Morgunblaðið - 30.09.2005, Page 40

Morgunblaðið - 30.09.2005, Page 40
40 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurbjörg G.Guðjónsdóttir fæddist á Raufar- felli, Austur-Eyja- fjöllum 19. febrúar 1916. Hún andaðist á Landspítalanum við Hringbraut hinn 26. september síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Vigfússon, f. 17. júní 1887, d. 29. mars 1932, og kona hans Þorbjörg Jónsdótt- ir, f. 18. nóvember 1884, d. 27. janúar 1968. Þau voru bæði Eyfellingar. Hún eignaðist tíu systur og eru þær allar látnar. Eiginmaður Sigurbjargar var Finnbogi Rósinkranz Sigurðsson fisksali, f. 20. desember 1906 á Jaðri á Seyðisfirði. Foreldrar hans voru Sigurður Vigfússon og Ingibjörg Björnsdóttir, búsett í Pétursborg í Vestmannaeyjum. Börn Sigurbjargar og Finnboga eru: 1) Ingibjörg Sigríður, f. 21. febrúar 1936, maki Ingólfur Kristjánsson, börn: Kristján, Ein- ar, Leifur, Olgeir og Sigurður. 2) Guðjón Hjörleifur, f. 5. ágúst 1947, maki Jóhanna Jóna Haf- steinsdótttir, börn: Lilja, Sigurbjörg, Rósa og Sunna. Einnig ólu þau upp elsta son Ingibjarg- ar, Finnboga Rós- inkranz, f. 12. nóv- ember 1956, maki Halla Harpa Stef- ánsdóttir, börn: Ing- ólfur, Heimir og Óskar. Sigurbjörg stund- aði almenn sveita- störf hjá foreldrum sínum, var einnig vinnukona að Skarðshlíð í sama hreppi í Vestmannaeyjum áður en hún giftist þar. Þau voru búsett í Vestmannaeyjum til ársins 1945. Þá flytjast þau til Reykjavíkur. Lengst bjuggu þau í Laugarnes- hverfinu og tók hún virkan þátt í starfi kvenfélags Laugarnes- kirkju í um 15 ár. Einnig sat hún í stjórn þess. Hún starfaði við Laugarnesskólann, Iðnó og Kjöt- iðnaðarstöðinni Goða. Síðustu átta árin bjó hún á Hrafnistu í Reykjavík. Sigurbjörg verður jarðsungin frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukan 15. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Elsku Leifa mín. Þakka þér sam- fylgdina. Ég mun geyma minningu um góða konu í hjarta mínu. Guð geymi þig. Þín tengdadóttir Jóhanna. Elsku amma mín, það rifjast svo margt upp þegar ég hugsa um okkar stundir saman. Með þeim fyrstu minningum sem ég man var í Æsu- fellinu, ég hef verið svona tveggja eða þriggja ára og var undirbúningurinn fyrir leikskólann stór athöfn út af fyrir sig. Þú signdir mig áður en þú klæddir mig í nærbolinn, því næst fylgdi rúllukragabolur, nærbuxur og sokkabuxur, góðar og hlýjar buxur og peysa. Þegar þetta var komið fór- um við með vísuna: Nú er ég klæddur og kominn á ról, Kristur Jesús veri mitt skjól, í guðsóttanum gefðu mér að ganga í dag, svo líki þér. Þegar við vorum búnar að borða og svoleiðis héldum við áfram, þá tók við ullarpeysa regnbuxur, regnjakki, húfa, trefill og svo auðvitað vettling- ar og ullarsokkar sem þú prjónaðir að sjálfsögðu sjálf. Svona beið ég á skammelinu inni í stofu og sneri mér í hringi í góðan hálftíma meðan þú lagðir kapal inni í eldhúsi. Þessu er- um við búnar að hlæja að og mörgu öðru eins og t.d. gátum við setið tím- unum saman og spilað ólsen ólsen, rommý eða veiðimann. Ég var búin að finna góða leið til að vinna líka, þegar þú vannst sem gerðist mjög oft. Þá setti ég öll mín spil á bunkann og sagði: Ég líka amma. Mér fannst alltaf svo gaman að fylgjast með þér leggja kapal því hann gekk svo oft upp annað en þeg- ar ég reyndi þá fór allt í flækju. Það var svo erfitt að muna allar reglurnar í kaplinum. Strætóferðirnar okkar voru sko margar og skemmtilegar og alltaf passaði ég að hvíta veskið væri tekið með í þær ferðir. Strætóferðirnar lágu ýmist í heimsóknir eða búðarölt, ég man eftir að við fórum stundum í hrossakjöt til Imbu og Ingó þar sem ég smakkaði brauð með súkkulaði í fyrsta skipti en Imba sagði að Siggi