Morgunblaðið - 30.09.2005, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þorsteinn Hjart-arson fæddist á
Stóru-Þúfu í Mikla-
holtshreppi 1. sept-
ember 1928. Hann
andaðist á Sjúkra-
húsinu á Akranesi
hinn 21. september
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Hjörtur Líndal
Hannesson, f. 18.
apríl 1899, d. 12.
nóvember 1978, og
Sigríður Einars-
dóttir, f. 21. júlí
1896, d. 26. ágúst 1991. Systkini
Þorsteins eru: Magnes Signý, f.
28. júní 1922, d. 24. október 1970,
Hannes Ágúst, f. 8. júní 1924, d. 2.
mars 2004, Einar Bjarni, f. 20.
júní 1926, d. 3. maí 2000, Sigríður
Þorgerður, f. 18. september 1930,
Þórey, f. 29. maí 1932, d. 10. októ-
ber 1996, Jón, f. 9. september
1934, og Áslaug, f. 6. desember
1938.
Eftirlifandi eiginkona Þor-
steins er Sigfríður B. Geirdal, f. 1.
október 1936 á Innra-Hólmi í
Innri-Akraneshreppi. Foreldrar
hennar voru Bragi Steinólfsson
Geirdal, f. 19. mars 1904, d. 5.
október 1967, og Helga Pálsdótt-
ir, f. 21. október 1911, d. 22. ágúst
1988. Börn Þorsteins og Sigfríðar
eru: 1) Ásberg, sjómaður, f. 23.
nóvember 1957. 2) Fjölnir, raf-
eindavirki, f. 29. september 1959,
maki Erla Ólafsdóttir skrifstofu-
maður, f. 29. september 1961,
börn þeirra eru: a) Fanndís, f. 25.
júlí 1991, b) Þorsteinn Freyr, f. 5.
júlí 1993. 3) Guðrún
Agnes, lögfræðing-
ur, f. 9. september
1960, maki Magnús
Ingvason fram-
haldsskólakennari,
f. 15. ágúst 1960,
dætur þeirra eru: a)
Birna Ýr, f. 22. nóv-
ember 1991, b)
Brynja Kristín, f.
15. júlí 1995. 4) Elfa,
póstafgreiðslumað-
ur, f. 8. febrúar
1962. 5) Arndís,
þjónustufulltrúi, f.
21. júní 1966, maki Guðmundur
Egill Ragnarsson matreiðslu-
meistari, f. 20. febrúar 1963, börn
þeirra eru: a) Maren Helga, f. 10.
september 1990, b) Alexander Eg-
ill, f. 21. júní 1993. Fyrir átti Þor-
steinn, Ragnheiði Hrönn, nudd-
ara, f. 15. maí 1956, maki Jónas
Stefánsson, rafverktaki, f. 27.
desember 1958, börn þeirra eru:
a) Sunna Björk, f. 28. mars 1983,
b) Þorri Jarl, f. 21. desember
1988, c) Aron Breki, f. 23. apríl
1990.
Þorsteinn ólst upp í Stóru-Þúfu
í Miklaholtshreppi og fluttist með
foreldrum sínum til Akraness árið
1946. Hann starfaði meðal annars
sem vélstjóri á bátum frá Akra-
nesi fram til þess að hann hóf
störf hjá Sementsverksmiðju rík-
isins árið 1959 og starfaði þar til
ársins 1996 er hann lét að störfum
fyrir aldurs sakir.
Útför Þorsteins verður gerð frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Komið er að kveðjustund, faðir
okkar háði langvinna baráttu við ill-
vígan sjúkdóm, að lokum var vitað
hvert stefndi. Sárt er að kveðja.
Þakklæti er orð sem kemur upp í
hugann, þakklæti fyrir að hafa verið
til staðar fyrir okkur í blíðu og stríðu.
Alltaf gaf hann sér tíma til að ræða
málin. Hann bar hag sinna nánustu
fyrir brjósti og var ávallt reiðubúinn
að leggja sitt af mörkum. Vildi samt
helst ekki þiggja mikið í staðinn.
Hans blíða nærvera, góðmennskan,
traustið og heiðarleikinn gerðu hann
að þeirri yndislegu manneskju sem
hann var. Stutt í brosið, fagnaði þeg-
ar barnabörnin birtust, þá leið honum
vel. Unun var að fylgjast með því
hvernig hann umvafði þau ást og
hlýju. Þeirra missir er mikill.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guð sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Við kveðjum okkar ástkæra föður
með virðingu og miklum söknuði.
