Morgunblaðið - 30.09.2005, Page 26

Morgunblaðið - 30.09.2005, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞEKKT er að vellíðan í starfi skiptir miklu hvað varðar starfsgetu, úthald og einbeitingu. Nú á dögum örrar tækniþróunar og aukinnar kröfu um sér- fræðiþekkingu skiptir þetta enn meira máli í atvinnulífinu þegar rekstur fyrirtækja byggist fremur á and- legri hæfni en end- ingu véla í verksmiðju áður fyrr. Nýlegar rannsóknir benda til þess að álag og streita fari vaxandi og að álagstengd vanlíðan og hætta á kulnun í starfi valdi vaxandi vanlíðan starfsmanna, ásamt umtalsverðri truflun í rekstri fyrirtækja. Kulnun er langvinnt, neikvætt, at- vinnutengt ástand hjá annars eðli- legu fólki. Einkennin eru þreyta, áhugaleysi, depurð og kvíði ásamt framtaksleysi og skertri getu. Fram koma breytt viðhorf með neikvæðni og vanmætti og breytt hegðun með pirringi og truflun á skapstjórn og neikvæðum samskiptum. Þetta sál- ræna ástand getur myndast án þess að einstaklingurinn geri sér grein fyrir því. Oft lendir einstaklingurinn í vítahring þegar hann reynir af van- mætti að takast á við vandamálin og ef ekkert er að gert getur þetta ástand leitt til alvar- legra vanlíðunar með þjáningarfullum lík- amlegum og andlegum einkennum eins og verkjum, svefntrufl- unum, depurð og kvíða sem valdið geta var- anlegri skerðingu á vinnugetu. (Stuðst er við skilgreiningar Schaufeli & Enzmann frá 1998.) Öll erum við mannleg og þörfnumst hvatn- ingar og hróss. Við þörfnumst líka umburð- arlyndis og leiðbeininga og stuðn- ings. Að auki þörfnumst við hvíldar. Þrátt fyrir að þetta sé okkur öllum ljóst eru algengar villur í skipulagi fyrirtækja að meiri krafa er gerð en einstaklingurinn ræður við. Tíma- pressan er of mikil og rík krafa um tækniþekkingu en skortur á upplýs- ingum og stuðningi. Mönnum er veitt ábyrgð án valds til að ráðstafa fjármunum eða mannafla til verk- efnanna, skipulagsbreytingar eru tíðar og markmið óskýr. Sérfræð- ingar telja sérstaklega neikvætt þegar of flókið skipurit er í stórum fyrirtækjum með óljósri verkaskipt- ingu og ófaglegum metorðastiga. Miklar rannsóknir fara nú fram á þessu sviði vinnuverndar og þeir þættir sem teljast sérlega neikvæðir eru þegar mikið er um gagnrýni en lítið um hrós, eftirlit og ofríki, fjar- lægur og ópersónulegur foringi, skipanir og reglur, starfsfólk þol- endur með takmarkað umboð til at- hafna, vanda sópað undir teppið eða starfsfólki veitt áminning án ástæðu, skrifræði og ofurskipulögð verka- skipting þar sem viðkomandi fær lít- ið svigrúm til að sérþekking hans nýtist sem best. Óheilbrigð viðhorf stjórnenda eru að líta á streitu sem einkamál starfs- mannsins og gjarnan vísa í einkalíf og persónuleika viðkomandi sem einu orsök streitu og að þögn sé álit- in samsvara samþykki og ánægju. Í slíku umhverfi er hætta á að starfs- menn fái ekki aðgang að upplýs- ingum er varða starfið og að fram komi óréttmæt og ómálefnaleg gagnrýni. Breytingar eru þá gerðar á vinnuferlum án samráðs. Einstakir starfsmenn eru útilokaðir frá um- ræðum og ákvarðanatöku, nið- urlægðir og jafnvel hafðir að athlægi og slúðrað um þá. Í kjölfar fjölmargra rannsókna og umfjöllunar erlendis er vaxandi áhugi rekstraraðila og stjórnvalda á úrbótum. Hérlendis eru í gildi Vinnuverndarlög um aðbúnað, holl- ustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46 frá 1980 með breytingum frá í mars 2003 ásamt tilheyrandi reglu- gerð þar sem fjallað er um ríkari kröfu um ábyrgð vinnuveitanda ekki aðeins á vinnuvernd gegn slysum og líkamlegum meinum heldur einnig vörnum gegn sál- og félagslegum streituvöldum og skyldu vinnuveit- anda til að stuðla að andlegri vellíð- an starfsfólks. Forvarnir Hið neikvæða streituferli felur í sér stigvaxandi vel þekkt einkenni. Því er með vissri þekkingu og aðgát hægt að sjá fyrir hvar vandamál geta myndast í fyrirtækjum. Til eru forvarnaraðgerðir í formi fræðslu, stuðnings, skipulags