Morgunblaðið - 13.09.2005, Page 10

Morgunblaðið - 13.09.2005, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Úr verinu á morgun Á dragnóta- veiðum á Faxaflóa SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hef- ur úrskurðað að Íslenska sjónvarps- félaginu beri þegar í stað að afhenda sjónvarpsmerki Enska boltans til þeirra fyrirtækja sem þess óska og uppfylla þau skilyrði sem félaginu er heimilt að setja í þeim efnum. Samkeppniseftirlitið segir í ákvörðuninni sem tekin er til bráða- birgða og gildir til 15. október næst- komandi að Íslenska sjónvarps- félagið hafi brotið gegn ákvæðum ákvörðunar Samkeppnisráðs frá því snemma í vor sem varðaði samruna Landsíma Íslands og Íslenska sjón- varpsfélagsins með því að neita að afhenda Íslandsmiðli ehf. og Tengi hf. sjónvarpsmerki Enska boltans. Landssími Íslands hafi ekki einka- rétt til að dreifa Enska boltanum á fjarskiptakerfum fyrirtækisins og er fyrirmælum beint til Íslenska sjónvarpsfélagsins í því skyni að vernda samkeppni meðal annars á fjarskiptamarkaði að því er fram kemur. Þannig skuli félagið þegar afhenda sjónvarpsmerki Enska boltans sé óskað eftir því til tækni- legra prófana. Komi upp tæknileg vandamál við framkvæmd afhend- ingarskyldunnar beri Íslenska sjón- varpsfélaginu þegar í stað að til- kynna Samkeppniseftirlitinu um hið tæknilega vandamál og lýsa eðli þess. Þá ber félaginu að upplýsa Samkeppniseftirlitið um allar beiðn- ir sem því berast í þessum efnum og senda eftirlitinu afrit af öllum bréfa- skriftum sem tengjast slíkum beiðn- um eigi síðar en tveimur dögum eftir að þau áttu sér stað. Fram kemur einnig að samruna Landssímans og Íslenska sjón- varpsfélagsins voru sett ýmis skil- yrði í ákvörðun Samkeppnisráðs síð- astliðið vor til að vinna gegn skaðlegum áhrifum hans. Íslenska sjónvarpsfélaginu hafi meðal annars verið gert skylt að afhenda sjón- varps- og útvarpsmerki félagsins í opinni eða læstri dagskrá til m.a. keppinauta Landssímans á fjar- skiptamarkaði að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Að öðrum kosti væri talin hætta á að Lands- síminn styrkti enn frekar markaðs- yfirráð sín á fjarskiptamarkaði með þeim hætti að hinu eftirsóknarverða sjónvarpsefni Íslenska sjónvarps- félagsins yrði eingöngu dreift um fjarskiptakerfi í eigu Landssímans. Íslenska sjónvarpsfélaginu var hins vegar veitt heimild til 1. júlí 2007 til að skilyrða afhendingu á sjónvarps- efni í lokaðri dagskrá við það að myndlykill frá félaginu sé notaður við móttökuna. Óviðunandi að tæknilegir örðugleikar hindri framkvæmd Í ákvörðun Samkeppnisráðs segir að vísbendingar hafi komið fram að tæknilegir örðugleikar kunni að hindra framkvæmd á ákvörðun Samkeppnisráðs frá því í vor. Vandamál þessi kunna meðal annars að felast í tengingu dreifikerfa keppinauta Íslenska sjónvarps- félagsins og Landssímans við mynd- lykil Íslenska sjónvarpsfélagsins. Að mati Samkeppniseftirlitsins sé óviðunandi að tæknileg vandamál af þessu tagi geti leitt til þess „að ákvörðunin nái ekki tilgangi sínum og Landssími Íslands efli markaðs- ráðandi stöðu sína. Hér skiptir og máli að sú afstaða Íslenska sjón- varpsfélagsins og Landssímans að félögin hafi einkarétt á dreifingu Enska boltans hefur skapað erfið- leika við að ná markmiðinu með um- ræddri ákvörðun,“ segir í frétt Sam- keppniseftirlitsins af þessu tilefni. Ennfremur segir: „Bráðabirgða- ákvörðun Samkeppniseftirlitsins gildir til 15. október nk. Fram kem- ur í henni að ef fyrir liggi á þeim tíma að tæknileg vandkvæði tengd tengingu við myndlykla Íslenska sjónvarpsfélagsins komi í veg fyrir að ákvörðun samkeppnisráðs nái markmiði sínu megi Íslenska sjón- varpsfélagið búast við því að heimild þess til að skilyrða afhendingu Enska boltans við það að myndlykill frá fyrirtækinu sé notaður verði felld niður.“ Íslenska sjónvarpsfélagið afhendi merki Enska boltans Braut ákvæði úrskurð- ar Samkeppniseftirlits Reuters Hermann Hreiðarsson leikmaður Charlton glímir hér við Louis Saha leik- mann Manchester United í einum af fjölmörgum leikjum enska boltans. MAGNÚS Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Íslenska sjónvarps- félagsins, segir að hann sé rasandi hissa á ákvörðun Samkeppniseft- irlitsins og hann sé varla búinn að átta sig á hvernig Samkeppniseft- irlitið treysti sér til að ganga með þessum hætti á bak orða sinna, eins og félagið túlki þau. Magnús sagði að í vor hefði verið úrskurðað um samruna Símans og Skjás eins annars vegar og hins vegar um samruna 365 miðla og OgVodafone. „Þá er í fyrsta lagi 365 gert skylt að afhenda sín merki strax til dreifingar. Þeir fengu að- lögunarfrest til 23. júní. Okkur er gert í rauninni skylt að afhenda okkar merki líka, en við fáum hins vegar aðlögunarfrest með Enska boltann til 2007,“ sagði Magnús. Hann sagði að þetta hefði verið gert vegna stöðunnar á áskrift- arsjónvarpsmarkaði. „Eftir þetta hefur Samkeppniseftirlitið nýja al- gjörlega misst áhugann á þessum áskriftarsjónvarpsmarkaði og ein- blínir bara á ADSL-markaðinn. Þessi bráðabirgðaúrskurður þýðir það í rauninni að við eigum að af- henda okkar merki strax. 