Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
REPÚBLIKANAR á Bandaríkja-
þingi fylktu sér í gær um Tom
DeLay eftir að hann varð að segja af
sér sem leiðtogi
meirihlutans í
fulltrúadeild
þingsins vegna
ákæru á hendur
honum um brot á
lögum í Texas um
fjármögnun kosn-
ingabaráttu. Af-
sögnin er enn eitt
áfallið fyrir
George W. Bush
Bandaríkjaforseta, sem hefur átt
undir högg að sækja að undanförnu,
og gæti torveldað forsetanum að
knýja fram stefnu sína á þinginu áð-
ur en síðara kjörtímabili hans lýkur.
Í grein í The Washington Post er
DeLay lýst sem valdamesta leiðtoga
í fulltrúadeildinni í áratugi og einum
af áhrifamestu leiðtogum repúblik-
ana á síðustu árum. Hann hafi átt
stærri þátt en aðrir þingmenn, svo
sem Newt Gingrich eða Dennis
Hastert, í því að styrkja repúblikana
í sessi eftir kosningasigra þeirra árið
1994 og efla meirihluta þeirra í báð-
um þingdeildum.
DeLay hefur verið uppnefndur
„Hamarinn“ vegna aðferðanna sem
hann beitti til að halda uppi aga í
þingflokki repúblikana í full-
trúadeildinni. Hann er talinn eiga
stærsta þátt í því að nokkrar af um-
deildustu tillögum Bush forseta voru
hamraðar í gegn á þinginu.
Afsögnin leiðir því til stórs tóma-
rúms í þingflokki repúblikana á
mjög erfiðum tíma fyrir stjórn Bush,
sem hefur verið í vörn að und-
anförnu vegna ófullnægjandi við-
bragða yfirvalda við fellibylnum
Katrínu, látlausra blóðsúthellinga í
Írak, hækkandi bensínverðs og
minnkandi fylgis forsetans í skoð-
anakönnunum.
Um það bil viku fyrir afsögn
DeLays hófst rannsókn á því hvort
leiðtogi meirihlutans í öldungadeild-
inni, Bill Frist, hefði gerst sekur um
lögbrot og innherjaviðskipti með því
að selja hlutabréf í fyrirtæki, sem
fjölskylda hans hefur rekið, skömmu
áður en gengi þeirra snarlækkaði.
„Ákæran á hendur DeLay er enn
eitt dæmið um að repúblikanar á
þinginu eru þjakaðir af spilling-
arhugarfari á kostnað bandarísku
þjóðarinnar,“ sagði Nancy Pelosi,
leiðtogi demókrata í fulltrúadeild-
inni.
Ákærður af pólitískum
ástæðum?
DeLay er hæst setti þingmað-
urinn í sögu Bandaríkjanna sem
ákærður hefur verið fyrir lögbrot.
Hann varð að segja af sér þar sem
reglur þingsins kveða á um að leið-
togum þingsins beri að víkja við slík-
ar aðstæður.
DeLay hélt fram sakleysi sínu,
sagði ákæruna af pólitískum rótum
runna og kvaðst búast við því að taka
við embættinu aftur þegar mála-
rekstrinum lyki. Hann sagði þetta
eina af veikustu ákærum í sögu
Bandaríkjanna og lýsti saksókn-
aranum í málinu, demókratanum
Ronnie Earle, sem „flokksbundnum
ofstækismanni“.
Earle er einn af valdamestu demó-
krötunum í Texas og raunar álitinn
eini demókratinn í ríkinu sem geti
gert repúblikönum erfitt fyrir vegna
þess að þeir eru með meirihluta í
báðum deildum ríkisþingsins, auk
þess sem repúblikanar gegna öllum
æðstu pólitísku embættum Texas.
Earle neitaði því að DeLay hefði
verið ákærður af pólitískum ástæð-
um og kvaðst hafa ákært „fjórum
sinnum fleiri demókrata en repú-
blikana“ frá því að hann varð sak-
sóknari fyrir nær 30 árum. Hann
segist hafa ákært nokkra af vinum
sínum og jafnvel gefið út ákæru á
hendur sjálfum sér fyrir að skila
greinargerð um fjármögnun kosn-
ingabaráttu sinnar einum degi of
seint.
