Morgunblaðið - 30.09.2005, Side 30

Morgunblaðið - 30.09.2005, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Stýrivextir Seðlabanka Ís-lands hækka um 0,75 pró-sentustig 4. október næst-komandi og verða 10,25% frá og með þeim degi. Þetta til- kynnti Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar Seðla- bankans, á blaðamannafundi sem haldinn var vegna útgáfu Peninga- mála í gær. Var þetta síðasta tilkynning hans um stýrivexti en hann lætur af störfum nú um mánaðamótin. Í ræðu sinni sagði Birgir að ójafnvægið í þjóðarbúskapnum hefði aukist frá því að síðast var til- kynnt um stýrivaxtabreytingu hinn 6. júní síðastliðinn. Hann sagði að- stæður að ýmsu leyti svipaðar þeim sem ríktu undir lok síðustu aldar. „Ójafnvægið er jafnvel meira nú: viðskiptahalli meiri, raungengi hærra, íbúðaverð lengra yfir lang- tímajafnvægi og skuldsetning heimila, fyrirtækja og þjóð- arbúskaparins í heild töluvert meiri. Ýmislegt er frábrugðið. Mik- ill vöxtur einkaneyslu sl. tvö ár hef- ur fremur verið knúinn áfram af skuldasöfnun heimilanna en vexti ráðstöfunartekna, sem jukust tölu- vert hraðar árin 1998 til 2000 en nú. Áhrif aukins launakostnaðar á verðbólguna eru ekki jafn mikil, en þáttur hækkunar húsnæðisverðs er áhrifameiri. Ytri skilyrði þjóðarbúsins eru einnig töluvert ólík. Á árunum 1999 og 2000 lagðist aukið aðhald í helstu viðskiptalöndunum á sveif með auknu aðhaldi Seðlabankans, en nú eiga óvenju lágir vextir í Evrópu og víðar snaran þátt í að kynda undir útlánaþenslu. Þeir hafa tafið miðlun peningastefn- unnar og beint henni að stórum hluta um gengisfarveginn. Vanda- málin sem við er að glíma nú eru því jafnvel meiri en um aldamótin,“ sagði Birgir. Mesti vöxtur einkaneyslu Hann sagði aðstæður á næstu ár- um verða prófraun fyrir pen- ingastefnuna og brýnt sé að stefn- an standist þá prófraun ella sé hætt við að trúverðugleiki hennar og um leið bankans bíði tjón sem erfitt gæti reynst að bæta. Jafnframt sagði hann það von- brigði að verðbólguhorfur til næstu tveggja ára væru enn svo háar að óviðunandi væri, einkum með tilliti til þeirrar verðbólguáhættu sem felst í mögulegri veikingu krón- unnar. „Verðbólguhorfur til næsta árs hafa beinlínis versnað frá því fyrr á árinu þrátt fyrir að sterk króna hafi haldið aftur af hækkun vöru- verðs. Leggst þar allt á eitt: mikil húsnæðisverðbólga sem byggð er inn í vísitöluna næstu mánuði, áhrif hratt vaxandi eftirspurnar, aukin framleiðsluspenna og meiri hækk- un launakostnaðar á framleidda einingu en áður var talið. Þessir þættir vega þyngra en styrkur krónunnar,“ sagði Birgir. Hann hélt áfram og sagði að krafturinn í innlendri einkaneyslu héldi sífellt áfram að koma á óvart og nefndi sem dæmi að á öðrum ársfjórðungi þessa árs hefði árs- vöxtur einkaneyslu verið 14% sem er mesti vöxtur á einum fjórðungi frá því að birting ársfjórðungslegra þjóðhagsreikninga hófst. Breytt peningastefna Í máli Birgis kom fram að ólíklegt sé að þörf hagkerfisins til þess að aðlagast í kjölfar þess ofþenslu- skeiðs sem nú stendur yfir verði minni en í kjölfar ofþensluskeiðsins undir lok síðustu aldar. Hann benti þó á að aðlögunarferlið verði ekki það sama þar sem umgjörð pen- ingastefnunnar er ekki sú sama nú og hún var á þeim tíma þegar fast- gengisstefna ríkti. „Aðhald hefur verið aukið hraðar og gengi krónunnar óhindrað hækkað meira en árin 1999 til 2000. Það hefur dregið úr verð- bólgu og verðbólguvæntingum og úr getu fyrirtækja til að hækka laun og velta hækkun kostnaðar út í verðlag. Jafnframt hefur það gert erlenda lántöku óhagstæðari en ella að teknu tilliti til geng- isáhættu. Ef peningastefnan væri enn í fjötrum fastgengisstefnu væru verðbólga og verðbólguvænt- ingar enn meiri,“ sagði Birgir en ennfremur benti hann á a ilvægt væri að draga lærd framkvæmd peningastefn aldamótin. „ Í fyrsta lagi er ljóst að gengisstefnan leiddi til þe peningalegt aðhald var of ar þensluskeiðið stóð sem öðru lagi var aðlögunarþö krónunnar eftir að hún fór lengi vel vanmetin og það einnig til ónógs peningale halds. Að hluta til skýrist því að Seðlabankinn hafði gengið töluvert á gjaldeyr sinn til þess að verja krón áður en horfið var frá fast isstefnunni í mars 2001.