Morgunblaðið - 30.09.2005, Side 4

Morgunblaðið - 30.09.2005, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S LY F 29 50 6 09 /2 00 5 www.lyfja.is - Lifið heil Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgi- seðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingumumlyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. Nýtt í Lyfju Nicorette Freshmint 210 stk. 20% afsláttur í september LÁTTU REYKLAUSA DRAUMINN RÆTAST AFSLÁTTURINN GILDIR AF FRESHMINT 210 STK. 2 MG og 4 MG. Ríkisútvarpið hefur ráðið til sín Jóhönnu Vil- hjálmsdóttur til starfa við nýjan þátt Sjónvarps- ins, sem kemur í stað Kastljóss, en þar er um að ræða nokkra um- breytingu á hinu gamla Kastljósi. Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóss, staðfestir þetta, en Jó- hanna mun starfa við dagskrárgerð við hlið fleiri kollega sinna. Auk Jó- hönnu og Þórhalls, verða í starfsliði þáttarins þau Kristján Krist- jánsson, Sigmar Guðmundsson, Þóra Tómasdóttir, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Eyrún Magn- úsdóttir og Jónatan Garðarsson, en Egill Eðvarðsson er framleiðslu- stjóri þáttanna. „Þetta er sterkur hópur fólks og stórt verkefni sem við erum að takast á við,“ segir Þórhallur. Jóhanna til RÚV Jóhanna Vilhjálmsdóttir ÞÓRIR Guð- mundsson, yf- irmaður út- breiðslusviðs Rauða krossins, hefur verið ráð- inn sem vara- fréttastjóri Stöðvar tvö og lætur því af starfi hjá RKÍ eftir tæplega áratug í starfi. Fram kemur á heimasíðu Rauða krossins að Þórir sinnir áfram starfi sínu þar í októ- ber, samhliða starfinu á Stöð 2. Þ́órir aftur til Stöðvar 2 Þórir Guðmundsson NAUÐSYNLEGT er að auka sjálf- stæði heimilislækna og stuðla að vali og fjölbreytileika í grunnþjónustu við sjúklinga til að tryggja hag þeirra og heimilislækna, segir meðal annars í niðurstöðum skýrslu sem unnin hefur verið á vegum Lækna- félags Íslands og kynnt verður og rædd á aðalfundi félagsins í dag. Samkvæmt niðurstöðum skýrsl- unnar verður þetta aðeins gert með samningi um sjálfstætt starfandi heimilislækna sem dragi úr þeirri miðstýringu sem nú ríki í kerfinu. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að starfshópur hefði verið settur á laggirnar á síð- asta aðalfundi Læknafélagsins undir forystu Elínborgar Bárðardóttur, formanns Félags íslenskra heimilis- lækna. Tilgangurinn væri að reyna að endurreisa sjálfstæðan heimilis- læknarekstur og benda á að það kynnu að vera aðrir möguleikar en heilsugæslustöðvarnar í þessum efn- um, að minnsta kosti hér í þéttbýl- inu. Sigurbjörn benti á að þetta hefði verið reynt bæði í heilsugæslunni í Lágmúla og nú síðast í Salastöðinni, en það væri í of litlum mæli og að margra mati mætti reksturinn vera enn sjálfstæðari og óháðari ríkinu en hann væri. Hann bætti því við að það kerfi sem gilt hefði um heimilislækna hefði ekki verið leyft að þróast. Þeir hefðu ekki fengið að endurnýja sig og samningur þeirra hefði ekki verið færður í nútímalegt horf. Þannig hefði ekki verið grundvöllur til þess að vera með mikinn samrekstur og fjölþættari starfsemi en grunnlækn- ingar. Í skýrslunni segir að baráttan hafi snúist um „að fá ríkisvaldið til að skilja að til að ná markmiðum um öfl- uga grunnþjónustu þarf að efla starfsumhverfi heimilislækna. Það verður hins vegar aðeins gert með því að bæta kjör heimilislækna og starfsumhverfi til jafns við aðra sér- greinalækna.“ Fram kemur að athyglisvert sé að hjá nágrannaþjóðum okkar byggist kerfið meira á sjálfstætt starfandi heimilislæknum og að þróunin virð- ist vera í þá átt. Bent er á að starf- semi sjálfstætt starfandi heimilis- lækna geti verið staðsett hvar sem er og að skjólstæðingar geti valið sér lækni svo lengi sem listi læknisins sé opinn, tengsl þeirra haldist svo lengi sem skjólstæðingurinn óski og rofni ekki þótt hann flytjist á milli íbúðar- hverfa. Fram kemur einnig að þrennt þurfi að koma til uppbyggingar sjálf- stætt starfandi heimilislækna. Í fyrsta lagi vilja og framkvæmd ráð- herra heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins. Í öðru lagi þurfi að gera nýjan samning við sjálfstætt starfandi heimilislækna og í þriðja lagi verði að skilgreina fjölda heim- ilislækna á Íslandi og sé það samn- ingsatriði milli ráðuneytisins og Læknafélags Íslands. „Vilji er allt sem þarf“ „Samkvæmt viljayfirlýsingu ráð- herra frá nóvember 2002 virtist samningur um sjálfstætt starfandi heimilislækna vera í