frændi borðaði svo oft svoleiðis. Við tókum einnig saman strætó í Kola- portið og keyptum lakkrís og harð- fisk og stundum kartöflur hjá Grétu frænku. Á jólunum fékkstu alltaf svo mikið af konfekti að ég var fljót að ábyrgj- ast það að ég fengi að sofa í ömmu- holu þá nótt. Þá lágum við uppi í rúmi og borðuðum konfekt og spjölluðum saman. En þetta voru ekki einu næt- urnar sem ég fékk að sofa í ömmu- holu því við vorum í herbergi saman. Ég gæti lengi haldið áfram, amma mín, en allar minningar okkar saman lifa í hjarta mínu og getur verið erfitt að koma þeim á blað. En hér eru vís- ur sem þú kenndir mér og við fórum oft með saman. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Ég elska þig, Leifa amma mín, og mun alltaf gera, ég bið að heilsa Finnboga afa og fylgstu nú með því að hann sé ekki svangur og passaðu hann vel eins og þér einni er lagið. Þín Sunna. Elskulega langamma mín. Sonur minn, hann Tristan, spurði oft þegar við fórum í heimsókn til langömmu minnar, langalangömmu hans: „Af hverju langalangamma, hún er ekk- ert löng?“ Þó það hafi verið rétt þá var hún gríðarlega stór, stór í huga og hjarta okkar allra sem minnumst hennar. Þegar ég sit hérna og skrifa þetta með mynd af Leifu ömmu koma tárin í augun. En henni líður betur núna og nú getur hún fylgst með öll- um börnunum sínum betur. Því ekk- ert gladdi hana meira en að sjá börn- in sín. Þannig var hún, og hvergi leið börnunum betur en hjá henni, að þiggja alla hlýjuna og ástina, því það gerði hún amma, hún gaf. Allt sitt líf var hún að gefa og nóg hafði hún að gefa. Ekki var hún fjáð en hvort sem það voru ullarsokkar eða konfekt- molar, ef hún sagði það ekki sjálf þá stóð í þessu öllu „mér þykir vænt um ykkur elsku börnin mín“ og þetta vissum við.„Gullið mitt, elsku hjart- ans drengurinn minn, elskurinn, eng- illinn minn eða auuummingjans drengurinn minn“. Þetta eru orð sem lýsa henni best. Þetta fékk ég alltaf að heyra rétt áður en ég rauk upp í hálsakotið á henni ömmu minni og vildi búa um mig þar og vera. Elsku amma mín, takk fyrir allt. Ég veit að núna líður þér betur og er það mín eina huggun, en ég sakna þín svo sárt og þó ég finni fyrir þér vildi ég geta fundið fyrir faðminum þínum einu sinni enn. Guð blessi þig og geymi og eins og ég hef margoft sagt þessa síðustu erfiðu daga, þá er himnaríki fallegra og betra nú þegar þú ert þar. Ingólfur, Sigrún og Tristan Freyr. Elsku Leifa mín. Ég var svo hepp- in að fá að kynnast þér fyrir tæpum níu árum síðan þegar ég og Ingólfur kynntumst og urðum „kærustupar“. Eins og þér einni var lagið tókstu mér með opnum örmum sem voru fullir af ástúð og umhyggju. Það var alveg sama hvert tilefnið var, alltaf varstu jafn glöð að hitta okkur og kossarnir þínir og faðmlög voru alltaf jafn innileg. Minningarn- ar um þig streyma fram, allar jafn ánægjulegar, en ein minning er mjög sterk í huga mér. Hún hefur reyndar fylgt mér undanfarna daga þó svo hún sé frekar hversdagsleg. Ég og Ingólfur keyrðum þig heim eitt kvöldið eftir ljúffenga máltíð í Vest- urtúninu. Það var dimmt úti og kalt og þegar við nálguðumst tröppurnar hjá Hrafnistu, stökk ég út úr bílnum, tilbúin til þess að hjálpa þér upp tröppurnar. En þú hélst nú ekki! Þú labbaðir sjálf tröppurnar uppá „hót- el“, eins og þú kallaðir Hrafnistu, og þurftir nú ekki aðstoð. Þetta var bara eitt af fjölmörgum dæmum um kjarnakvendið í þér, hversu hversdaglega, sem það kann að hljóma. Hvort sem um var að ræða ullarsokka fyrir Tristan, mat í Vest- urtúninu eða heimsókn til þín á Hrafnistu, allt voru þetta jafn dýr- mætar stundir. Tristan bað fyrir þér í kvöld. Hann sagði við mig: „Mamma, ég ætla að segja bænina mína, en ekki segja amen, heldur Leifa amma.