Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 23 MENNING EINLEIKURINN Ég er mín eigin kona verður frumsýndur í Iðnó í kvöld, með Hilmi Snæ Guðnason í aðalhlutverki. Leikritið byggir á sannsögulegum atburðum og er að- alpersónan hin þýska Charlotte von Mahlsdorf, sem fæddist drengur en ákvað að lifa lífi sínu sem kona. Að sögn Hilmis Snæs er hér á ferðinni fallegt og skemmtilegt leikrit, sem segir sögu afar sérstæðs manns sem lifði í Berlín á síðustu öld. Hið krefjandi form einleiksins „Það er byggt á sannsögulegum atburðum og inn í það fléttast til dæmis kommúnisminn og nasism- inn, austrið og vestrið í Berlín og hinar og þessar sögur, allt frá barn- æsku og gegnum allt líf þessa manns,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Alls koma 35 persónur við sögu í verkinu og túlkar Hilmir Snær þær allar. „Aðaláherslan er á þennan mann, sem nefndi sig Charlotte von Mahlsdorf, en síðan koma 34 aðrar persónur við sögu, þar á meðal höf- undur leikritsins,“ segir Hilmir. Sú staðreynd að aðalpersóna verksins er maður sem lifir sem kona hlýtur að þýða að Hilmir þurfi að bregða sér í kvenmannsföt, eða hvað? „Jú, ég geri það og er raunar í kven- mannsfötum alla sýninguna. Hinar persónurnar leik ég svo bara út frá því. Það eru kannski ekki mikil bún- ingaskipti, en maður skiptir um lík- ams- og raddbeitingu.“ Hann segir þetta leikritunarform vissulega krefjandi fyrir leikarann – að halda einn uppi tveggja tíma sýn- ingu. „En það er líka það skemmti- lega við það, að það er ögrandi. Það var nú kannski það sem ég var að leita eftir og ekkert nema skemmti- legt að vera létt nervus. Það heldur manni á tánum.“ Lítil fjölskylda Verkið heitir á frummálinu I am my own wife, og er nýtt verk úr smiðju hins bandaríska Doug Wright. Leikritið hefur hlotið fjölda verðlauna vestra, þar á meðal bæði Pulitzer-verðlaunin og Tony- verðlaunin sem besta leikrit ársins 2004. Verkinu kynntist Hilmir þegar hann var við upptökur á bíómynd í Kanada, en þegar heim var komið hafði Stefán Baldursson, sem leik- stýrir Hilmi í verkinu, einnig frétt af því og langaði til að setja það upp. „Þar sem við höfðum rætt um að setja upp eitthvað verk saman, fannst okkur þetta alveg kjörið,“ segir hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir Stefán og Hilmir vinna saman, en þetta er þó fyrsta sýningin sem nýtt leikhús þeirra, Skámáni, stend- ur fyrir. Hilmir segir aldrei að vita nema Skámáni eigi eftir að standa að uppsetningu fleiri verkefna í framtíðinni. „Þó er það ekkert aðal- atriði, enda ætlum við að vinna með öðru fólki líka,“ segir hann. „Við er- um ekki bara lagstir í eitt leikfélag.“ Sýningin er unnin í samvinnu við Menningar- og listastofnun Kor- máks og Skjaldar og verður sýnd í Iðnó fram eftir hausti. Þýðandi verksins er Guðni Kolbeinsson, en hann er einmitt faðir Hilmis Snæs. „Við eigum auðvitað enga peninga, þannig að pabbi þýðir og konan hans Komma og vinkona hennar eru með búningana, og svo framvegis. Þetta er eins og lítil fjölskylda, sem að þessu verki kemur.“ Loksins leikið í Iðnó Hilmir segist afar kátur með að setja sýninguna upp í hinu aldna leikhúsi Iðnó, enda sé húsið hlýlegt og búi yfir góðum anda. „Þarna sá ég fyrstu sýningarnar sem örvuðu mig til að feta út á þessa braut,“ seg- ir hann. „Þess vegna finnst mér gaman að fá loksins að leika í þessu húsi – ég er búinn að leika í nánast öllum leikhúsum á höfuðborg- arsvæðinu, en þetta var eftir.