsaðila strax, ef síminn er skráður í Reykjavík en slysið verður á Vopnafirði erum við ekki að boða björgunaraðila í Reykjavík að óþörfu,“ segir Þórhallur. Spurður hversu nákvæmar upplýsingar fáist segir hann þær nokkuð nákvæmar á höfuðborgarsvæðinu, en þar sem lengra sé á milli senda sé þetta ekki jafn nákvæmt. Þórhallur staðfestir að Neyðarlín- an hafi sent Póst- og fjarskipta- stofnun erindi vegna málsins 19. október 2004 þar sem farið er fram á að símafyrirtækjunum verði gert skylt að veita Neyðarlínunni upplýs- ingar um staðsetningu síma sjálf- krafa. Hann segir að í dag sé það ákvörðun fyrirtækjanna hvort þau veiti viðskiptavinum sínum þessa þjónustu eða ekki. Tæknimaður veitir upplýsingar Dóra Sif Tynes, lögmaður Og fjarskipta, segir rétt að fyrirtækið ráði ekki yfir búnaði sem gefi Neyð- arlínu sjálfkrafa upplýsingar um staðsetningu farsíma úr kerfi fé- lagsins, en segir að tæknimaður sé á bakvakt allan sólarhringinn sem geti veitt upplýsingarnar um hvaða mastri síminn sé tengdur á innan við mínútu. Ekki sé þó hægt að rekja úr hvaða átt frá mastrinu sím- talið hafi borist nema með því að slökkva á þremur sendum, einum í einu, til að fá nákvæma staðsetn- ingu, sem geti tekið rúmar fimm mínútur. Pétur Pétursson, þáverandi for- stöðumaður upplýsinga- og kynn- ingarmála hjá Og Vodafone, sagði í viðtali við Fréttablaðið hinn 30. júlí 2004 að vonir stæðu til þess að hægt væri að staðsetja viðskiptavini Og Vodafone í kerfi Neyðarlínunnar innan nokkurra vikna, tæknilegri vinnu af hálfu Og Vodafone væri lokið. Spurð hvað hafi breyst segir Dóra að viðræður hafi verið í gangi milli Og Vodafone, Símans og Neyð- arlínu um aðgengi Og Vodafone að kerfi Símans, en þær viðræður engu hafa skilað, og væntanlega hafi þær strandað á kostnaði. Upplýsingar geta haft úrslitaáhrif Í lögum um fjarskipti segir að fjarskiptafélögum sé heimilt að veita félögum og stofnunum sem annast neyðarþjónustu upplýsingar um staðsetningu farsíma sem hringt er úr, en Póst- og fjarskiptastofnun setji reglur um veitingu upplýsinga og vinnslu þeirra, segir Friðrik Pét- ursson, forstöðumaður fjarskipta- og póstþjónustudeildar Póst- og fjarskiptastofnunar. Hann segir að stofnunin muni taka afstöðu til er- indis Neyðarlínu á næstu mánuðum. Fram kemur í greinargerð með lögunum að það geti haft úrslita- áhrif varðandi björgun mannslífa að hægt sé að staðsetja þann sem hringir í neyðarþjónustu hratt og örugglega þótt þeir sem hringja séu ekki færir um að upplýsa hvar þeir eru. „Því er æskilegt að neyðarþjón- ustuaðilar geti fengið viðkomandi upplýsingar frá fjarskiptafyrirtækj- um, en setja þarf skýrar reglur um meðferð þeirra til þess að tryggja að notkun sé eingöngu í samræmi við tilganginn og að öryggi gagna sé tryggt,“ segir í greinargerð með lögum um fjarskipti. Aðeins annað símafyrirtækið veitir Neyðarlínu sjálfkrafa upplýsingar um staðsetningu farsíma Tækni sem bjargað hefur mannslífum Morgunblaðið/Júlíus Mikilvægt er fyrir starfsmenn Neyðarlínu að geta fengið upplýsingar um staðsetningu farsíma sem fyrst. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is LEIT að Friðriki Ásgeiri Her- mannssyni, 34 ára, sem saknað hefur verið frá því á sunnudag eft- ir sjóslysið úti fyrir Laugarnes- tanga, hélt áfram í gær. Slæmt sjó- lag á Viðeyjarsundi olli því að ekki var leitað á sjó fyrr en undir kvöld. Að sögn Jónasar Hallssonar að- stoðaryfirlögregluþjóns var þess í stað hafin leit af landi á strand- lengjunni frá Gróttu að Sundahöfn og í Viðey og Engey á háfjöru síð- degis í gær. Þar var um að ræða á fjórða tug manna og kvenna, allt ættingjar og vinir Friðriks. Að sögn Jóns Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Landsbjargar, hófst leit á sjó undir kvöld úr björgunarbátnum Ásgrími S. Björnssyni þar sem notast var við neðansjávarmyndavél, en ekki þótti ástæða til að senda niður kaf- ara í gær. Í dag mun björgunar- skipið Baldur frá Landhelgisgæsl- unni koma til aðstoðar, en skipið er búið botnsjám sem geta nýst geta við leitina. Á annað hundrað manns gengu fjörur um helgina, og er líklegt er að skipulögð verði önnur allsherj- arleit ef ekkert kemur út úr leit á næstu dögum, segir Jónas. Áfram leitað á landi og sjó RANNSÓKN lögreglunnar í Reykjavík á sjóslysinu úti fyrir Laugarnestanga er hafin og mun beinast að tildrögum slyssins og að því að varpa ljósi á atburðinn sjálf- an. Rannsóknin þarf m.a. að byggj- ast á viðtölum við þá sem eru til frásagnar eftir slysið að sögn Harð- ar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns. Verið er að rannsaka á hvaða leið skemmtibáturinn var og hvert hon- um var stefnt. Hjálparbeiðni barst kl. 1.55 að- faranótt laugardags frá eftirlifend- um á kili bátsins og fannst fólkið um klukkan 3, eða röskri klukku- stund síðar, um 1 km frá Skarfa- skeri þar sem báturinn strandaði. Að sögn Harðar geta verið eðlilegar skýringar á þessari bið, m.a. þær að staðarákvörðun hafi verið óljós auk þess sem leitað var í svartamyrkri. Bátar hafi farið út þegar hjálpar- beiðnin barst en ekki hafi verið siglt fram á bátsflakið fyrr en nokkru síðar. Leið bátsins til rannsóknar KONAN sem lést í sjóslysinu á Viðeyjarsundi aðfaranótt laugar- dags hét Matthildur Harðardótt- ir, til heimilis að Hjallabrekku 2b í Kópavogi. Hún var fædd 20. mars árið 1954 var því 51 árs. Hún lætur eftir sig tvo syni. Maðurinn sem leitað er eftir slys- ið heitir Friðrik Ásgeir Her- mannsson, 33 ára. Hann á einn son. Matthildur og Friðrik voru í sambúð. Lést í slysinu Friðrik Ásgeir Hermannsson og Matthildur Harðardóttir. SLÖNGUBÁTUR lögreglunnar í Reykjavík, sem notaður var við björgun fólksins af kili skemmti- bátsins sem fórst úti fyrir Laug- arnesi, er nærri 20 ára gamall og telst vera barn síns tíma að mati Jónasar Hallssonar aðstoðaryf- irlögregluþjóns. Áhöfn slöngubáts- ins kom fyrst allra björgunaraðila að flaki skemmtibátsins og bjargaði tveimur fullorðnum og einu barni um borð. Slöngubáturinn er af gerðinni Zodiac og í honum er einn utan- borðsmótor. Jónas Hallsson segir björg- unarbátamál lögreglunnar ávallt til skoðunar á hverjum tíma og segir hann lögreglu hafa haldið fundi um bátamálin fyrir nokkrum árum. Þar var rætt um að koma upp góðri björgunaraðstöðu í gömlu höfninni í Reykjavíkurhöfn þar sem hrað- skreiður björgunarbátur væri að- gengilegur fyrir lögregluna sem fyrsta útkallsaðila. Við þetta tæki- færi var rætt um að í bátnum ætti einnig að vera kafarabúningur til taks. „Það náðist ekki nægilegur hljómgrunnur fyrir því,“ sagði Jón- as, „en þessi mál hafa ítrekað verið til skoðunar.“ Hann bendir á að Slysavarnafélagið Landsbjörg sé nú mun öflugra félag en það var fyrir nokkrum árum og því sé spurning hvort það kæmi til kasta félagsins að koma upp sjóbjörg- unarbúnaði á svæðinu. Slöngubáturinn barn síns tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.