Morgunblaðið - 30.09.2005, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hún
á afmæli
á morgun
HALLDÓR Ásgríms-
son forsætisráðherra
segist fagna þeirri nið-
urstöðu umboðsmanns
Alþingis að engar for-
sendur séu fyrir því að
embættið taki til athug-
unar þau atriði sem
stjórnarandstaðan hafi
farið mikið um á undan-
förnum mánuðum, varð-
andi einkavæðingu rík-
isbankanna.
„Það er alveg ljóst að
álit ríkisendurskoðanda
stendur óhaggað, þ.e. að ég hafi ver-
ið hæfur til þess að fjalla um þessi
mál á vettvangi ráðherranefndarinn-
ar. Mér finnst að stjórnarandstaðan
eigi að vera ánægð með þessa nið-
urstöðu líka og vonast eftir því að
þeir geti beint kröftum sínum að því
sem lýtur að framtíð-
inni.“
Aðspurður segist
Halldór ekki líta á það
sem svo að í spurning-
um umboðsmanns Al-
þingis felist ákveðin
gagnrýni á hvernig
hafi verið staðið að
einkavæðingarferlinu.
„Þessar reglur voru
settar árið 1996 og
menn hafa lært heil-
mikið á þessum tíma.
Ég er þeirrar skoðun-
ar að einkavæðing
Símans hafi tekist
mjög vel og ég hef í
embætti forsætisráðherra ekki feng-
ið miklar athugasemdir við það. Við
lögðum mikið upp úr því að það væri
vandað til þess á allan hátt og ég tel
að það hafi tekist. Við höfum í fram-
haldinu af því verið að líta á þessa
reynslu og fara yfir málið í ljósi þess,
þannig að við erum vel undir það
búnir að svara þessum spurningum
umboðsmanns og getum gert það til-
tölulega fljótlega,“ segir Halldór og
bætir því við að það verði fyrir til-
settan tíma.
Engar athugasemdir við
spurningar umboðsmanns
Auk þess kveðst Halldór engar at-
hugasemdir hafa við spurningar um-
boðsmanns Alþingis sem muni fá
svör við spurningunum á undan öðr-
um.
Aðspurður segir hann að spurn-
ingunni varðandi vanhæfi sitt hafi
verið svarað fyrir fullt og allt.
„Alþingi hefur tvær eftirlitsstofn-
anir og stjórnarandstaðan hefur leit-
að bæði til ríkisendurskoðanda og
umboðsmanns Alþingis um þetta
sama mál og farið afskaplega mikinn
með margvíslegar fullyrðingar. Ég
vona að það sé mál að linni,“ segir
Halldór.
Halldór Ásgrímsson fagnar niðurstöðu umboðsmanns Alþingis
Halldór Ásgrímsson
Eftir Jón Pétur Jónsson
jonpetur@mbl.is
Telur enga gagnrýni
felast í spurningum
umboðsmanns
FORMENN stjórnarandstöðu-
flokkanna á Alþingi eru ánægðir
með að umboðsmaður Alþingis
skuli hefja úttekt á stöðu mála og
vinnubrögðum er tengjast einka-
væðingarferlinu. Þeir segja um-
boðsmann í bréfi sínu, sem greint
var frá í Morgunblaðinu í gær,
spyrja Halldór Ásgrímsson for-
sætisráðherra lykilspurninga en
hefðu viljað sjá skoðun umboðs-
manns á hæfi ráðherrans í að taka
þátt í einkavæðingu bankanna.
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, kveðst fagna út-
tektinni.
„Umboðsmaður sér greinilega
ástæðu til að afla viðamikilla upp-
lýsinga um hvernig að þessu er
staðið, og þær snúa auðvitað að
framkvæmdinni hingað til, og spyr
í raun og veru allra lykilspurning-
anna sem þarf að spyrja. Það er að
segja um þessa lögformlegu eða
stjórnsýslulega stöðu einkavæðing-
arnefndar og ráðherranefndar um
einkavæðingu. Hann spyr hvort til
standi að setja lög um þessa fram-
kvæmd og hann spyr um hvernig
farið hafi verið með möguleg van-
hæfistilvik,“ segir Steingrímur og
bætir því við að umboðsmaður Al-
þingis gefi fyllilega til kynna að
hann kunni að aðhafast frekar í
málinu.
Grunsemdir hafa vaknað
„Fyrir mitt leyti les ég út úr við-
brögðum umboðsmanns verulega
gagnrýni á framkvæmdina. Ég
held að það sé erfitt að túlka
ákvörðun hans um að aðhafast ekki
öðruvísi en svo að það hljóti að
hafa vaknað grunsemdir um að
þarna sé ýmsum hlutum ábóta-
vant.“
Steingrímur segir að hann hefði
helst kosið að umboðsmaður Al-
þingis hefði tekið málið í heild
sinni og þar með talið það sem
varðar mögulegt vanhæfi Halldórs
Ásgrímssonar forsætisráðherra.
Mikilvægar spurningar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar,
kveðst vera tiltölulega sátt við nið-
urstöðu umboðsmanns Alþingis.
„Auðvitað hefði ég kosið að hann
tæki til skoðunar hæfi Halldórs
Ásgrímssonar í málinu, en átti allt
eins von á því að hann myndi ekki
gera það enda langt um liðið. Þetta
er auðvitað alfarið hans ákvörðun
og ég beygi mig undir hana.“
Hún telur mikilvægt að umboðs-
maður Alþingis sendi spurningar
er varða einkavæðingarferlið til
forsætisráðuneytisins, og þær
reglur sem hafa gilt um það.
