Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Smávini fagra kallaði JónasHallgrímsson litlu blóminúti í náttúrunni og víst er aðlitlu hlutirnir skipta miklu
máli í lífinu. Bjarney Margrét Jóns-
dóttir er einmitt ein af þeim sem gera
sér fulla grein fyrir því. Hún hefur
verið veik fyrir litlum hlutum, alveg
frá því hún man eftir sér. Þessir hlut-
ir eru ekki endilega efnislega dýrir,
sumir eru jafnvel úr pappa og
kannski bölvað drasl í augum þeirra
sem ekki þekkja hvað býr að baki
þeim. En aðrir eru sjaldgæfir og
fornir og dýrmætasta antik. „Ég átti
litla hillu fyrir litla hluti þegar ég var
stelpa en hún dugði skammt eftir því
sem árunum fjölgaði og nú hef ég
komið mér upp forláta leturhillu með
ótal hólfum, þar sem prentarinn
geymdi bókstafina sína. Ég skellti
henni upp á vegg og í þessari hillu eru
bæði hlutir sem hafa fylgt mér lengi
og aðrir sem ég hef fengið nýlega að
gjöf,“ segir Bjarney og því til stað-
festingar tekur hún úr einu hólfinu
gullsvín sem góð vinkona hennar
færði henni fyrir nokkrum vikum
þegar hún kom frá Edinborg.
Naflaklemma af einkadótturinni
„Bæði vinir mínir og vandamenn
hafa verið duglegir við að færa mér
ólíklegustu hluti í hilluna þegar þeir
koma frá útlöndum og því er þetta
mjög fjölþjóðlegt safn smáhluta. Hér
eru hlutir frá Færeyjum og Ameríku
og mörgum löndum þar á milli. Hér
eru líka hlutir sem sumum finnst ljót-
ir og ekki eiga erindi hingað, eins og
til dæmis lyklakippa frá Versl-
unarbanka Keflavíkur sem er fyrsti
bankinn sem ég átti viðskipti við.
Þessi lyklakippa stendur fyrir ákveð-
in tímamót í lífi mínu og auk þess er
þessi banki ekki lengur til, svo þetta
er líka heimild um horfinn tíma,“ seg-
ir Bjarney sem vill hafa hlutina sem
fjölbreyttasta og því til staðfestingar
bendir hún á naflaklemmu þá sem
sett var á naflastreng Helgu Maríu
einkadóttur hennar þegar hún fædd-
ist fyrir tuttugu árum. „Eflaust
henda flestir svona ljótum plasthlut,
en ég á það til að halda upp á ótrúleg-
ustu hluti til minningar um hitt og
þetta, og fæðing dóttur minnar er
einn af stórviðburðum lífs míns.“
Giftingarhringur ömmu
Bjarney er nokkuð forn í eðli sínu
og heima hjá henni er mikið af göml-
um munum, gjarnan frá forfeðrunum
og svo er einnig um smáhlutina í
prentarahillunni. „Ætli elsti hlut-
urinn í hillunni sé ekki pinni úr beini
frá henni Jóhönnu Kristínu Finns-
dóttur ömmusystur minni sem var
fædd árið 1887. Þetta áhald notaði
hún þegar hún sat við klaustursaum
og gerði með þessu gat á tauið sem
hún saumaði út í. Hér er líka agn-
arsmá fingurbjörg frá Margréti
ömmu minni og nöfnu. Ég man vel
eftir henni með þessa fingurbjörg við
vinnu sína. Hér er líka örsmár lykill
sem gengur að kistli sem ég fékk frá
þessari sömu ömmu minni, en hann
var smíðaður af Magnúsi Skúlasyni.
Hér er einnig giftingarhringurinn
hennar ömmu Margrétar. Mér þykir
líka afskaplega vænt um signatið
hans Bjarna afa míns sem hann
þrýsti í vaxið þegar hann var að inn-
sigla bréf, en stafirnir hans eru þeir
sömu og mínir, BJ.“
Steinar eru líka gull
Bjarney geymir líka hringana sem
hún fékk í fermingargjöf í þessari
hillu, af því henni finnst þeir
skemmtilegir þó hún noti þá aldrei.