höfn en því mið- ur hefur enn ekki verið sest að samn- ingaborðinu. Eins og greint er frá í 9. kafla í þessari skýrslu liggur fyrir að samkvæmt núgildandi löggjöf hefur heilbrigðisráðherra víðtækar heim- ildir til að haga almennri læknisþjón- ustu heimilislækna með ýmsu móti – vilji er allt sem þarf,“ segir einnig. Stuðlað verði að fjöl- breytileika í þjónustu Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Skýrsla kynnt á aðalfundi Læknafélags Íslands í dag MARGT manna samfagnaði Huldu Valtýsdóttur, stjórnarmanni Árvak- urs hf., útgáfufélags Morgunblaðs- ins, fyrrverandi blaðamanni á Morgunblaðinu, og formanni Skóg- ræktarfélags Íslands þegar hún fagnaði áttatíu ára afmæli sínu á Kjarvalsstöðum í gær. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, þakkaði Huldu störf hennar í þágu Reykja- víkurborgar. Hulda var borg- arfulltrúi um tíma og fyrsti formað- ur menningarmálanefndar borgarinnar. Þá þökkuðu Magnús Jóhannesson, formaður Skógrækt- arfélags Íslands, og Sigurður Blön- dal, fyrrum skógræktarstjóri, Huldu fyrir afar mikið starf hennar í þágu skógræktar, og þar flutti Sigurður Pálsson, skáld og for- svarsmaður Yrkju, Huldu ljóð í til- efni dagsins. Styrmir Gunnarsson ritstjóri ávarpaði Huldu fyrir hönd Morgunblaðsins, og margir fleiri tóku til máls. Á myndinni, sem tekin var í af- mælisveislunni, er Hulda umkringd leikurum sem heiðruðu hana með atriði úr Dýrunum í Hálsaskógi, en Hulda þýddi þetta sívinsæla verk Thorbjörns Egners á íslensku. Á myndinni eru f.v.: Þröstur Leó Gunnarsson, Atli Rafn Sigurðarson, Hulda Valtýsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hulda Valtýsdóttir áttræð KONA slapp með minniháttar meiðsl þegar fólksbíll hennar valt á veginum um Mikladal, milli Pat- reksfjarðar og Tálknafjarðar í gær- morgun. Bíllinn er talinn ónýtur. Verið er að leggja bundið slitlag á veginn og er talið að konan hafi misst stjórn á bíl sínum í lausri möl- inni. Konan var ein í bílnum. Hún var flutt á heilsugæslustöðina á Patreksfirði til aðhlynningar. Missti stjórn á bílnum í lausamöl LOFTSLAG og lífríki norðurheim- skautsins er nú að fara í gegnum afar hraðar og mögulega varanlegar breytingar, ef marka má nýja skýrslu sem stofnun um mat á lofts- lagsáhrifum á norðurheimskauts- svæðunum (ACIA) hefur skilað til þjóðanna átta sem liggja að norður- heimskautinu. Samkvæmt skýrsl- unni bráðnar ís afar hratt og er mögulegt að allur hafís verði horfinn á sumrin einhvern tímann á árunum 2060–2100. Fréttavefur BBC greinir frá þessu. Í skýrslu ACIA, sem verður birt í næstu viku, eru einnig viðraðar áhyggjur af aukinni útfjólublárri geislun, sem er afleiðing rýrnandi ósonlags. Þá segir í skýrslunni að næstu ár muni verða erfið fyrir vist- kerfi norðurheimskautssvæðanna og þær þjóðir sem þau byggja. Það var norðurheimskautsráðið sem bað um skýrsluna, en sæti í því eiga Kanada, Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur, Rússland, Svíþjóð og Bandaríkin. Norðurheimskautið hlýnar enn GANGI hugmyndir sænska fyr- irtækisins Foxguard eftir verða áfengismælar eða svokallaðir alkó- lásar komnir í fyrstu bifreiðar at- vinnubílstjóra hér á landi innan fárra mánaða en fyrirtækið vinnur nú hörðum höndum að því að kynna vöruna. Kjartan Jónsson, talsmaður Foxguard á Íslandi, segir alkólása verða staðalbúnað í einkabílum í framtíðinni en fyrirtækið einblíni á atvinnubílstjóra, fyrirtæki með bíla- flota og sveitarfélög sem kaupi til að mynda skólaakstur. Alkólásinn virk- ar þannig að ökumaðurinn verður að blása í lítið tæki á stærð við farsíma áður en hægt er að setja bifreiðina í gang, og ekki er hægt að gangsetja hana ef áfengismagn öndunarsýnis- ins er of hátt. Alkólásinn er þróaður í samvinnu við breska fyrirtækið Lion en það hefur séð sænsku lögreglunni fyrir áfengismælum í áraraðir. Tækið er þráðlaust og lítið fer fyrir því, ein- ingu er komið fyrir undir mælaborð bílsins og sendir alkólásinn boð í það eftir að sýnið hefur verið gefið. Að- eins tekur nokkrar sekúndur að fá niðurstöðuna en hægt er að geyma allt að fjögur þúsund niðurstöður í tækinu. Kjartan segir flutningafyr- irtæki hafa tekið því fagnandi og auglýsa nú örugga og trygga flutn- inga með áfengismæli í bílum sínum. Morgunblaðið/Kristinn Jón Kjartansson, starfsmaður Foxguard, sýnir virkni mælisins. Áfengis- mælir fyrir atvinnu- bílstjóra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.