Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurHjaltason Hall- dórsson Kjærnested skipherra fæddist í Hafnarfirði 29. júní 1923. Hann andaðist 2. september síðast- liðinn. Foreldar hans voru Halldór Kjærnested bryti, f. 2. júlí 1897, d. 2. nóv. 1970, og Margrét Halldóra Guð- mundsdóttir, f. 28. desember 1897, d. 14. okt. 1970. Systk- ini Guðmundar eru Fríða, f. 1926, og Sverrir, f. 1930. Guðmundur kvæntist 11. októ- ber 1944 Margréti Önnu Símonar- dóttur, f. 3. sept. 1923, og var heim- ili þeirra alla tíð á Þorfinnsgötu 8. Foreldrar hennar voru Símon Sím- onarson, f. 1890, d. 1960, og Ingi- björg Gissurardóttir, f. 1888, d. 1977. Guðmundur og Margrét eiga fjögur börn, þau eru: 1) Símon Ingi, f. 1945, kona hans Elínborg S. Kjærnested, f. 1945. Börn þeirra eru: a) Guðmundur, f. 1967, kona hans Margaret Elizabeth Kjærne- sted, f. 1969, dóttir þeirra er Lilja Wells, f. 2003. b) Stefán, f. 1971, kona hans Ásgerður Ósk Jakobs- dóttir, f. 1976, börn þeirra eru Viktoría Ósk, f. 2003, og Kristófer Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1949 og skipstjóraprófi á varðskipum ríkisins árið 1953. Guðmundur var háseti á Belgaum, Dettifossi og síðar á varðskipinu Ægi á árunum 1940–49. Stýrimað- ur á varðskipum Landhelgisgæsl- unnar 1949–53 og skipherra frá 1954–84. Guðmundur tók virkan þátt í uppbyggingu fluggæslunnar á fyrstu árum hennar frá 1955. Guðmundur var alla tíð virkur í fé- lagslífi og gegndi ýmsum trúnað- arstörfum um ævina. Hann sat í trúnaðarráði Stýrimannafélags Ís- lands á árunum 1950–53, var for- maður Starfsmannafélags Land- helgisgæslunnar 1959–65, ritari Skipstjórafélags Íslands 1962–66 og formaður þess 1971–75. Hann var einnig forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands á ár- unum 1973–75. Guðmundur lét af störfum hjá Landhelgisgæslunni 28. apríl 1984. Guðmundur var starfsmaður utanríkisráðuneytis- ins 1984–1995. 1984 og 1985 gaf Guðmundur út endurminningar sínar í bókinni „Guðmundur skip- herra Kjærnested“, sem Sveinn Sæmundsson skráði. Guðmundur var sæmdur stór- riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 1984, hann var sæmdur danska riddarakrossinum 1973, og 1974 var hann sæmdur orðunni riddari av St. Olavs Orden. Guðmundur var sæmdur gullmerki sjómannadagsráðs 1998. Útför Guðmundar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Ingi, f. 2004. c) Brynj- ar, f. 1977, kona hans Paola C. Kjærnested, f. 1977, dóttir þeirra er Líf Isabel, f. 2002. 2) Örn, f. 1948, börn hans og Hildar Ein- arsdóttur, f. 1949, eru: a) Guðlaug Ágústa, f. 1968, í sam- búð með Kolbeini Sig- urjónssyni, f. 1972, dóttir þeirra er Kol- finna, f. 1999. Börn Guðlaugar og Þóris Arnar Grétarssonar, f. 1964, eru Örn, f. 1989, og Hildur, f. 1991. b) Einar Páll, f. 1972, kona hans Hildur Ólafsdóttir, f. 1975, sonur þeirra er Viktor Marel, f. 2000. c) Guðmundur Örn, f. 1985. 3) Helgi Stefnir, f. 1954, kona hans Soffía Lárusdóttir, f. 1960, dóttir þeirra er Margrét Rán, f. 1986. Sonur Helga og Höllu Elínar Bald- ursdóttur, f. 1955, er Baldur Már, f. 1976, kona hans Svanhildur Sig- urðardóttir, f. 1976, börn þeirra eru Halla Margrét, f. 2002, og Kári Björn, f. 2005. 