Morgunblaðið - 30.09.2005, Side 34

Morgunblaðið - 30.09.2005, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gísli ViðarHarðarson, slökkviliðs- og sjúkraflutninga- maður, fæddist í Keflavík 11. sept. 1959. Hann lést 22. september síðastlið- inn. Móðir hans er Margrét Jakobs- dóttir, fv. bankaúti- bússt., f. 30. nóv. 1940. Fósturfaðir Páll Jónsson fv. sparisjóðsst., f. 9. jan. 1935. Faðir Gísla er Hörður Jóhannsson, raf- virkjameistari, f. 8. maí 1936. Fóst- urmóðir Ragnheiður Ragnarsdótt- ir, bankastm., f. 5. sept. 1946. Albróðir Gísla Viðars er Jakob Már, f. 5. okt. 1963. Kona hans er Þórey Íris Halldórsdóttir, f. 12. maí 1971. Þau eiga þrjú börn. Hálf- systkin Gísla samfeðra eru: Jóhann Kristján, f. 5. ágúst 1953. Kona hans er Sólrún Símonardóttir, f. Sjúkrahúsi Keflavíkur/Heilsu- gæslu Suðurnesja við sjúkraflutn- inga. Starfaði hann þar allt þar til Brunavarnir Suðurnesja yfirtóku þann rekstur árið 1988. Hann varð þá starfsmaður Brunavarna. Gísli var skipaður varðstjóri 1991, aðal- varðstjóri 1998 og samhliða starfi sínu stundaði hann kennslu í skyndihjálp frá 1981. Störf hans fyrir Rauða kross Íslands hafa ver- ið margþætt. Hann hefur verið í stjórn heilbrigðis- og almanna- varnanefndar RKÍ og einn aðalráð- gjafi þeirra um sjúkraflutninga, neyðarvarnir og tengd mál. Hann undirbjó kennsluefni, kenndi og þjálfaði starfsfólk víða um land, svo og sjúkraflutningamenn. Gísli var formaður RK-deildar á Suðurnesjum frá 1986–1998, fulltrúi starfsmanna í stjórn Heilsugæslustöðvar Suðurnesja og Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishér- aðs 1986–1988. Hann var formaður félags starfsmanna Brunavarna Suðurnesja frá 1988–1990. Þá var Gísli í stjórn foreldrafélags Heið- arskóla þar sem börnin hans hafa stundað sitt grunnskólanám. Útför Gísla Viðars verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 27. febr. 1957. Þau eiga þrjú börn. Þor- björg Halla, f. 12. júlí 1957. Hún á tvö börn. Gísli Viðar kvænt- ist hinn 29. ágúst 1992 eftirlifandi konu sinni, Vilborgu Reyn- isdóttur, stm. Flug- þjónustunnar og há- skólanema, f. 10. júlí 1961. Foreldrar hennar eru: Kristín Ólöf Hermannsdóttir húsmóðir, f. 22. febr. 1940 og Reynir Ei- ríksson, fv. flugstj., f. 13. jan. 1935. Börn Vilborgar og Gísla Viðars eru: Páll Ágúst, nemi, f. 13. júlí 1986; Reynir Örn, nemi, f. 31. ágúst 1989; Kristín Ósk, nemi, f. 11. nóv. 1991. Gísli hóf störf hjá Keflavíkurbæ strax eftir gagnfræðiskólanám, fyrst hjá Vatnsveitu Keflavíkur, síðan í fjögur ár á þungavinnuvél- um. Árið 1980 hóf hann störf hjá Við skyndilegt andlát elskulegs sonar míns, Gísla Viðars, er mér svo svara vant að ég get ekki komið hugsunum mínum á blað. Þessi drengur sem allt sitt líf hafði þá hugsjón að leggja fram alla krafta sína til að lina þjáningar annarra, hugga þá sem áttu bágt og reyna með öllum ráðum að fyrir- byggja slys og hvers kyns vá, hann er nú farinn og hver á þá að hugga okkur sem nú syrgjum svo heitt? Mig langar að deila með ykkur fallegum orðum sem mér bárust í samúðarkorti og veittu mér styrk: „Mannsandinn líður ekki undir lok, minning um góðan son lifir í hjarta og minni, líkt og sólin sem virðist ganga undir, en alltaf heldur áfram að lýsa.“ Elsku hjartans Vilborg mín, ömmubörnin mín Páll Ágúst, Reyn- ir Örn og Kristín Ósk, megi góður Guð styrkja ykkur og okkur öll, ástvini Gísla Viðars. Far þú í friði, elsku drengurinn minn. Þín mamma. Gáta lífsins og dauðinn mun víst flestum torráðin. Margir hafa spreytt sig á að leysa hana, en mér vitanlega hefur engum tekist það til fullnustu. Frammi fyrir dómi og kalli dauð- ans standa allir jafnir og enginn ræður sínum næturstað. Þau sannindi urðu mér enn einu sinni ljós þegar fóstursonur minn og vinur, Gísli Viðar, lést 22. sept. sl. aðeins 46 ára gamall. Hann varð bráðkvaddur og var þá í líkamsrækt. Dæmigert fyrir Gísla, ávallt fyrirmynd annarra hvort heldur að hann var í leik eða starfi. „Sá sem hefur fáar óskir, mun fá þær uppfylltar. Sá sem girnist margt, missir af þeim.