Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SKREKKUR er hlaupinn í for- ystumenn stjórnarandstöðunnar í Þýskalandi vegna þess hve dregið hefur saman með þeim og Jafn- aðarmannaflokki Gerhards Schröd- ers kanslara. Eru viðbrögðin meðal annars þau, að nú keppast þeir við að sverja af sér Paul Kirchhof, sem hampað hefur verið sem líklegum fjármálaráðherra, og kenningar hans um einn flatan skatt á fólk og fyrirtæki. Angela Merkel, kanslaraefni kristilegra demókrata og bróður- flokksins, Kristilega sósíalsam- bandsins í Bæjaralandi, hefur fram að þessu lýst Kirchhof, sem er pró- fessor í Heidelberg, allt að því sem „sjáanda“. Hann leggur til, að einn 25% skattur verði lagður á alla, einstaklinga sem fyrirtæki, og einnig, að ríkið dragi úr eftirlauna- greiðslum. Þetta hefur hins vegar ekki farið vel í þýska kjósendur og nú er farið að líta á Kirchhof sem hvert annað lík í lestinni. Edmund Stoiber, leiðtogi Kristi- lega sósíalsambandsins, réðst harkalega á skattatillögur Kirch- hofs í fyrradag og ekki síður á til- lögu hans um að lækka eftirlaun. „Þær eru fáránlegar,“ sagði Stoiber. „Okkar stjórn mun ekki lækka eftirlaunin.“ Guido Westerwelle, leiðtogi Frjálsra demókrata, væntanlegs samstarfsflokks kristilegra, sagði einfaldlega, að kristilegu flokkarn- ir yrðu formlega að hafna kenn- ingum Kirchhofs. „Kosningarnar snúast ekki um sérskoðanir ein- stakra manna, heldur um atvinnu,“ sagði hann. Vatn á myllu Schröders Schröder hefur að sjálfsögðu ekki látið sitt eftir liggja í gagn- rýninni á flata skattinn, sem hann kallar „andfélagslegan, óréttlátan og óframkvæmanlegan“, og það hefur beinlínis komið fram í skoð- anakönnunum, að það eru ekki síst gælur kristilegu flokkanna við flata skattinn, sem hafa orðið til að auka jafnaðarmönnum fylgi. Schröder segir, að 25% skattur á alla, fátæka sem ríka, myndi þýða, að ríkið yrði af skatttekjum upp á 3.360 milljarða íslenskra króna að- eins á fyrsta árinu. Við því yrði ekki brugðist nema með verulegum niðurskurði á flestum sviðum. Í margar vikur og mánuði hafa kristilegu flokkarnir haft 10 pró- sentustig umfram jafnaðarmenn í skoðanakönnunum og stundum meira en á síðustu dögum hefur forskotið skroppið saman og er nú ekki nema sex prósentustig. Jafn- aðarmenn eru nú með um 34% en kristilegir um 40%. Um leið verður það enn ólíklegra en ella, að kristi- legu flokkarnir og frjálsir demó- kratar geti myndað saman stjórn að loknum kosningunum á sunnu- dag, 18. september. Er fylgi frjálsra demókrata um 7% og hefur lítið breyst. Merkel heldur því nú fram, að kenningar Kirchhofs hafi aldrei verið partur af stefnuskrá kristi- legra demókrata og því sé gagn- rýni jafnaðarmanna á þær ekkert nema hræðsluáróður. Hún varð hins vegar til þess að skjóta kjós- endum skelk í bringu þegar hún játaði því, að líklega fengi Fried- rich Merz, fyrrverandi þingflokks- formaður kristilegra, ráðherra- embætti en skattahugmyndir hans þykja ekki gefa tillögum Kirchhofs neitt eftir. Skattatillögur Merkel eru nú þær, að skattstiginn verði á bilinu 12 til 39% en hann er nú á bilinu 15 til 42%. „Götuljósastjórn“? Eftir sem áður má heita víst, að kristilegu flokkarnir fái meira fylgi en jafnaðarmenn en eins og staðan er velta menn mjög fyrir sér hugs- anlegum möguleikum á stjórn. Fái kristilegu flokkarnir og frjálsir demókratar ekki meirihluta saman, þá blasir við mörgum „Stóra sam- steypan“, sem svo er kölluð, sam- stjórn stóru flokkanna. Jafnaðar- menn, sem hafa útilokað samstarf við hinn nýja Vinstriflokk, flokk gamalla kommúnista í Austur- Þýskalandi og klofningshóps jafn- aðarmanna, hafa hins vegar á síð- ustu dögum verið að ýja að öðrum kosti, sem er „götuljósasamsteyp- an“, það er að segja samstarf jafn- aðarmanna, Græningja og frjálsra demókrata. Er nafnið dregið af einkennislitum flokkanna. Frjálsir demókratar hafa áður hafnað þeirri hugmynd en stjórnmálaskýr- endur telja, að hún sé samt sem áður uppi á borðinu hjá þeim. Merkel sver af sér flata skattinn Fát er komið á leiðtoga þýsku stjórnarandstöðunnar en dregið hefur saman með þeim og jafnaðarmönnum Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is AP Líklega fer það ekki framhjá manninum á hjólinu hvert sé kanslaraefni jafnaðarmanna í kosningunum