Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. HÖRÐUR Ágústsson listmálari lést á Land- spítalanum í Reykjavík aðfaranótt 10. septem- ber sl., 83 ára að aldri. Hörður var í hópi þekktustu myndlistar- manna landsins. Auk þess liggja eftir hann stórvirki á sviði húsa- gerðarlistar. Hörður fæddist 4. febrúar 1922, sonur Ágústs Markússonar veggfóðrarameistara, og konu hans, Guðrún- ar Guðmundsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1941, stundaði nám við verkfræðideild Há- skóla Íslands á árunum 1941–42, við Handíðaskólann 1941–43 og við kon- unglega listaháskólann í Kaup- mannahöfn 1945–46. Eftir það var hann við nám og störf í París á ár- unum 1947–52. Hörður var kennari við Myndlista- skólann í Reykjavík 1953–59, við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1962–89 og skólastjóri hans 1968–72. Hörður var einn af stofnendum og rit- stjórum tímaritsins Birtings á árun- um 1955–68. Myndlistarverk hans voru sýnd á fjölda myndlistarsýninga, bæði einkasýningum, samsýningum og yfir- litssýningum, frá árinu 1949, m.a. í Listasafni Íslands 1983 og á Kjar- valsstöðum fyrr á þessu ári. Hörður stundaði rannsóknir á sögu ís- lenskrar húsagerðar frá því snemma á sjöunda áratugnum og ritaði fjölda greina og bóka um ýmsa þætti íslensks byggingar- og myndlistararfs á inn- lendum og erlendum vettvangi. Hann átti þátt í stofnun Húsafriðunar- nefndar og sat í henni 1970–95. Hann teiknaði og hafði umsjón með gerð Þjóðveldisbæjarins í Þjórsárdal 1974–77 og var formaður Hins ís- lenzka fornleifafélags 1982–2001. Hörður hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, var m.a. sæmdur heið- ursdoktorsnafnbót frá Háskóla Ís- lands 1991 og hlaut Íslensku bók- menntaverðlaunin í flokki fræðirita tvívegis, 1990 og 1998. Eftirlifandi eiginkona hans er Sig- ríður Magnúsdóttir, fv. menntaskóla- kennari, og eignuðust þau þrjú börn. Andlát HÖRÐUR ÁGÚSTSSON ÞORKELL G. Sigurbjörnsson var einn af stofnendum Gideonfélagsins á Ís- landi fyrir 60 árum. Félagið byrjaði að dreifa Nýja testamentinu í skóla árið 1954 og var fyrstu eintökunum dreift í Laugarnesskólanum. Þorkell var einn af fulltrúum félagsins við þá athöfn og hann hefur sinnt starfinu árlega síðan að frátöldu árinu 2002. Á myndinni er Þorkell ásamt sonarsyni sínum, Páli Steinari Sigurbjörnssyni, sem var meðal þeirra sem fengu Nýja testamentið að gjöf úr hendi Þorkels í Laugarnesskólanum í gær. | 22 Morgunblaðið/Ásdís Hefur dreift Nýja testamentinu í 50 ár SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hef- ur úrskurðað að Íslenska sjónvarps- félaginu beri þegar í stað að afhenda sjónvarpsmerki Enska boltans til þeirra fyrirtækja sem þess óska og uppfylla þau skilyrði sem félaginu er heimilt að setja í þeim efnum, sam- kvæmt úrskurði Samkeppnisráðs frá því snemma í vor. Magnús Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Íslenska sjónvarps- félagsins, segir að hann sé rasandi hissa á ákvörðun Samkeppniseftir- litsins og hann sé varla búinn að átta sig á hvernig Samkeppniseftirlitið treysti sér til að ganga með þessum hætti á bak orða sinna, eins og félag- ið túlki þau. Þetta séu svik við úr- skurð Samkeppnisráðs frá því í vor. Samkeppniseftirlitið segir í ákvörðuninni að Íslenska sjónvarps- félagið hafi brotið gegn ákvæðum ákvörðunar Samkeppnisráðs frá því snemma í vor sem varðaði samruna Landssíma Íslands og Íslenska sjón- varpsfélagsins með því að neita að afhenda Íslandsmiðli ehf. og Tengi hf. sjónvarpmerki Enska boltans. Landssími Íslands hafi ekki einka- rétt til að dreifa Enska boltanum á fjarskiptakerfum fyrirtækisins. Ennfremur segir að vísbendingar hafi komið fram um að tæknilegir örðugleikar kunni