4) Margrét Hall- dóra, f. 1960, maður hennar er Pét- ur Eggert Oddsson, f. 1957, dóttir þeirra er Ásta, f. 1988. Guðmundur stundaði nám í Hér- aðsskólanum á Laugarvatni 1939– 41. Hann lauk farmannaprófi frá Föstudaginn 26. ágúst fékk ég símtal í vinnuna frá mömmu um að það væri eitthvað að pabba. Þegar ég sá hann var ljóst að hann var mikið veikur. Við mamma áttum þó góða stund með honum á meðan við biðum eftir sjúkraflutningamönnunum. Ég hefði svo sannarlega viljað fá að njóta samvista við hann lengur en fyrst hann þurfti að fara þakka ég Guði fyrir það að hafa leyft honum að gera það á þennan hátt. Pabbi var alls ekki á leiðinni í þessa ferð. Hann var búinn að panta sér ferð til Spánar í september og Kúbu í nóvember. Einnig var hann búinn að biðja mig að athuga með Kanaríeyjar eftir áramót. Það má segja að pabbi hafi verið frumkvöðull í sólarlandaferðum Ís- lendinga. Frá árinu 1971 fór hann nánast á hverju ári og stundum oft á ári í sólarlandaferð. Ég naut góðs af því að fá að ferðast með honum fyrstu árin og einnig fór ég með hon- um og mömmu í tvær síðustu ferðir þeirra til sólarlanda. Hann fór með mig 11 ára á næturklúbb á Spáni og 18 ára í Legoland í Danmörku. Hann var líka mjög duglegur að ferðast innanlands. 75 ára keypti hann sér fjórhjóladrifinn bíl og felli- hýsi því nú átti að fara að ferðast um landið á þægilegan hátt og hætta að sofa í tjaldi. Ég bar alltaf mikla virðingu fyrir pabba. Hann setti mér ákveðnar reglur og eftir þeim fór ég. Eitt dæmið var að eftir að ég fékk bílpróf þurfti ég að vera komin heim með bílinn á miðnætti. Ekki datt mér í hug að brjóta þessar reglur. Einnig var alltaf kvöldmatur á slaginu sjö og datt engum í hug að mæta of seint. Pabba þótti alltaf mjög gaman að klæða sig í vönduð föt og má segja að hann hafi verið með smáfatadellu. Ef pabbi sagði eitthvað þá stóð hann við það. Þegar mamma varð sjötug og við systkinin vorum saman í sumarbústað að halda upp á afmæl- ið sagði hann: Þegar ég verð áttræð- ur býð ég ykkur öllum til Parísar. Þegar pabbi varð áttræður fórum við systkinin, makar okkar og yngstu barnabörnin ásamt mömmu og pabba til Parísar. Þar áttum við ynd- islega fjóra daga saman. Elsku pabbi. Ég þakka þér af al- hug samfylgdina og vona að ég beri gæfu til að líkjast þér sem mest. Þú gerðir mig að því sem ég er í dag og það voru forréttindi að fá að vera hjá þér síðustu stundirnar. Þú ert sönn hetja og fórst eins og þú hafðir lifað, með reisn. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég þakka öllu hinu góða fólki á gjör- gæsludeild Landspítalans í Fossvogi fyrir það hvað það hugsaði vel um pabba og ekki síður okkur ætt- ingjana sem sátum hjá honum þessa viku sem hann var á spítalanum. Guð blessi þig, elsku pabbi. Þín dóttir, Margrét. Þó svo að í hugum flestra hafi pabbi háð sínar stærstu orrustur á hafinu, þá voru þau mörg boðaföllin sem hann tókst á við í æsku. Þá ein- kenndist líf hans af eilífum flutning- um á milli hverfa og erfiðum veik- indum, en hann fékk berkla og mátti liggja á spítala í um tvö ár. Faðir hans átti við áfengisvandamála að stríða sem án efa leiddi síðar til skilnaðar foreldra hans. Segja má að þessir erfiðleikar hafi mótað hann til framtíðar. Það var mikið gæfuspor er hann kynntist mömmu og flutti til hennar á Þorfinnsgötu 8, þar bjuggu foreldr- ar hennar, systir, frænkur og frænd- ur. Þar hafa mamma og pabbi síðan búið alla tíð. Pabbi hafði sína eigin hagfræði, hann studdist við sitt gengi, viðmiðið voru ein mánaðarlaun, enda 50 ár á skipstjóralaunum, og út frá þeim fann hann út verðmæti á hverjum tíma. Þó svo mamma hefði haft með öll fjármál að gera á heimilinu þá hafði hann gaman af því að gera hin- ar ýmsu töflur um kostnað, t.d. eyðslu