Snýst um aldargömul lög
Lögin, sem DeLay er sakaður um
að hafa brotið, voru sett fyrir hundr-
að árum til að koma í veg fyrir að
svokallaðir „ræningjabarónar“, kap-
ítalistar sem þóttu stunda skefja-
laust arðrán á þeim tíma, hefðu of
mikil áhrif í stjórnmálum Texas.
Þessi lög hafa verið tekin upp í
fleiri sambandsríkjum og banna að
peningar frá fyrirtækjum séu not-
aðir til að berjast fyrir sigri eða
ósigri frambjóðenda í kosningum.
DeLay er sakaður um aðild að
samsæri um að brjóta þessi lög
ásamt nokkrum af samstarfs-
mönnum sínum.
Ákæran snýst um 190.000 dollara,
sem samsvarar tæpum tólf millj-
ónum króna, sem svonefnd „pólitísk
aðgerðanefnd“ DeLay fékk frá
nokkrum fyrirtækjum. Peningarnir
voru síðan lagðir inn á reikning
landsnefndar repúblikanaflokksins
sem úthlutaði fénu til sjö frambjóð-
enda repúblikana í Texas fyrir kosn-
ingar til fulltrúadeildar þings sam-
bandsríkisins árið 2002.
Kosningarnar voru sögulegar þar
sem repúblikanar náðu þá meiri-
hluta í þingdeildinni í fyrsta skipti
frá stjórnarfarslegri endur-
skipulagningu Suðurríkjanna seint á
19. öld eftir borgarastyrjöldina í
Bandaríkjunum.
Í umræddum lögum í Texas er
ákvæði um að nota megi fjárframlög
frá fyrirtækjum til að greiða „stjórn-
unarkostnað“ pólitískra hreyfinga,
meðal annars húsnæðiskostnað. Lík-
legt er að sakborningar skírskoti til
þessa ákvæðis í málsvörninni.
Nefndin, sem DeLay stofnaði, hefur
viðurkennt að hafa fengið peninga
frá fyrirtækjum en hún heldur því
fram, að þeir hafi aldrei verið notaðir
til að styðja frambjóðendur.
DeLay hefur sagt að þótt hann
hafi stofnað nefndina og verið á með-
al ráðgjafa hennar hafi hann aldrei
tekið þátt í daglegri starfsemi henn-
ar. Líklegt þykir að verjendur hans
leggi áherslu á að hann hafi ekki get-
að vitað af lögbrotum hafi þau verið
framin.
Verði DeLay fundinn sekur á
hann yfir höfði sér sex mánaða til
tveggja ára fangelsisvist og sekt að
andvirði 10.000 dollara, sem sam-
svarar 630.000 krónum.
AP
Tom DeLay ræðir við blaðamenn eftir að hann tilkynnti afsögn sína.
Tómarúm í þing-
flokki repúblikana
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
’DeLay lýst sem valda-mesta leiðtoga í full-
trúadeildinni í áratugi.‘
Ronnie Earle
EKKI er óhugsandi, að veiran, sem
veldur alnæmi, sé farin að veiklast og
muni því með tíð og tíma ekki verða sá
ógnvaldur, sem hún er nú.
Kemur þetta fram hjá hópi vísinda-
manna, sem vinna á rannsóknastofn-
un fyrir hitabeltissjúkdóma í
Antwerpen í Belgíu. Hafa þeir borið
saman veirusýni frá árunum 1986-’89
og frá 2002-’03. Í ljós kom, að yngri
sýnin eða veirurnar fjölga sér ekki
jafnhratt og þær eldri og voru að auki
næmari fyrir lyfjum. Gengur það
raunar gegn ýmsum öðrum rann-
sóknum, sem virðast sýna fram á auk-
ið lyfjaónæmi veirnanna.
Vísindamennirnir segja frá þessu í
grein í tímritinu Aids og taka fram, að
þeir hafi aðeins getað borið saman 12
sýni frá hvoru tímabili. Þá segjast
þeir ekki geta útilokað alveg, að lyfja-
gjöf hafi ekki verið búin að hafa ein-
hver áhrif á veirurnar. Niðurstaðan
hafi samt verið sú, að yngri veirusýn-
in voru miklu veikari en þau eldri.
Kom þetta fram á fréttavef BBC,
breska ríkisútvarpsins, í gær.
„Alnæmisveiran veldur enn dauða
en líklega hefur þó dregið úr mann-
falli af hennar völdum. Hugsanlegt er,
að eftir 50 eða 60 ár verði hún ekki
lengur banvæn,“ sagði dr. Eric.