“ Hann saknar þín en nú ertu orðin engillinn hans og ég veit þú munt vaka yfir honum. Ingólfur saknar þín sárt. Hann var „elsku aumingjans drengurinn“ þinn sem þú gerðir allt fyrir. Ég skal passa upp á drengina þína og sjá til þess að þeir vaxi jafn fallega og rósirnar við hliðina á myndinni af þér og Tristan. Elsku Imba og Ingó, Gaui, Jó- hanna, Hafdís, Sibba, Rósa og Stef- án, Sunna, Heimir og elskulegir tengdaforeldrar, Bogi og Halla. Inni- legar samúðarkveðjur. Megi guð vaka yfir ykkar yndislegu fjölskyld- um og gæta líkt og Leifa kemur nú til með að gera. Leifa mín, þín er sárt saknað, Sigrún. Sigurbjörg Guðleif á barnið að heita, þar með var ég skírð í höfuðið á þér í desember 1975. Elsku Leifa amma, það rifjast svo margt upp þeg- ar ég hugsa til baka. Góðu stundirnar sem ég átti hjá þér á Laugarnesveg- inum. Oft þegar frí var í skólanum skutlaði pabbi mér til þín á morgn- ana, þá skreið ég upp í til þín og við kúrðum og hlustuðum á gömlu guf- una. Við höfðum það svo gott saman. Svo fluttir þú til okkar. Þá vorum við stelpurnar svo heppnar að hafa þig heima þegar við komum heim úr skólanum. Það hafa nú ekki allir krakkar jafn gott og við því að svona ömmur eins og þú varst eru í útrým- ingarhættu. Svo varstu svo dugleg að prjóna handa okkur og börnum okk- ar sokka og vettlinga. Við vorum svo einstaklega heppin og lánsöm. Svo við tölum nú ekki um heimalöguðu flatkökurnar, namminamm. Einu sinni þegar ég var 12 eða 13 ára fórstu með mig um hásumar og keyptir handa mér jólagjöf af því að þú bjóst við að vera dáin fyrir jól, ekki það að þú hafir verið veik heldur varstu bara svona. Og þetta var sko ekki í eina skiptið sem þér datt eitt- hvað þessu líkt í hug. Ég eiginlega veit ekki hvað ég á að segja á svona stundu, mér finnst ég svo vanmáttug og aum. Ég hef tekið þér sem sjálfsögðum hlut alltof lengi. En ég er svo þakklát fyrir að fá að vera hjá þér síðustu dagana á spít- alanum. Ég vona svo sannarlega að við sem eftir erum notum tækifærið og þjöppum okkur saman. Þú varst alltaf að segja mér að ég ætti að passa upp á samband mitt við Boga, Höllu, Ingólf Stefán og Heimi. Hér eftir ætla ég sko að gera það. Elsku Leifa amma, minning þín lif- ir í hjörtum okkar Friðgeirs og Helgu Jónu og við munum sakna þín sárt. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem eru alltof margar til að rifja upp hér en alltof fáar þegar þú ert farin. Guð geymi þig. Þín alnafna, Sigurbjörg Guðleif Guðjónsdóttir. Elsku amma mín. Nú er víst kom- inn sá tími sem ég hef kviðið hvað mest fyrir alla mína tíð, semsagt að kveðja þig í síðasta sinn. Þegar ég hugsa til baka er svo margt sem kem- ur uppí hugann. Manstu þegar ég var lítil og við bjuggum hjá þér á Laug- arnesveginum og við vorum svo oft inni í eldhúsinu þínu og ég sat uppi á eldhúsbekknum og við horfðum tím- unum saman út um gluggann og í hvert skipti sem ég heyrði í löggubíl eða sjúkrabíl þá hélt ég eins fast í þig og ég gat og sagði að ég myndi passa að ekkert kæmi fyrir þig? Þetta er ein af fyrstu minningunum sem koma upp í kollinn. Síðan fluttir þú til okkar og bjóst hjá okkur í 14 ár og þá eignaðist mað- ur enn fleiri yndislegar stundir með þér. Við sátum nú oft saman í eldhús- inu í Æsufellinu og spiluðum, ég gleymi því aldrei þegar þú kenndir mér rommý og ég var algjörlega óstöðvandi, vildi bara spila rommý öllum stundum en við skulum ekkert vera að tala um hver vann alltaf því eins og þú sagðir alltaf skiptir engu máli hver vinnur. Það var alltaf svo gott að koma heim úr skólanum til þín, það voru forréttindi sem við systur fengum að upplifa að hafa alltaf einhvern heima þegar skóla lauk á daginn. Og oftar en