“ Hækkaðir eins og þörf Eins og margoft hefur kom er gengi krónunnar nú hæ getur staðist til lengdar a hagfræðinga. Sú hætta er hendi að taki gengið að læ verðbólga aukast og það j mjög hratt, svo hratt að þ ekki samrýmast verðbólgu miðinu. Að sögn Birgis gæ bankinn þurft að bregðast verðbólguskoti með því að stýrivexti þótt erfitt sé að fyrir nú hversu háir þeir þ verða. „Í spám ýmissa rýnend aði virðist í mörgum tilvik ið út frá því að bankinn m Tíunda hækkun á sautján mánu Verðbólgumarkmiðið næst ekki fyrr en 2008 ver Seðlabanki Íslands kynnti 0,75 prósentu- stiga hækkun stýri- vaxta sinna á blaða- mannafundi í gær. Guðmundur Sverrir Þór sótti fundinn og ræddi við Birgi Ísleif Gunnarsson seðla- bankastjóra. Arnór Sighvatsson og Birgir Ísleifur Gunnarsson á blaðamanna                         !   "      !   #   $ %  # &    '(   $ %  * %    '(   $ %  +,+( -,( ,( ./+,( -,( ,/( ,/( ,( .//,-( +,0( , , , +, -, , /,      1   2       %  2%   (   3 !       $ 1       !   """ "# """ "#" "" """" "" LAGABROT Atli Gíslason, hæstaréttarlögmað-ur og lögfræðingur Blaða-mannafélags Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að birting á tölvupóstum án heimildar væri brot gegn almennum hegningar- lögum og mannréttindakafla stjórnar- skrár. Orðrétt segir lögmaðurinn: „Í hegningarlögum er í fyrsta lagi lögð refsing við að hnýsast í einkaskjöl og í öðru lagi og þetta skiptir máli vegna þess að það hafa komið fram málsvarnir um að skjöl hafi legið á glámbekk eða farið fyrir mistök á flakk, er samt sem áður bannað að hnýsast í þau. Síðan kemur það sem verra er, það er hin opinbera birting og dreifing. Það er eitt að einstaklingur hnýsist í bréf, en svo er brotið orðið annað, meira og verra, þegar birting fer fram opinber- lega. Á meðan ekki liggur fyrir sam- þykki, þá blasir við að þarna er um lög- brot að ræða. Það stappar nærri fullvissu í mínum huga á meðan ekki koma fram skýringar, sem ég met full- nægjandi.“ Og lögmaðurinn bætir við: „Nauðsyn brýtur ekki lög. Það er til neyðarréttur en þá er um að ræða yf- irvofandi hættu, til dæmis ef ráðizt er að þér og þú þarft að afstýra líkams- árás. En vörnin má ekki vera hættu- legri en tilefni gefur til. Þetta er und- antekningartilfelli í lögunum og hún á ekkert við um þetta. Fyrir mér er frá- leitt að bera fyrir sig að tilgangurinn helgi meðalið, þá missum við tök á rétt- arvörzlukerfinu.“ Þessi ummæli Atla Gíslasonar hafa vakið verulega athygli. Þau hljóta að verða þeim, sem unnu verkið sjálft, verulegt umhugsunarefni enda getur refsing verið býsna þung. Og Atli Gíslason bætir við: „Síðan er þetta endurtekið dag eftir dag. Í refsirétti er talað um hertan ásetning.“ Stuldur á tölvupóstum er lögbrot og viðurlög eru þung refsing. Birting Fréttablaðsins á tölvupóstssamskipt- um nokkurra einstaklinga er lögbrot og viðurlög eru þung refsing. Að auki heldur Atli Gíslason því fram, að sú birting sé einnig brot á mannréttinda- kafla stjórnarskrár. Það er óneitanlega athyglisvert að slíkri birtingu var haldið áfram eftir að athygli var vakin á því opinberlega að um brot á lögum væri að ræða. BÓLUSETNINGAR BARNA Á ári hverju láta um 10,6 milljónirbarna undir fimm ára aldri lífið í heiminum og er talið að koma mætti í veg fyrir dauða 1,4 