bílanna pr/km, matarkostnað á mánuði eða kostnað pr/dag í þeim 68 utanlandsferðum sem þau fóru í. Þegar ég horfi til baka eru minn- ingarnar úr æsku einkum þær, að alltaf var farið niður á bryggju að taka á móti pabba og að mamma bað okkur um að vera þæga á meðan hann væri í landi. Frá 5 ára aldri og í tæp tíu ár fór ég á hverju vori með honum í ferð út á sjó. Í þessum ferð- um kynntist ég ekki bara honum vel, heldur einnig lífinu um borð og ekki síst Íslandi, því víða var komið við og farið í land. Í sumarfríum fórum við í skemmtilegar ferðir norður í Keldu- hverfi til frændfólks okkar á Eyvind- arstöðum, þar fann pabbi sig í hey- skap og öðrum bústörfum, sem honum fannst góð tilbreyting frá líf- inu á sjónum. Þegar pabbi kom í land má segja að nýr kafli hafi hafist hjá fjölskyldu okkar. Við höfðum af því áhyggjur hvernig honum myndi reiða af, rúm- lega sextugur og kominn á eftirlaun. Enn sannaði hann hversu megnugur hann var, fór að vinna í utanríkis- ráðuneytinu, þar sem hann starfaði í nokkur ár, aðlagaðist og líkaði vel. Sl. 20 ár hef ég búið á Egilsstöðum og hafa mamma og pabbi oft komið austur á sumrin. Þar höfum við Soffía átt með þeim góðar stundir og ferðast um Austurland saman. Á ferðum okkar um Reykjavík gistum við alltaf hjá þeim á Þorfinnsgötunni og höfum þar af leiðandi verið mikið inni á heimili þeirra. Í þau skipti þeg- ar ég kom suður hafði pabbi yfirleitt einhver verkefni handa mér að leysa, s.s. að laga eitthvað, slá garðinn eða taka til í bílskúrnum. Þá áttum við það til að fara saman í langa bíltúra og skoða hús og ný hverfi. Það var einmitt í byrjun júlí sem við fórum í einn slíkan, ég ákvað að skreppa vestur að Staðarfelli, pabbi vildi koma með og bauð alvöru bíl, enda nýbúinn að fá sér nýjan Volvo. Við skoðuðum Borgarnes, keyrðum vestur á Mýrar, heim að Álftárósi þar sem við bræður stunduðum bú- skap á árum áður. Um miðjan dag komum við vestur að Staðarfelli, þar var í gangi sumarhátíð SÁÁ, við sett- umst í brekkuna fengum okkur kaffi- bolla og spjölluðum um lífið, til- veruna og það hvernig við sporð- drekarnir synir hans höfðum náð áttum á þessum stað á leið okkar til bata. Við fórum í kirkjuna og rædd- um hversu gott það getur verið að hafa aðgang að kirkjum á erfiðum stundum. Á leið okkar heim um Norðurárdalinn var ýmislegt rifjað upp, s.s. að þau mamma kynntust þar við lítinn læk. Ókum við framhjá Höll þar sem ég var í sveit og síðan Lækjarkoti þar sem pabbi var í sveit og rifjuðum upp veru okkar í sveit- um Borgarfjarðar. Eftir 11 tíma bíl- túr komum við heim og var sá gamli orðinn svolítið þreyttur en hæst- ánægður með ferðina, ekki síst nýja bíllinn sem hann taldi hafa sannað sig. Þessi dagur er mér mikilvæg minning, okkur gafst tóm til þess að ræða saman í ró og næði, tveir einir. Í nóvember ætluðum við saman til Kúbu, af því verður ekki, ég verð bara að bera Kastró kveðju þína. Þú kvaddir þennan heim eins og þú hafðir óskað þér, ferskur, nánast fram á síðasta dag. Helgi Kjærnested. Tengdafaðir okkar lést í byrjun september eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Lát hans var því fyr- irvaralaust, enda hafði hann verið við góða heilsu fram til þess tíma. Litlu áður en Guðmundur fæddist dreymdi Margréti móður hans draum. Henni fannst stór hvítabjörn standa á afturfótunum við rúmgafl- inn og rétta hrammana fram í áttina til hennar. Höfuð bjarnarins var ekki bjarnarhöfuð heldur höfuð föður hennar, Guðmundar