ekki beið okkar heitur kakóbolli og kex þegar við komum heim úr skólanum þegar kalt var úti. Takk fyrir það, elsku amma mín. Það var ómetanlegt og það hlýjar manni um hjartarætur að rifja það upp hvað þú varst alltaf yndisleg við mig. Þó svo að maður hafi nú ekki metið það á yngri árum sér maður hvað maður átti gott þegar maður fer að rifja upp og ég er mjög ánægð með að hafa náð að þakka þér fyrir það allt áður en þú fórst. Þegar við fluttum upp í Grafarvog vorum við saman í herbergi fyrstu mánuðina og þó svo að ég hafi haft sérrúm þar inni skreið ég samt alltaf upp í ömmuholu og við kúrðum okkur saman og þá passaði ég þig og þú mig. Árið 1997 fluttir þú síðan á Hrafn- istu og það var voða erfitt í fyrstu en þegar maður sá hvað þér leið vel þar var þetta ekki eins erfitt. Þú sagðir alltaf að þú ættir heima á hótel Hrafnistu. Þér leið svo vel þar og allt- af var gaman að koma í heimsókn til þín þangað. Stuttu eftir að ég kynntist Stefáni mínum fórum við tvær saman austur í sveit og vorum mikið að spjalla sam- an á leiðinni og ég sagði þér að ég væri búin að kynnast yndislegum manni. Þú spurðir strax hvort þetta væri ekki reglumaður og ég sagði að svo væri. Síðan sagði ég þér að hann væri 14 árum eldri en ég og þá sagðir þú strax að það skipti engu máli svo framarlega sem hann væri góður við mig. Því eins og alltaf vildir þú mér aðeins það besta. Síðan þegar þið hittust var eins og þið væruð búin að þekkjast í mörg ár og eins var með Sigga litla hans Stefáns, hann var rúmlega þriggja ára þegar þið kynnt- ust og áttuð þið alveg sérstakt sam- band því það var stundum eins og þið væruð á sama aldri, slík var vináttan og virðingin á báða bóga og veit ég að söknuðurinn er mikill þar. Ég veit að Siggi og Ellen Inga munu geyma minninguna um þig í hjarta sínu og eiga eftir að spyrja oft hvort við getum ekki labbað í heim- sókn til langömmu og fengið kex og djús. Og við eigum eftir að heim- sækja þig oft, elsku amma mín, en bara á annan stað, þar sem þú munt hvíla hjá Finnboga afa. Elsku amma mín, ég elska þig ólýsanlega mikið og sakna þín óbæri- lega. Ég mun aldrei gleyma síðustu nóttinni þinni þegar ég var á spítal- anum hjá þér og kúrði hjá þér í síð- asta skiptið. Knúsaðu Finnboga afa, Hafstein afa, Lilju ömmu og Þóru mína frá mér. Ég veit að það hefur verið kátt hjá ykkur öllum þegar þið hittust loksins aftur. Elska þig að eilífu. Þín Rósa María. Elsku langamma. Okkur langar að senda þér smáljóð sem okkur finnst svo fallegt: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Takk fyrir alla vettlingana og leistana sem þú gafst okkur. Elskum þig og söknum þín mikið. Hafðu það gott á nýja staðnum. Sigurður og Ellen Inga. SIGURBJÖRG G. GUÐJÓNSDÓTTIR Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS GÍSLA ÞÓRÐARSONAR, Dalbraut 18, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 14-E Landspítala við Hringbraut fyrir góða umönnun. Sigurður Snævar Gunnarsson, Erla Pálmadóttir, Ingimar Þór Gunnarsson, Þorgerður Steinsdóttir, Sveinn Óttar Gunnarsson, Guðný Svavarsdóttir, Gísli Arnar Gunnarsson, Halla Guðrún Jónsdóttir, Gunnur Rannveig Gunnarsdóttir, Helgi Helgason, afa- og langafabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR frá Grenjaðarstað, sem lést þriðjudaginn 27. september, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 3. októ- ber kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknar- stofnanir. Sigurður Guðmundsson, Steinunn S. Sigurðardóttir, Ingólfur S. Ingólfsson, Halldór Sigurðsson, Ester Hjartardóttir, Guðmundur Sigurðsson, Sigrún Kristjánsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Bragi Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.