Skynsamlegt jafnvægi
Keith Alcorn, frammámaður í sam-
tökunum NAM, sem vinna að upplýs-
ingagjöf um alnæmi, segir, að um
nokkurt skeið hafi verið talið, að veir-
an myndi eflast með tímanum.
„Það, sem sýnist vera að gerast, er
það, að ónæmiskerfið í mönnum virð-
ist hafa haft áhrif á veiruna og mótað
hana smám saman þannig, að hún er
ekki jafnsvæsin og áður. Hún gæti því
orðið okkur skaðlaus að nokkrum
kynslóðum gengnum.“
Dr. Marco Vitoria, alnæmissér-
fræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðis-
stofnuninni, segir, að svipuð þróun
hafi orðið með ýmsa aðra sjúkdóma,
til dæmis bólusótt, berkla og sárasótt.
Þeir hafi heldur verið að veikjast.
„Náttúran leitar alltaf jafnvægis,
til dæmis milli sýkils og hýsils. Það er
skynsamlegt og tryggir, að báðir geti
lifað saman.“
Er alnæmis-
veiran heldur
að veiklast?
Vísindamenn telja ekki víst, að hún
verði jafnskæð í framtíðinni og nú
Bagdad. AP, AFP. | Að minnsta kosti 85
manns biðu bana og 110 særðust er
sjálfsmorðsárásarmenn sprengdu
með fáeinna mínútna millibili upp
þrjá bíla í sjítaborg fyrir norðan
Bagdad í Írak í gær. Tveir bílar
sprungu síðdegis á aðalverslunar-
götu borgarinnar og sá þriðji á
markaði skammt frá. Meðal látinna
voru 35 konur og 22 börn. Þá biðu
fimm bandarískir hermenn bana er
sprengja sprakk í vesturhluta lands-
ins.
Sjíta-borgin heitir Balad og er um
70 km norður af Bagdad, í héraðinu
Salaheddin sem annars er að mestu
byggt súnnítum. Lýst var yfir út-
göngubanni á staðnum fljótlega eftir
árásirnar. Haft var eftir læknum á
sjúkrahúsi bæjarins, að 85 manns
hefðu týnt lífi og margir að auki
væru alvarlega særðir.
Fyrir skömmu lýsti súnnítinn og
hermdarverkaforinginn Abu Musab
al-Zarqawi yfir allsherjarstríði gegn
sjítum í Íraka en þeir eru um 60%
landsmanna. Er talið að með árásum
á borð við þær sem gerðar voru í gær
sé ætlunin að ýta undir trúarstríð
milli fylkinga sjía- og súnní-múslíma.
Hryðjuverkaárásum hefur fjölgað í
Írak að undanförnu og er búist við,
að svo verði að minnsta kosti fram að
þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja
stjórnarskrá 15. október næstkom-
andi.
Bandarísku hermennirnir féllu í
borginni Ramadi, sem er 100 km fyr-
ir vestan Bagdad, en þar hafa
skæruliðar látið mikið að sér kveða.
Er mannfall í liði Bandaríkjamanna
nú komið í 1.934 en á síðustu fjórum
dögum hafa meira en 185 manns fall-
ið í sprengjutilræðum í Írak, þar af
13 Bandaríkjamenn.
Mikið mannfall í bíl-
sprengingum í Írak
AP
Grátandi Írakar bíða við líkhús eftir að fá jarðneskar leifar ættingja sem var myrtur þegar skotið var á sjíta í
verslun í Bagdad. Þrír féllu í árásinni sem að líkindum er ætlað að sá fræjum misklíðar milli sjíta og súnníta.
Washington. AFP. | Bandaríska
öldungadeildin staðfesti í gær
skipan Johns Roberts sem
næsta formanns hæstaréttar
Bandaríkjanna og verður hann
sá 17. til að gegna því embætti.
Bill Frist, leiðtogi repúblik-
ana í öldungadeildinni, sagði,
að Roberts, sem var samþykkt-
ur með 78 atkvæðum gegn 22,
hefði alla burði til að komast í
hóp þeirra, sem hefðu getið sér
mest orð í þessu embætti.
Hann væri maður réttlátur og
myndi aldrei láta stjórnmál
hafa áhrif á dóma sína.
Staðfestu
Roberts