Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
AKUREYRI
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Laugardalur | Hverfisráð
Laugardals, í samvinnu við Fé-
lag eldri borgara og Þjónustu-
miðstöð Laugardals og Háa-
leitis, býður eldri borgurum í
Laugardal til íbúaþings mánu-
daginn 3. október kl. 12.30–
16.30 á Grand Hótel.
Á þinginu verða kynntar nið-
urstöður úr þremur viðhorfs-
könnunum sem unnar voru
meðal eldri borgara í Laugar-
dal í vor, þ.e. gestum Laug-
ardalslaugar, gestum fé-
lagsstarfs á vegum borg-
arinnar og notendum heima-
þjónustu. Þá verður kynnt
þjónusta við aldraða í Laug-
ardal og Margrét Margeirs-
dóttir, formaður félags eldri
borgara, veltir upp áherslum
eldri borgara.
Þátttakendum íbúaþingsins,
sem er öllum opið, gefst enn-
fremur kostur á að koma skoð-
unum sínum á framfæri í um-
ræðuhópum um hvernig
Laugardalur geti orðið fyrir-
myndarhverfi í þjónustu og að-
stöðu fyrir eldri borgara.
Eldri
borgarar
þinga
Hafnarfjörður | Bæjarstjórn
Hafnarfjarðar hefur lýst yfir
ánægju sinni með það góða
samstarf sem verið hefur við
starfsmenn, stjórnendur og
fulltrúa Vatnsleysustrandar-
hrepps varðandi starf sam-
starfsnefndar um sameiningu
Hafnarfjarðar og Vatnsleysu-
strandarhrepps.
Sameining
góður kostur
Í yfirlýsingu bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar segir ennfrem-
ur: „Þær ítarlegu upplýsing-
ar, sem liggja fyrir varðandi
greiningu á áhrifum samein-
ingar í skýrslu ráðgjafafyr-
irtækisins ParX, eru að mati
bæjarstjórnar góður grund-
völlur ákvörðunartöku fyrir
íbúa sveitarfélaganna. Sam-
kvæmt menginniðurstöðum
skýrslunnar eru fjölmargir
þættir sem benda til þess að
sameining þessara sveitarfé-
laga sé góður kostur fyrir
íbúa bæði í Hafnarfirði og
Vatnsleysustrandarhreppi, sé
litið til þjónustuþátta, fjár-
hagsmála og margvíslegra
sameiginlegra hagsmuna
sveitarfélaganna.“
Þá lýsir bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar yfir stuðningi sínum
við sameiningu sveitarfélag-
anna í kosningunum 8. októ-
ber nk. og hvetur íbúa í
Hafnarfirði til að kynna sér
vel þær upplýsingar sem
liggja fyrir og jafnframt að
taka þátt í kosningunum.
Samein-
ingarvilji
í Hafn-
arfirði
Draumar í þjóðtrú Íslendinga |
Björg Bjarnadóttir sálfræðingur
heldur fyrirlestur í sal Zontaklúbbs
Akureyrar, Aðalstræti 54, á morgun,
laugardaginn 1. október, kl. 14.
Hann nefnist: Draumar í þjóðtrú Ís-
lendinga.
Björg hefur gert viðamikla Gall-
upkönnun á draumum og svefni, og
skrifað bókina Draumalandið sem út
kom hjá Draumasetrinu Skuggsjá
árið 2003.
Einnig hefur Björg safnað saman
úr fornsögum, bókmenntum, ævi-
sögum, sendibréfum, minning-
argreinum og bókum heimildum um
draumfarir að fornu og nýju.
Yfir 70% þeirra sem þátt tóku í
áðurnefndri könnun trúa að
draumar hafi merkingu fyrir dag-
legt líf. Allir aldurshópar þekkja til
þeirra flokka drauma sem spurt var
um, og áhugi yngra fólks á draumum
er síst minni en þeirra sem eldri eru.
Eftir fyrirlesturinn verður opin
spjaldasýning í Minjasafninu á Ak-
ureyri um sama efni.
Sýningin er aðeins opin í fjóra
daga, 1.–2. og 8.–9. október kl. 14–
17.
Forgangsmál | Lenging Akureyr-
arflugvallar ætti að verða forgangs-
mál við næstu
endurskoðun
samgönguáætl-
unar að mati að-
alfundar Eyþings
sem haldinn var
nýlega. „Lenging
flugvallarins er
forsenda fyrir
áætlunar- og
fraktflugi frá Ak-
ureyri til annarra landa. Það er
ferðaþjónustu og atvinnulífi á Norð-
urlandi ómetanlegt að hafa kost á
beinu flugi til Akureyrar,“ segir í
ályktun.
„VIÐ ætlum að kveikja ljós-
in í göngubrautinni í kvöld
og opna þar með fyrir skíða-
göngufólk,“ sagði sagði
Guðmundur Karl Jónsson
forstöðumaður Skíðastaða í
Hlíðarfjalli í samtali við
Morgunblaðið í gær. Hann
sagði stefnt að því að hafa
göngubrautina opna næstu
daga, eða eins lengi og að-
stæður leyfa. Guðmundur
Karl sagði að það kæmi sér
nokkuð á óvart hversu mik-
ill snjór er í fjallinu miðað
við árstíma en hins vegar
vantaði töluvert upp á að
hægt verði að opna skíða-
lyfturnar.
„Sagan segir okkur að
þegar svona gerist hlýni í
kjölfarið og því er nokkuð
erfitt að lesa út úr þessu.
