Morgunblaðið - 30.09.2005, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FRÁ ÞVÍ að Héraðsdómur
Reykjavíkur vísaði ákæru Ríkis-
saksóknara til Hæstaréttar hefur
verið rekið eitt mesta áróðursstríð
sem sögur fara af í fjölmiðlum
landsins. Engu eirt til að koma
höggi á andstæðinginn. Og and-
stæðingar Baugsveldis eru alls
staðar. Sem góður og
gegn viðskiptavinur
Bónuss í gegnum árin
hef ég fylgst með um-
ræðunni eins og kost-
ur er. Og sem áhuga-
maður um viðskipti og
fylgismaður um frjálsa
verslun hef ég fylgst
með frá byrjun með
velgegni Bónus/
Baugsfeðga. Allt frá
fyrsta degi hef ég
dáðst að frumlegum og
skemmtilegum við-
skiptaháttum feðg-
anna. Hvernig þeim tókst að lækka
vöruverðið til hagsbóta fyrir fólk
eins og mig. Brjóta á bak heild-
söluveldið í Félagi stórkaupmanna
og svo framvegis. Yfirlýsingar frá
Neytendasamtökunum, félaga Jó-
hannesi Gunnarssyni, um að með
tilkomu Bónus hefðu lífskjör fólks í
landinu gjörbreyst eru mér ógleym-
anlegar. Feðgar sem áttu ekki
krónu fengu sína birgja til að hjálpa
sér af stað. Bandaríski draumurinn.
Síðan eftir sem árin liðu stækkaði
draumurinn. Opnun stærstu heild-
sölu landsins, Aðfanga, var stórt
skref hjá feðgunum. Í stað þess að
þurfa að versla við heildsölu útí bæ
sem stanslaust var að okra á þeim
var bara verslað við Aðföng. Enda
rekin með hagnaði frá fyrsta degi.
Ógleymanlegt er síðan þegar hluta-
bréfamarkaðurinn hófst og feðg-
arnir mættir. Fjárfestingabanki at-
vinnulífsins keyptur í félagi við aðra
stórjöfra og seldur síðan áfram. Síð-
an er Baugur stofnaður með fjár-
festum eins og lífeyrissjóðunum.
Hagkaup tekur saman við ævintýrið
og svo mætti lengi telja. Frjálsræði
viðskiptanna í algleymi þökk sé
frjálshyggjunni. Feðgarnir fyrstir
til að nýta sér hana.
Umræðan. Það sem ég velti fyrir
mér þessa dagana er hvers vegna í
ósköpunum er nú svo komið fyrir
feðgunum eins og raun ber vitni?
Það er dómstólanna að dæma um
sekt og sakleysi. Það er ekki al-
mennings. Hvernig bregðast feðg-
arnir við ef lögreglan stoppar þá
fyrir of hraðan akstur? Telja feðg-
arnir sig komna yfir lög og reglur?
Ætla þeir með auð sínum að hafa
áhrif á þjóðfélagsumræðuna eins og
þeim sýnist?
Sök bítur sekan, það
fer ekki á milli mála.
Og þessa dagana get
ég ekki annað en vor-
kennt starfsfólki
Stöðvar 2 með Sig-
mund og Eddu í broddi
fylkingar sem segja
fréttir af Baugi. Út yfir
allt tók þó þegar
fréttamaður, Sölvi
Tryggvason, kom með
og birti netpóst frá
Jónínu til Jóhannesar
á þeim tíma sem skiln-
aður þeirra átti sér stað. Að jafn
virt fólk og Sigmundur og Edda
skuli ekki skammast sín að taka
þátt í þessu. Allir sem hafa skilið
vita hvernig er að ganga í gegnum
ferlið. Fréttablaðið með hin virta
fjölmiðlamann Kára Jónasson er
notað á sama hátt. Allt birt þó að
allir viti að brotin séu lög með
hverri birtingu. Það er leiðinlegt til
þess að vita hvernig Kári ætlar að
enda sinn starfsferil sem fjölmiðla-
maður.
Og hvar stendur umræðan nú?