og ef þörf kref- ur sérhæfðrar meðferðar. En einnig þarf að huga að heil- brigði vinnustaðarins. Þegar liggja fyrir ágætar rannsóknir á þessu sviði sem gefa góðar leiðbeiningar um hvaða leiðir gefi bestan árangur. Á vinnustað þarf að ríkja samvinna og nýsköpun. Starfsfólk á að vera þátttakendur með hæfilegt umboð til athafna. Ræða skal vandamál op- inskátt og leitað sameiginlegra lausna. Breytingum er þá tekið sem áskorun. Skapa þarf möguleika á sveigjanlegri verkaskiptingu. Heilbrigð viðhorf stjórnenda eru að viðurkenna að streita getur verið vandamál. Ræða þarf opinskátt um álag og lausnir til þess að auka stjórn og vellíðan starfsfólks. Líta ber á álagsstjórnun sem hluta af daglegum rekstri. Forvörnum er sinnt, bæði einstaklingsbundið og í skipulagi fyrirtækisins. Fyrirtækið og starfsemi þess er fyrst og fremst byggt upp af mann- eskjum. Furðu oft gleymist að taka tillit til eiginleika þeirra og getu! Kulnun í starfi Ólafur Þór Ævarsson fjallar um starfsgetu ’Mönnum er veittábyrgð án valds til að ráðstafa fjármunum eða mannafla til verkefn- anna, skipulagsbreyt- ingar eru tíðar og mark- mið óskýr.‘ Ólafur Þór Ævarsson Höfundur er geðlæknir og streituráðgjafi og framkvæmdastjóri Forvarna ehf. TENGLAR .............................................. (www.forvarnir.net) (www.stress.is). BARÁTTA landsstjórnarinnar við öryrkja og eldri borgara hefur borið svo góðan árangur að undran sætir. Þessi ánægjulega staðreynd ásamt vel heppnaðri sölu símans gerir það að verkum að nú er rétti tíminn til að hugsa stórt. Eyða peningum, velta sér upp úr pen- ingum og hugsa stórt. Lengi hefur sinfón- íusveitin okkar mátt gera sér að góðu að spila í bíói. Í þessu bíói hefur verið rekin margvísleg starfsemi. Háskólinn hefur nýtt húsið vel og ráð- stefnuhald er um- fangsmikið og svo eru bíósýningar alla daga nema fimmtudaga yfir vetrarmánuðina. Þannig má segja að rekstrarumhverfi hljómsveitarinnar sé hagkvæmt sem verða má, að því leyti sem snýr að ríkiskassanum og borg- arsjóði. Eru þá ekki allir ánægðir, er nokkur að kvarta? Jú, mörg hundruð milljóna halli á rekstr- inum hefur valdið opinberum að- ilum hugarangri og hefur rauna- söngur þeirra verið árviss. Á hinn bóginn er spurt. Hver er þörf hljómsveitarinnar? Há- skólabíó tekur 900 manns í sæti. Vegna lélegs hljómburðar og byggingarlags hússins situr enginn í aftari bekkjum salarins sem er í alvöru að hlusta á tónlist. Þannig að í raun tekur húsið 700 manns í sæti. Sjaldnast er uppselt og varla nema þegar frægir einleikarar eða stjórnendur vinna með sveitinni. Aðsókn á tónleika hefur alls ekki aukist í samræmi við íbúafjölgun á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að miðaverð er mjög hagstætt, sem gerir það hins vegar að verkum að stundum má sjá verkafólk með tónlistar- áhuga smeygja sér inní Háskólabíó á fimmtudagskvöldum Hallir eiga það sammerkt með öðrum húsum að þær þurfa við- hald, meira en venju- leg hús og einnig kostar dálítið að reka hallir, ennþá meira en venjuleg hús. Og síð- ast en ekki síst út- heimtir stærra tónlist- arhús mun stærri hljómsveit. Með öðr- um orðum. Ef ráða- mönnum hefur blætt í augum kostnaðurinn við rekstur hljóm- sveitarinnar, er það smámunir miðað við það sem koma skal. 1.800 manna salur. Það hljómar vel í ræðu. En 80 manna sinfón- íuhljómsveit hljómar ekki vel í hálftómum sal. Hvar ætla menn að draga upp tónlistarunnendur í svona litlu samfélagi, þegar millj- ónaborgir eru að draga saman seglin á þessu sviði? Því miður á klassísk tónlist svokölluð undir högg að sækja. Fjölbreytt önnur afþreying er komin í staðinn. Tón- listarhöllin er geggjuð hugmynd og verður þungur baggi á sam- félaginu. Og þetta segi ég sem mikill tónlistaráhugamaður og skattgreiðandi. Um minnismerki Í borgarumræðunni er heitt í kolunum. Tekist er á útaf minn- ismerki sem sumum finnst vanta sárlega af Tómasi Guðmundssyni, borgarskáldi. Aðrir vilja fá