Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR venjulegan eftirlaunaaldur. Þegar ráðuneytið hafði vistaskipti frá Hverfisgötu yfir á Rauðarárstíg og hann hafði ekki lengur útsýni út á sjó tók hann þá ákvörðun að hætta en var alla tíð síðan aufúsugestur í ráðuneytinu og fagnaðarfundir hve- nær sem starfsmenn þess hittu hann á vegi. Ráðuneytið hefur nú fest kaup á nokkrum myndum úr þorskastríðinu eftir Halldór Pétursson. Þar á meðal er teikning af Guðmundi sem nú hef- ur verið valinn staður í móttöku ráðuneytisins svo hann geti enn um sinn vakað yfir velferð þess. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri. Fiskveiðilandhelgin er einhver dýrmætasta eign sem íslenska þjóð- in á og baráttan um hana eitt athygl- isverðasta táknið í sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar. Um aldaraðir hefur þessi auðlind verið misnotuð af erlendum fiskimönnum og íslenskir sjómenn heldur ekki gætt hófs þegar fiskur var annars vegar. Árið 1918 varð Ísland fullvalda ríki og öðlaðist þá heimild samkvæmt sambandslög- unum til að taka landhelgismálin í sínar hendur. Árið 1920 hófu Íslend- ingar landhelgisgæslu á björgunar- skipinu Þór við Vestmannaeyjar. 1. júní 1926 tók ríkið við rekstrinum og Landhelgisgæslan var stofnuð. Frá stofndegi Landhelgisgæslunnar 1926 til ársins 1930 var Landhelg- isgæslunni stjórnað frá stjórnarráði Íslands. 1930 var skipaútgerð ríkis- ins stofnuð og Landhelgisgæslan lögð undir hana. 1952 var stjórn Landhelgisgæslunnar skilin frá Skipaútgerð ríkisins og henni feng- inn sérstakur stjórnandi. Þessi stjórntök vöktu almenna ánægju hjá starfsmönnum Landhelgisgæslunn- ar, því þeir skildu betur en flestir aðrir að frelsi í eigin málum var grunnurinn að allri framþróun. Pétur Sigurðsson sjóliðsforingi var ráðinn forstjóri Landhelgisgæsl- unnar. Hann var vel menntaður og hafði sjálfur verið starfsmaður Gæsl- unnar. Pétur hafði lokið námi í sjó- mælingum og var kennari við Stýri- mannaskóla Íslands. Eins og góðum foringja sæmir gerði hann liðskönn- un og staldraði fljótlega við ungan mann er Guðmundur Kjærnested hét. Þennan liðsmann mátti ekki missa úr röðum forystuliðsins. Landhelg- isgæslan hefur aldrei verið svikin af störfum Guðmundar, eins og glöggt má sjá að starfsdegi loknum. Guð- mundur Kjærnested var einstakur reglumaður, bæði á tóbak og vín. Hann var frábær fyrirmynd bæði fyrir unga sem aldna. Guðmundur Kjærnested lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskóla Íslands 1949 og skipstjóraprófi á varðskipum ríkis- ins 1953. Guðmundur sigldi sem há- seti, stýrimaður og skipherra á mörgum varðskipum. Hann lauk veru sinni sem skipherra á flaggskipi landhelgisgæslunnar V/S Tý. Guð- mundur bjargaði mörgum mannslíf- um og tók fjölda fiskiskipa í land- helgi oft við erfiðar aðstæður. Guðmundur tók þátt í fimm þorskastríðum. Eftir að yfirstjórn Landhelgisgæslunnar tók ákvörðun um að beita þessu leyndardómsfulla leynivopni, klippunum, sýndi Guð- mundur fádæma hugkvæmni og hörku við notkun þess. Árið 1955 eignaðist Landhelgis- gæslan Katalínuflugbát sem bar ein- kennisstafina TF-RÁN. Guðmundur var fyrsti skipherrann sem stjórnaði þessari flugvél. Guðmundur vann gott starf við að samræma hvernig flugvélar og varðskip gátu unnið saman við töku ólöglegra fiskiskipa í landhelgi. Guðmundur Kjærnested var góð- ur samferðmaður og vel liðinn. Hann var forseti Farmannasambands Ís- lands um tíma og öll félagsmál voru honum hugleikin. Við hjónin sendum Margréti Sím- onardóttur Kjærnested og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að blessa þau um alla framtíð. Garðar Pálsson. Þegar sú frétt barst að Guðmund- ur Kjærnested skipherra hefði látist hinn 2. september þótt mér að nú hefði Ísland misst einn sinn mætasta son. Að öllum öðrum ólöstuðum var hann maðurinn sem stóð í stafni og stjórnaði varnarbaráttu íslensku varðskipanna á miðunum við Ísland þegar herveldið breska með marg- faldan flotastyrk ætlaði að knésetja Íslendinga. Til þess höfðu þeir flota- styrk og mannskap. En breska heimsveldið vanmat smáþjóðina í norðri og ráðamenn í Bretlandi van- mátu þrjósku Íslendinga. Þeim sem þetta ritar er enn í fersku minni þegar Guðmundur Kjærnested gekk til skips daginn sem síðasta þorskastríðið við Breta hófst, leiddi dóttur sína Margréti sér við hönd og var spurður hvort þetta væri ekki vonlaust. Hann sagði: „Það er létt verk að verja góðan málstað.