“ Hann segir að sýningin Ég er mín eigin kona ætti að henta öllum með einlægan áhuga á góðu leikhúsi. „Sem og fólki sem vill sjá fallega sögu. Það eru svo sem engar rólur og kaðlar, heldur er þetta einfald- lega einlægur söguflutningur. Og nóg að gerast samt sem áður. Þetta er leiksýning, sem ég held að flestir ættu að geta haft gaman af.“ UM ÞESSAR mundir er öld liðin frá frið- samlegum sambandsslitum Noregs og Sví- þjóðar, en þau voru formlega gerð í júní árið 1905. Af því tilefni stendur norska sendiráðið fyrir ýmsum viðburðum í Reykjavík á næstu dögum í samvinnu við ýmsar menningarstofn- anir hér á landi, sem eiga það sameiginlegt að fjalla um hluti sem rætur eiga í Noregi. Norsk hús á Íslandi Í dag kl. 16 verður opnuð í Ráðhúsi Reykja- víkur sýningin Af norskum rótum – Gömul timburhús í Noregi og á Íslandi og er þar rak- in saga norskra áhrifa í íslenskum húsum og húsagerðarlist. Líklegt er talið að flutt hafi verið tilsniðin hús frá Noregi til landsins þegar á fyrstu ár- um búsetu norrænna manna á Íslandi, og að slíkur innflutningur hafi átt sér stað á öllum öldum síðan. Elstu hús sem varðveist hafa á Íslandi og með vissu eiga uppruna sinni í Nor- egi eru frá seinni hluta 18. aldar. Svokölluð „katalóg“-hús frá því um aldamótin 1900 eru mörg hérlendis og áþreifanlegustu vitn- isburðir þessara norsku byggingarmenning- arstrauma og þeir sem mestu máli skipta okk- ur í daglegu lífi. Áhrif hinna svonefndu „sveitserstil“-húsa urðu einnig mikil á Íslandi, bæði vegna inn- flutnings verksmiðjuframleiddra húsa og ekki síst vegna pöntunarseðla eða katalóga sem sýndu hús, byggingarhluta og skraut, sem notaðir voru sem fyrirmyndir hjá íslenskum forsmiðum. Norska sýningin „Complet færdige Huse“, um verksmiðjuframleiðslu á húsum og bygg- ingarhlutum hjá Strømmen Trævarefabrik, var sett upp í Noregi árið 2003. Vegna þeirra áhrifa sem norsku „sveitserstil“-húsin höfðu á Íslandi þótti tilvalið að setja þessa sýningu upp hérlendis með viðbót um katalóghús og „sveitserstil“-hús á Íslandi, en íslenski hluti sýningarinnar er unninn á vegum húsafrið- unarnefndar ríkisins, Minjasafns Reykjavíkur og norska sendiráðsins í Reykjavík. Norsk nútímaglerlist Sýningin Norsk nútímaglerlist verður opn- uð í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg á morgun kl. 15 og stendur út mánuðinn. Þetta er farandsýning sem norska utanríkisráðu- neytið hefur skipulagt, en hún hefur verið sett upp víða um lönd á undanförnum árum, nú síðast í Scandinavia House í New York. Á sýningunni er að finna 28 verk eftir átta glerlistamenn sem beita bæði hefðbundnum og óhefðbundnum aðferðum til að ná fram markmiðum sínum. Einna þekktastur þessara listamanna er Arne Jon Jutrem, en verk hans er að finna í lista- og hönnunarsöfnum vítt og breitt um Norðurlönd, en einnig á meginlandi Evrópu. Aðrir sýnendur eru Ulla Mari Brant- enberg, Maud Gjeruldsen Bugge, Oluf Föin- um, Kari Håkonsen, Karen Klim, Ida Pernille Löchen og Cathrine Maske. Athygli beinist gjarnan að sænskri glerlist, en glerlistin á sér einnig langa sögu í Noregi. Gler hefur verið framleitt í Noregi frá árinu 1741 og hin fræga Hadeland-glerverksmiðja var stofnuð seint á 18. öld, en hún hefur gegnt lykilhlutverki í norskri glerlist allar götur síð- an. Glerlistin í Hadeland var sérstaklega gróskumikil á árunum eftir síðari heimsstyrj- öld og fram á áttunda áratuginn, en þá kom til sögunnar fjöldi ungra glerlistamanna sem settu upp eigin