„Svo eru hér tveir hlutir, lítil brúða og
eldspýtustokkur, sem ég hef átt alveg
frá því ég man eftir mér. Ég geymdi
þessi gull í boxi frá því ég var fjög-
urra ára.“
Margir steinar eru í hillunni og
sumir frá löngu dánu fólki. Þar er líka
lítil hrafntinna. „Ég stakk henni í
vasa minn þegar ég fór mína fyrstu
löngu gönguferð, fyrir áratug. Og hér
er annar steinn frá Hornafirði sem
minnir á Ketillaugarfjall sem er fjall-
ið hennar Laugu vinkonu minnar, en
þennan stein nældi ég mér í nýlega
þegar við vinkonurnar fórum þarna
um í mjög skrautlegri óvissuför.“
Brotthvarf hluta yfirvofandi
Lítil byssa skorin út í tré vekur at-
hygli, en á bak við hana segir Bjarney
að sé stelusaga: „Árdís systir mín
sagði mér að hún hefði stolið einum
hlut úr hillunni minni og að ég skyldi
fá hann aftur ef ég gæti fundið út sjálf
hvaða hlutur þetta væri. Ég rýndi hér
í hilluna dagana langa en gat ekki
fundið út hvaða hlut vantaði. Ég tap-
aði því forláta peningakassa sem ég
átti yfir í hilluna hennar, en ég tók í
staðinn frá henni þessa byssu sem
sonur hennar Hlynur skar út þegar
hann var 11 ára. Það merkilega var
að hún systir mín áttaði sig ekki á
hvarfi hennar fyrr en hún rak augun í
hana hér hjá mér löngu seinna. Þetta
brotthvarf hluta úr hillunum vofir
svolítið yfir okkur systrum.“ Vinnu-
félagarnir hafa líka verið duglegir við
að færa Bjarneyju smáhluti og má
þar nefna postulínsfingurbjörg með
mynd af krónprinsinum spænska og
hans spúsu, en Bjarney er mjög mik-
ill aðdáandi kóngafólks yfirleitt og er
félagi í Hinu konunglega fjelagi.
SÖFNUN | Leturkassi fullur af fjölþjóðlegum hlutum
Tvítug naflaklemma
Morgunblaðið/Kristinn
Bjarney við leturkassann góða sem er fullur af hlutum frá hinum ýmsu
heimshornum. Má þar nefna Guinnes-bjórflösku frá Írlandi, dönsk hús frá
kóngsins Kaupmannahöfn, ballerínu frá Prag og kívífugl frá Nýja-Sjálandi.
Morgunblaðið/Kristinn
Þetta hjól fékk Bjarney með
bókinni Stúlkan á bláa hjólinu.
Breski símaklefinn frá
London er gjöf frá vini.
Gömul
standklukka
frá Jóhönnu
ömmusystur
sem var
fædd 1887.
Þennan grænlenska karl, sem skorinn
er út í bein, keypti Bjarney í sinni
fyrstu ferð til Grænlands árið 1998.
Vasaúr sem
elsta systir
Bjarneyjar fékk
í fermingargjöf.
Litla brúðan og smái eld-
spýtustokkurinn sem
hafa fylgt Bjarneyju frá
því hún man eftir sér.
Signatið fagra frá
Bjarna afa, en þau
eiga bæði sömu upp-
hafsstafi, BJ.
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Veski sem Barði vinur Bjarneyjar færði
henni frá útlandinu. „Við Barði erum
göngufélagar í gönguhópnum Ásbjörn
elskan. Þegar hann sá þetta veski, sem
er reyndar kveikjari, datt honum í hug
dama og tengdi það við mig. Svo hann
keypti það og færði mér.“
MENNING
GRÓSKA í íslenskri glæpa- og
spennusagnagerð hefur líkast til
ekki verið meiri í annan tíma en
út koma ellefu til tólf titlar sem
forlögin skilgreina með þeim
hætti fyrir jólin. Þá er von á
a.m.k. tveimur glæpatengdum
bókum til viðbótar.
Sennilega hafa aldrei komið út
jafn margar glæpasögur hjá ís-
lensku forlagi og hjá Eddu út-
gáfu nú í haust, að sögn Rakelar
Pálsdóttur kynningarstjóra. Alls
gefur forlagið út sjö glæpatengd-
ar bækur.
„Um er að ræða fjórar glæpa-
sögur eftir valinkunna höfunda
sem allir eru þekktir víða um
lönd,“ segir Rakel. Arnaldur
Indriðason sendir frá sér bók þar
sem þau Erlendur, Elínborg og
Sigurður Óli glíma við óhugn-
anlegt mál, Viktor Arnar Ingólfs-
son sendir frá sér glæpasögu um
kaldrifjaðan morðingja sem situr
fyrir gæsaskyttum, Ævar Örn
Jósepsson kemur með glæpasögu
þar sem sögusviðið er Kára-
hnjúkar og Stella Blómkvist kem-
ur með nýja bók þar sem lög-
fræðingurinn eitursnjalli Stella er
sem fyrr í aðalhlutverki.
Þá kveður nýr höfundur sér
hljóðs þetta haustið. Hreinn Vil-
hjálmsson leiddist ungur út í af-
brot og átti dramatíska ævi en
náði að lokum tökum á tilver-
unni. Nú hefur hann skrifað sögu
sem byggist á ævi hans, eins kon-
ar skáldaða ævisögu úr undir-
heimum Reykjavíkur.
