Morgunblaðið - 30.09.2005, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
TUTTUGU og tveimur árum
eftir stofnun Samtaka um tónlist-
arhús SUT, sér fyrir endann á
langri baráttu fyrir tónlistarhúsi í
Reykjavík. Mikið og óeigingjarnt
starf er þegar unnið af fjölmörg-
um sem lagt hafa samtökunum lið
í sjálfboðavinnu. Hér er átt við
alla formenn og
stjórnarmenn félags-
ins auk fjölda tónlist-
armanna sem gefið
hafa vinnu sína til
framdráttar mál-
efnum Samtakanna.
Ekki gleymist heldur
sá stóri hópur vel-
unnara og styrktarað-
ila, sem lagt hafa bar-
áttunni lið. Frá
upphafi hafa forsvars-
menn Samtakanna
haldið á loft mik-
ilvægi þess að tónlist-
arhús fái risið í Reykjavík. Nor-
ræn hugmynda-samkeppni um
bygginguna var fjármögnuð og
framkvæmd af SUT og í kjölfarið
var valin teikning af húsinu og því
fundinn staður í Laugardal. Ekki
varð af framkvæmdum þar sem
stjórnvöld brugðust í því að fylgja
málinu eftir. Þetta voru vissulega
tímar vonbrigða, en þegar upp er
staðið, hertust menn í baráttunni
og settu metnað um staðarval og
byggingu enn hærra. Samtökunum
má þakka lifandi og kraftmikla
umræðu um tónlistarhús sl. ára-
tugi og víst er að málið væri ekki
eins langt komið hefði Samtak-
anna ekki notið við.
Vegna tímamóta er við hæfi að
nefna nokkra dugmikla oddvita
SUT; Ármann Örn Ármannsson,
sem stjórnaði samtök-
unum í fyrstu og svo
Inga R. Helgason,
sem nú er látinn, eins
verður að nefna Stef-
án P. Eggertsson,
sem var formaður
Samtakanna til 2003,
en þessir menn lögðu
um margt línuna og
voru kraftmiklir í sínu
starfi fyrir Samtökin.
Á undangengnum ár-
um hafa Samtökin
eignast umtalsvert fé,
sem þau hafa ávaxtað
vel. Margar hugmyndir eru um
hvernig þessu fé skuli ráðstafað,
þegar nýtt tónlistarhús verður
opnað 2009 og Samtökin leggjast
af. Stjórn SUT er á því að pening-
unum verði ráðstafað í þágu
þeirra fjölmörgu tónlistarunnenda
er stutt hafa samtökin, en jafn-
framt verði sú ráðstöfun tónlistar-
húsinu til framdráttar.
Undirritaður hefur nú síðustu
misseri fylgst með og fengið að
móta spennandi undirbúningsferli
vegna hönnunar hússins. Því ferli
hefur verið stjórnað farsællega af
Stefáni Hermannssyni, fram-
kvæmdastjóra Austurhafnar – TR
ehf . Hópar álitsgjafa/samráðs-
fólks voru myndaðir til að greina
og bæta þarfagreiningu bygging-
arinnar. Þá þegar lágu fyrir drög
að innviðum salanna í húsinu, sem
Artec, virt bandarískt hönn-
unarfyrirtæki á sviði tónleikasala,
hafði unnið. Í fyrstu voru ein-
göngu ræddir kostir og gallar sal-
anna. Kallaðir voru til sérfræð-
ingar til samráðs á mörgum
sviðum. Þegar niðurstaða lá fyrir
varðandi salina og praktíska hluti
þeim tengdum, komu til bjóðend-
urnir þrír með jafnmarga arki-
tekta til að teikna hús utan um
salina. Þá voru hugmyndirnar
þrjár kynntar álitsgjöfum Aust-
urhafnar, með það að markmiði að
velja tvær bestu hugmyndirnar/
teikningarnar. Valið var stutt rök-
um álitsgjafa/ samráðsfólks og
ennfremur fylgdu umsagnir um
hvað mætti betur fara hjá þeim
sem komust áfram. Lokaþátturinn
var svo rúmum þremur mánuðum
síðar (ágústbyrjun 2005), en þá
kynntu bjóðendurnir tveir end-
urbættar tillögur. Enn voru gefn-
ar umsagnir og á endanum var til-
laga Portusar valin. Í öllu þessu
ferli hefur verið unnið mikið og
gott greiningarstarf á öllum
mögulegum sviðum þessa flókna
hús. Það er ánægjulegt að hafa
orðið vitni að því, hvernig margar
umsagnir álitsgjafanna breyttu til-
lögum bjóðenda til hins betra.