Hvað hefur áunnist með látunum?
Fjárfestingin Og Vodafone er rúin
trausti þar sem fram hefur komið
að gögnin eru frá þeim. Fréttastofa
Stöðvar 2 minnir á Dallas þar sem
Jock og JR eru gjörsamlega búnir
að misnota starfsfólkið. Fréttablað-
ið er orðið eldsmatur samkvæmt
húsverðinum í einu húsfélaganna
þar sem fólk er orðið leitt á lítilfjör-
legri fréttamennsku Kára.
Dómsmálið stendur enn og fer
ekki. Með umræðunni hefur sak-
sóknari fengið frí. Feðgar ráða ekki
við hann þar sem hann tjáir sig
ekki. Sendir fulltrúa sinn, Arnar
Jensson, til að útskýra málin í fjöl-
miðlum fyrir sauðsvörtum almúg-
anum sem skilur ekkert í neinu
lengur. Það fer ekki á milli mála að
mínu mati að saksóknari fer ekki
með fleipur.
Hreinsþáttur. Og svo er það hann
Hreinn. Fundurinn í London þar
sem hann hitti Davíð er á hreinu.
Davíð heldur greinilega að hann sé
að tala við vin og segir honum
greinilega frá Jóni Gerald. Í fram-
haldi af því við komu sína til
Reykjavikur fer fram heildar
endurskoðun á öllu bókhaldi Baugs.
Og JR/Jón Ásgeir gerir upp Visa-
skuldina og fleira er lagfært. Þetta
hefur komið fram. Á þessum tíma er
Tryggvi Jónsson, lærður endur-
skoðandinn, forstjóri og gerir ekk-
ert í bókhaldinu sem var greinilega
áfátt. Svo heldur Hreinn því fram
að Davíð sé vondi maðurinn þegar
hann er að hjálpa honum.
Mogginn. Síðustu daga hefur
komið fram að Styrmir er með gögn
sem bera þess vitni að meira er
gruggugt á seyði í rekstri Baugs.
Jónína hefur skammað Styrmi fyrir
að birta ekki gögnin. Ákærur sak-
sóknara eru bara toppurinn á ísjak-
anum. Ég bið samt Mbl. að fara
ekki á sama plan og 365 fjölmiðlar.
Það er rétt hjá Styrmi að þó and-
stæðingurinn fari niður í ræsið
þurfum við ekki að fylgja honum.
Jónína. Ingibjörg systir Jónínu
skrifar sl. mánudag í Mbl. Ég verð
að taka undir með henni, hún má
vera stolt af systur sinni. Án fólks
eins og Jónínu væri mannlífið fá-
tæklegra. Það hefur sýnt sig að
Jónína hefur á réttu að standa í
mörgu. Og ég er klár á því að hún
fær gott fylgi í prófkjöri D-listans.
Að endingu vil ég benda feðgum á
að samkvæmt heimasíðu Baugs eru
starfsmenn 52 þús. Ábyrgð stjórn-
enda er mikil á stóru heimili. Er
svona umræða til að auka traust
starfsmanna til stjórnar?
Baugskómedían
Haukur Þorvaldsson
fjallar um Baugsmálið ’Ábyrgð stjórnenda ermikil á stóru heimili. Er
svona umræða til að
auka traust starfs-
manna til stjórnar?‘
Haukur Þorvaldsson
Höfundur er sölumaður.
◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆
Kríuhólar
Til sölu 3ja herbergja íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi með fallegu útsýni yfir
borgina. Húsið hefur verið klætt að utan og lítur vel út. Bílskúr, 26 fm,
fylgir íbúðinni. Laus til afhendingar við undirritun kaupsamnings.
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
533 4200
eða 892 0667
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5 105 Rvk
533 4200
Allar nánari upplýsingar
í síma 533 4200 eða 892 0667
ÁRIÐ 2004 gaf Þjóðkirkjan út
Stefnu og starfsáætlanir Þjóðkirkj-
unnar 2004–2010. Þar var m.a. lagt
til að veturinn 2005–
2006 væri lögð sérstök
áhersla á heimilið og
heimilisuppeldið. Í vet-
ur verður því athygli
beint að heimilinu og
uppeldishlutverki þess.