Það hefur líka gerst að
snjórinn hefur komið í lok
október og ekkert farið aft-
ur þann veturinn.“ Guð-
mundur Karl sagði að veðr-
ið undanfarnar vikur hefði
verið að stríða þeim sem
stæðu að framkvæmdum í
tengslum við væntanlega
snjóframleiðslu. „Snjórinn
hefur tafið framkvæmdir en
við erum þó ekki í neinum
vandræðum enn sem komið
er. Við höfum gert flest allt
sem þarf að gera á auðri
jörð, komið niður 90% af
rörunum og vinnu við dælu-
húsið er að ljúka.“ Vinna við
uppistöðulónið hefur hins
vegar ekki gengið sem
skyldi en Guðmundur Karl
sagði að nóg vatn væri í
lækjum til að búa til snjó.
Hann sagði að ef ekki yrði
hægt að ljúka fram-
kvæmdum við lónið í ár yrði
það gert næsta sumar.
„Ég ætla samt rétt að
vona að við fáum ekki vetur
í 12 mánuði. Veturinn kom
ekki fyrr en í maí í vor og
sumarið líktist miklu frekar
vetri en sumri.“
En það eru ekki aðeins
Akureyringar standa í stór-
ræðum á skíðasvæði sínu,
því Dalvíkingar eru líka að
vinna að uppsetningu á
snjóframleiðslukerfi í Bögg-
visstaðarfjalli. Óskar Ósk-
arsson formaður Skíða-
félags Dalvíkur sagði að
framkvæmdir gengju vel og
að stefnt sé að því að ljúka
þeim í október. Vinna við
dæluhús er hafin og á næstu
dögum verður farið í að
grafa niður lagnir. Sjö stút-
ar verða í fjallinu en að sögn
Óskars verða til að byrja
með notaðar tvær snjó-
byssur við framleiðsluna.
Vatnið í snjóframleiðsluna
verður sótt í lón sem er í að-
eins 200 metra fjarlægð frá
skíðabrekkunni. Þótt tölu-
vert hafi snjóað á Dalvík
síðustu daga, vantar enn
nokkuð upp á að hægt sé að
opna skíðasvæðið með nátt-
úrulegum snjó.
Snjórinn síðustu daga hefur tafið snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli
Skíðagöngubrautin opnuð
Morgunblaðið/Kristján
Skemmtun Þótt ekki sé enn hægt að fara svigskíði í Hlíðarfjalli fundu vinkonurnar María
Rún og Íris Katla brekku í bænum þar sem hægt var að renna sér á sleða.
Klæddu þig vel
Kápur, jakkar, stakkar,
bolir, buxur, peysur
Hafnarstræti 97, 600 Akureyri.
Sími 462 3505
Opið virka daga 10-18
laugardaga kl. 10-16
Kringlan | Framkvæmdir eru hafn-
ar við byggingu 1.700 ferm. við-
bótar við suðurbyggingu Kringl-
unnar, en í vor opnar verslunin
NEXT svokallaða „flaggskips-
verslun“ á tveimur hæðum í hús-
næðinu. Next hefur nú um 1.000
fermetra til umráða í Kringlunni.
Að sögn Arnar V. Kjartanssonar,
framkvæmdastjóra Kringlunnar,
verður reynt að halda röskun á um-
ferð og aðgengi gesta í algjöru lág-
marki meðan á framkvæmdum
stendur, en þó muni ákveðin svæði
á fyrstu og annarri hæð í bíla-
geymslu Kringlunnar þurfa að loka
tímabundið. Þá munu tæplega 30
bílastæði fara undir hina fyrirhug-
uðu verslun, en alls eru bílastæði
Kringlunnar um 3.000 talsins.
Þessi nýja stækkun þýðir m.a. að
verk Errós sem hann gaf Kringl-
unni árið 2001, þarf að víkja í ein-
hvern tíma. Að sögn Arnar var
óumflýjanlegt að taka verkið niður í
einhvern tíma, enda hefði ekki farið
vel um það í því breytta umhverfi
sem blasa mun við eftir breyting-
arnar.
Örn segir það hluta af starfsemi
verslunarmiðstöðva að brölta,
stækka og breyta. „Í þessum fram-
kvæmdum sáum við að það þyrfti að
færa verkið og höfum unnið að því í
samvinnu við Erró sjálfan og Lista-
safn Reykjavíkur,“ segir Örn og
bætir við að mikilvægt sé að eiga
samstarf við listamanninn, en Erró
hafi gert ráð fyrir því við hönnun
verksins að hægt yrði að taka það
niður.
„Við munum til að byrja með taka
það niður og setja það í geymslu, en
við höfum verið í viðræðum um að
lána það hugsanlega til listasafnsins
eða einhverrar stofnunar ef það
gæti gengið. Það er ekkert ákveðið
með það ennþá, þó að lokum viljum
við finna stað fyrir það. Þetta er
verk af slíkri stærð að það þarf sér-
stakan flöt til að koma því á. Loka-
hugmyndin er að koma því fyrir í
Kringlunni aftur, en við viljum setja
það upp þar sem það mun njóta sín
og þurfum að fara betur yfir það
hvar það gæti verið.“
Kringlan stækkar um 1.700 fm til vesturs
Viðbygging Hugmynd arkitekta að hinni nýju viðbót sem mun hýsa 1.700 ferm. verslun NEXT.
Verk Errós víkur fyrir NEXT