Í húsinu verða tveir tónlist-
arsalir, sá stærri 1.800 sæti, þar
af tvö hundruð sæti aftan við svið,
sem koma að notum fyrir áheyr-
endur ómagnaðrar tónlistar, en
nýtast og þegar stórir kórar
syngja með hljómsveit/söngvurum
á sviðinu. Minni salurinn rúmar
450 sæti, en hæglega má fækka
sætum með lítilli fyrirhöfn. Ráð-
stefnusal (750) má breyta í sal án
sæta og nýtist sá salur vel fyrir
standandi konserta, sem oft henta
þegar rafmögnuð rokk- og popp-
tónlist á í hlut. Þessi salur tekur
þá 1.200 standandi gesti. Auðvitað
er það svo að allt orkar tvímælis
þá gert er, en miðað við undirritað
samkomulag ríkis og borgar frá
2002, sem segir að húsið sé fyrst
og fremst ætlað að hýsa Sinfón-
íuhljómsveit Íslands og þá verði
gert ráð fyrir að önnur tónlist eigi
athvarf í húsinu, þá hefur þetta
allt gengið eftir og gott betur.
Óperu- og söngleikjauppfærslur
eru mögulegar. Fullkomið hljóð-
kerfi verður í aðalsal og aðstaða
fyrir hljóðtæknimenn. Fullkominn
ljósabúnaður verður í báðum söl-
um. Þá er vert að geta þess að
stórt orgel verður innbyggt í
stærsta salinn. Þá verður hljóð-
breytir (cannopy) yfir sviði
stærsta salar sem gerir það að
verkum að hægt verður að breyta
hljómburði á sviði/í sal eftir þörf-
um hverju sinni. Af þessu er ljóst
að húsið á að nýtast öllum teg-
undum tónlistar og miðað við þær
áherslur, sem settar eru fram af
bjóðendum Portusar, má vænta
fjölbreytni í verkefnavali. Um leið
og ég flyt bjóðendunum þremur,
Viðhöfn, Fasteign og Portus,
bestu þakkir frá SUT fyrir glæsi-
legar hugmyndir um bygginguna,
óska ég löndum mínum til ham-
ingju með þetta veglega hús, sem
ég veit að á eftir að örva stórhug
lítillar þjóðar um ókomna tíma.
Af Samtökum um tónlistarhús – SUT
Egill Ólafsson skrifar
um tónlistarhús ’… óska ég löndummínum til hamingju með
þetta veglega hús, sem
ég veit að á eftir að örva
stórhug lítillar þjóðar
um ókomna tíma.‘
Egill Ólafsson
Höfundur er formaður SUT.
KOSNINGABARÁTTA stjórn-
málaflokkanna fara að hefjast á
næstu vikum og hefur hún nú þegar
tekið á sig mynd í aðdraganda próf-
kjara flokkanna.
Einstaklingar kepp-
ast við að ná sætum á
framboðslista til sveit-
arstjórnarkosninga og
er baráttan misheið-
arleg og málefnaleg.
Til að mynda hefur
Gísli Marteinn Bald-
ursson engin málefni
fyrir utan stefnu Sjálf-
stæðisflokksins. Sú
stefna er svo víðtæk að
innan þess flokks fóta
sig margir hópar með
mismunandi áherslur.
Í ungliðastarfinu eru
það íhaldsmenn sem
takast á við frjáls-
hyggjumenn, en mað-
ur að nafni Bolli Thor-
oddsen hefur verið í
forsvari fyrir íhaldið í
Heimdalli seinasta ár-
ið.
Heimdallarkosn-
ingar hafa hingað til
verið yfirborðs-
kenndar og grimmar,
þar sem málefnin
skipta engu máli held-
ur keppast fylkingar
við að smala sem flest-
um inn í flokkinn til að láta kjósa
sig. Kosningarnar í ár eru engin
undantekning. Vilhjálmur Þ. og
Bolli endurtóku sandkassaleikinn
enn eitt árið.
Orðin tóm
Helstu stefnumál Bolla voru þau
að ástunda lýðræðisleg og heiðarleg
vinnubrögð. Það er vissulega brýnt
að ástunda lýðræðisleg og heiðarleg
vinnubrögð, en oftar en ekki eru
stefnumál einstaklinga í þessum
kosningum lítið annað en orðin tóm.
