Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 1
Mögnu› tilbo› á n‡jum vörum Falleg saga sérstæðs manns Hilmir Snær í einleiknum Ég er mín eigin kona | Menning Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Íslenskur ferðabíll  Reynsluakstur  Lítil aukning í hlut- falli dísilbíla  Graversen meistari Íþróttir | Þórður á heimleið frá Stoke  Birgir Leifur setur markið hátt  Sterkt lið Pólverja STOFNAÐ 1913 264. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is BIRGIR Ísleifur Gunnarsson, for- maður bankastjórnar Seðlabanka Ís- lands, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að stýrivextir bankans yrðu hækkaðir um 0,75 prósentustig. Þar með verða þeir 10,25% en hækkunin tekur gildi 4. október nk. Í máli Birgis kom fram að ójafn- vægi í þjóðarbúskapnum hefur auk- ist síðan síðast var tilkynnt um hækkun stýrivaxta í júní sl. og að það sé nú mun meira en um langt skeið. Aðstæður séu áþekkar því sem var á árunum 1999 til 2000 en ójafnvægið jafnvel meira nú. Verðbólga í september var 4,8% á ársgrundvelli og að sögn Birgis eru verðbólguhorfur til næstu tveggja ára óviðunandi en verðbólguhorfur til næsta árs hafa versnað frá því fyrr á þessu ári. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% og eru efri þolmörk þess við 4% en í máli Birgis kom fram að verði ekkert aðhafst muni verðbólgumarkmiðið ekki nást fyrr en árið 2008. Það er Seðlabankanum afar mik- ilvægt að njóta trúverðugleika og sagði Birgir að með því að hækka stýrivexti svo mikið sem raun ber vitni takist vonandi að sannfæra þá sem efast um getu bankans til þess að halda verðlaginu í skefjum um að honum sé full alvara með að halda verðbólgu sem næst verðbólgumark- miðinu. Hann boðaði aukið aðhald í peningastefnunni og gaf sterklega í skyn að til þess að framfylgja því markmiði myndi bankinn hækka vexti enn meira ef nauðsyn krefði. Hann gagnrýndi aðila sem hafa leitt að því getum að bankinn muni draga úr aðhaldi sínu á næsta ári og nefndi þar sérstaklega greiningar- deildir bankanna. Hann segir þessar væntingar vera óraunsæjar og tefja þær að hans sögn fyrir miðlun pen- ingastefnunnar. Aukið aðhald boðað í peningastefnunni Morgunblaðið/RAX Birgir Ísleifur Gunnarsson tilkynnti um hækkun stýrivaxta og fór yfir ástandið í þjóðarbúskapnum. Stýrivextir hækka um 0,75 prósentustig Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is  Tíunda hækkun | Miðopna MARGIR ölvinir eiga að sögn danska dagblaðsins Jyllandsposten við þann vanda að stríða að þegar setan á kránni er orðin löng er oft erfitt, vegna verkfalla í raddböndum og fleiri líffærum, að panta meira þegar kollan er tóm. En þýskir uppfinn- ingamenn hafa fundið lausn. Þeir Andreas Butz við háskólann í München og Michael Schmitz við há- skólann í Saar hafa hannað glasa- mottu sem gerð er úr málmplötu og er hún klædd pappír að ofanverðu. Á milli laga er skynjari sem mælir þyngdina á bjórglasinu og innihald- inu. Þegar ákveðinni lágmarksþyngd er náð sendir búnaðurinn frá sér raf- eindaboð í borðtölvu á barnum. Fær barþjónninn þar boð um að fylla und- ireins kolluna hjá umræddum gesti áður en neyðarástand skapast. Sírennsli á kránni BÓLUEFNI er orðið ódýrara og aðgengilegra en áður gerðist en samt skortir mikið á að nóg sé gert af því að bólusetja börn og barns- hafandi konur í þróunarlöndunum, að sögn Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Yfir 70% barna í heiminum hafa síðan 1990 verið bólusett reglulega ár hvert gegn sjúkdómum eins og misling- um, flensublóðfíkils-lungnabólgu, kíghósta og stífkrampa. En millj- ónir barna deyja enn ár hvert af völdum sjúkdóma sem hægt er að verjast með bólusetningu. Ný skýrsla frá Barnahjálpinni var kynnt í gær. „Áætlað er að bólusetning komi nú þegar í veg fyrir dauðsföll um tveggja millj- óna barna undir fimm ára aldri,“ segir bandarískur yfirmaður UNICEF, Ann M. Veneman. Seg- ir hún að bólusetning sé áhrifarík- asta og ódýrasta aðferð sem vitað sé um til að bjarga lífi barna. Um 27 milljónir barna og 40 milljónir þungaðra kvenna eru ekki bólu- settar og í 41 landi er minna bólu- sett en fyrir áratug. Um 10,6 millj- ónir barna undir fimm ára aldri deyja ár hvert í heiminum og er talið að koma mætti í veg fyrir 1,4 milljónir umræddra dauðsfalla með einfaldri bólusetningu. Sums staðar hefur samt náðst góður árangur í fátækum löndum, árið 2003 voru um 84% barna í Eþíópíu bólusett en hlutfallið var aðeins 18% árið 1990. Einnig hefur bólusetningum fjölgað mikið í Úg- anda og Níger. Dauðsföllum vegna mislinga hefur fækkað um nær helming í heiminum á síðustu fimm árum. Hægt að bjarga yfir milljón börnum Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Reuters SEÐLABANKINN hefur ekki önn- ur ráð en að hækka stýrivexti til að bregðast við sívaxandi verðbólgu, að mati þeirra Grétars Þorsteins- sonar, forseta Alþýðusambands Ís- lands, og Hannesar G. Sigurðs- sonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hannes segir að svo virðist sem Seðlabankinn sé einn á báti í barátt- unni gegn verðbólgu. Önnur hag- stjórnartæki virki ekki með pen- ingamálastefnu bankans. Hann leggur m.a. til að reynt verði að draga úr miklum lánveitingum á íbúðalánamarkaði. Grétar segir að verkalýðshreyf- ingin og fleiri hafi gagnrýnt stjórn- völd fyrir hvernig haldið hafi verið á málunum. Þar sé að finna umtals- verðan hluta skýringa á þróun verðbólgunnar. Seðlabankinn einn á báti RAGNHEIÐUR Ragnarsdóttir sundkona, sem býr í bænum Oxn- ard í um 40 km fjarlægð frá Los Angeles, sagðist í gær hafa orðið mjög vör við áhrif skógarelda sem þar geisa, þegar hún ók í átt að Los Angeles. Við heimili hennar gætir þó ekki nema lítils öskufalls. „Þegar við keyrðum aðeins í suð- urátt var eins og öskunni snjóaði af himnum,“ sagði hún. „Mörgum göt- um hefur verið lokað og fólki hefur verið ráðlagt að vera innandyra. Þegar við keyrðum sunnar var ástandið orðið þannig að það var ekki hægt að vera úti.“ Mörg hundruð manns hafa orðið að flýja heimili sín vegna eldanna, sem kviknuðu á miðvikudag skammt frá Chatsworth í San Fern- ando-dalnum, um 50 km frá mið- borg Los Angeles. Um þrjú þúsund slökkviliðsmenn börðust við eldana í gær. Reuters Unnið að slökkvistörfum skammt sunnan við Los Angeles í gær. „Öskunni snjóaði af himnum“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.