“ Þetta svar Guðmundar Kjærnested hefir mér alltaf síðan fundist lýsa manninum vel. Yfirlætislaus en fast- ur fyrir og réttlætiskenndin umfram allt. Þessa eiginleika hafði hann í rík- um mæli og jafnvel þeir sem hann kljáðist við í stríðsátökunum á mið- unum, því stríðsátök voru það vissu- lega, viðurkenndu drengskap Guð- mundar og heiðarleika. „Hann er fastur fyrir og gefst aldrei upp,“ sögðu andstæðingar hans á sjónum. Guðmundur hafði þann stjórnunar- stíl sem einkennir mikilhæfa yfir- menn og stjórnendur. En hann hafði líka úrvalsmannskap, valinn mann í hverju rúmi. Á þessum tíma þegar íslenska þjóðin fylgdist í ofvæni með því sem fram fór á miðunum og varðskips- menn lögðu nótt við dag við að halda landhelgisbrjótunum frá veiðum í landhelginni átti sér stað önnur bar- átta sem íslenska þjóðin hafði nánast engar fréttir af. Það var barátta Guðmundar Kjærnested við yfir- mann Landhelgisgæslunnar sem hótaði honum brottrekstri úr starfi. Æðsti yfirmaður gæslunnar, Ólafur Jóhannesson, tók hins vegar af skar- ið og sagði: „Hér verður enginn rek- inn.“ Árin sem við Guðmundur unnum að skráningu endurminninga hans sem komu út í tveimur bindum árin 1984 og 1985 var ég tíður gestur á heimili þeirra Guðmundar og Mar- grétar á Þorfinnsgötunni. Hjá því fór ekki að ég kynntist þeim góða heim- ilisanda og hlýju sem ríkti hjá þess- ari fjölskyldu. Þau kynntust ung og nutu æskunnar saman og það entist meðan bæði lifðu. Margir sjómenn verða að sæta því að una sér illa á sjónum sem er þó vinnustaðurinn og lífsstarfið. Við Guðmundur ræddum þetta sem og margt annað og hann sagði: „Margir sjómenn eru illa haldnir, sumir vegna sjóveiki, aðrir af leiðindum og enn aðrir vegna erf- iðleika í hjónabandi. Ég hefi sloppið við þetta allt.“ Að endingu þakka ég Guðmundi Kjærnested skipherra langa og góða vináttu. Við María vottum Margréti og fjölskyldunni dýpstu samúð. Sveinn Sæmundsson. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Fáa menn hef ég dáð jafn mikið og Guðmund Kjærnested, skipherra. Ég kynntist honum fyrst sem lítill gutti, þegar ég var í Austurbæjar- skólanum ásamt Símoni, syni þeirra Margrétar. Kom þá í ófáar heim- sóknir á Þorfinnsgötuna. Síðar lágu leiðir okkar saman í starfi beggja, þegar ég sem blaðamaður var að fjalla um Landhelgisgæsluna. Guðmundur var afskaplega ljúfur maður í umgengni, það var stutt í brosið og glettnisglampa í augunum. En undir bjó stálharka sem breski flotinn fékk oftar en einu sinni að kynnast, því Guðmundur tók þátt í öllum þrem landhelgisstríðum Ís- lands. Yngra fólk gerir sér kannski ekki alveg grein fyrir því hversu mikið við eigum Guðmundi og fé- lögum hans hjá Landhelgisgæslunni að þakka. Það voru framsýnir stjórn- málamenn sem tóku ákvarðanir um stækkun landhelginnar, en það voru sjóliðar Gæslunnar sem báru hitann og þungann af þeirri baráttu. Eins og í síðari heimsstyrjöldinni voru það sjómennirnir sem háðu stríðið, fyrir Íslands hönd. Það er rétt að hafa í huga að á þessum árum var sjávarútvegurinn margfalt mikilvægari Íslendingum en hann er í dag. Auðvitað er hann enn mikilvægur, en nú hefur þó verið skotið fleiri stoðum undir þjóðarbú- ið. Ef erlendir togarar hefðu fengið að veiða hömlulaust á miðunum um- hverfis landið byggjum við ekki í því velferðarþjóðfélagi sem við nú búum í. Barátta gæsluliðanna lagði grund- völlinn að góðærinu sem nú er á Ís- landi. Og alltaf var Guðmundur í fremstu víglínu. Það var til dæmis hann sem fyrst beitti togvíraklipp- unum góðu, sem