Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 32
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn VILLIDÝRIÐ LEITAR UPPI BRÁÐ SÍNA ÞAÐ NÁLGAST HANAHLJÓÐLEGA, SKREF FYRIR SKREF ÞAÐ HEFUR AUGASTAÐ Á GIRNI- LEGASTA TACOINU MIKIÐ TEKUR ÞETTA Á ÉG GET EKKI MEIR ÚFF HÉRNA KALLI. DREKKTU ÞETTA. FORMÚLAN MÍN ER BRAGÐGÓÐ OG KEMUR Í VEG FYRIR VÖKVATAP DREKKTU Í BOTN. ÞESSI DRYKKUR HÁMARKAR NÝTINGU VÖKVA OG ENDURNÆRIR ÞIG MÉR LÍÐUR STRAX BETUR MIÐAÐU LÁGT ÉG ÆTLA AÐ HRINGJA Í SKÓLA- STJÓRANN EKKI GERA ÞAÐ, MAMMA. EF HANN KEMST AÐ ÞVÍ AÐ ÉG KLAGAÐI, ÞÁ DREPUR HANN MIG ÞAÐ GENGUR EKKI AÐ HANN KOMIST UPP MEÐ AÐ RÆNA SAMNEMENDUR SÍNA HÉRNA ER LISTI YFIR ÞAÐ SEM ÉG VIL VERA Í. SJÁUMST Í LÍKHÚSINU HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ ÞEGAR KONA BIÐUR MANN AÐ HLAUPAST Á BROTT MEÐ SÉR? ÞAÐ ÞÝÐIR AÐ HÚN VILL GIFTAST ÞÉR OG FLÝJA HEIMAHAGANA AF HVERJU? ÞVÍ ÞESSI VAR AÐ SPYRJA MIG HVORT ÉG VILDI GERA ÞAÐ? ÉG VEIT AÐ ÞETTA LÍTUR ILLA ÚT EN ÞAÐ ER AUÐVELDARA AÐ ELTA RAFKNÚNA BÍLA AF HVERJU SEGIRÐU EKKI DÓMARANUM AÐ ÞÚ REKIR ÞITT EIGIÐ FYRIRTÆKI OG MEGIR EKKI VIÐ TEKJUTAPINU HANN TEKUR ÞAÐ EKKI GILT HVAÐ MEÐ AÐ BIÐJA UM AÐ GERA ÞETTA SEINNA? HANN HLUSTAR EKKI Á ÞAÐ HELDUR AF HVERJU EKKI? VEGNA ÞESS AÐ ÉG HEF 10 SINNUM FENGIÐ FREST VILTU FÁ MYNDIRNAR MÍNAR AF THE PUNISHER. EN Í GÆR SAGÐIRÐU AÐ... Í MORGUN SKAUT HANN TVO ÓÞOKKA SEM VORU AÐ RÆNA BRYNVARÐAN BÍL ÉG KEM! ERTU EKKI AÐ GLEYMA EINHVERJU? ÞETTA ER EKKI GÆR- DAGURINN PARKER Dagbók Í dag er þriðjudagur 13. september, 256. dagur ársins 2005 Víkverja þykir sér-staklega leiðinlegt viðhorf þjóðarinnar til daðurs og daðrara. Víkverji er enginn flagari og inn við bein- ið íhaldssamur í sið- ferðismálum en samt þykir Víkverja keyra um þverbak hvað Ís- lendingar eru feimnir við að gefa hver öðr- um undir fótinn. Verst þykir Víkverja þó hversu óheflaðir Ís- lendingar eru þegar döðrurum er vísað frá. Það virðist nefni- lega ekki nóg á Íslandi að segja „nei takk“ heldur er sá sem árangurs- laust daðrar við Íslending hæddur og spottaður. Á þetta sérstaklega við um kvenfólkið, þótt karlmenn séu ekki lausir við þennan ósið. Hver kannast ekki við stelpuna sem fer beinustu leið til vinkvenna sinna með sögu á þessa leið: „Oij! Hver heldurðu að hafi ekki verið að reyna við mig rétt í þessu! Hvað heldur hann að hann sé? Að halda að ég sé honum samboðin! Ullabjakk!“ Víkverja þykir þetta ekki lýsa miklum þroska, og er þarna kannski komin rótin að því hvers vegna Ís- lendingar gefa hver öðrum sjaldnast undir fótinn nema báð- ir aðilar séu orðnir vel drukknir. Landsmenn eru upp til hópa laf- hræddir við að bera ástarkenndir sínar á torg, og skyldi engan furða. Nóg má hræð- ast höfnunina þótt ekki bætist við hættan á að vera gerður að að- hlátursefni. Allir vilja, en enginn þorir – því að við erum lent í vítahring minni- máttarkenndar: við rökkum niður náung- ann en spennum um leið gildru sem við erum hrædd að stíga sjálf í. Öðruvísi gerast kaupin úti í hinum stóra heimi. Þar er kúltúr. Þar er farið með daður af meiri siðfágun. Í stórborgunum skiptist fólk á augn- gotum í neðanjarðarlestum og mat- vörubúðum en á Íslandi mæna allir í malbikið, stjarfir af ótta við að verða að athlægi. Tökum daður ekki svona alvar- lega. Allt daður er hrós (og ekki er allt hrós daður – eins og landinn er gjarn á að halda). Sýnum þroska og förum mildari höndum um daðrara. Sá sem daðrar er hetja. Sá sem þeg- ir er það ekki. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is   Króatía | Listahátíðin Operacija Grad var opnuð á föstudaginn var í Zagreb, höfuðborg Króatíu. Hátíðin er sú stærsta sem haldin hefur verið í landinu en hún er skipulögð af 26 króatískum listhreyfingum og samtökum sem tekið hafa í sína þjónustu niðurnídda bruggverksmiðju sem alls hefur 10.000 fermetra af gólfrými. Hafa 70 verkefni verið sett saman fyrir hátíðina af listamönnum hvaðanæva úr heiminum. Á meðal þátttakenda eru Magnús Helgason og Kristín Björk Kristjáns- dóttir sem sýna verkið Gleymdur gær (e. Forgotten Yesterdays). Verkinu lýsa listamennirnir sem ástandi sem búið er til með tónlist og þremur súper-8-myndskeiðum sem flæða og flökta um veggi og gólf bruggverksmiðj- unnar. Íslensk list í Zagreb MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum. (Sálm. 4, 9.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.