á sunnudag: Gerhard Schröder. Paul Kirchhof og kanslaraefnið Angela Merkel. Fyrst var Kirchhof hampað en nú er honum hafnað. MAHMOUD Abbas, forseti Palest- ínumanna, reisir fána þjóðarinnar á Gaza-svæðinu í gær. Ísraelskir hermenn tóku niður þjóðfána sinn við hátíðlega athöfn skammt frá yfirgefinni landtökubyggð gyðinga á Gaza-svæðinu á mánudags- morgun og síðustu hermennirnir yfirgáfu svæðið. Er þar með lokið 38 ára hernámi þeirra á Gaza. Palestínumenn fögnuðu ákaft tímamótunum og klifruðu sumir yfir öryggisgirðingu við Rafah á landamærunum að Egyptalandi, syðst á svæðinu. Ringulreið ríkti við landamærin í gær eftir að tugir Palest- ínumanna, þar á meðal vopnaðir vígamenn, fóru inn á hlutlaust belti við landamærin. Egypskir hermenn, sem gæta þeirra, skutu einn Palestínumanninn til bana. Merki herskáu samtakanna Hamas og Heilags stríðs blöktu í gærmorgun við rústir samkundu- húss í Neve Dekalim á Gaza en þar var áður stærsta land- tökubyggð gyðinga á svæðinu. Hakakross hafði verið málaður á vegg hússins. Ísraelar ráða enn lofthelginni yfir svæðinu, umferð skipa og báta úti fyrir ströndinni, sem og landa- mærastöðvum. Frakkar og Jórd- anir hvöttu í gær til þess að Ísrael- ar tryggðu að Gaza yrði ekki fangelsi fyrir íbúana vegna tak- markana á ferðafrelsi. Leiðtogar Palestínumanna benda á að eigi efnahagslíf á Gaza að geta þróast verði þeir að geta átt viðskipti við umheiminn. Reuters Gaza endurheimt GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti kannaði í þriðja sinn að- stæður á flóðasvæðunum á sunnu- dag og heimsótti að þessu sinni New Orleans. Hann heilsar hér slökkviliðsmönnum sem einnig tóku þátt í björgunaraðgerðum í New York eftir árás hermdarverka- manna á borgina fyrir réttum fjór- um árum, 11. september 2001. Stað- fest tala látinna í hamförunum við Mexíkóflóa er enn um 400. Reuters Bush í New Orleans Canberra. AP. | Stjórnvöld í Ástralíu hafa nú til athugunar að niðurgreiða verulega kostn- að við megr- unarmeðferð hjá því fólki, sem á henni þarf að halda. Er það lið- ur í baráttu þeirra við aukakílóin en áætlað er, að sjúkdómar tengd- ir þeim kosti sam- félagið um 76 milljarða ísl. kr. árlega. Til stendur að greiða 85% af kostnaði við 12 vikna meðferð en þó ekki meira en sem svarar til tæp- lega 10.000 kr. á ári, sem er meðalkostnaður við slíka með- ferð í Ástralíu. Offituvandinn er óvíða meiri en í Ástralíu og útgjöld vegna sjúkdóma, sem honum tengj- ast, sykursýki, heilablóðfalls, hjartasjúkdóma og krabbameins, vaxa stöðugt. Eru helstu læknasamtök í landinu hlynnt fyrirhuguðum niðurgreiðslum en potturinn og pannan í þessu máli er Mark Wahlquist, formaður í alþjóðlegum næring- arsamtökum og einnig í þeirri nefnd WHO, Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar, sem fjallar um hollt mataræði. Áætlaður heildarkostnaður ríkisins við niðurgreiðslurnar er rúmlega 2,4 milljarðar kr. en Wahlquist segir, að í raun verði hann minni vegna þess sem sparast með bættri heilsu. Niðurgreidd megrun í Ástralíu Reuters Nýja-Delhí. AP. | Borgaryfirvöld í Nýju- Delhí á Indlandi segja að rottufangarar borgarinnar hafi ekki náð einu einasta kvikindi í áratug. 97 rottufangarar eru á launaskrá hjá borginni en þeir starfa hjá svokallaðri rottueftirlitsdeild Nýju-Delhí. Árið 1994 var annasamasti tími hjá starfs- mönnum deildarinnar en þá braust út plága nálægt borginni með þeim afleið- ingum að 56 íbúar létust. Frá þessu greinir indverska dagblaðið Hindustan Times í gær. Í blaðinu kemur fram, að rottufangari hafi 3.500 rúpíur, rúmar 4.800 íslenskar krónur, í laun á mánuði. Tíðindum þykir sæta að fangararnir hafi ekki unnið fyrir launum sínum í tíu ár þótt rottur sjáist oft í almenningsgörðum, á götum úti og á heimilum fólks. Ástæðan fyrir lélegum feng er talin vera að margir borgarbúar treysta ekki yfirvöldum til að drepa kvikindin og hafa þeir sjálfir fengið sér gildrur til að fanga rotturnar. Þá kemur fram í blaðinu, að þegar emb- ættismönnum berist fregnir af rottugangi í öðrum stjórnsýsluskrifstofum setji þeir strax upp gildrur. Embættismennirnir muni hins vegar ekki lengur hvar eða hve- nær þeir hafi síðast sett upp rottugildrur. Duglitlir rottufangarar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.