Hjaltasonar. Hann brosti og þegar Margrét vakn- aði var hún ekki í vafa um að þarna hefði faðir hennar vitjað nafns. Hún var glöð, því hvítabjörn er fylgja höfðingja og gæfumanna. Óhætt er að segja að draumurinn hafi komið fram því Guðmundur var sannkall- aður höfðingi og gæfumaður, sem naut virðingar og væntumþykju allra sem honum kynntust. Guðmundur hafði til að bera mikla mannkosti, hann var ungur í anda, jákvæður, uppörvandi og skemmti- legur maður. Hann bjó yfir innri styrk, eldmóði og einbeittum vilja sem án efa gáfu honum þann kjark og það þor sem þurfti til þeirra miklu átaka og erfiðleika sem fylgdu starfi hans í landhelgisdeilunni. Guðmundur var ekki bara gæfu- maður, hann var líka glæsilegur maður, nútímalegur í hugsun, fylgd- ist vel með öllum þjóðmálum og hafði sterkar skoðanir á mönnum og mál- efnum. En hann fylgdist ekki bara með því sem var að gerast í þjóð- félaginu, honum var mjög annt um fjölskyldu sína og fylgdist vel með högum allra, hvort sem það laut að börnum, tengdabörnum, barnabörn- um eða barnabarnabörnum. Ekki er hægt að minnast tengda- föður okkar án þess að nefna Mar- gréti tengdamóður okkar. Hún var kletturinn í lífi hans þau rúmlega 60 ár sem þau gengu saman. Þegar Guðmundur hætti hjá Landhelgis- gæslunni og kom í land fyrir rúmum 20 árum hófst nýr kafli í lífi þeirra. Þau nutu lífsins saman, ferðuðust mikið, sóttu myndlistasýningar, leik- hús og sýndu fjölskyldu sinni ein- staka ræktarsemi. Það hefur verið ómetanlegt að fá tækifæri til að kynnast og njóta samvistar með þessum yndislegu samrýndu hjón- um. Fyrir það erum við þakklátar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku Margrét, við vottum þér og börnum þínum okkar innilegustu samúð. Þínar tengdadætur, Elínborg og Soffía. Í dag er borinn til grafar tengda- faðir minn Guðmundur H. Kjærne- sted skipherra. Leiðir okkar Guð- mundar lágu saman er ég kynntist Margréti dóttur hans fyrir 27 árum. Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar ég heilsaði honum á ganginum á Þorfinnsgötu 8 og kynnti mig. Þar kvaddi ég hann líka tveimur dögum áður en hann veiktist á sama stað á ganginum en þá höfðum við gengið út í bílskúr, að skoða nýju bílskúrs- hurðina hans. Guðmundur var mjög ungur í anda eins og þegar hann fór með okkur Margréti í útilegu um versl- unarmannahelgi upp í Þjórsárdal. Við áttum síðan eftir að fara í marg- ar útilegur saman og ferðast um Ís- land og einnig naut ég þess að fá að ferðast með honum erlendis. Við átt- um saman góðar stundir í sumarbú- staðnum á Flúðum, síðast í júní á þessu ári í blíðskaparveðri. Hann hafði mikinn áhuga á flugi, hann dreif sig í svifflug fyrir fáeinum árum þegar hann var á ferð um Eyjafjörð. Við fórum í sumar upp í Perlu og fylgdumst með þegar stærsta farþegaþota heims flaug yfir Reykjavík. Guðmundur minntist aldrei að fyrra bragði á afrek sín á sjónum, en ef ég spurði hann um eitthvert atvik sagði hann mér ljúflega frá því. Við kveðjum góðan dreng með söknuði og virðingu og geymum fagrar minningar í huga okkar um alla framtíð. Blessuð sé minning Guðmundar Kjærnested. Pétur Eggert Oddsson. Á föstudagsmorgni í lok ágúst fékk ég óvænta gjöf, peysu með skopmynd af þér með klippur í hendi. Ég var yfir mig ánægð og hringdi í foreldra mína og sagði þeim frá þessu. Því miður fékk ég ekki góðar fréttir, því þú varst farinn upp á spítala alvarlega veikur. Viku síðar varstu látinn. Þegar ég lít á peysuna rifjast upp góðar minningar