milljóna þeirra með því einu að bólusetja þau. Um 27 millj- ónir barna og 40 milljónir þungaðra kvenna eru ekki bólusettar og í 41 landi er minna bólusett en fyrir áratug. Í nýrri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, kemur fram að bóluefni sé orðið ódýrara og aðgengi- legra en áður gerðist en samt skorti mikið á að nóg sé gert af því að bólusetja börn og barnshafandi konur í þróun- arlöndunum. Mikið hefur reyndar áunn- ist í herferðinni fyrir því að bólusetja börn. Eins og fram kemur í frétt Morg- unblaðsins í dag hafa á undanförnum fimmtán árum yfir 70% barna í heim- inum verið bólusett reglulega gegn sjúk- dómum á borð við mislinga, flensublóð- fíkils-lungabólgu, kíghósta og stíf- krampa. Í skýrslunni kemur fram að árlega fæðist um 130 milljónir barna og frá árinu 1990 hafi um 70% fengið helstu bólusetningar. Það var mikil framför frá árinu 1980 þegar það átti aðeins við um 20% barna undir eins árs aldri. Síðan hefur hins vegar lítið miðað þar sem neyðin er stærst. Í kynningu á skýrsl- unni kom fram að um þessar mundir væri um einum milljarði dollara (rúm- lega 60 milljörðum króna) varið á ári til bólusetninga barna, en milljarð þyrfti til viðbótar ef markmið stofnunarinnar um að bólusetja 90% barna undir eins árs aldri fyrir árið 2010 á að nást. Í skýrslunni er einnig bent á gapið í bólusetningum milli iðnríkja og þróun- arríkja. Árið 2003 voru 90% barna í iðn- ríkjunum bólusett með viðunandi hætti, en hlutfallið var aðeins 52% í vestur- og miðhluta Afríku. Eins og á við um margt annað, sem snertir fátækt í heiminum, er óskiljan- legt að það ástand skuli látið viðgangast, sem fjallað er um í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Ef hægt er að bjarga tæplega tveimur milljónum barna á ári hverju með bólusetningum af hverju er það ekki gert? Hver er fyrirstaðan? Hvar er slíkt verkefni í forgangsröðinni? Hvað er mikilvægara en að bjarga barnslífi? UMFERÐARMENNING ÍSLENDINGA Reykjavíkurborg hyggst hrinda afstað svokallaðri vitundarvakningu um umhverfismál, sem á að standa fram á næsta vor. Lögð verður áhersla á þrjá þætti og eru samgöngumál fyrst á dag- skrá. Í frétt um átakið í Morgunblaðinu í gær er talað við Ellý K. Guðmunds- dóttur, sviðsstjóra umhverfissviðs Reykjavíkurborgar, sem segir að virkja eigi borgarbúa til að taka þátt í um- hverfismálum og koma auga á atriði, sem muna einstaklinginn litlu, en hafi þeim mun meiri áhrif á umhverfið. Í frétt um vakninguna kemur fram að nú sé svo komið að í Reykjavík séu 620 bílar á hverja þúsund íbúa og það sé hærra hlutfall en í nokkurri annarri evrópskri borg. Þá noti reykvískir öku- menn bílinn mikið fyrir styttri vega- lengdir en gengur og gerist annars staðar. Hér eru 62% ökuferða undir þremur kílómetrum og þriðjungur ferða undir einum kílómetra. Þá hefur bílakostur Íslendinga tekið miklum breytingum bæði hvað varðar afl og þyngd. Afl bensínknúinna bif- reiða í Reykjavík hefur aukist um fjórð- ung á undanförnum fimm árum og dís- ilbíla um 16%. Það er erfitt að bera samgöngur í Reykjavík saman við aðrar borgir þar sem almenningssamgöngur eru skil- virkari og umferð gengur hægar fyrir sig með tilheyrandi teppum og stíflum. Í nýju leiðakerfi Strætó er stefnt að því að taka á fyrri þættinum. Það kerfi hef- ur mætt gagnrýni, en á það er þó ekki farið að reyna fyrir alvöru. Ekki má horfa fram hjá því að þar er markmiðið að fjölga ferðum og einnig að veita strætisvögnum forgang í umferðinni með sérstökum akreinum og öðrum að- gerðum. Umferðarmenningu Íslend- inga verður ekki breytt á einni nóttu, en það verður forvitnilegt að sjá hvort hægt er að snúa þeirri þróun við, sem er lýst hér að ofan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.