Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 29 MINNINGAR ✝ Inga JóhannaÓlafsdóttir fæddist í Reykjar- firði í Norður-Ísa- fjarðarsýslu 22. júlí 1923. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugar- daginn 3. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ólafur Matthías Samúelsson bóndi og smiður, f. í Skjaldabjarnarvík 21. maí 1890, d. 17. ágúst 1960 og Guðmundína Einars- dóttir frá Dynjanda í Leirufirði, f. 15. desember 1901, d. 2. ágúst 1987. Hálfsystir Ingu Hönnu, dótt- ir Ólafs, var Guðný, f. 29. okt. 1919, d. 6. júní 1969. Alsystkini Ingu eru Kristín Bjarney, f. 21. feb. 1922, d. 2. sept. 1998, Hallgrímur, f. 21. okt. 1924, Magna, f. 14. sept. 1926, d. 6. des. 1997, Samúel, f. 29. ágúst 1928, Einar Jakob, f. 29.8. 1928, dó ungbarn, Einar Bærings, f. 6. okt. 1930, d. 17. júní 1965, og Kristján Hergeir Bjarni, f. 22. feb. 1941. Haustið 1948 giftist Inga Hanna 1983, Hilmar, f. 6. des. 1984, og Snorri Jökull, f. 19. apríl 1993. 4) Ólafur Atli vélfræðingur, f. 12. apríl 1963, var kvæntur Vigdísi Ingólfsdóttur, f. 4. nóv. 1964, þau skildu. Börn þeirra eru Eydís Lilja, f. 30. jan. 1990, Freyja Lind, f. 10. okt. 1995, og Garðar Logi, f. 20. apríl 1998. Inga Hanna ólst upp á heimili foreldra sinna í Furufirði á Strönd- um þar til hún fór til náms í Gagn- fræðaskóla Ísafjarðar haustið 1939. Hún lauk gagnfræðaprófi og var síðan einn vetur í Húsmæðra- skólanum Ósk á Ísafirði. Eitt ár var hún í vist í Reykjavík en þaðan lá leiðin austur á Seyðisfjörð ásamt verðandi eiginmanni þar sem hún tók að sér handavinnukennslu við Barna- og unglingaskólann. Árin 1946 til 1948 bjuggu Inga og Sig- urður í Kópavogi en fluttu síðan vestur til Ísafjarðar þar sem þau bjuggu til 1962. Þá um haustið fluttu þau suður í Kópavog, á Kópavogsbraut 86 þar sem þau bjuggu síðan. Inga Hanna vann ut- an heimilis frá því fyrir 1960. Frá 1974 og til starfsloka var hún skrif- stofumaður hjá Vita- og hafna- málastofnun. Frá árinu 1997 dvaldi Inga Hanna á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Útför Ingu Hönnu verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Sigurði Tryggvasyni kennara, f. 18. jan. 1916, d. 7. júní 1997. Börn þeirra eru: 1) Hulda Björg lyfja- fræðingur, f. 21. sept 1945, var gift Jó- hannesi F. Skafta- syni, f. 17. ágúst 1941, þau skildu. Dætur þeirra eru Hlín, f. 3. jan. 1973, Inga Hanna, f. 11. jan. 1975, og Halla, f. 6.júlí 1983. 2) Haukur viðskiptafræðingur, f. 23. okt. 1947, kvæntur Ástu Kjartansdóttur, f. 19. feb. 1950. Börn þeirra eru Guðrún Gyða, f. 16. okt. 1968, gift Njáli Trausta Friðbertssyni, þau eiga tvö börn, Sigurður Ingi, f. 30. apríl 1972, kvæntur Sigrúnu Eyþórsdóttur, þau eiga tvö börn, Þórleif Kristín, f. 21. apríl 1977, og Kjartan Ingi, f. 22. mars 1984, sambýliskona Eva Borman Colmsdóttir. 