að hindra fram- kvæmd á ákvörðun Samkeppnisráðs frá því í vor. Vandamál þessi kunni meðal annars að felast í tengingu dreifikerfa keppinauta Íslenska sjónvarpsfélagsins og Landssímans við myndlykil Íslenska sjónvarps- félagsins og heimild til að skilyrða afhendingu Enska boltans við mynd- lykil fyrirtækisins kunni að verða felld niður. Magnús Ragnarsson sagði einnig að þessi bráðabirgðaúrskurður væri dauðadómur á þann hátt að Íslenska sjónvarpsfélaginu yrði ekki gert kleift að ná stöðu á áskriftarmarkaði. „Þetta þýðir náttúrlega bara að Enski boltinn fer beint inn á Digital Ísland sem er með 70 þúsund mynd- lykla á íslenskum heimilum á meðan við erum með 10 þúsund,“ sagði Magnús. Skylt að af- henda merki Enska boltans Svik við úrskurð Samkeppnisráðs segir framkvæmdastjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins  Braut ákvæði | 10 Reuters Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is ALLT flug til og frá Reykjavíkur- flugvelli lá niðri frá hádegi í gærdag og fram á kvöld. Alls hafði þetta áhrif á þrettán ferðir og um átta hundruð farþega. Að sögn Hafdísar Sveinsdóttur, vaktstjóra á Reykja- víkurflugvelli, var mikil ókyrrð og ís- ing í lofti og hafði Veðurstofan gefið út viðvörun vegna þess. Spurð sagði Hafdís að athugað yrði með flug nú í morgunsárið, en ráðgert var að fyrstu vélar færu kl. 6.30 til Vestmannaeyja, 6.45 á Ak- ureyri og 7.00 á Egilsstaði. Hjá Veðurstofu Íslands fengust þær upplýsingar að útlitið væri slæmt og gera mætti ráð fyrir ísingu og ókyrrð fram undir hádegi í dag. „Upp úr hádegi og seinni partinn gæti ástandið hins vegar farið að skána,“ sagði Haraldur Eiríksson veðurfræðingur. 40 metrar í verstu hviðum „Þetta var ekkert óvenju vont veð- ur þó þetta sé kannski óvenju snemma á ferðinni,“ segir Óskar J. Sigurðsson, vitavörður á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, en þar mældist vindhraðinn 34 m/s um miðjan dag í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist vindhraðinn rúmlega 40 m/s í mestu vindhviðun- um. Að sögn Óskars var veðrið verst á þriðja tímanum í gær. Ekki hlaust neitt tjón af veðrinu í Vestmanna- eyjum samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á staðnum, sem má að öll- um líkindum rekja til þess að fólk hafi verið vel undirbúið og búið að festa alla lausa hluti. Morgunblaðið/Ásdís Fyrstu haustlægðirnar eru farnar að ganga yfir landið með tilheyrandi roki og rigningu og því eins gott að vera vel búinn með regnhlífina á lofti. Innan- lands- flugið lá niðri VONUM framar tókst að vernda land við Arnarfell í Krýsuvík fyrir raski vegna töku á kvikmyndinni Flags of our fathers sem lauk fyr- ir rúmri viku. Að sögn Andrésar Arnalds, fagmálastjóra Land- græðslu ríkisins, má rekja það annars vegar til þess hve vel kvik- myndafyrirtækið TrueNorth stóð að undirbúningi verksins og hins vegar til þess að ákveðið var að kvikmynda heldur minna á svæð- inu en upphaflega stóð til og þar af leiðandi minnkaði tökusvæðið. Hrósar hann framleiðendum myndarinnar fyrir hve vel þeir gengu um landið og segir frágang þeirra um tökusvæðið hafa verið til fyrirmyndar. | 18 Frágangur til fyrirmyndar VON er á ellefu til tólf íslenskum glæpa- og spennusögum með hefð- bundnu sniði fyrir jólin og a.m.k. tveimur glæpatengdum bókum til viðbótar. Gróskan á þessu sviði bókmenntanna hefur því að lík- indum aldrei verið meiri. Edda útgáfa sendir frá sér fimm glæpasögur og tvær glæpatengdar bækur að auki. Fjórar spennu- og glæpasögur koma út hjá JPV- útgáfu, ein hjá Lafleur-útgáfu og ein hjá Veröld. Þá gefur Bjartur hugsanlega út eina glæpasögu. | 20 Gróska í útgáfu glæpasagna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.