Morgunblaðið - 30.09.2005, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 31
að mik-
dóm af
nunnar um
ð fast-
ess að
f lítið þeg-
m hæst. Í
örf gengis
r á flot
leiddi
egs að-
þetta af
i þegar
risforða
nuna falli
tgeng-
f krefur
mið fram
ærra en
ð mati
r fyrir
ækka muni
afnvel
það myndi
umark-
æti Seðla-
t við slíku
ð hækka
ð sjá það
þurfi að
da á mark-
kum geng-
muni ekk-
ert aðhafast þótt gengisþróun
samrýmist ekki verðbólgumark-
miði hans. Slík háttsemi væri hins
vegar ekki í samræmi við lögboðna
skyldu Seðlabankans,“ sagði Birgir
og gaf þannig í skyn að bankinn
myndi ekki láta staðar numið nú og
raunar að stýrivextir yrðu hækk-
aðir eins mikið og nauðsyn krefði.
Þetta kom enn betur fram þegar
hann sagði að stýrivextir hefðu
hæst verið 11,4% um aldamótin.
„Nokkuð vantar enn á að aðhald
peningastefnunnar sé orðið álíka
mikið og það varð mest á þessu
tímabili. Jafnframt er ljóst að of-
þenslan á þessu ári mun verða enn
meiri en þá. Vert er að huga vel að
þessu því að eftir á að hyggja virð-
ist aðhald peningastefnunnar á ár-
unum 1999 til 2001 ekki hafa verið
nægilegt.“
Ennfremur kom fram í máli
Birgis að samkvæmt þeirri
grunnspá Seðlabankans sem kynnt
er í Peningamálum muni verð-
bólgumarkmið bankans, sem er
2,5% með 1,5 prósentustiga vik-
mörkum til beggja átta, ekki nást
fyrr en árið 2008 miðað við
óbreytta stýrivexti. „Það er lengri
tími en hægt er að sætta sig við,
sérstaklega í ljósi þess að gert er
ráð fyrir að gengi krónunnar hald-
ist mjög sterkt í þeirri spá. Seðla-
bankinn mun því ótrauður vinna
áfram að því að verðbólgumark-
miðinu verði náð á ný á spá-
tímabilinu. Til þess hefur bankinn
nægilega öflug tæki þótt svipti-
vindar á gjaldeyrismörkuðum
kynnu að bera verðbólgu tíma-
bundið af réttri leið,“ sagði hann.
Full alvara
Birgir sagði að greiningardeildir
bankanna og aðrir aðilar sem móta
viðhorf virðist gera ráð fyrir að
Seðlabankinn muni horfa aðgerða-
laus á meðan verðbólga fer langt
upp fyrir verðbólgumarkmið bank-
ans og leyfa henni að haldast þar.
Hann sagði að nýlegir hagvísar og
verðbólguhorfur bendi þó ótvírætt
til þess að þörf sé á að auka aðhald
enn frekar og þess vegna hafi
bankinn tekið þá ákvörðun að
hækka stýrivexti um 0,75 prósentu-
stig.
„Með því að taka svo stórt skref
að þessu sinni tekst vonandi að
sannfæra einstaklinga, fyrirtæki og
fjármálamarkaðinn um að Seðla-
bankanum sé full alvara með að
halda verðbólgu sem næst verð-
bólgumarkmiði bankans á næstu
tveimur árum og til lengri tíma
þótt það kunni umtíma að koma
hart niður á ýmsum atvinnugrein-
um. Dýrkeyptara verður að láta
reka á reiðanum og leyfa verðbólg-
unni að festa sig í sessi því að þá
verður enn kostnaðarsamara að ná
henni niður síðar.
Draga má úr hliðaráhrifum
strangs peningalegs aðhalds með
aðhaldi í atvinnulífi og hjá hinu op-
inbera og síðast en ekki síst með
varfærni í útlánum lánastofnana,“
sagði Birgir.
Trúverðugleiki aðalatriðið
Í samtali við Morgunblaðið stað-
festi Birgir að það væri ætlunin að
senda út sterk skilaboð til mark-
aðarins þess efnis að bankinn ætl-
aði sér að halda verðbólgumark-
miðinu til streitu. Aðspurður sagði
hann bankann fullvissan um að
frekari hækkunar væri þörf.
