Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR DAVÍÐ Oddsson utanríkis- ráðherra skoðaði í gær heimssýn- inguna í Aichi í Japan ásamt Ást- ríði Thorarensen, eiginkonu sinni, embættismönnum í utanríkisráðu- neytinu og íslenskri viðskipta- sendinefnd, sem hann fer fyrir í ferðinni. Fór hópurinn m.a. í nor- ræna skálann og þann japanska í fylgd Kristínar Ingvarsdóttur, for- stöðumanns fyrir íslenska básinn í skála Norðurlandanna. Einnig voru básar Toyota og Kóreu skoð- aðir. Davíð mun í dag eiga fund með utanríkisráðherra Japans, Nobut- aka Machimura. Á morgun tekur hann þátt í viðskiptaráðstefnu í Tókýó þar sem fulltrúar 25 ís- lenskra fyrirtækja og samtaka, sem taka þátt í Japansferðinni, kynna starfsemi sína og þjónustu. Alls eru um 50 manns í hópnum. Viðskiptasambönd treyst Útflutningsráð skipuleggur ferðina til Japans, í samstarfi við utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í Tókýó. Vilhjálmur Guð- mundsson, forstöðumaður hjá Út- flutningsráði, segir fyrsta dag heimsóknarinnar hafa tekist vel og móttökur Japana verið góðar. Aðspurður segir hann ferðir sem þessar jafnan hafa skilað ís- lenskum fyrirtækjum miklu og væntanlega verði Japansferðin engin undantekning þar á. Hann segir viðskiptaráðstefnuna á morgun mikilvægasta dagskrárlið ferðarinnar. Útflutningsráð muni aðstoða þau fyrirtæki, sem þess óska, að komast í viðskipti við jap- önsk fyrirtæki. Margir þátttak- endur í ferðinni séu þó nú þegar í viðskiptum í Japan og vilji fyrst og fremst treysta þau sambönd. Með Davíð í för eru fulltrúar frá fisksölufyrirtækinu Atlantis Group, flugfélaginu Avion Group, Bræðrunum Ormsson, tölvufyr- irtækinu CCP, CreditInfo, líf- tæknifyrirtækinu Genis, ferðaþjón- ustu Guðmundar Tyrfingssonar, HB Granda, Heklu, Hitaveitu Suðurnesja, Icelandair, Icelandic Group, Íslandsbanka, ÍsMedia (fyrirtækinu er framleiddi Ávaxtakörfuna og fleiri leikverk), Lýsi, Orkuveitu Reykjavíkur, Landsbankanum, ferða- skrifstofunni Víkingi, Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni og stoð- tækjafyrirtækinu Össuri. Auk Útflutningsráðs eru með í ferðinni fulltrúar frá Samtökum atvinnulífsins, Félagi íslenskra stórkaupmanna, Ferðamálaráði og Fjárfestingastofu iðnaðarráðu- neytisins. Íslenska sendinefndin mun í dag heimsækja fiskmarkaðinn í Tókýó og verksmiðjur Mitsubishi. Utanríkisráðherra hóf Japansför sína með heimsókn á Expo 2005 í Aichi Fulltrúar 25 fyrirtækja og samtaka með í för Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Ljósmynd/Jónas Hallgrímsson Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Ástríður Thorarensen, eiginkona hans, fengu leiðsögn um norræna skálann í fylgd Kristínar Ingvarsdóttur, forstöðumanns íslenska bássins. Alls eru um 50 manns í íslenska hópnum. ÚTSENDINGAR nýrrar íslenskrar sjónvarpsstöðvar, Fasteignasjón- varpsins, eiga að hefjast í byrjun nóv- ember ef allur undirbúningur verður á áætlun. Nýja stöðin mun sýna fast- eignakynningar allan sólarhringinn en hún er hugðarefni Hlyns Sigurðs- sonar og afsprengi sjónvarpsþáttar- ins Þaks yfir höfuðið sem sýndur er á Skjá einum. Hlynur, sem séð hefur um Þak yfir höfuðið, segir stöðina verða að mestu leyti eins og þáttinn en boðið verður upp á einhverjar nýj- ungar, til að mynda verður hægt að skoða ljósmyndir í samstarfi við fast- eignavef Morgunblaðsins. „Sjón- varpskerfið sem stöðin er keyrð á mun sækja ljósmyndirnar af fast- eignavef mbl.is en þar verður einnig hægt að horfa á stöðina í beinni út- sendingu.