3) Anna Mar- grét dagskrárgerðarmaður og verkefnastjóri, f. 5. sept. 1957, gift Agli Aðalsteinssyni, f. 5. maí 1956. Börn þeirra eru Hrönn, f. 14. apríl Nú hefur hún Inga tengdamamma loks fengið hvíldina eftir langan og erfiðan sjúkdóm. Þá fara minningarnar að hrannast upp og manni verður hugsað til baka til þess tíma þegar hún var í fullu fjöri og sjálfri sér lík. Hress, kát og glöð. Alltaf að snurfusa og dytta að stóra garðinum á Kópavogsbrautinni enda mikil blómakona. Alltaf með kaffi á könnunni og kökur þegar gestir komu enda var mjög gest- kvæmt á Kópavogsbrautinni, mikið talað, hlegið og oft fjör í samræðum. Bæði Inga og Sigurður voru ætíð boðin og búin til að aðstoða aðra ef á þurfti að halda. Ég er þakklátur fyr- ir hjálpina þegar ég og börnin bjugg- um hjá Ingu og Sigurði um tíma meðan dóttir þeirra og eiginkona mín var í námi erlendis. Þeim fannst ekkert sjálfsagðara en taka okkur inn á heimili sitt og hjálpa til við að sinna börnunum meðan ég stundaði vinnu. Sá tími var ómetanlegur bæði fyr- ir mig ekki síst fyrir börnin. Inga var trúuð kona og kunni aragrúa af bæn- um sem hún svæfði þau með og það gat verið erfitt að halda í við hana í þeim efnum. Sú bænaþula lifir enn með fjölskyldunni. Inga kunni að njóta góðu stund- anna og deila þeim með öðrum. Hún hafði gaman af að ferðast og þá mátti pokinn með niðurbrytjaða suðu- súkkulaðinu og rúsínunum ekki gleymast. Ég sakna þess að skreppa í kaffi til hennar á Kópavogsbrautina og spjalla um ættingjana, lífið og til- veruna og fá súkkulaðimola, en allt tekur enda einhvern tíma og eftir sit- ur minningin um hlýja, lífsglaða og góða tengdamömmu. Ég þakka fyrir þann tíma sem við áttum saman. Egill Aðalsteinsson. Tómatsósa, kandís, loftkökur, amma með svuntuna í eldhúsinu að steikja fisk í smjöri. Svona var Kópa- vogsbrautin þegar ég kom við á leið í sveitina. Á haustin bættust við rab- arbarasaft, berjasulta úr garðinum og stórar gulrætur í seinni tíð, amma brosandi að gefa mér að borða. Hún vissi upp á hár hvað stóð manni næst og var ekki spör á það. Ég á mér margar góðar minningar um þá konu sem nú er gengin. Þú komst svo mörgum sterkum áhrifum áfram frá þér til okkar hinna, gildum stórfjölskyldunnar og hinum ýmsu úrlausnum mála. Það að gera það besta úr því sem þú hefur á hverjum tíma, almenn réttsýni og trú á jafn- ræði, þetta eru gildi sem við þurfum öll að gæta að. Sjálfsagt hefur það verið mikil reynsla að alast upp í Furufirði „fyr- ir norðan hníf og gaffal“ og lifa þær breytingar sem urðu á árunum fyrir og eftir stríð, iðnbyltinguna á Íslandi og það þegar heilu byggðarlögin lögðust af og fólkið hóf stórflutning á mölina. Það fólk sem þetta lifði náði að einhverju marki að koma þeirri þekkingu og reynslu áfram til okkar hinna, sem á sama hátt þurfum að passa upp á að gleyma ekki þessari sögu og hver fortíð okkar er. Ég er viss um að við amma erum sammála um að því miður séum við Íslend- ingar komin svolítið fram úr okkur í kappinu við að verða að stórþjóð í stað þess að lifa með náttúrunni við sjósókn og landbúnað, hvernig líður okkur best? Ég held að amma hafi verið frekar trúuð kona, eins og margir af hennar kynslóð. Ég trúi því sjálfur að hún sé nú komin á þann stað þar sem henni líður vel, búin að hitta Mundu ömmu og afa Sigurð sem sjálfsagt situr og drekkur enn kalt, svart og sykrað kaffi og talar ákveðið um pólitík. Amma, ég kveð þig með söknuði frekar en sorg, mér þykir ákaflega vænt um þig og gott að hafa átt þig sem ömmu, ég er heppinn að hafa fæðst það snemma að hafa náð að kynnast þér vel, bæði sem barn, ung- lingur og svona hálffullorðinn. Mér þótti ákaflega erfitt að sjá á eftir þér inn í þá veikindamóðu sem þú þurftir að búa við og hreint með ólíkindum hve lengi þetta þurfti að standa. Ákveðnum