Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 39
400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktar meðrauðu
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20
O.H.H. / DV. . . /
H.J. / Mbl.. . / l.
Sýnd kl. 6 ísl tal kl. 10.30 síðustu sýn kl. 8 síðustu sýnSýnd kl. 6 Í þrívídd
Frábærtævintýri
fyrir alla fjölskylduna!
Verðið á karlhórum hefur lækkað
töluvert fyrir evrópskar konur!
Sprenghlægileg gamanmynd!
Miðasala opnar kl. 17.15
Sími 551 9000
Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.30 b.i. 14 ára
Sýnd kl. 8 og 10.15
KVIKMYNDIR.COM
RÁS 2 Ó.H.T
S.K. DV
KVIKMYNDIR.IS
VINCE VAUGHN OWEN WILSON
Sýnd kl. 6 ísl tal
Verðið á karlhórum hefur lækkað
töluvert fyrir evrópskar konur!
Sprenghlægileg gamanmynd!
Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 14 ára
553 2075☎
Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i 16 ára
ÞEGAR EKKI ER MEIRA PLÁSS Í
HELVÍTI MUNU HINIR DAUÐU RÁFA
UM JÖRÐINA
TOPPFIMM.IS
DV
KVIKMYNDIR.IS
ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA!
MEISTARI
HROLLVEKJUNNA
R SNÝR AFTUR
TIL AÐ HRÆÐA
ÚR OKKUR
LÍFTÓRUNA
BESTA GRÍNMYND
SUMARSINS
„FGG“ FBL.
Frábærtævintýri
fyrir alla fjölskylduna!
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 39
ROKKARINN Pete Doherty kveðst hafa kvænst
Kate Moss og segir að brúðkaup þeirra hafi farið
fram með leynilegum hætti.
Þetta sagði Doherty, sem er söngvari í hljóm-
sveitinni Babyshambles, við ljósmyndara fyrir
utan heimili Sadie Frost, en þar var hann stadd-
ur í barnaafmæli.
Að því er Ananova skýrir frá og hefur eftir
Contactmusic.com sýndi Doherty ljósmyndurum
giftingarhringinn sinn. „Þið misstuð af þessu,“
sagði Doherty meðal annars við ljósmyndarana.
Moss og
Doherty gift?
BRÁÐLEGA hefjast æfingar á
Broadway fyrir kabarettinn Nína og
Geiri – úr söngbók Björgvins Hall-
dórssonar en eins og nafnið gefur til
kynna verður söngleikurinn, sem er
skrifaður af Gísla Rúnari Jónssyni,
byggður á vel völdum lögum sem
Björgvin Halldórsson hefur fyrir
löngu gert ódauðleg í flutningi sín-
um. Frumsýningardagur verður 12.
nóvember og segir Björgvin að nú sé
verið að leggja lokahönd á að skipa í
stöður fyrir verkið og að tilhlökk-
unin sé orðin töluverð.
„Jú, maður er að verða svolítið
spenntur. Við viljum helst ekki vera
verri en síðast,“ segir Björgvin og
vísar til síðustu sýningar sinnar á
Broadway sem gekk í rúm tvö ár fyr-
ir fullu húsi. Tilefni sýningarinnar í
ár er þó ekki lítilmótlegt því þessa
dagana fagnar Björgvin 35 ára
plötuferli en fyrir utan sýninguna
verður þreföld safnplata gefin út
með lögum Björgvins.
Aldrei litið til baka
Aðspurður hvort hann sjái eitt-
hvert heildareinkenni á plötum sín-
um segir Björgvin að líklega sé hann
ekki rétti maðurinn til að svara því.
„Ég hef fengist við svo margar
hliðar í þessum bransa og efnið sem
ég hef hljóðritað er orðið svo gríð-
arlegt að ég á fullt í fangi með að
halda utan um það. Satt að segja hef
ég aldrei verið jafn upptekinn við
tónlist og nú, svo að það er ef til vill
langt í að þessari spurningu verði
svarað til hlítar. Ætli maður hafi
nokkurn tíma litið til baka.“
Söngleikurinn verður tvískiptur
og segir annars vegar sögu Nínu og
Geira sem margir þekkja úr sam-
nefndu lagi en eftir hlé kemur Björg-
vin sjálfur til skjalanna og rúllar upp
brjáluðum stuðkonsert fyrir Nínu og
Geira og aðra gesti á Broadway.
Stanslaust stuð
Í fréttatilkynningu frá Broadway
segir meðal annars að óhætt sé að
segja að sýningin verði fjölbreytt,
bæði fyrir augu og eyru og fari þar
saman fjörugir söngvar Björgvins
og spaugsamir og hressilegir taktar
leikara og dansara. Er gestum
Broadway heitið stanslausu stuði og
hlátri í hálfa aðra klukkustund. Að
sýningu lokinni er dansleikur sam-
kvæmt hefð en þá tekur við sveitin Á
móti sól og heldur upp fjöri fram á
morgun. Frumsýnt verður 12. nóv-
ember og sýningar síðan allar helgar
til jóla.
Auk Björgvins og fimm manna
hljómsveitar kemur fram leikhóp-
urinn „Sex í sviðsljósinu“, sem fer
með öll hlutverk í sýningunni. Svið-
setningu annast Björn G. Björnsson
og Hjálmar Hjálmarsson sem jafn-
framt er leikstjóri sýningarinnar,
framleiðandi er Arnar Laufdal en
höfundar eru Gísli Rúnar Jónsson og
Grínarar hringsviðsins Ltd.
Tónlist | Kabarettinn Nína og Geiri
á Broadway
Fagnar 35 ára
útgáfuafmæli sínu
Björgvin Halldórsson hefur lengi verið einn vinsælasti söngvari landsins.
Eftir Höskuld Ólafsson
hoskuldur@mbl.is