“ Einnig verður hægt að velja fast- eignakynningar í gegnum GSM-síma, með því að senda smáskilaboð, en slík tækni hefur talsvert verið notuð á sjónvarpsstöðvum sem sérhæfa sig í tónlistarmyndböndum. „Í stuttu máli verða þetta fast- eignakynningar í sjónvarpi, allan sól- arhringinn og í raun samkeyrsla int- ernetsins og sjónvarpsins,“ segir Hlynur og segir enga spurningu um það að markaður sé fyrir svo sér- hæfða sjónvarps- stöð. „Það sem breytist frá þátt- unum á Skjá ein- um er að fast- eignasölum verður boðin um- fjöllun um allar eignir sem þeir hafa í boði, í stað þess að velja úr einstakar eignir. Því meiri kynningu sem eignirnar fá þeim mun meiri lík- ur eru á því að hún seljist og þrátt fyr- ir að kynningunum muni fjölga verð- ur hægt að kalla upp einstaka kynningar og því auðveldara að leita eftir eign. Því er klárlega markaður fyrir svo sérhæfða sjónvarpsstöð.“ Markmið sjónvarpsstöðvarinnar verður að fjalla um allt sem viðkemur fasteignum og hugsanlegt að eitthvað verði um íslenska þáttargerð. Þá verða fastir liðir á kvöldin, s.s. nýjustu eignirnar kynntar, einungis kynning- ar á einbýlishúsum og sitt hvað í þeim dúr. Stöðinni verður dreift í gegnum breiðbands- og ADSL-kerfi Símans, ásamt því að hægt er að horfa á stöð- ina á fasteignavef Morgunblaðsins, en viðræður standa yfir um frekari dreif- ingu en að sögn Hlyns eru þær enn á byrjunarstigi. Ný íslensk sjónvarpsstöð hefur göngu sína í byrjun nóvember Fasteignakynn- ingar allan sólarhringinn Hlynur Sigurðsson HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær Síldarvinnsluna hf. af kröfu Aðfangaeftirlitsins um að fyrirtækið greiði rúmlega 13 millj- ónir króna fyrir eftirlit með fisk- mjöli og lýsi sem fór til útflutnings á árunum 2003–2004. Aðfangaeft- irlitið er stofnun á vegum landbún- aðarráðuneytis en fram kemur í dómnum að sjávarútvegsráðuneyt- ið taldi að eftirlit stofnunarinnar með framleiðslu fiskmjöls og lýsi ætti sér ekki lagastoð og inn- heimta eftirlitsgjalds væri því ólögmæt. Að mati héraðsdóms þurfti skýra lagaheimild fyrir gjaldtöku af þessu tagi. Í dómi kemur fram að upplýst hafi verið að Aðfangaeftirlitið hafði ekki eftirlit með fóðri úr sjávarafla, sem flutt var úr landi, fyrr en Ólafur Guðmundsson, for- stöðumaður Aðfangaeftirlitsins, tók ákvörðun um það í ársbyrjun 2003. Ólafur sagði aðspurður fyrir dómi, að hann hefði ekki haft sam- ráð um málið við samtök fiskmjöls- framleiðenda. Kvaðst honum hafa verið kunnugt um að það hefði enga þýðingu. Átti sér ekki lagastoð Samkvæmt lögum um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða fer Fiskistofa með eftirlit með framleiðslu fiskmjöls og lýsis hér á landi. Með bréfi 1. október 2004 til sjávarútvegsráðuneytisins leitaði Félag íslenskra fiskmjölsframleið- enda álits ráðuneytisins á um- deildu eftirliti Aðfangaeftirlitsins með útfluttu fiskmjöli og lýsi. Í svari ráðuneytisins í bréfi 10. des- ember 2004 kemur m.a. fram að eftirlit Aðfangaeftirlitsins með framleiðslu fiskmjöls og lýsis eigi sér ekki lagastoð og innheimta eft- irlitsgjalds sé því ólögmæt. Í dómi segir að skýra heimild í settum lögum þurfi til gjaldtöku eins og hér um ræðir. Stefnandi, Aðfangaeftirlitið, hafi áætlað gjöld á Síldarvinnsluna en krafði fyr- irtækið ekki um greiðslu þess kostnaðar, sem Aðfangaeftirlitið hafði í raun haft af eftirliti með fiskmjöli og lýsi, sem Síldarvinnsl- an ætlaði til útflutnings. Samkvæmt framangreindu var Síldarvinnslan sýknuð af kröfun- um. Páll Þorsteinsson héraðsdómari dæmdi málið. Björgvin Jónsson hrl. flutti málið fyrir Aðfangaeft- irlitið og Jón R. Pálsson hrl. fyrir Síldarvinnsluna. Ólögmæt gjaldtaka af Síldar- vinnslunni LÖGREGLAN á Höfn í Hornafirði rannsakar nú meintar ólöglegar hreindýraveiðar á Flatey á Mýrum um síðastliðna helgi. Drepin voru tvö hreindýr, tarfur og kálfur, og tókst að hafa uppi á tveim veiði- mönnum og taka af þeim skýrslu. Þeir voru skráðir fyrir vopnum sínum og höfðu veiðikort en án veiðileiðsögumanna sem er með öllu óheimilt. Hreindýrin voru send í sláturhús í rannsóknar- skyni. Grunaðir um ólöglega hreindýraveiði ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.