Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF KOSNINGARNAR í Noregi í gær gætu haft áhrif á fiskveiðistjórn- unarkerfið þar í landi. Flestir þeir sem starfa í sjávarútvegi bíða spenntir eftir niðurstöðum kosning- anna. Þær áherslur sem sitjandi ríkisstjórn hefur staðið fyrir und- anfarin fjögur ár hafa átt uppá pall- borðið hjá mörgum í norskum sjáv- arútvegi, sérstaklega þeim sem stýra stórum fyrirtækjum í útgerð og vinnslu. Talsmenn jaðarbyggða hafa hins vegar verið ósáttir og kallað eftir breytingum og sértæk- um aðgerðum. Frá þessu er greint í Morg- unkorni Íslandsbanka. „Áherslan síðastliðin ár hefur verið á að breyta regluverki í frjálsræðisátt til að bæta afkomu útgerðar, vinnslu og fiskeldis. Fyrr á þessu ári var t.a.m. löggjöf breytt þannig að útgerð sem rekur marga báta í sama útgerðarflokki getur nú hag- rætt með því að færa kvóta af einu skipi yfir á annað og þannig fækkað skipum. Því hefur stjórnkerfið í Noregi smám saman verið að breyt- ast í átt að því íslenska þótt enn vanti mikið uppá að kerfin séu sam- bærileg. Síðustu daga hafa margir aðilar í norskum sjávarútvegi komið fram með þá skoðun sína að núverandi stefna í sjávarútvegsmálum skuli áfram þróuð óháð því hvernig kosn- ingarnar í dag fara. Eftir stendur þrýstingur talsmanna jaðarbyggða sem eru ósáttir við núverandi fyr- irkomulag fiskveiðistjórnunar og nýlegar breytingar á kerfinu og hafa sumir stjórnarandstöðuflokk- ar tekið upp málstað þeirra,“ segir í Morgunkorninu. Kosningar gætu haft áhrif á útveginn LOKIÐ er árlegri stofnmælingu Hafrannsóknastofnunarinnar á út- hafsrækju fyrir norðan og austan land. Vísitala stofnstærðar sam- kvæmt fyrstu útreikningum er að- eins hærri í ár miðað við árið 2004 ef litið er á svæðið í heild, en er þó ennþá 27% lægri en árið 1999 sem var lakasta árið á tíunda áratugn- um. Vísitala rækju lækkaði enn meir á miðunum við Austfirði og var þar afli afar lítill nema á Rauða torgi. Sé litið á aðalrækjusvæðið Norðurkantur – Grímsey er hækk- un vísitölu 19% miðað við árið 2004. Mun meira fékkst af þorski en ár- ið 2004 einkum á Halanum, við Sporðagrunn, í Skagafjarðardjúpi, Bakkaflóa og Héraðsdjúpi. Þó fékkst ekki jafn mikið og árin 1997 og 2003 þegar mest hefur fengist af þorski í stofnmælingu úthafsrækju. Miðað við stofnmælinguna árið 2004 hefur meðalstærð rækju staðið í stað á Norðurkanti og við Kolbeins- ey en rækja hefur stækkað á flest- um öðrum svæðum. Stærst var rækjan á Norðurkanti, 183 stk./kg, en smæst við Sléttugrunn, 304 stk./ kg. Bráðabirgðaútreikningar sýna að nýliðun er mjög slök eða fjórð- ungur á við nýliðunina árið 2004. Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að upphafsafli úthafsrækju verði 10 þús. tonn fyrir yfirstand- andi fiskveiðiár. Enn er eftir að vinna úr ýmsum gögnum sem safn- að hefur verið í stofnmælingu út- hafsrækju. Einnig verður farið yfir öll gögn sem safnað er um úthafs- rækju, svo sem afla á togtíma frá rækjuskipum ásamt upplýsingum um göngur þorsks og þau notuð við endanlegar tillögur um hámarksafla úthafsrækju fyrir fiskveiðiárið 2005/ 2006. Mælingin fór að þessu sinni fram á Bjarna Sæmundssyni á tímabilinu 19. júlí–22. ágúst. Verkefnisstjóri er Unnur Skúladóttir. Auk Unnar var Guðmundur Skúli Bragason leið- angursstjóri í fyrsta hluta. voru Ingi T. Lárusson og Guðbjartur I. Gunn- arsson. Nýliðun úthafs- rækju mjög slök ÚR VERINU ATVINNA mbl.is 7  89:  ; < ; 89: ,= > ,  -     ;    ,1 "$*234 (  "'$*234 (*5 +34 102  & $*234 &6$*234 ($  34   7 34 S 57 34 8 *29 ( 34 8' *34 6  7   34 O  34 -&34 - **&+  7 34 :*34 <;   , $*234 &  5*  34 25 34 T1   1$*234 6);5*34 102  O 1& 334 /<3 34 .  