“ Þessi speki finnst mér eiga vel við lífshlaup Gísla Viðars. Hann hafði verið hjá mér og móður sinni í heimsókn deginum áður – eldhress – þar sem umræðu- efnið var m.a. hve sáttur hann væri við lífið og hve björtum augum hann liti framtíð barna sinna, Palli að verða stúdent, Reynir sáttur í Fjölbraut og í tónlistarnáminu og Kristín alltaf glöð og kát og með þeim hæstu í skólanum – og alltaf sama pabbastelpan. Forlögin höguðu málum þannig að ég og Margrét móðir Gísla urð- um hjón fyrir 26 árum og þá fylgdu Möggu tveir yndislegir drengir, Gísli Viðar og Jakob Már. Þessir góðu drengir hafa allar götur síðan verið besta meðgjöf sem ég hef fengið og fyrir það er ég í ævarandi þökk. Lífsförunautur Gísla Viðars til 23 ára er Vilborg Reynisdóttir, vel gefin, heiðarleg og góð stúlka. Hún var hans besti vinur og er missir hennar mestur því þau voru óað- skiljanlegir vinir og samstiga í öllu. Saman eignuðust þau þrjú mann- vænleg börn. Allt þeirra líf snerist um að hlúa að börnunum og koma þeim til manns. Heimili Gísla og Vilborgar bar þess vitni að samstilling, eindrægni og gagnkvæm virðing væru þar ríkjandi. Við vitum að ástvinamissir er sár, það er hins vegar mikil gæfa að eiga við leiðarlok góðar minningar. Ég er viss um að þar finnast marg- ir sólargeislar sem verma á kom- andi árum. Vitur maður hefur sagt: „Góður vinur er náðargjöf Guðs.“ Þeirrar náðargjafar naut ég ríku- lega að eiga Gísla Viðar sem góðan son og vin, þar var vinátta sem aldrei bar skugga á. Guð blessi sporin og minningarnar. Guð blessi Vilborgu og börnin Pál Ágúst, Reyni Örn og Kristínu Ósk. Elsku Gísli Viðar, hafðu þökk fyrir samfylgdina og tryggðina. Páll Jónsson. Hvers vegna er mönnum svipt ótímabært í burtu úr þessum heimi? Óeigingjörnum mönnum sem alla tíð hafa haft í forgang að hjálpa öðrum og eru þekktir sem slíkir í sínu samfélagi. Mönnum sem annast fjölskyldur sínar af endalausri umhyggju, kostgæfni og natni og eru máttarstólpar í lífi maka og ómótaðra unglinga. Af hverju án nokkurra skýringa eða fyrirvara er þessum stoðum kippt undan ástvinum? Við sem eftir sitj- um sjáum engan tilgang með þessu og við sjáum ekkert ljós í myrkr- inu. Hvernig höldum við áfram göngunni? Þessar spurningar sóttu að mér síðastliðinn 22. september þegar ástkær bróðir minn var úr- skurðaður látinn á Landspítalanum. Kæri bróðir. Þú varst fjórum ár- um eldri en ég, og alltaf í því hlut- verki að passa upp á litla bróður þinn. Æska okkar var lituð af frjálsræði og gleði í leik á Máva- brautinni í Keflavík þar sem stór krakkahópur fann upp á ýmsum uppátækjum. Þegar á unglingsárin kom varst þú mín fyrirmynd, og ég vildi gera allt eins og þú. Þú keypt- ir skellinöðru og leyfðir mér að prófa undir þinni leiðsögn. Þú keyptir stórar hljómflutningsræjur og leyfðir mér að nota þær eins og ég vildi. Fjögur ár eru mikill ald- ursmunur á unglingsskeiði en þú leyfðir mér samt ennþá að vera með þér í eftirdragi. Þú fékkst bíl- próf og ég fékk að koma með þér á rúntinn á kvöldin á flotta Willisj- eppanum þínum. Síðar á lífsleiðinni eignaðist ég bæði mótorhjól og Willys-jeppa. Þú áttir þinn þátt í að móta mig sem einstakling. Við deildum bæði gleði og erfiðleikum og margar minningar áttum við bara tveir saman. Eftir að við urð- um fullorðnir höfðu samverustundir okkar orðið færri en væntumþykj- an var sú sama og áður. Þú varst alltaf nálægur og tilbúinn til ráða og hjálpar ef með þurfti. Þitt fag snerist um sjúkraflutn- inga, slökkviliðsstörf og skyndi- hjálp. Að síðustu komstu að stofnun og mótun áfallateymis í Reykja- nesbæ. Þú sóttir og hélst fjölmörg námskeið á þessum