„Hann spyr um lagarammann og
hvort það standi til að setja um
þetta lög, og vísar til þess að rík-
isendurskoðandi hafi m.a. bent á
að þetta væri nokkuð óljóst, þessi
verka-, ábyrgðar og valdaskipting
milli einkavæðingarnefndar og
framkvæmdanefndar um einka-
væðingu. Hann spyr líka hvaða
hæfisreglur hafi gilt og með hvaða
hætti menn hafi gert grein fyrir
hæfi sínu ef þeir hafi talið að van-
hæfisástæður kynnu að vera fyrir
hendi.“
Ingibjörg segist hafa verið lengi
þeirra skoðunar að sérkennilegt
væri að ekki væri til lagarammi
um einkavæðingu. Sú einkavæðing
sem þegar hafi átt sér stað hafi
verið gerð á grundvelli verklags-
reglna sem voru samþykktar í rík-
isstjórn en eigi sér ekki lagastoð.
Þarna hafi miklir hagsmunir verið
á ferðinni og því mikilvægt að allt
ferlið væri gagnsætt og hægt að
staðreyna það.
Klaufalegt hjá ráðherra
Guðjón A. Kristjánsson, formað-
ur Frjálslynda flokksins, kveðst
ekki vera ósáttur við að umboðs-
maður Alþingis spyrji forsætis-
ráðuneytið um þær reglur er varði
einkavæðingarferlið, hverjar þær
séu og hvort menn hyggist breyta
þeim í framtíðinni eða setja þær í
ákveðnari farveg. Það sé af hinu
góða.
„Ég verð hinsvegar að segja al-
veg eins og er að mér hefur fundist
að þetta hafi verið afar klaufalegt
hjá núverandi forsætisráðherra að
vera þátttakandi í þessu ferli,“
segir Guðjón.
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna segja umboðsmann
Alþingis spyrja lykilspurninga um sölu ríkisbankanna
Hefðu viljað sjá skoðun
á hæfi forsætisráðherra
Guðjón A.
Kristjánsson
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Steingrímur J.
Sigfússon
Formaður VG segist sjá gagnrýni hjá umboðsmanni
FÉLAGSMÁLA- og fjármálaráð-
herra hafi komist að samkomulagi
um niðurgreiðslu vaxtakostnaðar
vegna byggingar fjögur hundruð
leiguíbúða á ári næstu fjögur árin, en
íbúðirnar eru einkum ætlaðar fé-
lagasamtökum og sveitarfélögum.
Árni Magnússon, félagsmálaráð-
herra, segir að þetta sé framhald á
samkomulagi sem gert hafi milli fé-
lagsmála- og fjármálaráðherra fyrir
fimm árum. Það samkomulag hafi
verið tvíþætt og falið í sér annars
vegar vaxtaniðurgreiðslur gagnvart
almennum leiguíbúðarlánum og hins
vegar gagnvart félagslegum leigu-
íbúðarlánum. Samkomulagið nú feli í
sér framhald á samningnum vegna
félagslegra leiguíbúða, en þau lán
hafi verið veitt með 3,5% vöxtum.
Fyrst og fremst sé horft til félaga-
samtaka og sveitarfélaga og slíkra
aðila sem geti sótt um lán hvað þetta
snerti.
„Byggingarfélög námsmanna hafa
verið að nýta þetta mjög mikið og
þar er fyrirsjáanleg mikil þörf fram-
undan vitum við,“ sagði Árni.
Hann sagði að það væri ekki síst af
þeim sökum sem þeir hefðu ákveðið
að framlengja þennan lánaflokk.
Þeir voni að þetta svari þeirri þörf
sem sé fyrir hendi í stórum dráttum
segir hann jafnframt aðspurður.
„Við erum að koma til móts við
þessi félög með sama hætti og áður.
Þetta er út af fyrir sig tímabundin
afgreiðsla í hvert skipti. Fyrra sam-
komulagið var að renna út og okkur
fannst ástæða að minnsta kosti um
sinn að framlengja það og tryggja að
þessi félög njóti sömu kjara og und-
anfarin ár,“ sagði Árni einnig.
Lánin verða áfram veitt með 3,5%
vöxtum og bætir ríkissjóður muninn
á vöxtunum og á almennum vöxtum
íbúðalána eins og þeir eru hverju
sinni, en þeir eru nú 4,15% eins og
kunnugt er. Fer uppgjör vegna
þessa fram í lok hvers árs og er áætl-
að að árlegur vaxtamunur nemi um
33 milljónum króna miðað við 4,15%
vexti og 16,2 milljóna króna meðal-
lán vegna hverrar íbúðar.
Samkomulag félags- og fjármálaráðherra
Vextir áfram niður-
greiddir vegna fé-
lagslegra leiguíbúða
ALÞJÓÐAMÁLASTOFNUN Há-
skóla Íslands og Háskólinn í Beirút í
Líbanon standa saman að þriggja
daga ráðstefnu um Ísland og Líb-
anon og áhrif Evrópusambandsins á
þessi lönd. Ráðstefnan fer fram í
Beirút dagana 30. september til 2.
október. Tilgangurinn er að efla
skilning og samskipti á milli land-
anna og á milli íslenskra og líbanskra
fræðimanna og skoða hvað er líkt og
hvað ólíkt með löndunum sem standa
hvort sínum megin við ESB.
Fjórir íslenskir fræðimenn halda
erindi, Davíð Þór Björgvinsson,
dómari hjá Mannréttindadómstól
Evrópu, Baldur Þórhallsson, dósent
í stjórnmálafræði við HÍ, Guðmund-
ur Hálfdánarson, prófessor í sagn-
fræði við HÍ, og Ólafur Ísleifsson,
lektor við HR.
Ráðstefna
í Beirút um
Ísland og
Líbanon