234 =U&, 1=  * >%  5'534 ?*'534 ! " # $ = &  @%  5 34 6  )  34 -+*A -*5*  "4 >;;34 $ %   > TB@V -)5  "54" 5       C   C          C      C C  C C C ( % + % "54" 5 C  C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C  C C C C C C C C P CP CP C  P C C P C CP C CP C P C C P CP C C CP C C CP CP C  P C C C C C C C  "52  >75)  8 *2-  4 4  4 4 4 C  4 4  4 C  4 4 4  4 4  4 C 4  4  4  4 4 C C  C C C                                                            ?52)9D44 ,> 4W,3* *  &'  "52  C  C    C        C C  C C C ,> 4C?  %3* 5  + 4 ,> 4C&%3* 5* *4 ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HLUTABRÉF lækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í dag eftir nánast samfellda hækkun í síðustu viku. Úr- valsvísitalan lækkaði um 1,08% og er 4.695 stig. Viðskipti með hluta- bréf námu 2.187 milljónum, þar af 676 milljónum með bréf Landsbank- ans. Bréf Líftæknisjóðsins hækkuðu um 50% í einum litlum viðskiptum. Bréf Vinnslustöðvarinnar hækkuðu um 2,38% og bréf Atlantic Petrolium hækkuðu um 0,78%. Bréf Hampiðj- unnar lækkuðu um 2,86% og bréf Nýherja um 1,85%. Lækkun hlutabréfa ● NETUPPBOÐSFYRIRTÆKIÐ eBay hefur keypt Skype, sem sérhæfir sig í fjarskiptum á Netinu. Kaupverðið er 2,6 milljarðar Bandaríkjadala, jafn- virði liðlega 160 milljarða íslenskra króna. Verðið getur þó hugsanlega hækkað í allt að 4,1 milljarð dala, eða nærri 260 milljarða íslenskra króna, verði tilteknum rekstrarnið- urstöðum náð til ársins 2008. Fram kemur í frétt á vefmiðli Fin- ancial Times að salan á Skype sé lokapunkturinn á tilraunum net- og fjölmiðlafyrirtækja til að kaupa fyr- irtækið. Í tilkynningu frá eBay segir að við samruna fyrirtækjanna verði til netverslunar- og fjarskiptatæki sem eigi sér engan sinn líka á Netinu. EBay kaupir Skype ● HAFIN er sala á nýju húðlyfi frá Actavis. Um er að ræða samheita- lyfið Terbinafine en einkaleyfisvernd þess rann nýlega út. Lyfið er selt til 15 Evrópulanda og segir í tilkynningu frá Actavis að fleiri lönd muni bætast við fyrir árslok. Þá segir að fyrstu pantanir hafi numið um 10 millj- ónum taflna og reiknað sé með að Terbinafine verði söluhæsta húðlyf Actavis. Lyfið er notað gegn sveppa- sýkingum í húð og nöglum. Þetta er í annað skipti sem markaðssetning á nýju lyfi fer fram frá verksmiðju Actavis á Möltu. Húðlyf frá Actavis á markað STJÓRN sænska tryggingafélagsins Skandia ætl- aði að koma saman í gær og taka afstöðu til tilboðs suður-afríska tryggingafélagsins Old Mutual í Skandia, að því er fram kemur frétt í Financial Times. Fram kemur í fréttinni að efasemdir séu á báða bóga um ágæti þessara viðskipta. Í Svíþjóð sé litið til þess að Skandia sé elsta fyrirtækið sem skráð er í kauphöllinni í Stokkhólmi, og því líti sumir á það sem hálfgerða þjóðareign. Um helmingur sænsku þjóðarinnar sé í viðskiptum við fyrirtækið og þess vegna vakni spurningar um ágæti þess að selja það til erlendra aðila. FT segir að hluthafar í Old Mutual hafi einnig efasemdir um hverju þessi viðskipti muni skila þeim og að sumir þeirra hafi beint hörðum spurningum að stjórnendum Old Mutual þar að lútandi. Tilfinningar ráða Skandia Liv, sem er líftryggingararmur Skandia, á stóra hluti í ýmsum af þekktustu fé- lögum í kuphöllinni í Stokkhólmi, svo sem í Erics- son, Volvo og Electrolux. Segir