um þig, hversu góður afi þú varst mér, þau ótal skipti sem þú og amma hafa tek- ið á móti mér á Þorfinnsgötunni og ferðarlög okkar saman s.s. í útskrift- ina til Baldurs bróður, ferð okkar til Parísar og öll þau skipti sem þú og amma komuð í heimsókn til mín á tjaldstæðið á Klaustri. Þú varst hetja sem snerir á Bretana og ég skil vel að þjóðin dáði þig. Ég mun sakna þín. Með þessum orðum kveð ég þig, elsku afi. Elsku amma, ég samhryggist þér innilega, á næsta ári stefni ég að því að flytja á Þorfinnsgötuna og þá get ég vonandi veitt þér smá stuðning. Margrét Rán. „Guðmundur Kjærnested, goð- sögn í lifanda lífi“ sagði Óli Tynes í fréttum Stöðvar tvö þegar andlát afa var tilkynnt. Með verkum sínum skapaði afi sér og fjölskyldu sinni gott orðspor og á þann veg greiddi hann götur fjölskyldu sinnar. Í okkar huga var hann fyrst og fremst afi. Afi hafði ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum og fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu. Hann fylgdist einnig vel með því sem afkomendur hans voru að sýsla og sýndi því mikinn áhuga. Hann gaf okkur góð ráð eins og að „bölva í hljóði og bíta á jaxlinn“ eða „að vera harður business-maður“ þegar á móti blés. Þessi ráð höfðu einföld skilaboð, maður gefst ekki upp, aldrei. Það var sú hlið afa sem hann var þekktastur fyrir af þjóðinni og kom skýrt fram í Þorskastríðunum. Afi átti líka sínar mjúku hliðar. Hann var mikill fjölskyldumaður og naut þess að vera í faðmi fjölskyld- unnar. Á bak við alla mikla menn er góð kona, og það er hún amma okk- ar, megi Guð styrkja hana á þessari erfiðu stundu. Við þökkum fyrir allar góðu stundirnar og megi Guð vera með þér afi. Þínir sonarsynir, Guðmundur, Stefán og Brynjar. Allt mitt líf hefur heimili ömmu og afa verið mitt annað heimili. Þegar ég var yngri var ég þar öllum stund- um. Á sumrin var ég alltaf í pössun hjá þér og fórum við á hverjum morgni í sund og náði ég oftar en ekki að draga þig með mér í stóru rennibrautina í Laugardalslauginni. Þú stóðst alltaf við allt sem þú sagðir, hversu stórt og smátt sem það var. Þú varst alltaf fyrstur til að fá að vita einkunnir mínar og þú stóðst alltaf við bakið á mér í öllu sem ég gerði, hversu fáránlegt sem það var. Eitt af því síðasta sem þú gerðir fyrir mig var að ná í ökuskírteinið mitt svo ég gæti keyrt daginn sem ég kom heim frá Ameríku. Ég fékk þó ekki tækifæri til að bjóða þér í bíltúr til að endurgjalda þér allar ferðirnar sem þú keyrðir mig. Ég á svo mikið af minningum um þig sem eru allar æðislegar. Ég hef verið með þér öll aðfangadagskvöld frá því ég fæddist. Næstu jól eiga eftir að verða tómleg þegar það vant- ar afa til að þykjast vera með möndl- una uppi í sér. Ég á eftir að sakna þín mikið í framtíðinni og vildi að ég hefði getað átt lengri tíma með þér. Takk fyrir allt. Elsku amma, megi Guð vera með þér í sorginni og fylgja þér í gegnum þessa erfiðu tíma sem nú eru. Þín Ásta. Foreldrar Guðmundar Kjærne- sted voru Margrét, dóttir Guðmund- ar Hjaltasonar alþýðufræðara og frumherja lýðháskólastefnunnar á Íslandi, og Halldór Elíasson Kjærnested, bryti hjá Landhelgis- gæslunni. Minnisstæður er sá bjarti dagur 29. júní 1923. Í litlu timburhúsi, sem hét á Steinum suður á Hamri í Hafn- arfirði, var ung móðir að fæða sitt fyrsta barn. Fæðingin gekk seint, og Margrét, systir mín, blundaði snöggvast. Þá dreymdi hana draum: GUÐMUNDUR H. KJÆRNESTED

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.