kafla lýkur nú en mikið er gott að búa að öllum þeim aragrúa minninga sem eftir sitja. Ég skamm- ast mín svolítið fyrir að hafa ekki verið nægilega duglegur að heim- sækja þig á Sunnuhlíð síðastliðin ár, en svona er það bara og verður ekki aftur tekið, við erum búin að tala út um það. Bestu kveðjur amma mín. Sigurður Ingi Hauksson. Okkur langar að minnast ömmu okkar, Ingu Hönnu, sem við kveðjum í dag eftir löng veikindi. Amma var stórglæsileg kona alla tíð og þegar við hugsum um ömmu sjáum við hana fyrir okkur uppá- klædda í fallegum kjól, með perlu- festar, gullhálsmen og með hárið vandlega greitt. Amma var Vestfirð- ingur í húð og hár, stolt af uppruna sínum en ekki síður stórri fjölskyldu sinni, sem hún var dugleg að halda sambandi við. Hún vildi vita af og vaka yfir öllu sínu fólki. Í barnæsku bjuggum við systkinin lengi vel úti á landi og minnist Þóra Kristín þess að kvarta um það við ömmu sína að hún fengi aldrei póst. Nokkrum dögum seinna barst Þóru Kristínu bréf frá ömmu þar sem hún sagði að þær skyldi bara vera penna- vinkonur. Ömmu þótti afskaplega gaman að ferðast og átti hún nokkrar utan- landsferðirnar að baki. Einnig þótti henni mjög gaman að ferðast innan- lands og vildi þá helst fara á hest- baki. Hestamennskan var mikið áhugamál hennar og átti hún hest í seinni tíð, meðan hún hafði heilsu til. Ekki þótti okkur leiðinlegt að hlusta á sögurnar hennar af hestaferðalög- um í Furufjörðinn, þar sem amma ólst upp. Við minnumst bílferðalag- anna með henni, þar sem hún dró upp bláa pokann úr veskinu sínu, með nestinu sem samanstóð af suðu- súkkulaði og rúsínum. En það var ekki bara í bílferðunum sem amma átti eitthvað góðgæti til að maula á. Kjartan Ingi man sérstaklega eftir því að alltaf voru til birgðir af randa- línukökum og öðru góðgæti til að stinga ofan í okkur er við komum í heimsókn og hlustaði því ekki alltaf á mótbárur okkar, þegar við sögðumst vera orðin meira en södd, heldur fyllti bara á diskana aftur. Það kom aldrei að sök því amma var meist- arakokkur. Amma hafði yndi af garðyrkju og var afar stolt af garðinum sínum sem frekar mætti kalla lystigarð eða skemmtigarð svo stór var hann. Í honum áttum við ófáar stundir því þar var hægt að fara í ýmsa ævin- týraleiki milli allra trjánna. Elsku amma Inga, við kveðjum þig í dag með söknuði í hjarta, en einnig gleði yfir því að loks hefur þú fengið hvíldina langþráðu. Hafðu hjartans þökk fyrir allar okkar stundir saman sem eiga eftir að ylja okkur um hjartarætur um ókomna tíð. Að lokum viljum við þakka öllu því góða starfsfólki á Sunnuhlíð sem annaðist ömmu okk- ar af einskærri natni og umhyggju síðustu árin. Guðrún Gyða, Þórleif Kristín og Kjartan Ingi Hauksbörn. INGA JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Ingu Jóhönnu Ólafsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Hrönn, Hilmar og Snorri Jökull; Hlín. ✝ Siggeir Ólafssonfæddist á Þor- láksstöðum í Kjós 14. júní 1945. Hann lést 17. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Karen Sigurðar- dóttir, f. 11.11. 1909, d. 21.12. 2003, og Ólafur Ólafsson, bóndi á Þorláksstöð- um, f. 10.3. 1904, d. 13.3. 1956. Systkini Siggeirs eru: Einar, f. 2.12. 1931; Ólafur, f. 21.4. 1933; Signý, f. 16.4. 1940; Sigríður, f. 11.7. 1951. Siggeir kvæntist hinn 10.12. 