Pétur Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Gæslunnar átti hugmyndina að. Það var í fimmtíu mílna stríðinu árið 1972, og Guð- mundur var skipherra á Ægi þegar hann klippti trollið aftan úr breskum togara, norður af Hornbanka. Þetta var aðeins eitt atvik í langri baráttu, en það var mjög mikilvægt. Þarna sýndi Landhelgisgæslan að hún var fær um að framfylgja íslenskum lög- um og verja landhelgina með aðferð- um sem dugðu. Í landhelgisstríðinu árin 1975– 1976 fór ég í gæsluleiðangur með Tý, undir stjórn Guðmundar. Við lentum þá í hörðum átökum við breskar freigátur, og harkalegum árekstrum við freigátuna Juno. Þeir sem hafa ekki reynt það, geta varla ímyndað sér hvers konar djöfulgangur það er þegar tvö stór skip skella saman síð- um, á fullri ferð. Hávaðinn er ærandi og höggið svakalegt. Mér er minn- isstætt æðruleysi Guðmundar í þeim átökum. Aldrei neitt fum eða fát. Aldrei nein geðshræring. Aðeins köld yfirvegun. Og strákarnir hans á Tý fylgdu fordæmi foringja síns. Þeir voru til í hvað sem var, undir hans stjórn. Ég sá aftur skína í kalt stálið þeg- ar ég fór um borð í breska freigátu, til þess að skoða málið frá þeirri hlið. Það var eiginlega Guðmundur sem sendi mig þangað. Meðan ég var með honum um borð í Tý sagði hann við mig: „Hvernig er það, Óli minn, við hjá Gæslunni erum búnir að vera með mökk af breskum blaðamönnum um borð hjá okkur, af hverju fer eng- inn íslenskur blaðamaður út með breskri freigátu?“ Nokkrum vikum síðar var ég kominn á sjóinn með óvinunum. Örlögin höguðu því þannig að ég var um borð í bresku freigátunni Falmouth þegar hún sigldi á fullri ferð, með stefnið, inn í hliðina á Tý. Það munaði aðeins hársbreidd að varðskipinu hvolfdi og það sykki. Týr var stórskaddaður eftir árekst- urinn og bresku sjóliðarnir voru nán- ast í sjokki yfir hamaganginum. Þegar Týr allt í einu setti á fulla ferð aftur, á stjórnborðsvélinni einni saman, tók það Bretana góða stund að átta sig á því að Guðmundur var að leggja til atlögu við næsta togara. Þeir hreinlega trúðu ekki sínum eig- in augum: „What kind of a man IS this Captain Kjærnested?“ hrópaði einn þeirra. Aldrei hefur hjarta mitt barist jafnótt af stolti yfir því að vera Íslendingur. Ég er stoltur af því að hafa farið til sjós með Guðmundi Kjærnested, þó stutt væri. Ég er stoltur af því að kalla hann vin. Margréti og börnum þeirra fjórum sendi ég innilegustu samúðarkveðjur. Óli Tynes. GUÐMUNDUR H. KJÆRNESTED Guðmundur í brú Týs, er hann lagði upp í síðustu sjóferðina sem skipherra. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR JÓNSSONAR forstjóra, Jófríðarstaðavegi 13, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild A-2 á Landspítala Fossvogi og sr. Vigfúsi B. Albertssyni. Vinarkveðjur. Sigríður Jóhannesdóttir, Helga Sigurðardóttir, Ólafur Sverrisson, Jóhannes B. Sigurðsson, Hrönn Ríkarðsdóttir, afabörn og langafabörn. Móðir okkar, INGA HANNA ÓLAFSDÓTTIR, Kópavogsbraut 86, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag, þriðjudaginn 13. september, kl. 15.00. Hulda Björg Sigurðardóttir, Haukur Sigurðsson, Anna Margrét Sigurðardóttir, Ólafur Atli Sigurðsson og aðrir aðstandendur. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, dóttur og tengdadóttur, ÁSU BJARNEYJAR ÁSMUNDSDÓTTUR, Bjarnarvöllum 16, Keflavík. Einar Gunnarsson, Ásmundur Óskar Einarsson, Agnes Ósk Ragnarsdóttir, Unnur Einarsdóttir, Unnur Magnúsdóttir, Ásmundur Óskar Þórarinsson, Unnur Einarsdóttir, Gunnar Álfar Jónsson. Fósturmóðir mín og systir, GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, áður Austurgötu 17, Keflavík, sem lést á Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, þriðju- daginn 30. ágúst, verður jarðsungin frá Landa- kirkju laugardaginn 17. september kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Hraunbúða. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Ormsson, Ormur Ólafsson, Sólveig Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.