Bolli hefur sýnt það svo sannarlega
að kosningabaráttan hans hefur
verið óheiðarleg, ólýðræðisleg og
lítið annað en yfirlæti og sýnd-
armennska. Einstaklingar sem
hann hefur í vinnu hjá sér hafa ítrek-
að hringt í undirritaðan og beðið um
að kjósa Bolla í formann Heimdallar.
Ekki er það allt, heldur hafa verið
send sex skilaboð í farsímann sólar-
hring fyrir kosningar. Í einu skila-
boðanna var auglýst rúta frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð, en
í henni átti að bjóða
upp á veitingar. Ekki
var tilgreint nánar
hvernig veitingar það
yrðu, en yfirleitt eru
það áfengar veitingar
sem í boði eru. Engin
ástæða er að ætla að
Vilhjálmur hafi ekki
stundað sömu vinnu-
brögð og Bolli.
Bolli Thoroddsen
gekk þó heldur yfir
strikið þegar menn
hans hringdu í sex
stjórnarmenn Ungra
vinstri grænna í
Reykjavík og sögðu að
undirritaður, formaður
UVG í Reykjavík, ætl-
aði sér að kjósa Bolla
og samþykkti slík
vinnubrögð. Það er
þvættingur og upp-
spuni frá upphafi sem
starfsmenn Bolla hafa
logið að stjórn-
armönnum UVG-R til
þess að veiða fáein at-
kvæði. Bolli, ásamt
Heimdellingum í heild
sinni, hefur gengisfellt
allt sem heitir alvöru
stjórnmál og ung-pólitík með slíkum
vinnubrögðum. Ungmenni eru höfð
að fíflum þegar þau eru beðin að
skrá sig í tiltekinn stjórnmálaflokk
til þess aðeins að kjósa í stjórn og fá
frían bjór á kosningavöku.
Málefni í öndvegi
Ung vinstri græn í Reykjavík taka
ekki þátt í slíkum fíflaskap og
stunda ekki þau ógeðfelldu vinnu-
brögð sem stjórn Heimdallar virðist
gera. UVG í Reykjavík beita sér fyr-
ir málefnum borgarinnar og velferð
borgarinnar. Við tökum málefni
fram yfir eigin hagsmuni og frama.
Óheiðarleg
vinnubrögð
Dagur Snær Sævarsson
fjallar um kosningarnar í
Heimdalli
Dagur Snær
Sævarsson
’Ung vinstrigræn í Reykjavík
taka ekki þátt í
slíkum fíflaskap
og stunda ekki
þau ógeðfelldu
vinnubrögð sem
stjórn Heimdall-
ar virðist gera.‘
Höfundur er formaður
Ungra vinstri grænna í Reykjavík.
Á BORGARSTJÓRNARFUNDI
hinn 20. september sl. flutti und-
irritaður svohljóðandi tillögu:
„Borgarstjórn Reykjavíkur
leggur áherslu á að tryggja beri
áframhald innanlands-, sjúkra-, og
öryggisflugs á höfuðborgarsvæð-
inu og að ekki komi
til greina að flytja
Reykjavíkurflugvöll
til Keflavíkur. Tekið
er undir óskir fólks
hvaðanæva af landinu
um að allir lands-
menn eigi greiðan að-
gang að stærstu
sjúkrahúsum þjóð-
arinnar. Einnig þarf
að vera mögulegt að
mynda loftbrú til og
frá höfuðborgarsvæð-
inu vegna nátt-
úruhamfara eða
mengunarslysa.“
Kúvending D-listans
Það getur varla talist borg-
arstjórn Reykjavíkur til sóma að
allir borgarfulltrúar R- og D-lista
vísuðu þessari sjálfsögðu og sann-
gjörnu tillögu frá. Afstaða R-
listans kemur ekki á óvart. Þar á
bæ hefur löngum ríkt skilnings-
leysi á þýðingu flugvallar í grennd
við miðborg Reykjavíkur fyrir
samgöngur, heilbrigðisþjónustu og
öryggismál í landinu. Afstaða D-
listans afhjúpar ekki aðeins
stefnuleysi hans í samgöngu- og
skipulagsmálum, heldur fullkomna
kúvendingu og stuðning við þá
stefnu R-listans að vísa flugvell-
inum úr Vatnsmýri án þess að
honum hafi áður verið tryggður
annar staður á höfuðborgarsvæð-
inu. Þannig virðast R- og D-listi
nú samtaka í að vísa flugvellinum
til Keflavíkur og reisa í staðinn
20.000 manna byggð í Vatnsmýr-
inni.