1966 Ester Haraldsdóttur sjúkra- liða, f. 26.6. 1948. Hún er dóttir hjónanna Hallborgar Sigurjóns- dóttur, f. 7.12. 1921, d. 6.5. 1989, og Haraldar Guðmundssonar sjó- manns, f. 6.8. 1917, d. 3.1. 1999. Þau eru búsett í Reykjavík. 3) Ólaf- ur Karl, starfsmaður MS/MBF, f. 12.9. 1966, búsettur í Kópavogi. 4) Guðlaug Edda, lyfjatæknir á Land- spítala, f. 25.12. 1972, maki Helgi Hafþórsson, tölvunarfræðingur hjá Marel, f. 7.12. 1969, börn þeirra eru Ásta Margrét, f. 4.3. 1995, og Hafþór Andri, f. 27.10. 1997, þau eru búsett í Reykjavík. Siggeir ólst upp á Þorláksstöð- um fram að andláti föður síns 1956 og fluttist þá fjölskyldan í Kópa- vog þar sem Siggeir bjó í um 45 ár. Siggeir lauk prófi frá Gagnfræða- skóla Kópavogs en vegna veikinda á unglingsárum varð skólaganga hans ekki lengri. Siggeir hóf störf hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík 15. júlí 1962 og starfaði þar alla tíð eða í 43 ár. Lengst af starfaði hann hjá dótturfyrirtækinu Emmessís þar sem hann ók stórum frystibíl- um í áratugi um allt land við sölu og dreifingu. Siggeir var virkur í starfi Óháða safnaðarins og starf- aði þar í stjórn í allmörg ár allt til dánardags. Útför Siggeirs verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Systkini Esterar eru: Svanberg. f. 22.2. 1937; Sigurjóna, f. 14.12. 1942; Guðrún Ágústa, f. 2.4. 1944; Eiður, f. 17.1. 1947; Jón Ingvar, f. 20.12. 1953; og Hólmfríður, f. 28.2. 1962. Börn Siggeirs og Esterar eru: 1) Vignir Þór, bifreiðastjóri, f. 7.8. 1965, maki Katrín Jónsdóttir leikskóla- kennari, f. 19.2. 1966, börn þeirra eru Ester Harpa, f. 23.3. 1989, Elsa María, f. 10.1. 1995, og Sigurjón Óli, f. 3.8. 1998. Þau eru búsett á Hvanneyri. 2) Haraldur Borgar, fram- kvæmdastjóri hjá Atlanta, f. 12.9. 1966, maki Margrét Á. Jóhanns- dóttir, tölvuleiðbeinandi hjá Atlanta, f. 4.6. 1964, barn þeirra er Katrín Anastasía, f. 22.2. 2001. Elsku pabbi, ekki bjóst ég við þessari stundu svo snemma. Var farinn að sjá fyrir mér góðar stundir hjá þér eftir nokkur ár og þú færir að njóta ávaxta erfiðisins í gegnum árin. Ekki veit ég hvaðan þú fékkst allan þann kraft og úthald sem þurfti í þá vinnu sem þú stundaðir í á fjórða áratug, að aka um landið þvert og endilangt allt árið um kring í hvaða veðri sem var. Ég veit í dag að á bak við þessa vinnu voru hugs- anir þínar um velferð mömmu og fjölskyldu þinnar, sæmd fyrirtækis- ins og þjónusta við landsbyggðina þér efst í huga. Í huga mér koma mörg lýsingar og þakkarorð er ég hugsa til þín, rólegur, hógvær, orð- heppinn og stríðinn fjölskyldumað- ur, duglegur, ósérhlífinn og góður bílstjóri. Kurteis, heiðarlegur og ræðinn sölumaður, feiminn, hlé- drægur og orðvar maður á manna- mótum. Stoltur varstu af barna- börnum þínum og góður afi, með bland af stríðni, umhyggju og áhuga á þeirra málefnum. Eitt var aldrei hægt að breyta í huga þínum, fyrst kom mamma og fjölskyldan, svo Emmessís og landsbyggðin. Þú sjálfur varst þarna nokkuð langt fyrir aftan í talningunni hjá sjálfum þér, enda veit ég að nafnið þitt og starfið var oftast tengt saman. Margs er að minnast á sárri stund, man ég hversu ljúf, hún var þín lund. Þú veist að hjarta mitt geymir lífið þitt með minningu um mann, sem stóð við sitt. Ég veit þú ert kominn á góðan stað, þú lýstir mér veginn, takk fyrir það. (V.