Hann sagði það glannalegt af
markaðsaðilum að spá því að stýri-
vextir myndu taka að lækka á
næsta ári þrátt fyrir að allar spár
bentu til þess að verðbólga yrði vel
yfir verðbólgumarkmiðinu. „Þetta
hefur þau áhrif að markaðurinn
væntir meiri verðbólgu en ella sem
við teljum óheppilegt.“
Aðspurður sagðist Birgir eiga
von á því að trúverðugleiki Seðla-
bankans væri orðinn það mikill að
vaxtahækkanir hans myndu hafa
áhrif til lækkunar verðbólgu. „Mér
hefur fundist trúverðugleiki bank-
ans vera að styrkjast en það má
ekkert út af bregða til þess að
hann dvíni. Við erum komin með
verðbólgu sem er óásættanleg.“
En telur hann að trúverðugleiki
bankans myndi aukast ef tíðni
stýrivaxtabreytinga myndi aukast?
„Ég tel að einu sinni í mánuði væri
of mikið en ég held að það sé
heppilegra fyrir Seðlabankann að
taka fleiri en minni skref. Aðal-
atriðið er að menn trúi því að
Seðlabankinn muni hafa stýrivexti
þannig að verðbólgumarkmiðið ná-
ist,“ sagði Birgir Ísleifur Gunn-
arsson.
Breytt þjóðhagsspá
Arnór Sighvatsson, aðalhagfræð-
ingur Seðlabankans, kynnti þjóð-
hagsspá bankans og þær forsendur
sem hún er byggð á. Margt hefur
breyst frá því að bankinn kynnti
spá samhliða útgáfu Peningamála í
byrjun júní, meðal annars hefur
hagvaxtarspá bankans lækkað um
1,1 prósentustig og hljóðar hún nú
upp á 5,5% hagvöxt á þessu ári. Á
næsta ári er hins vegar spáð 0,5
prósentustiga hagvaxtaraukningu
sem þýðir að hagvöxtur verður um
6,7%.
Jafnframt hefur spá um fjárfest-
ingu í íbúðarhúsnæði dregist veru-
lega saman og spáir bankinn nú að
hún muni aukast um 23% frá síð-
asta ári en í spánni sem birt var í
júní var spáð 21,9% aukningu.
Hvað varðar innflutning gerir
Seðlabankinn ráð fyrir að hann
muni aukast um 23% frá síðasta
ári, spáði áður 18,5%, en á næsta
ári er aðeins spáð 0,1% aukningu
miðað við yfirstandandi ár. Árið
2007 er síðan gert ráð fyrir að inn-
flutningur muni dragast saman um
1%.
Jafnframt kynnti Arnór nýja
verðbólguspá bankans en sam-
kvæmt henni hafa verðbólguhorfur
versnað. Þannig spáir bankinn að
verðbólga á þriðja ársfjórðungi
næsta árs verði 4,1% en í júní var
spáð ríflega 3% verðbólgu á fjórð-
ungnum. Bankinn spáir því að
verðbólga á yfirstandandi ársfjórð-
ungi verði 5,8% en að á síðasta
fjórðungi þessa árs verði hún 6,5%.
n stýrivaxta
ðum
rði stýrivextir ekki hækkaðir frekar
fundi Seðlabankans í gær.
/+,(
./,(
+,0(
.,/(
,(
%
sverrirth@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
ÞAÐ er ljóst að Seðlabankinn getur
ekki brugðist við versnandi verð-
bólguhorfum og vaxandi verðbólgu-
væntingum með öðrum hætti en að
hækka stýrivexti, að mati Hannesar
G. Sigurðssonar, aðstoðarfram-
kvæmdastjóra Samtaka atvinnulífs-
ins. Hann sagði að svo virtist sem
bankinn ætti við trúverðugleika-
vanda að etja, því vextir til lengri
tíma hafi hingað til ekki brugðist við
hækkunum á stýrivöxtum. Yfirlýst
markmið með vaxtahækkuninni nú
og frekari boðuðum vaxtahækkun-
um sé að hafa áhrif á vexti til lengri
tíma. Hannes sagði Samtök at-
vinnulífsins telja að sú stefna að
hækka sífellt stýrivexti sé komin í
öngstræti.
„Það er ljóst að raungengi krón-
unnar er í sögulegu hámarki. Stór
hluti fyrirtækja í alþjóðlegri sam-
keppni hefur ekki rekstrargrund-
völl við þessar aðstæður. Stjórn-
endur fyrirtækja í þessum greinum
hafa vonað að það sæi fyrir endann
á hágengi krónunnar. Nú virðist
sem Seðlabankinn sé að boða að
vextirnir og gengið verði hærra til
fjárhæðir íbúðalána. „Þegar þessu
var hrundið í framkvæmd hófst
samkeppnin milli hins opinbera
Íbúðalánasjóðs og bankanna um
íbúðalán. Sú samkeppni hefur
pumpað upp verðbólgu, valdið mik-
illi eignaaukningu, aukið veðrými
og gert fólki kleift að veðsetja eignir
sínar, sem aftur hefur kynt undir
eftirspurn. Þetta er ein helsta orsök
hinnar miklu framleiðsluspennu
sem einkum stafar af miklum vexti
einkaneyslu. Það hefur nánast ekki
verið nein verðbólga síðustu miss-
erin nema vegna hækkunar fast-
eignaverðs,“ sagði Hannes.