FT að margir Sví- ar myndu ekki vilja að þessir hlutir kæmust í hendur erlendra aðila. Þrír af ellefu stjórnarmönnum í Skandia hafa lýst yfir stuðningi við tilboð Old Mutual. Segir í frétt FT að ýmsir stofnanafjárfestar og margir einstakir fjárfestar í Skandia hafi verið að bíða með að taka afstöðu til tilboðsins. Hefur blaðið eft- ir heimildarmanni, sem sagður er þekkja til mál- efna félagsins, að ákvörðun stjórnarinnar muni koma til að hafa meira að gera með tilfinningar en skyldur gagnvart hluthöfum. Blaðamenn FT, sem skrifuðu greinina um Skandia, segja að við fyrstu sýn ætti að vera borðleggjandi að stjórn félagsins taki tilboði Old Mutal. Hvert hneykslið af öðru hafi dunið yfir Skandia, allt frá því nokkrum fyrrver- andi stjórnendum voru réttar 170 milljóna sterl- ingspunda bónusgreiðslur á árinu 2000, sem svar- ar nú til um 20 milljarða íslenskra króna. Þá hefur afkoma félagsins í Svþjóð verið neikvæð frá árinu 2000. Stofnanafjárfestar eiga samtals um 35,5% hlutafjár í Skandia en afgangurinn er í eigu minnni fjárfesta, aðallega sænskra. FT segir að þessir minni fjárfestar geti haft sitt að segja um afstöðuna til tilboðs Old Mutual. Þeir séu margir þekktir fyrir að vera frekar bráðir. Tilboð Old Mutual í Skandia hljóðar upp á 43 milljarða sænskra króna, jafnvirði um 380 millj- arða íslenskra króna. Það skiptist þannig að fyrir hverja 100 hluti í Skandia fá hluthafar 1.650 sænskar krónur og 137 hluti í Old Mutual. Burðar- ás á tæplega 37 milljónir hluta í Skandia og myndi félagið fá tæplega 5 milljarða íslenskra króna auk ríflega 50 milljónir hluta í Old Mutual fyrir hlut sinn. Burðarás hafði framselt atkvæðisrétt sinn í Skandia vegna yfirtökumálsins til sænska fjárfestingarfélagsins Cevian Capital en eigandi Cevian hefur lýst yfir stuðningi við yfirtökuna. Óvissa um afstöðu stjórnar Skandia til tilboðs í félagið Efasemdir Bæði sænskir og suður-afrískir fjár- festar eru sagðir efast um ágæti þess að Old Mutual kaupi Skandia. Í DAG, þriðjudag, verður haldinn kynningarfundur á vegum Atlants- hafsbandalagsins (NATO) og utan- ríkisráðuneytisins um möguleg við- skiptatækifæri á vettvangi Evrópu- og Atlantshafsherstjórnar NATO. Verður fundurinn haldinn í fundar- sal utanríkisráðuneytisins við Rauð- arárstíg klukkan níu og munu þar Paul Buades og Lee H. Weber, yf- irmenn útboða hvorrar herstjórnar um sig, kynna starfsemi þeirra, gera grein fyrir útboðsferlum og eðli verkefna sem boðin eru út á þeirra vegum sem og kynna fyrir íslenskum fyrirtækjum hvernig nálgast megi þau verkefni. Hafa forgangsstöðu Weber sagði í samtali við Morg- unblaðið að stærð og eðli samning- anna sem bandalagið gerði væri afar mismunandi og langt því frá að þeir væru allir tengdir hernaði eða her- búnaði. „NATO þarf ritföng, hús- gögn og allt það annað sem venjuleg- ar stofnanir þarfnast,“ segir hann. Buades segir fjarlægð Íslands frá meginlöndum Ameríku og Evrópu vissulega hafa áhrif á möguleika ís- lenskra fyrirtækja á að ná samning- um við bandalagið í ákveðnum tilvik- um. „Nú er því hins vegar háttað þann- ig að marga þjónustuna er hægt að veita yfir Netið og þá skiptir engu máli hvar þjónustuaðilinn er staddur í heiminum.“ Þeir Weber og Buades leggja mikla áherslu á samkeppni fyrirtækja á milli um samninga, enda náist með þeim hætti betri kjör en ella. Viðskiptatæki- færi hjá NATO Y 5 6   Z   5 6      Z   5 5       5 5    Z [      6 5  

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.