Morgunblaðið - 30.09.2005, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 30.09.2005, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 27 UMRÆÐAN FYRIRKOMULAG listnáms á grunn- og framhaldsskólastigi er málefni sem varðar flesta, en sér- staklega snertir það nemendur, listafólk og fagfólk sem starfar að listum og menningu. Listdansskólinn Umræða um lista- skóla, mikilvægi þeirra og hlutverk í samfélagi nútímans hefur ekki verið hávær hérlendis. Undanfarið hefur þó verið nokkur umræða í fjölmiðlum um listnám og listaskóla í tengslum við þá ákvörðun mennta- málaráðuneytisins að leggja niður Listdans- skólann. Ljóst er að skiptar skoðanir eru á því hvort listkennsla eigi alfarið að eiga sér stað innan hins almenna skólakerfis eins og skipulagið gerir nú ráð fyrir á Ís- landi, eða hvort efla eigi grundvöll sérhæfðra listaskóla og fagskóla í listum hérlendis. Mikilvægt er að í umræðu um þessi mál sé hlustað á sjónarmið fagfólks í listum. Listir og virk þátttaka í lýðræðissamfélagi Þekkingarmiðlun á sviði lista og menningar er ákaflega áhugavert viðfangsefni því slík þekking varðar skipulag, umhverfi, samfélagslega sjálfsmynd og ábyrgð, atvinnu, nám og menntun á öllum stigum, en ekki síst varðar hún framtíð menningar, menntunar og lista á Íslandi. Jafn- framt snertir hún spurningar um eflingu virkrar þátttöku í lýðræð- issamfélagi og alþjóðasamfélagi. Lýðræðisleg þátttaka felst ekki ein- göngu í því að nýta atkvæði sitt þegar kemur að kosningum. Sjálfsprottin blómstur? Eins og skólakerfinu er nú háttað hérlendis er ekki gert ráð fyrir starfsemi sjálfstæðra listaskóla á grunn- og framhaldsskólastigi – annarra en tónlistaskóla. Gert er ráð fyrir að listkennsla fari alfarið fram innan kerfis grunn- og fram- haldsskóla. Nokkrir listaskólar hafa þó fengið opinbert fé til reksturs um ára- bil, svo sem Listdans- skólinn og Myndlista- skólinn í Reykjavík. Tónlistaskólarnir á Íslandi eiga sér grund- völl í námskrá tónlist- askóla, opinberum reglugerðum og fjár- veitingum til þeirrar starfsemi á fjárlögum ríkis og sveit- arfélaga. Þannig hefur það verið í áratugi; sú blómstrun í íslenskri tónlistarmenningu sem nú stendur yfir er ekki sjálfsprottin eins oft hefur verið látið í veðri vaka, en á sér m.a. rætur í þrotlausu grasrót- arstarfi íslenskra og aðfluttra lista- manna á 19. og 20. öld sem byggðu upp fyrstu tónlistarkennsluna sem síðar leiddi til samfélagslegra ákvarðana um aðkomu ríkis og sveitarfélaga að rekstri tónlist- askóla, er teknar voru á alþingi Ís- lendinga á 5. og 6. áratugum 20. ald- ar. Slík blómstrun gæti átt sér stað á öllum sviðum lista og menningar, ef hlúð væri að þessum þáttum sem skyldi. Kennsla á sviði skapandi lista þarf að stórum hluta að vera ein- staklingsmiðuð, verkleg og fara fram á verkstæðum þar sem til- raunir eru mögulegar. Í listaskól- anum næst einbeiting og örvun sem er mun flóknara að rækta innan al- mennra skóla, þar sem kenna á stórum hóp, fjöldann allan af fögum og þar sem listir eru því miður oft vanmetnar og einangraðar. Listir eru ekki skraut á tyllidög- um og stuðningur við önnur fög heldur mikilvægur vettvangur til eflingar gagnrýnni, skapandi hugs- un og sjálfstæðri þekkingarleit. Listir miðla þekkingu og mik- ilvægum verðmætum; þær gera ein- staklingum kleift að finna nýjar leiðir til að takast á við vanda og viðfangsefni, hvort sem viðfangs- efnið felst í samfélagslegum, um- hverfis- eða einstaklingsbundnum þáttum. Auður í listum Listaskólar eru menningarstofn- anir þar sem listamenn og list- menntaðir einstaklingar kenna og skipuleggja námið. Kennslu/námsumhverfi listaskóla byggist á þeim grundvelli að listir séu vettvangur nýrra hugmynda og sjónarmiða, nýsköpunar, rannsókna og tilrauna. Í listaskólum og listmenntun býr reynsla og þekking er varðar skap- andi ferli, frumkvæði og ný sjón- arhorn. Samfélag 21. aldarinnar og þær kynslóðir sem taka við af okkur þurfa ekki síst á slíku að halda til að takast á við hverfulleika tímanna. Listaskólarnir/listamenn geta þannig verið afl sem styður við og eflir hið almenna menntakerfi. Verklegt nám Listmenntað fólk haslar sér völl í samfélaginu með ýmsum hætti en kýs oft að beina kröftum sínum að skapandi starfi eða í tengslum við listahópa og menningarstofnanir. Fjölmargir hafa valið að snúa að nýju til Íslands eftir margra ára bú- setu erlendis og eftir langt há- skólanám í listum/menningu. Þá er ónefndur fjöldi fólks af erlendu bergi brotið sem hefur valið að starfa hérlendis að list sinni og miðla Íslendingum af örlæti þekk- ingar sinnar og skapandi krafts, oft við misjöfn skilyrði. Reynsla listmenntaðs fólks af þeirri verklegu nálgun sem lista- skólarnir byggjast á getur auðgað nám/kennslu innan almenna skóla- kerfisins ef skapaður er vettvangur til miðlunar þar á milli. Vel er þekkt að fjöldinn allur af hæfileikaríkum nemendum á hægara með nám sem tengt er verklegum og áþreif- anlegum þáttum. Í skólakerfinu okkar er hins vegar enn mest áhersla lögð á hefðbundna bóklega þætti. Meðal fagfólks í listum býr mikill mannauður. Það er ákaflega mik- ilvægt að fyrir hendi sé vettvangur þar sem sá auður getur ávaxtast. Sá vettvangur felst meðal annars í listaskólum. Um listnám og lýðræði Þóra Sigurðardóttir fjallar um listnám ’Í listaskólum oglistmenntun býr reynsla og þekking er varðar skapandi ferli, frumkvæði og ný sjónarhorn.‘ Þóra Sigurðardóttir Höfundur er myndlistarmaður og verkefnisstjóri www.knowhow. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050                  Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.