figúru af konu. Ekki ætla ég að blandast í þær deilur, en vildi benda á að þegar er til minnismerki um Tóm- as. Skáld hafa það framyfir flesta menn að þau smíða sjálf sín eigin sigurlaun. Hinsvegar er ekki látið mikið með ljóð nú um stundir sem eru þó undirstaða listrænnar fram- setningar á orði. Í upphafi var ljóð og lag. Hvað skal gera til bóta, spyrð þú, lesandi. Stundum les ég aug- lýsingar um að Guðjón Friðriksson fari um hverfi borgarinnar og sýni hús og fræði um sögu þeirra, sem er ágætt framlag mæts manns. Ljóðaganga væri ágæt nýbreytni. Borgarskáldin eru mörg og þau hafa líka búið í húsum og ekki öll- um háreistum. Ljóð má viðhafa við margs konar tilefni. Borgin hefur notað leiklistarnema til að leika fífl á götum úti. Það mætti breyta til og lesa ljóð á götuhornum með eða án tónlistar. Kannski á ég ein- hvern tímann eftir að segja við mitt fólk: Eigum við ekki að koma niður á Austurvöll? Þorsteinn frá Hamri les ljóð undir styttunni af Jóni Sigurðssyni. Sturlungar á kreiki Ærin hneykslan fer um þjóðlífið og er engu líkara en sumum finn- ist við ættum að búa í sótthreins- uðu umhverfi. Valdabarátta þekk- ist í dýraríkinu öllu. Ef við skoðum sögu þjóðarinnar er ljóst að við höfum ekki farið varhluta af svipt- ingum. Nokkur tímabil standa kannski uppúr eins og t.d. sturl- ungaöldin og áratugirnir kringum siðbreytinguna, þar sem barátta um völd yfirskyggði annað. Einnig má benda á fyrstu ár verkalýðs- hreyfingarinnar, sem var barátta vinnandi stétta um að ná einhverju valdi yfir lífi sínu. Mér finnst ekkert óeðlilegt við það að hinir ýmsu hópar takist á um völd og áhrif, enda ber það vott um líf og umbreytingar. Ekki viljum við einræði pólitískra afla eða efnahagslegra. Hins vegar hef ég áhyggjur af því hvernig stjórnvöld deila út embættum með hliðsjón af póli- tískum skoðunum umsækjenda frekar en hæfni. Ég hef t.d oft heyrt lögreglumenn tala um það að yfirmannsstöðum á þeim bæ sé út- deilt pólitískt. Að lokum vil ég lýsa hneykslan minni á því hvernig einkalíf ágæts manns er dregið fyrir sjónir okkar lesenda sem kemur það ekkert við. Sjálfur hef ég sent Styrmi nokkra pistla og haldið fram skoðunum sem honum eru ógeðfelldar, en hann hefur ávallt tekið mér vel og miklu betur en ég gat búist við. Geggjun í góðæri Jóhannes Eiríksson fjallar um sitthvað athugavert í þjóðlífinu ’Ærin hneykslan ferum þjóðlífið og er engu líkara en sumum finnist við ættum að búa í sótt- hreinsuðu umhverfi.‘ Jóhannes Eiríksson Höfundur er prentari. Sími 533 4040 Fax 533 4041 Ármúla 21 • Reykjavík kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA jöreign ehf Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17. MJÖLNISHOLT - RVÍK LUNDABREKKA - KÓPAVOGI Falleg og mikið endurnýjuð 3ja herb. íbúð á 1. hæð, jarðhæð, í tvíbýlishúsi. Stærð 63,2 fm. Nýl. innréttingar. End- urnýjað rafmagn og vatnslagnir. Sam- eiginleg lóð. Góð staðsetning. Laus fljótlega. Verð 15,8 millj. Nr. 5235 Falleg og mikið endurnýjuð 3ja herb. íbúð á efstu hæð. Stærð íbúðar er 86,5 fm. Sérinngangur af saml. svölum. Nýtt eikarparket á gólfum. Suðursvalir. Fallegt útsýni. Laus strax. Verð 16,9 millj. Nr. 5243 Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali SNÆLAND - FOSSVOGI Mjög falleg 4ra herb. endaíbúð á mið- hæð í litlu fjölbýli á fallegum og róleg- um stað í Fossvogi, alls 92,5 fm. Eik- arparket á holi, gangi, stofu og öllum svefnherbergjum. Fallegt útsýni. Suð- ursvalir. Verð 22,9 millj. Nr. 5234 HLÍÐARHJALLI - KÓPAVOGI Góð 4ra herb. íbúð á 2. hæð í fjölbýli. Suðursvalir. Gott útsýni. Örstutt í alla þjónustu, skóla, kirkju og verslanir. Stór sameiginleg lóð. Hús í góðu ástandi. Verð 18,8 millj. Nr. 5240 KIRKJUTEIGUR Góð efri sérhæð, um 134,9 fm. Hús og sameign í góðu ástandi. Tvær saml. stofur og þrjú svefnherbergi. Suðursvalir. Stutt í Laugardalinn, hús í góðu ástandi. Laust strax. Nr. 5193 Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.