Þ.S.) Takk fyrir allt, elsku pabbi. Vignir Þór. Í dag er elskulegur faðir minn borinn til grafar. Andlát hans bar mjög brátt að og kom mér algjör- lega í opna skjöldu. Ég á margar mjög góðar minningar um hann sem ég mun geyma í hjarta mér um ókomna tíð. Pabbi hóf störf hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík hinn 15. júlí 1962. Upp úr 1966 hóf hann störf hjá dótturfyrirtækinu Emmess-ís. Þá voru aðeins tveir frystibílar í landinu og hafði Óli bróðir hans keyrt annan þeirra síð- an 1962. Segja má að þeir bræður hafi verið frumkvöðlar í dreifingu frystra matvæla á Íslandi. Árið 1975 fékk ég, þá tæplega tíu ára gamall, að fara með honum í kringum land- ið, árið áður hafði Skeiðarársandur verið brúaður og Emmess-ís byrjað með sínar reglulegu hringferðir um landið. Ferðalagið tók þrjá daga á nýjum risastórum frystibíl að mér fannst og þurfti að stoppa á öllum stöðum, því pabbi sagði að það þyrfti að passa að til væri nægur ís í búð- unum og allir fengju góðan ís sem væri fluttur í frysti alla leið. Í búð einni á Austfjörðum spyr pabbi mig hvort ég geti farið út í bíl og náð í hnetutoppa. Ég hélt það nú og rölti rogginn út í bíl í roki og rigningu. Ég klifra inn í frystinn og teygi mig í hnetutoppana þegar hurðin skellist aftur. Mér dauðbrá því allt varð svart og ekki var hægt að opna hurðina innanfrá. Mér fannst ég bú- inn að vera þarna í langan tíma og byrja að öskra og sparka þegar allt í einu dyrnar opnast og pabbi spyr glottandi hvort ég ætli að vera þarna í allan dag! Það kom kona inn í búð- ina og sagði að það væri drauga- gangur í bílnum og þá fattaði pabbi að ég væri lokaður inni í frystinum. Árið 1985 byrjaði ég að ferðast um landið fyrir Félag heyrnarlausra og Íþróttafélag heyrnarlausra. Ég naut góðs af orðspori pabba úti á landi, allir þekktu hann. Ég tel að það sé hluti af þeim góða stuðningi sem landsbyggðin sýnir heyrnar- skertu fólki. Pabbi minn var einstaklega góður faðir með góða sál. Elsku pabbi, takk fyrir allt. Ég skal lofa þér að hugsa vel um mömmu á þessum erf- iðu tímum. Hvíldu í friði. Þinn sonur Ólafur Karl. Afi var skemmtilegur og góður. Ég hef heyrt af því að þegar ég var lítil hafi afi verið einn af fáum sem gat fengið mig til að hætta að gráta þegar mér var illt í maganum. Hann lét mig liggja á hnjánum sínum og sló svo taktinn með því að banka á bakið mitt og rassinn, þá hætti ég að gráta og sofnaði. Það eru til margar myndir af mér svoleiðis og líka þeg- ar við sváfum saman í ömmu og afa rúmi. Þegar ég varð eldri bauð hann mér oft að koma með sér í vinnuna um helgar því að ég gat flýtt fyrir honum og þá var hann fyrr búinn að vinna. Það var gaman að hjálpa afa í vinnunni, athuga hvort eitthvað vantaði og raða svo ísnum í frysti- kistuna í búðunum, þá gaf hann mér stundum ís. Mér var oft kalt á putt- unum en stundum var ég í vettling- um. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi faðir, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. (Ásmundur Eir.) Ásta Margrét Helgadóttir. SIGGEIR ÓLAFSSON  Fleiri minningargreinar um Sig- geir Ólafsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Hafþór Andri Helga- son; Eiður; Jóhann Árnason; Guð- laugur Guðlaugsson; Magnús Ólafs- son; Jón Axel Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.