365 eru ekki ennþá búin að afhenda sín merki,“ sagði Magnús einnig. Hann sagði að þessi bráðabirgða- úrskurður væri dauðadómur á þann hátt að Íslenska sjónvarpsfélaginu yrði ekki gert kleift að ná stöðu á áskriftarmarkaði. „Þetta þýðir nátt- úrlega bara að enski boltinn fer beint inn á Digital Ísland sem er með 70 þúsund myndlykla á ís- lenskum heimilum á meðan við er- um með 10 þúsund,“ sagði Magnús. Hann sagði að það hefði legið fyrir frá upphafi og hefði einnig legið fyrir í vor að ADSL- myndlyklar pössuðu ekki við Digital Ísland-kerfið og því síður við kerfi Íslandsmiðils þar sem væri í rauninni um að ræða gervi- tungladreifingu. Magnús sagði að Íslenska sjón- varpsfélagið væri með í undirbún- ingi að bjóða upp á miklu meira en bara enska boltann. Til dæmis hefði verið í farvatninu að bjóða upp á myndleitun og það virkaði einfald- lega ekki nema á gagnvirkum dreifileiðum og ADSL væri eina gagnvirka dreifileiðin sem stæði til boða. Með þessari ákvörðun væri verið að setja þær áætlanir allar í uppnám. Svik við úrskurðinn í vor Magnús sagði aðspurður hvernig þeir hygðust bregðast við að þeir væru enn að ráða ráðum sínum. „Þetta eru í rauninni svik við úr- skurðinn frá í vor. Honum er bara breytt núna. Ég get bara talað fyrir hönd Íslenska sjónvarpsfélagsins. Við eigum eftir að funda með eig- endum okkar, en í millitíðinni var Síminn seldur til nýrra eigenda, sem byggja í rauninni sín kaup á viðskiptaáætlun tengdum þessum áformum. Nú er það algjörlega upp í loft, þannig að ég get ekki ímynd- að mér annað en þeir muni koma fram með einhverjar kröfur, því það er búið að fjárfesta á þriðja milljarð í þessu verkefni,“ sagði Magnús að lokum. Framkvæmdastjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins Dauðadómur fyrir stöðu ÍS á áskriftarmarkaði ÞAÐ að þegar liggi fyrir hvað muni rísa á þriðjungi Vatnsmýrarsvæðisins og uppbygging þar að hefjast, kallar á að hugað sé að heildarskipulagi Vatnsmýrarsvæðisins, þannig að ein- stakir reitir útiloki ekki einhverja framtíðarmögu- leika, segir Dagur B. Eggertsson, formaður skipu- lagsráðs Reykja- víkurborgar. Gísli Marteinn Baldursson, vara- borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, benti á hversu stórum hluta svæðisins sé þegar búið að ráðstafa fyrir Landspítala, samgöngumiðstöð, Háskólann í Reykjavík o.fl. í Morg- unblaðinu í gær. Hann benti einnig á að undarlegt sé að fara í dýra hug- myndasamkeppni þegar ekki sé búið að ná samkomulagi um hvort flugvöll- urinn fari úr Vatnsmýrinni eða ekki. „Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt það hingað til að horft sé á einstaka reiti, og viljað skipuleggja heildina. Þess vegna er merkilegt að þegar það er tekið í dagskrá eigi bara að bíða og sjá á meðan þessi svæði byggjast upp,“ segir Dagur. Æskilegt hefði verið að semja um framtíð flugvallarins áður en farið er út í hugmyndasamkeppni, segir Dag- ur. „Hins vegar held ég að umræða undanfarinna vikna endurspegli að það sé komin samstaða um það að leita raunhæfra lausna í því sam- hengi. Hugsanlega er landið sem núna er undir flugvellinum í Vatns- mýrinni dýrasta flugvallarsvæði sem hægt er að hugsa sér.“ „Ég held að það sé heilbrigt í nú- tímasamfélagi, þegar umræðan er komin á það flug sem hún er á í dag, að almenningur og hagsmunaaðilar fái að taka þátt í því að móta framtíð- arsýn fyrir svo mikilvægt svæði, og fá í kjölfarið fagfólk hvaðanæva að úr heiminum í hugmyndasamkeppni,“ segir Dagur. Spurður hvers vegna áhersla sé lögð á að fá tillögur í hugmyndasam- keppninni fram fyrir kosningar segir Dagur ljóst að Vatnsmýrarmálið verði kosningamál hvort sem hug- myndirnar komi fyrir vor eða ekki. Því sé gott að fá hugmyndinar fyrir kosningar til þess að umræðan snúist um málefni en ekki innihaldslitlar deilur um smáatriði. „Þó að flugvallarmálið hafi ein- kennst af harðri afstöðu með eða móti flugvellinum held ég að það sé mikill hluti landsmanna allra sem finnst ekki bara skipta máli hvar flugvöll- urinn gæti verið annars staðar, held- ur líka hvaða uppbygging gæti átt sér stað í Vatnsmýrinni ef flugvöllurinn fer. Við erum að vinna í báðum þess- um verkefnum.“ Fyrirhuguð upp- bygging kallar á heildarskipulag Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Dagur B. Eggertsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.