Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 41 KRINGLAN AKUREYRI NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA ÍSLENSKA DRAUMSINS OG MAÐUR EINS OG Búið ykkur undir bragðbestu skemmtun ársins. Sat tvær vikur á toppnum í USA. kl. 8.20 B.i. 16 kl. 10.40 B.i. 16 m/ísl.tali. kl. 3.50 - 6 kl. 8.15 - 10.30 m/ísl.tali. kl. 4 m/ensku kl. 6 - 8.15 - 10.30 CHARLIE AND THE CHOCOLATE FACTORY kl. 5.45 - 8 - 10.15 STRÁKARNIR OKKAR kl. 8 - 10 b.i. 14 DUKES OF HAZZARD kl. 8.15 10.30 RACING STRIPES m/ísl.tali. kl. 5.50 HERBIE FULLY LOADED kl. 4 BATMAN BEGINS kl. 5.50 B.i. 12 ára. CHARLIE AND THE CHOCOLATE FACTORY kl. 6 - 8 - 10 RACING STRIPES kl. 5.50 STRÁKARNIR OKKAR kl. 8 - 10 b.i. 14  NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA ÍSLENSKA DRAUMSINS OG MAÐUR EINS OG ÉG Með hinum eina sanna Johnny Depp (“Pirates of the Caribbean”) og frá snillingnum Tim Burton kemur súkkulaðiskemmtun ársins. H.J. / Mbl. TOPP5.IS KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS Ó.H.T. / RÁS 2 DV 10.09. 2005 15 3 4 6 3 2 9 8 7 9 6 23 24 26 33 37 07.09. 2005 11 15 23 32 38 48 3 31 35 VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4539-8618-0017-6940 4741-5200-0012-5404 4507-4500-0029-0459 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. Í DAG verður endursýndur fyrri hluti heimildarmyndar Jóns Egils Bergþórssonar um ævi Jóhanns Sig- urjónssonar skálds, Leiftrið bjarta. Jóhann lést árið 1919, aðeins 39 ára að aldri, en í ár eru 125 ár liðin frá fæðingu hans. Hann átti stormasama og litríka ævi; flutti til Kaup- mannahafnar til að verða heimsfrægt stórskáld og samdi þar verk á borð við Fjalla-Eyvind og Galdra-Loft. Jón Egill segist lengi hafa haft mikinn áhuga á verkum Jóhanns og þótt hann vera frábært skáld. „Svo, þegar ég fór að kynna mér lífshlaup hans fannst mér það mjög æv- intýralegt og spennandi. Hann var sonur eins mesta bónda landsins í lok 19. aldar og á þessum tíma var nán- ast óþekkt að menn í hans stöðu fet- uðu ekki í fótspor feðra sinna eða helguðu sig einhverju hagnýtu,“ seg- ir Jón. Heimsyfirráð eða dauði Jóhann orti mikið, allt frá barn- æsku. Hann gekk í Lærða skólann og skrifaði þar sitt fyrsta leikrit, sem núna er týnt. „Maður getur ímyndað sér að hann hefði getað tileinkað sér gamla Smekkleysuslagorðið, „Heimsyfirráð eða dauði“, því hann yfirgaf allt á Íslandi áður en hann lauk námi í Lærða skólanum og flutti til Kaupmannahafnar, þar sem hann byrjaði að skrifa á dönsku til að ná sem mestri athygli,“ segir Jón Egill. Segja má, segir Jón, að Jóhann hafi komist nálægt takmarki sínu um heimsfrægð með Fjalla-Eyvindi, sem kom út árið 1912. „Þá varð hann frægur í allri Skandinavíu og reyndar víðar, og var verkið m.a. sett upp í Chicago í Bandaríkjunum árið 1917 eða 18. Hollywood-„gangster- inn“ Edward G. Robinson, sem margir muna m.a. eftir sem mótleik- ara Humphreys Bogarts, lék í þeirri uppsetningu,“ segir Jón Egill. Kom undir sig fótunum Sigurjón faðir Jóhanns ákvað að hætta að styrkja son sinn þegar hann hætti við að læra dýralækningar í Kaupmannahöfn og ákvað að helga sig listinni. „Hann átti þess vegna í nokkru basli til að byrja með, en náði að koma undir sig fótunum þegar Fjalla-Eyvindur sló í gegn. Svíinn Victor Sjöström, einn af helstu og fremstu leikstjórum Svía fyrr og síð- ar, gerði mynd eftir leikritinu árið 1917, tveimur