Óleysanleg umferðarstífla
Umferð frá svo þéttri byggð
myndi stífla allar helstu umferð-
aræðar í Reykjavík vestan
Kringlumýrarbrautar og þannig
skerða aðgengi íbúa höfuðborg-
arsvæðisins að Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi. Slík umferð-
arstífla myndi jafnframt lengja
enn frekar ferðatíma landsbyggð-
arfólks, sem sækti sjúkrahúsþjón-
ustu eða ætti önnur erindi í mið-
borg Reykjavíkur, að afloknu flugi
til Keflavíkur.
En D-listinn vill ganga lengra
en R-listinn í óraun-
sæjum tillögum um
þéttingu byggðar með
tilheyrandi ófremdar-
ástandi í umferð-
armálum. Um það
vitna tillögur hans um
20.000 manna „Eyja-
byggð“ á dýrum land-
fyllingum vestan við
borgina. Það er aug-
ljóst að slík uppbygg-
ing til viðbótar þegar
fyrirhugaðri þéttingu
byggðar í miðborg
Reykjavíkur gengur
ekki upp. Undirrit-
aður hefur áður bent á að svo
óraunsæjar skipulagshugmyndir
myndu varla verða til í sameinuðu
sveitarfélagi á höfuðborgarsvæð-
inu, þar sem heildarhagsmunir og
langtímasjónarmið réðu ferðinni.
Ígildi járnbrautarstöðvar
Það er einmitt vegna samgöngu-
mála höfuðborgarsvæðisins og
landsins alls sem skynsamlegt er
að gera áfram ráð fyrir austur/
vestur braut flugvallarins í Vatns-
mýri um mörg ókomin ár. Með því
að leggja niður norðaustur/
suðvestur braut vallarins og færa
til norður/suður brautina má losna
við flug yfir miðborginni og skipu-
leggja byggð í norðurhluta Vatns-
mýrarinnar. Þar með næðist sátt
milli þarfarinnar fyrir uppbygg-
ingu í Vatnsmýrinni og flug-
samgangna í landinu og um leið
sátt milli höfuðborgarsvæðisins og
landsbyggðarinnar. Ekki má
gleyma að flugvöllurinn í Vatns-
mýri er ígildi járnbrautarstöðvar í
öðrum höfuðborgum Evrópu, sem
sumar hafa flugvöll að auki nærri
miðju borganna. Járnbraut-
arstöðvar ásamt teinum út frá
þeim eru mun frekari á rými en
flugvellir. Samt hefur hugmynda-
smiðum R-listans hugkvæmst að
leggja járnbraut til Keflavíkur til
að geta losnað við flugvöllinn úr
Vatnsmýrinni. Hvorki fjárhags-
legar né samgöngulegar forsendur
væru fyrir slíkri framkvæmd.
Hagsmunir allra landsmanna
Flestir gera sér grein fyrir mik-
ilvægi Reykjavíkurflugvallar fyrir
íbúa landsbyggðarinnar. En það
er ekki síður þýðingarmikið fyrir
íbúa höfuðborgarsvæðisins að
flugvöllur sé staðsettur þar. Það
varðar í senn atvinnutækifæri,
þjónustu, samgöngur og öryggis-
mál á svæðinu um leið og það
tryggir grundvöll innanlandsflugs.
Flugrekstraraðilar telja að innan-
landsflug legðist að mestu niður
við flutning á starfsemi Reykja-
víkurflugvallar til Keflavíkur. Við
það myndi umferð og slysahætta
aukast verulega á vanbúnum þjóð-
vegum landsins.
Eina staðsetningin sem virðist
flugtæknilega sambærileg við
flugvöllinn í Vatnsmýrinni er
Álftanesið. Ólíklegt er að sam-
staða náist um tilfærslu vallarins
þangað vegna andstöðu íbúa þar
og neikvæðrar afstöðu samgöngu-
yfirvalda. Samgönguráðherra hef-
ur í raun hótað að leggja Reykja-
víkurflugvöll niður ef
borgaryfirvöld vísa flugvellinum
úr Vatnsmýrinni.
Sérstaða F-listans
F-listinn er eina aflið í borginni
sem vill tryggja áframhald flugs á
höfuðborgarsvæðinu. Hann er því
skýr valkostur fyrir þá sem setja
góðar samgöngur og öryggismál í
öndvegi.
Sérstaða F-listans í
flugvallarmálinu
Ólafur F. Magnússon skrifar
um flugvallarmálið ’F-listinn er eina aflið íborginni sem vill
tryggja áframhald
flugs á höfuðborg-
arsvæðinu.‘
Ólafur F.
Magnússon
Höfundur er oddviti
F-listans í borgarstjórn.