Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 11
NÍU dómarar skipa Hæstarétt. Sá sem er með lengstan starfsaldur er Guðrún Erlendsdóttir en Jón Steinar Gunnlaugsson hefur skemmst setið í réttinum.  Guðrún Erlendsdóttir. Dómari við Hæstarétt frá 30. júní 1986.  Hrafn Bragason. Dómari við Hæstarétt frá 8. sept. 1987.  Garðar Gíslason. Dómari við Hæstarétt frá 23. desember 1991.  Markús Sigurbjörnsson. Dóm- ari við Hæstarétt frá 1. júlí 1994.  Gunnlaugur Claessen. Dómari við Hæstarétt frá 1. september 1994.  Árni Kolbeinsson. Dómari við Hæstarétt frá 1. nóvember 2000.  Ingibjörg Benediktsdóttir. Dómari við Hæstarétt frá 1. mars 2001.  Ólafur Börkur Þorvaldsson. Dómari við Hæstarétt frá 1. september 2003.  Jón Steinar Gunnlaugsson. Dómari við Hæstarétt frá 15. október 2004. Níu dómarar í Hæstarétti MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 11 FRÉTTIR FIMM dómarar munu taka þátt í meðferð Hæstaréttar á kæru rík- islögreglustjóra vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa Baugsmálinu frá í heild sinni. Hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen, Markús Örn Sigurbjörnsson, og Ingibjörg Benediktsdóttir skipa dóminn. Í 7. grein laga um dómstóla seg- ir að þegar fimm eða sjö dómarar skipi dóm skuli eiga þar sæti þeir dómarar sem lengst hafa verið skipaðir hæstaréttardómarar. Bæði Hrafn Bragason og Árni Kol- beinsson hafa verið hæstaréttar- dómarar lengur en Ingibjörg Benediktsdóttir. Dómur í síðasta lagi 14. október Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofu- stjóri Hæstaréttar, sagði að slíkt gerðist oft en að engar sérstakar skýringar væru gefnar á því af hálfu réttarins. Öll gögn vegna kærunnar höfðu borist Hæstarétti sl. föstudag. Dómurinn hefur í mesta lagi þrjár vikur frá því gögnin bárust til að kveða upp dóm. Í síðasta lagi verður dómur því kveðinn upp 14. október næst- komandi. Í kærumálum sem þessum er al- menna reglan sú að dæmt er á grundvelli fyrirliggjandi gagna en málflutningur fer ekki fram. Hæstiréttur getur þó ákveðið ann- að, telji hann ástæðu til. Fimm dómarar fjalla um frávísun Héraðsdóms Morgunblaðið/Brynjar Gauti Dóms er að vænta um frávísun Baugsmálsins innan tveggja vikna. JÓN Gerald Sullenberger mun í næstu viku kæra Fréttablaðið og blaðamanninn sem skrifað hefur fréttir byggðar á tölvupóstum sem fóru milli hans og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs, fyrir birtingu þeirra í blaðinu í gær og fyrradag. Jón Gerald segir að þar sem póstarnir séu samkvæmt frétt Morgunblaðsins ekki komnir frá Tryggva ætli hann að leita réttar síns. „Ég er búinn að kanna stöðu mína og það lítur út fyrir það að þessi póstur sé illa fenginn og ég mun leita réttar míns,“ segir Jón Gerald. Mun kæra Fréttablaðið og blaðamann þess HALLDÓR Ás- grímsson for- sætisráðherra hefur að ósk Geirs H. Haarde utanrík- isráðherra leyst hann undan störfum í stjórn- arskrárnefnd. Að tillögu Sjálfstæð- isflokks hefur Halldór skipað Bjarni Benediktsson alþingismann í nefndina. Tekur sæti í stjórnar- skrárnefnd Bjarni Benediktsson HRAFNKELL V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, telur að ekki hafi komið fram haldbær gögn sem rökstyðji það að tölvupóstur sendur fyrir mörgum árum hafi kom- ist í hendur Fréttablaðsins frá fjar- skiptafyrirtæki eða netþjónustuað- ila. Slíkt sé þó vissulega tæknilega mögulegt og þá sérstaklega ef við- komandi viðskiptavinur geymir tölvupóstinn sinn hjá viðkomandi þjónustuaðila allan tímann. Hann segir menn hafa verið fljóta til að ásaka fjarskiptafyrirtækin, sem eigi allt sitt undir trausti viðskiptavina sinna. „Mér finnst að menn hafi nán- ast gefið sér sökudólginn í þessu máli, sem verður að teljast óráðlegt þar sem þarna er um að ræða gögn frá því 2002. Það hefur mikið gerst á fjarskiptamarkaðnum síðan, t.d. má benda á að Og Vodafone er stofnað í apríl 2003.