árum áður en Jóhann dó,“ segir Jón. Þá hafði hallað töluvert undan fæti hjá Jóhanni. Hann skrifaði tvö leikrit eftir Fjalla-Eyvind, Galdra-Loft og Mörð Valgarðsson, en þau náðu ekki almennri hylli og fengu ekki mjög góða dóma, þótt a.m.k. Galdra- Loftur hafi vaxið í áliti á seinni tím- um. „Þetta mótlæti fór svolítið fyrir brjóstið á honum og hann ætlaði und- ir lokin að fara meira út í viðskipti, því hann hafði alltaf alið með sér draum um að verða ríkur á mjög skömmum tíma. Hann var sífellt að velta fyrir sér viðskiptahugmyndum og uppfinningum; fann m.a. upp ryk- lok á ölkrúsir, en varð aldrei mjög ríkur á því,“ segir Jón. Jón byrjaði að rita handritið að myndinni fyrir átta árum. „Þá var mjög lítið um heildstæðar heimildir um Jóhann og æviferil hans. Ég þurfti að púsla saman litlum skrifum um hann, héðan og þaðan, í þessa mynd sem birtist af honum í heimild- armyndinni,“ segir Jón. Yfir 20 leikarar Í myndinni notast hann við á þriðja tug leikara, en í hlutverki Jóhanns sjálfs er Stefán Jónsson. „Viðfangs- efnið var í rauninni tvíþætt; annars vegar þurfti ég að skrifa handritið sjálft, textahandritið eins og það er kallað, en hins vegar hið svokallaða myndhandrit, sem er myndútfærsla lesna textans. Það er ekki hlaupið að þessu, þegar umfjöllunarefnið er maður sem lést árið 1919 og það eina sem maður hefur til að styðjast við er nokkur handritsblöð og fáeinar ljós- myndir. Ég hef gert á annan tug heimildarmynda og hef tileinkað mér þá leið að færa frásögnina töluvert í stílinn og búa til heim sem ég hef nokkra stjórn á. Það veitir mér visst frelsi,“ segir Jón. Aðspurður hvort ekki sé hætta á að þessi aðferð komi niður á efninu segist hann ekki geta dæmt um það. „Auðvitað orkar þetta alltaf tvímælis. Ég get ekki svarað því. Það eina sem ég get gert er að draga upp eins sanna og nákvæma mynd og mér er unnt og leggja hana í dóm áhorf- enda.“ Sjónvarp | Heimildarþáttur um Jóhann Sigurjónsson í Sjónvarpinu Jón Egill Bergþórsson er leikstjóri og handritshöfundur Leiftursins bjarta. Ævintýramaður og skáld Leiftrið bjarta er á dagskrá Sjón- varpsins kl. 21.05 í kvöld. KVIKMYNDASAFN Íslands sýnir í kvöld sígildu myndina Charade frá árinu 1963. Þarna gefst gott tæki- færi til að sjá stórstjörnur á stóru tjaldi en myndin, sem er bæði spennumynd og rómantísk gam- anmynd, er með Audrey Hepburn og Cary Grant í aðalhlutverkum. Myndin segir frá Reggie Lambert (Hepburn) en eiginmaður hennar er myrtur og hún stendur eftir slypp og snauð í París, hundelt af skuggaleg- um náungum auk þess sem lög- reglan grunar hana um morðið. Eins og í öllum almennilegum ástar- sögum kemur aðlaðandi maður (Grant) henni til hjálpar, en áður en yfir lýkur kemur í ljós að hann býr líka yfir leyndarmálum. Leikstjóri myndarinnar er Stanley Donen en hann er kannski þekktari fyrir myndina Singin’ in the Rain. Hann leikstýrði Audrey einnig fjórum ár- um síðar í myndinni Two for the Road. Þess má geta að tónlistin í Charade er eftir Henry Mancini og föt Hepburn eru sem oftar hönnuð af Hubert de Givenchy. Kvikmyndir | Charade í Kvikmyndasafni Íslands Hepburn og Grant Samleikur Audrey Hepburn og Cary Grant er góður í Charade. Charade verður sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld kl. 20 og á laugardaginn kl. 16. Miðaverð er 500 kr. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.