Taka þarf málefni Íbúðalána-
sjóðs til endurskoðunar sem fyrst,
að mati Hannesar, og reyna að
draga úr hinum miklu lánveitingum
á íbúðalánamarkaði. En hvað er til
ráða?
„Það mætti t.d. frysta upp-
greiðslur eldri lána hjá Íbúðalána-
sjóði í Seðlabankanum í stað þess að
veita þeim aftur út í lánakerfið. Síð-
an ætti ótti manna við mikinn þrýst-
ing á vinnumarkaði að hvetja til
þess að hömlur, sem eru á frjálsri
för launafólks frá nýjum aðildar-
ríkjum Evrópusambandsins, verði
afnumdar.“
lengri tíma en
áður var talið.“
Hannes sagði
stýrivaxtahækk-
unina, sem boð-
uð var í gær, til
marks um að
Seðlabankinn sé
afskaplega einn
á báti í barátt-
unni gegn verð-
bólgunni. Önnur
hagstjórnartæki séu ekki að virka
með peningamálastefnu bankans.
Hannes nefndi þar jafnt rekstur og
fjárfestingar ríkis og sveitarfélaga,
sem væru ekki að vega á móti mik-
illi aukningu á eftirspurn í einka-
geiranum. „Stýritæki Seðlabank-
ans eru ein og sér ekki nægilega
öflug til að koma í veg fyrir að hér
verði óviðunandi verðbólga,“ sagði
Hannes.
Verðbólga á fasteignamarkaði
helsta orsökin
Helsta orsök hækkunar verð-
bólgu er verðbólgan á fasteigna-
markaðnum, að mati Hannesar.
Rætur hennar megi rekja til breyt-
inga sem stjórnvöld gerðu þegar
þau hækkuðu lánshlutföll og láns-
Stýrivaxtastefna Seðla-
bankans er í öngstræti
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
Hannes G.
Sigurðsson
„ÞAÐ er erfitt að gagnrýna Seðla-
bankann í þessari stöðu,“ sagði
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ,
um stýrivaxtahækkunina sem
bankinn boðaði í gær. Þessi leið
væri umdeild en Seðlabankinn ætti
fárra annarra kosta völ en að fara
stýrivaxtaleiðina til að bregðast við
sífellt vaxandi verðbólgu.
Grétar var spurður hvort hann
teldi að stýrivaxtahækkanir bank-
ans væru að skila tilætluðum ár-
angri. Hann kvaðst verða að við-
urkenna að hann hefði efasemdir
dægurs. Hann sagðist velta því fyr-
ir sér hvaða áhrif þetta hefði á
vaxtastig að öðru leyti.
„Við höfum, eins og vel flestir
sem hafa skoðanir á þróun efna-
hagsmála, m.a. Seðlabanki, grein-
ingadeildir bankanna og fleiri, ver-
ið að gagnrýna stjórnvöld á síðustu
misserum fyrir hvernig á hefur
verið haldið,“ sagði Grétar. „Við
teljum að þar sé kannski að finna
umtalsverðan hluta skýringa á þró-
un verðbólgunnar. Seðlabankinn er
að bregðast við afleiðingunum.“
um það. „Ég
held að það sé
nokkuð ljóst að
þessi leið er ekki
jafn áhrifarík og
hún var,“ sagði
Grétar. Hann
sagði að ef stýri-
vaxtahækkun
skilaði árangri
þá hefði hún
m.a. þau áhrif að
draga úr hækkunum á verðbólgu í
framtíðinni, en það gerist ekki sam-
Grétar
Þorsteinsson
Erfitt að gagnrýna
bankann í þessari stöðu
„ÞESSI hækkun er um-
fram það sem við spáð-
um og umfram það sem
var vænst af markaðn-
um þannig að við fáum
að sjá einhver áhrif á
morgun,“ segir Ingólfur
Bender, forstöðumaður
Greiningar Íslands-
banka, aðspurður um
hækkun stýrivaxta í
gær. „Það má vænta
þess að gengisvísitala krónunnar
nái hæsta gildi síðan 1993,“ heldur
hann áfram.