“ Hrafnkell telur koma til greina að setja einhvers konar flokkunarkerfi á öryggi netþjónustu fjarskiptafyrir- tækja. Fyrirtækin gætu þá t.d. boðið upp á mismunandi og misdýrar leið- ir, þar sem dulkóðun gagna væri sú öruggasta. Sú aðferð veitir að hans sögn nánast 100% öryggi í flutningi póstsins en er lítið notuð af almenn- ingi. Hrafnkell telur til greina koma að opinberir aðilar gangi hér undan með góðu fordæmi og innleiði slíka notkun í stjórnsýsluna. Þegar unnið að auknu öryggi Samgönguráðherra hefur í ljósi umræðu um fjarskiptaöryggi undan- farna daga og ásakana í garð fjar- skiptafyrirtækja sent Póst- og fjar- skiptastofnun bréf þess efnis að stofnunin bregðist sérstaklega við til þess að tryggja öryggi á þessu sviði. Hrafnkell segir að margvísleg vinna sé þegar í gangi þar sem fjarskipta- öryggi er kannað og leiðir til bóta skoðaðar. „Aukið öryggi fjarskipta er ekki skammtíma viðfangsefni,“ bendir hann á. „Við höfum verið að auka net- og upplýsingaöryggi í all- langan tíma,“ segir Hrafnkell og seg- ir vinnuhóp samgönguráðherra vera dæmi um það. „Síðan höfum við verið að vinna að stefnumótun í öryggismálum. Þá er m.a. kafli um öryggi og persónu- vernd í nýrri fjarskiptaáætlun. Þetta er grundvöllurinn að því sem við munum halda áfram að vinna með til að tryggja aukið öryggi fjarskipta.“ Í fjarskiptaáætlun er m.a. fjallað um öryggi í notkun Netsins. Í því felst m.a. að setja fram viðmið um rekstraröryggi þeirra sem veita net- þjónustu. „Það er spurning hvað eigi að ganga langt í setningu slíkra við- miða,“ segir Hrafnkell. Verði það gert, verður það í formi gæðastaðla og væntanlega krafist gæðavottorða frá fjarskiptafyr- irtækjunum sem telja sig uppfylla viðmiðin. „Það er tímafrekt og kostnaðarsamt starf að ná slíkri gæðavottun og því frekar á færi stærri og öflugri fyrirtækja,“ segir Hrafnkell. „Slíkar aðgerðir myndu því hugsanlega tor- velda smærri og nýjum fyrirtækjum að komast inn á þennan markað.“ Flokkunarkerfi „Mér finnst ekki úr vegi að varpa þeirri hugmynd fram á markaðinn og fá viðbrögð þeirra sem þar starfa að búa til einhvers konar flokkunar- kerfi,“ segir Hrafnkell. „Þá geta menn boðið upp á mismunandi ör- yggisstig í þjónustu og verðlagt hana í samræmi við það, allt eftir þörfum viðskiptavinarins.“ Hrafnkell segir það almennt við- urkennt að tölvupóstur geti verið óöruggur í eðli sínu. „Tölvupóstur sem sendur er frá a til b fer í gegnum allt internetið á ódulrituðu formi og fræðilega séð geta þeir sem hafa nægilega góða þekkingu og eru í að- stöðu til þess séð hvað fer um net- kerfin, t.d. um þráðlaus netkerfi sem nú eru algeng,“ segir Hrafnkell. Hann bendir á að nánast öll upp- lýsingatæknifyrirtækin á Íslandi séu þegar búin að innleiða eða eru að inn- leiða alþjóðlega staðla varðandi ör- yggi upplýsingakerfa. En hverju breytir það fyrir hinn almenna notanda? „Þetta er trygging fyrir ákveðnum vinnubrögðum varðandi net- og upp- lýsingaöryggi. Það er t.d. ákveðinn rekjanleiki tryggður.