sviðum, bæði hér heima og erlendis. Menn sem sá og vinna akurinn eins og Gísli Viðar gerði, uppskera virðingu og vináttu samferðamanna sinna. Þeirra er minnst sem frum- kvöðla sem tileinkuðu ævi sína öðr- um. Menn sem skildu eftir sig hjálpargögn og visku fyrir okkur hin sem höldum áfram göngunni. Þeim þökkum við að við sjáum það jákvæða í lífinu á ný og ljósið í myrkrinu. Ég trúi að þér hafi verið falin önnur verkefni. Verkefni sem ekki gátu beðið, verkefni sem krefjast þinna einstöku kosta og gæsku. Elsku Viddi bróðir, þakka þér fyrir hlutdeild þína í mínu lífi og fjölskyldu minnar. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég mun varðveita minninguna um þig sem yndislegan bróður, fallega sál og góðan dreng. Elsku Vilborg Kristín, Reynir og Palli, megi guð styrkja ykkur og vera ykkur ná- lægur í sorginni. Jakob Már Harðarson. Kæri Gísli. Þú varst fulltrúi hins góða og uppbyggilega í lífinu. Það var hægt að reiða sig á þig. Þannig sá ég þig alltaf frá fyrstu kynnum. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast þér þegar ég hóf störf við slysa- móttökuna við sjúkrahúsið í Kefla- vík fyrir 16 árum. Það leið ekki á löngu þar til þú, ásamt Baldri, okkar kæra vini og félaga, fékkst mig til að gerast fé- lagi í Rauðakrossdeild Suðurnesja. Við störfuðum saman í fræðslu- nefndinni í nokkur ár. Þá varst þú einnig formaður deildarinnar og að sjálfsögðu sinntir þú því starfi með sóma, eins og þú gerðir ávallt þar sem þú komst við sögu. Ég nam markmið og gildi starfsemi Rauða krossins með því að starfa með þér og fylgjast með þínum störfum, það var nóg. Einnig á ég góðar minn- ingar um samstarf okkar við slysa- móttökuna í Keflavík. Þar koma bæði þú og Baldur mjög sterkt inn og þegar ég lít til baka er óhugs- andi að ímynda sér að þjónustan hefði getað gengið svo vel sem raun bar vitni án ykkar. Við í sameiningu skipulögðum slysamóttöku sem virkaði. Ég er sannfærð um að ekki er að finna hæfari og betri menn til að starfa fyrir Rauða krossinn eða við sjúkraflutninga en ykkur félagana tvo. Ég hugsaði oft um að ef ég yrði svo óheppin að verða fyrir slysi þá vonaði ég innilega að þið yrðuð á vaktinni til að bjarga mér, svo mik- ið traust bar ég til ykkar tveggja. Það er líka mikil eftirsjá að Suð- urnesjamenn njóta ekki lengur þinnar leiðsagnar við skyndihjálp og verður ekki auðvelt að fylla það skarð. Það er sárt og manni finnst það óréttlátt þegar vinur, sem er á besta aldri, hefur gefið mikið af sér til samfélagsins og er hvergi nærri búinn að sinna góðum verkum, er kvaddur á brott svo skyndilega. En vegir Guðs eru órannsakanlegir og við verðum að beygja okkur undir það. „Það er eini möguleikinn í stöðunni“ held ég að þú Gísli hefðir sagt sjálfur. „Sýna æðruleysi og halda áfram og vera tilbúinn að gefa af sér til góðra verka.“ Ég hitti slökkviliðsstjórann fyrir nokkrum vikum. Hann hvatti mig til að koma í kaffi á slökkvistöðina eins og í gamla daga og hitta gömlu félagana. Ég náði ekki að koma í kaffið en ég ætla að eiga það inni hjá þér og Baldri vini okkar. Ég votta eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum mína dýpstu sam- úð. Guð veri með ykkur. Þórunn Benediktsdóttir. Með eftirfarandi orðum langar mig að kveðja vin minn og traustan starfsfélaga Gísla Viðar Harðarson, aðalvarðstjóra slökkviliðs Bruna- varna Suðurnesja. Mann setur hljóðan þegar óvænt- ir atburðir sem þessir gerast. Heimferð þín, svo ótímabær, svo óvænt og miskunnarlaus. Þú sem helgaðir þig þeirri starfsstétt að stuðla að öryggi fólks og almanna- heill af mikilli hugsjón, svo fremst sem þú máttir í nær þrjá átatugi. Kæri vinur, ég minnist þess sér- staklega í júní 1996, þegar ég hóf störf hjá Brunavörnum Suðurnesja og leiðir okkar lágu saman, hand- tak þitt og augnaráð svo ákveðið og traust vakti mér tilhlökkun