Hann segir hækkunina hafa
áhrif til hækkunar á skammtíma-
vexti og að hún undirbyggi spá
Greiningar Íslandsbanka þess efn-
is að stýrivextir fari upp fyrir 11%
snemma á næsta ári. „Ekki er ólík-
legt að bankinn muni fara með
vexti yfir það,“ segir Ingólfur.
Varðandi orð Birgis Ísleifs
Gunnarssonar um greiningardeild-
ir bankanna segir Ingólfur þau
vera vegna þess að Seðlabankinn
búi við skort á trúverðugleika. „Við
trúum því ekki að þeim muni takast
að ná verðbólgumarkmiðinu og það
er þeirra að sanna það að þeir geti
það. Ég sé það ekki fyrir mér,“ seg-
ir Ingólfur Bender.
Takmörkuð verkfæri
Ásgeir Jónsson hjá greiningar-
deild KB banka segir að vaxta-
hækkunin undirstriki í raun að
Seðlabankinn vilji sýna að honum
sé alvara með að halda verðbólgu
innan vikmarka á næstu árum.
„Vísanir í máli seðlabankastjóra
til tímabilsins 1999 til 2001, þar
sem verðbólgan náði 9% um tíma,
sýna að bankinn viti af hættunni og
ætli sér að koma í veg fyrir að sag-
an endurtaki sig nú. Raunar er ekki
hægt að skilja þetta öðruvísi en svo
að bankinn hyggist hækka vexti
meira og halda þeim lengur en
væntingar markaðarins hafa staðið
til,“ segir Ásgeir.
Hann segir hins vegar að verk-
færi Seðlabankans til að halda aft-
ur af verðbólgunni séu takmörkuð,
sérstaklega þegar horft er til þess
að mörg fyrirtæki hafa tekið erlend
lán, sem eru tengd erlendum vöxt-
um. . Ofan á þetta bætist að lán ís-
lenskra heimila eru flest verð-
tryggð lán með föstum vöxtum.
„Trúverðugleikavanda Seðla-
bankans má að einhverju leyti
rekja til þessara galla á verkfærum
hans þar sem fyrirsjáanlegt er að
svo miklar hækkanir þurfi til þess
að ná markmiðum bankans,“ segir
Ásgeir. „Hins vegar væri það einn-
ig til bóta ef bankinn héldi oftar
fundi um breytingar á stýrivöxtum,
hefði þá opinbera og birti fundar-
gerðir. Það gæfi markaðsaðilum
færi á að fylgjast betur með starfi
Seðlabankans á þessu sviði og hefði
jákvæð áhrif á trúverðug-
leika hans til lengri tíma,“
segir Ásgeir.
Tíðari ákvarðanir
Hvað varðar trúverðug-
leikavandamál Seðlabankans
tekur Edda Rós Karlsdóttir,
forstöðumaður greiningar-
deildar Landsbankans, í
sama streng.
„Þegar fjórir mánuðir líða
án þess að Seðlabankinn grípi til
aðgerða til að sporna við vaxandi
verðbólgu hefur það óhjákvæmi-
lega þau áhrif að fólk fer að efast
um vilja eða getu bankans til að
takast á við vandann,“ segir hún.
Segir Edda Rós mun heppilegra,
bæði fyrir efnahagslífið og trúverð-
ugleika Seðlabankans, ef ákvarðan-
ir um stýrivaxtabreytingar væru
teknar oftar og breytingarnar
minni í einu. „Þannig sendir bank-
inn þau skilaboð að hann sé sífellt á
vaktinni og tilbúinn til aðgerða.
Slík hegðun hefur áhrif á vænting-
ar almennings og markaðsaðila og
getur á endanum leitt til þess að
vextir þurfi ekki að hækka eins
mikið og nú virðist útlit fyrir.“
Edda Rós segir það rétt að
Seðlabankinn eigi mikið verk óunn-
ið ætli hann sér að efla þennan trú-
verðugleika, en vaxtahækkunin í
gær og fullyrðing bankans um að
hann hyggist beita öllum ráðum til
að ná markmiðum sínum sé skref í
rétta átt. Í ljósi trúverðugleika-
vandans þurfi hins vegar að fylgja
þessum orðum fast eftir.
Edda Rós segir hækkunina
hærri en búist hafi verið við.
Seðlabankinn stríðir við
trúverðugleikavandamál
Ingólfur
Bender
Edda Rós
Karlsdóttir
Ásgeir
Jónsson