Margvíslegar að-
stæður og áhrif sem
höfð eru á börn í sam-
tímanum hjálpast að
við að ræna börnin
bernskunni. Bæði bisk-
up og forsætisráðherra
minntu á mikilvægi
heimilisuppeldisins
fyrir börnin í áramótaávörpum sín-
um.. Með þessu var ekki verið að
gera lítið úr því uppeldi sem börn
hljóta á leikskólum og í skólum,
heldur minna á að ábyrgðin hvílir
fyrst og fremst á foreldrunum og
þeirra uppeldisáhrif vega þyngst. Í
drögum að fjölskyldustefnu Þjóð-
kirkjunnar segir: „Skylda Þjóðkirkj-
unnar gagnvart fjölskyldunni er tví-
þætt: annars vegar á kirkjan að vera
bandamaður fjölskyldunnar í því
sem lýtur að ytri búnaði, hagsæld
fjölskyldunnar. Í því felst stöðug
áminning til yfirvalda um að skapa
fjölskyldunni ákjósanlegar ytri að-
stæður. Hins vegar vill kirkjan
byggja upp og styðja innri gerð fjöl-
skyldunnar, farsæld hennar, svo að
sem flestir megi njóta heilsteypts
fjölskyldulífs.“ Á þessu
hausti verður gert átak
undir kjörorðinu
„verndum bernskuna!“
með samstarfi Þjóð-
kirkjunnar, forsætis-
ráðuneytisins, umboðs-
manns barna, Vel-
ferðarsjóðs barna og
annarra. Okkur hér í
Hallgrímskirkju langar
að taka þátt í þessu
átaksverkefni með því
að bjóða foreldrum upp
á dagskrá með fyrir-
lestrum um uppeldis-
mál laugardaginn 1. október næst-
komandi. Dagskráin hefst kl. 11.00
og lýkur kl. 15.00. Boðið verður upp
á léttan hádegisverð fyrir þá sem
það kjósa. Allir foreldrar, hvar sem
þeir búa, eru velkomnir og er þátt-
taka án endurgjalds. Börn eru vel-
komin og verður haft ofan af fyrir
þeim meðan á erindunum stendur.
Fyrsta erindið hefst kl.11.00 og mun
Elínborg Bárðardóttir læknir tala
um efnið „Er kominn tími á fjöl-
skylduna.“ Kl. 13.00 talar dr. Sigrún
Júlíusdóttir um efnið „Tíðarandi og
tilfinningatengsl“ og kl. 14.00 mun
dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir flytja
erindi sem hún nefnir „Ræðum sam-
an: Uppeldisaðferðir foreldra og vel-
ferð barna og unglinga.“ Þátttaka er
ókeypis. Kirkjan hefur að sjálfsögðu
einnig og ekki síður áhuga á að
styðja við foreldra í trúarlegu upp-
eldi heimilanna. Áætlað er að um
það verði dagskrá eftir áramót. Um
aldir hafa bænir með börnum verið
grundvöllur trúarlegs uppeldis og
hafa konurnar, mæður og ömmur,
haft þar mest áhrif, þótt áhrif feðr-
anna í þessum efnum fari vaxandi.
Enn er þessi hefð ríkjandi á fjölda
heimila. Kannanir sýna að bænirnar
fylgja börnunum langt fram á full-
orðinsár og jafnvel til hárrar elli.
Jafnframt opna þær leið fyrir trúar-
leg áhrif og þekkingu síðar á ævinni.
Nánari upplýsingar má fá hjá undir-
rituðum.
Fjölskyldan í fyrirrúmi
– barnanna vegna
Sigurður Pálsson fjallar
um fjölskylduráðstefnu sem
hefst á morgun ’Kannanir sýna aðbænirnar fylgja börn-
unum langt fram á full-
orðinsár og jafnvel til
hárrar elli. ‘
Sigurður Pálsson
Höfundur er sóknarprestur
í Hallgrímskirkju.
Fréttasíminn 904 1100