“ En er tæknilega mögulegt að sjá í gögnum fjarskiptafyrirtækja, hvort þaðan hafi verið farið ólöglega inn í tölvupóstkerfi viðskiptavina og gögn sótt þaðan? „Tæknilega séð er svarið bæði já og nei,“ segir Hrafnkell. „Kerfin eiga að geta skráð alla umferð en einstak- lingur með ákveðna þekkingu og að- stöðu getur reynt að fela slóð sína ef einbeittur brotavilji er til staðar.“ Hann ítrekar að engin haldbær gögn hafi komið fram síðustu daga sem styðji þær fullyrðingar að tölvu- póstar þeir sem Fréttablaðið hefur birt séu komnir frá fjarskiptafyrir- tæki. „Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarna daga eru fjöl- margar aðrar leiðir færar en að mis- nota kerfi fjarskiptafyrirtækja til að nálgast slík gögn,“ segir Hrafnkell. Mikilvægt er að upplýsa almenning um hættur varðandi net- og upplýs- ingaöryggi og bendir Hrafnkell í því sambandi m.a. á neytendahluta heimasíðu Póst- og fjarskiptastofn- unar á www.pfs.is undir net- og upp- lýsingaöryggi. Netþjónusta verði flokkuð eftir öryggi Hrafnkell V. Gíslason Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is BARNAHÚS að íslenskri fyr- irmynd verður opnað í Linköping í Svíþjóð í dag, að viðstöddum þeim Silvíu Svíadrottningu, Braga Guð- brandssyni, forstjóra Barnavernd- arstofu, og Svavari Gestssyni, sendiherra Íslands í Svíþjóð, ásamt fleirum. Bragi mun flytja erindi við opnunina, ásamt því að taka þátt í fréttamannafundi að at- höfn lokinni. Sænsku konungshjónin komu til Íslands í opinbera heimsókn haust- ið 2004. Silvía drottning heimsótti þá Barnahúsið hér á landi, sem leiddi til þess að hún beitti sér fyr- ir stofnun svipaðrar starfsemi í Svíþjóð. Drottningin er stofnandi World Childhood Foundation, sem hefur það að markmiði að bæta réttindi og aðstæður barna í heim- inum. Fékk hún því framgengt að veita sérstöku fjármagni úr þeim sjóði til að barnahús gæti orðið að veruleika í Svíþjóð. Samkvæmt upplýsingum frá Barnaverndarstofu eru uppi áform um að koma á fót fleiri barna- húsum í Svíþjóð. Norðmenn hafa einnig stofnað vinnuhóp til að skoða fyrirkomulag og starfsemi Barnahússins á Íslandi og meðferð þess á kynferðisbrotum gegn börn- um. Morgunblaðið/Sverrir Frá heimsókn Silvíu Svíadrottningar í Barnahúsið fyrir rúmu ári í fylgd Dorritar Mousaieff forsetafrúar, Braga Guðbrandssonar og barna. Barnahús opnað í Svíþjóð í dag að íslenskri fyrirmynd ÖRN Sigurðsson arkitekt hefur lýst yfir fram- boði sínu í próf- kjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórn- arkosninga vorið 2006. Sækist hann eftir fjórða til fimmta sæti á lista. Örn er fæddur 9. júní árið 1942 í Reykjavík. Hann lauk stúdents- prófi frá stærðfræðideild MR árið 1962 og lokaprófi í arkitektúr árið 1972 frá Tækniháskólanum í Braunschweig. Hann hefur unnið á ýmsum arkitektastofum í Reykjavík og í Þýskalandi og rekið eigin arki- tektastofu í Reykjavík frá árinu 1980. Örn var einn af stofnendum Samtaka um betri byggð og síðar einn af stofnendum Höfuðborg- arsamtakanna, sem hann hefur veitt forstöðu síðan 2002. Þá hefur hann skrifað fjölda blaðagreina og greinargerða um borgarskipulag, en skipulagsmál eru einmitt mjög ofarlega á baugi hjá Erni. Örn í prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki í Reykjavík Örn Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.