vinnustofur. Listamennirnir á sýningunni í Hönnunarsafninu hafa flestir unnið bæði sjálfstætt og fyrir Hadeland. Norsk kvikmyndahátíð Á dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem hófst í gær verður efnt til dag- skrár sem helguð er norskri samtímakvik- myndagerð og verða þar sýndar fimm nýjar norskar kvikmyndir í fullri lengd og ein stutt- mynd. Aðalmynd dagskrárinnar er kvikmyndin Vinterkyss eða Vetrarkoss sem hlaut tilnefn- ingu til Kvikmyndaverðlauna Norðurlanda- ráðs árið 2005. Viðstödd frumsýningu mynd- arinnar í Háskólabíói annað kvöld verður hinn víðkunni leikari Kristoffer Joner sem fer með aðalhlutverk í myndinni, ásamt Stine Oppe- gaard frá Norsku kvikmyndastofnuninni. Jon- er verður einnig viðstaddur frumsýningu spennumyndarinnar Naboer eða Nágrannar kl. 22 sama kvöld, en þar leikur hann aðal- hlutverkið. Á undan myndinni verður frum- sýnd ný stuttmynd, En sånn mann eða Svona maður, að viðstöddum leikstjóranum Gine Therese Grønner. Á hátíðinni verða jafnframt sýndar gam- anmyndin 37 og et halvt eða 37 og hálft, sem og mynd norsk-marokkósks kvikmyndagerð- armanns Blikket eða Augnaráðið. Þá gefst unnendum verka Henriks Ibsens tækifæri til að sjá kvikmyndaaðlögun norska leikstjórans Erik Skjoldbjærg á leikritinu En folkefiende eða Fjandmaður fólksins á hátíðinni. Sissel Kyrkjebø og Jon Fosse Fleiri norskir viðburðir verða haldnir á Ís- landi á næstunni. Söngkonan Sissel Kyrkjebø, Oslo Symfoniorkester og Oslo Bachkor syngja í Háskólabíói í kvöld og annað kvöld, en í Graf- arvogskirkju á sunnudagskvöld. Þá mun norskur gestastjórnandi Eivind Aadland og norskur píanóleikari Håvard Gimse koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Há- skólabíói 6. október næstkomandi, en á efnis- skránni eru m.a. verk eftir Edvard Grieg. Málþing um sögulegar bókmenntir verður haldið í Reykholti föstudaginn 7. okt. og bók- menntadagskrá verður í Norræna húsinu laugardaginn 8. okt. kl. 12. Frá Noregi koma Kjartan Fløgstad og Kim Småge, en frá Ís- landi taka Þórarinn Eldjárn, Kristín Steins- dóttir og Eyvindur P. Eiríksson þátt, auk Ola Larsmo og Lars Andersson frá Svíþjóð. Auk þessa verður leiklestur á þremur verk- um norska leikritaskáldsins Jon Fosse í Borg- arleikhúsi dagana 15., 16., 22. og 23. október, þar sem lesin verða Namnet, Sonen og Nokon kjem til å komme. Noregur | Sambandsslita við Svíþjóð minnst með margvíslegum menningarviðburðum á Íslandi Norsk áhrif í íslenskri menningu www.noregur.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Höfði við Borgartún er dæmi um norsk menningaráhrif á Íslandi. Fleiri íslensk hús af norskum uppruna má skoða á sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur sem opnuð verður kl. 16 í dag. eftir Doug Wright í þýðingu Guðna Kolbeins- sonar. Leikari: Hilmir Snær Guðna- son. Leikmynd: Gretar Reynisson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guð- mundsson. Búningar: Dýrleif Ýr Örlygs- dóttir og Margrét Ein- arsdóttir. Leikstjórn: Stefán Baldursson. Leikhús | Einleikurinn Ég er mín eigin kona frumsýndur í Iðnó í kvöld Fyrir fólk sem vill sjá fallega sögu Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is „Aðaláherslan er á þennan mann, sem skírði sig Charlotte von Mahlsdorf, en síðan koma 34 aðrar persónur við sögu,“ segir Hilmir Snær Guðnason, sem frumsýnir einleikinn Ég er mín eigin kona í Iðnó í kvöld. Ég er mín eigin kona
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.