Tvær bækur af öðru tagi sem
einnig fjalla um glæpi hvor með
sínum hætti eru síðan vænt-
anlegar frá Eddu. Annars vegar
er það heimildarbók Reynis
Traustasonar um fíkniefnaheim-
inn á Íslandi og hins vegar við-
talsbók Gerðar Kristnýjar þar
sem ung kona segir frá hrika-
legri reynslu af misnotkun og
vændi á uppvaxtarárum sínum.
Söguleg skáldsaga um
Jörund hundadagakonung
Hjá JPV-útgáfu eru vænt-
anlegar fjórar bækur sem Jóhann
Páll Valdimarsson útgáfustjóri
skilgreinir sem glæpa- og
spennusögur. Þráinn Bertelsson
sendir frá sér bókina Valkyrjur.
Þegar Freyja Hilmarsdóttir er
myrt hverfur handrit að bók sem
hún er að skrifa. Bókin heitir
Valkyrjur og inniheldur berorðar
lýsingar fyrrverandi eiginkvenna
tveggja frægra manna á hjóna-
böndum sínum.
Árni Þórarinsson hefur skrifað
bókina Tími nornarinnar. Þar
segir frá nýjum ævintýrum Ein-
ars blaðamanns. Hann hefur nú
verið sendur norður til Akureyr-
ar að fjalla um uppfærslu Leik-
félags Menntaskólans á Akureyri
á Galdra-Lofti á sögusviðinu, Hól-
um í Hjaltadal, en á sama tíma
gerist sá atburður skammt frá að
kona fellur í Jökulsá vestari í
óvissuferð starfsmanna fyrirtækis
á Akureyri.
Ragnar Arnalds sendir frá sér
bókina Eldhuginn sem er söguleg
skáldsaga um Jörund hundadaga-
konung og Jóhann Páll skil-
greinir sem spennusögu. Þá gef-
ur JPV út bókina Dætur hafsins
eftir Súsönnu Svavarsdóttur, sem
Jóhann Páll segir að sé eins kon-
ar erótískur tryllir.
Hjá Bjarti er ein íslensk glæpa-
saga í burðarliðnum, þó Snæ-
björn Arngrímsson útgáfustjóri
þori ekki alveg að lofa að höfund-
inum, Jóni Halli Stefánssyni, tak-
ist að ljúka við hana fyrir jólin.
Nafnið er ekki komið en þetta er
samtímasaga úr Reykjavík.
Hjá Lafleur-útgáfu er ein
glæpasaga á döfinni í haust.
Nefnist hún Brotlending og höf-
undurinn er Benedikt S. Lafleur.
„Þetta er frumleg glæpasaga með
sálfræðilegu og heimspekilegu
ívafi. Hún fjallar um flugvél sem
hrapar inn í stofu til manns,“
segir Benedikt.
Morgunblaðið hefur þegar
greint frá því að nýtt forlag, Ver-
öld, gefur út fyrstu glæpasögu
Yrsu Sigurðardóttur fyrir jólin
og hefur útgáfurétturinn á þeirri
bók þegar verið seldur til átta
landa.
Skjaldborg hefur á umliðnum
árum gefið út bækur Birgittu
Halldórsdóttur en hjá forlaginu
fengust þær upplýsingar að ekki
sé nýrrar glæpasögu að vænta
frá henni fyrr en að ári. Birgitta
sendir hins vegar frá sér barna-
bók fyrir þessi jól.
Bókaútgáfan Skrudda gefur
heldur ekki út glæpasögu á þessu
ári.
Á annan tug glæpa-
sagna fyrir jólin
Arnaldur
Indriðason
Yrsa
Sigurðardóttir
Ævar Örn
Jósepsson
Árni
Þórarinsson
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
Á UPPBOÐI Gallerís
Foldar sl. sunnudag
fékkst gott verð fyrir
verk eldri málaranna og
næfistanna, að sögn upp-
boðshaldara. Kjarvals-
mynd frá árinu 1948,
Elliðahamar í Staðarsveit,
fór á 2.112.000 kr. Þá
seldust lítil verk eftir Þór-
arin B. Þorláksson á
972.000 kr. og 1.548.000
kr. og tvö verk frá átt-
unda áratugnum eftir
Þorvald Skúlason á
1.320.000 og 1.404.000 kr.
Einnig má nefna að tveir tré-
skúlptúrar eftir Sæmund Valdi-
marsson voru slegnir á 570 þúsund
kr. og 612 þúsund kr., lítið málverk
eftir Sigurlaugu Jónasdóttur á 444
þúsund kr. og hestamynd eftir
Stórval á 98 þúsund kr. Þá fór afar
sjaldgæft strandmælingakort frá
1821 á 418 þúsund.
Elliðahamar í Staðarsveit.
Kjarvalsverk seldist á
ríflega tvær milljónir