til að takast á við þau verkefni sem fram- undan voru og við sameiginlega leystum. Þú varst sá sem hafðir frumkvæðið að þeirri þróun sem orðin er í sjúkraflutningum, þú varst minn ráðgjafi í mörgum öðr- um málum. Á ögurstundum sá ég svo vel hæfileika þína sem ein- kenndust af fagmennsku, yfirvegun og raunsæi. Þú áttir virðingu og traust okkar allra og varst einn af okkar bestu, þú lagðir þig allan fram við að stuðla að velgengni Brunavarna Suðurnesja og varst alltaf reiðubúinn í útkall. Enginn af okkur átti von á þessu, þú sem varst svo hress og kátur þegar við hittumst daginn áður og reifuðum þær áætlanir sem framundan voru. Í dag, og um ókominn tíma, verður djúpt skarð hjá okkur í slökkvilið- inu og í samfélaginu okkar. En á þessari raunastund er samkenndin og samheldnin mikil, hjarta sam- félagsins slær sem eitt og hugur okkar er hjá fjölskyldu þinni og ástvinum. Guð blessi minningu þína og styrki fjölskyldu þína í þessari miklu sorg. Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri BS. Minnisstæð er barnasaga, sem ég las í bernsku og fjallaði um lífs- kertin, sem brunnu mishratt og drengurinn fékk að skoða í draum- um sínum. Kerti hans var langt og lítið eytt, margra minna og sumra skarið eitt. Skyldi maður vera bættari af að vita hvenær kertið slokknar? Hvernig má það vera að lífskerti samferðamanns sé svo stutt þegar af stað er farið? Hefði þessi maður átt að vita? Hefði hans lífshlaup orðið annað ella? Maður spyr sig slíkra spurninga þegar sér á eftir manni í blóma lífsins án þess að nokkur fyrirboði verði. Hann kveður skyndilega, nýlokinn við daglegar líkamsæfingar til að byggja upp eigið atgervi öðrum til góðs. Við sem eigum logandi kerti hljótum að spyrja hvernig loginn megi skína sem bjartast og hvernig nýta eigi þann loga sem best. Í þann tíma er ég hóf störf við Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs hétu sjúkraflutningamennirnir okk- ar „Lallarnir“ af því að þeir báru nafn þess elsta, Lárusar Kristins- sonar, og voru alltaf „saman“. Hinir tveir í þessum hópi voru Hjörleifur Ingólfsson og Gísli Viðar. Sá yngsti er nú horfinn úr hópnum. Þessir menn hafa síðan orðið tákn fyrir það traust sem maður ber til þess nú stóra hóps, sem tekur að sér að sinna fólki í neyð og vera ætíð fyrstir á staðinn og þurfa að horfast í augu við óendanlegar hörmungar þegar verst lætur. Gísli Viðar gerði meira en að vera fyrstur á staðinn. Hann var í forsvari fyrir Suðurnesjadeild Rauða kross Íslands, sannur mann- vinur, sem bæta vildi það umhverfi sem hann bjó í með gjöf af sjálfum sér. Margar ferðir fórum við saman á Reykjanesbrautinni þegar líf lá við og sérstakar aðstæður kröfðust ferðalagsins. Minnugur þess styrks sem hendurnar á stýrinu báru og innra æðruleysis sem ríkti í sálinni er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að deila örlitlu af því stutta lífs- skeiði, sem Gísla var ætlað. Hafi hann þökk fyrir það góða sem hann kom áleiðis, fyrir störf hans í þágu sjúkra og þau huggunarorð sem hann deildi út til þeirra sem þurftu með. Við starfsfólk Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja vottum Vil- borgu, ungum börnum þeirra hjóna og allri fjölskyldunni okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau og blessa. Konráð Lúðvíksson. Það haustaði snemma í ár. Hret, kuldi og váleg tíðindi um að góður maður í blóma lífsins sé allur. Okk- ur, félaga Gísla Viðars í Áfallahjálp á Suðurnesjum setti hljóða við þessar válegu fréttir. Haustmyrkr- ið ræður nú ríkjum í hugum okkar. Lífið er að sönnu hverfult. Erfitt er að trúa því að Gísli Viðar sé horfinn á braut. Hann var með okk- ur á fundi daginn fyrir andlát sitt og á þeim fundi tók hann að sér verkefni sem endranær sem þurfti GÍSLI VIÐAR HARÐARSON REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.