Blessuð sé minning hans. Kær
kveðja.
Börnin.
Tengdafaðir minn Þorsteinn
Hjartarson hefur gengið veginn
langa á enda. Síðustu sporin voru erf-
ið vegna þess sjúkdóms sem lagði
hann loks að velli. Hann kvartaði þó
aldrei og tók örlögum sínum af miklu
æðruleysi.
Þorsteinn var einstakur maður.
Fáa hef ég hitt sem hafa búið við jafn
mikið jafnaðargeð og þau fimmtán ár
sem ég þekkti hann man ég ekki að
hann hafi skipt skapi. Allt sá hann í
jákvæðu og oft spaugilegu ljósi. Aldr-
ei talaði hann illa um nokkurn mann
og væntumþykja fyrir umhverfi og
mannfólki var einstök. Þorsteinn var
greiðvikinn og úrræðagóður og leit á
vandamál sem áskorun sem hann iðu-
lega leysti farsællega.
Þorsteinn var fjölfróður og víðles-
inn. Ekki skipti þá máli hvort verið
var að fjalla um skáldskap Steins
Steinars eða Þórbergs, náttúrufar
víða á Íslandi, sagnfræði eða hvers
konar átthagafræði. Hann hafði lesið
sér til um flesta hluti. Þá var hann vel
inni í þjóðmálaumræðunni og hafði
ákveðnar skoðanir á þeim málum.
Þær skoðanir sveigðust töluvert til
vinstri, en hann hafði einstakt um-
burðarlyndi gagnvart öðrum skoðun-
um. Þá var hann mikill ÍA-maður og
fylgdist vel með á þeim vígstöðvum.
Þorsteinn var einstaklega barn-
góður og alltaf hafði hann nægan
tíma fyrir barnabörnin sem sóttust
mjög í félagsskap hans. Nærvera
hans var góð og það var erfitt annað
en að slaka vel á eftir stutt spjall við
hann.
Góður maður er genginn. Ég
þakka Þorsteini Hjartarsyni fyrir
hlýju og góðmennsku þann tíma sem
ég þekkti hann og bið um styrk til
handa eiginkonu hans, Sigfríði.
Magnús Ingvason.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir
Og upphiminn fegri en augað sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Ben.)
Tengdafaðir minn Þorsteinn
Hjartarson er látinn. Hefur kvatt
þennan heim eftir stranga baráttu við
erfið veikindi. Þennan sjúkdóm bar
hann með þvílíku æðruleysi og frá-
bærri ró að það mun verða okkur
minnisstætt. En þannig var hann,
ljúfur og hógvær. Heyrðist aldrei
kvarta, hélt sínu striki, ávallt til stað-
ar fyrir sitt fólk, vini og vandamenn.
Það mun vandfundin jafn gefandi
persóna. Aðrir voru þar alltaf í for-
gangi. Sjálfur virtist hann aldrei gera
kröfur til neins.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Megir þú hvíla í friði, elsku Steini.
Þín tengdadóttir,
Erla Ólafsdóttir.
Kæri Steini, þá er þessari baráttu
við þennan illvíga sjúkdóm lokið, en
það var ekki hægt að sjá það á þér að
þetta væri eitthvað alvarlegt, þú
tókst þessu öllu af svo mikilli þolin-
mæði. Það eru rúm tuttugu ár síðan
við kynntumst fyrst, og ég er ríkari
vegna þeirra kynna, þú varst einstakt
ljúfmenni í alla staði og öðru eins
jafnaðargeði og þolinmæði hef ég
aldrei kynnst. Börnin þín og barna-
börn voru þitt líf og yndi, þú vildir allt
fyrir þau gera, þau geyma núna fagra
minningu þína í hjarta sínu.
Þú hafðir einstaklega góða nær-
veru, það var gott að fara í kaffi til þín
og spjalla um daginn og veginn.
Stundum kom það fyrir að við vorum
ekki alveg sammála, t.d. í pólitík. Þá
léstu mig bara tala út og sagðir svo
sallarólegur: Meira kaffi, Egill, en við
þurftum ekki alltaf að tala því það var
svo gott að vera í návist þinni.
Kæri tengdapabbi, ég kveð þig
með söknuði en einnig þakklæti.
Megi hinn hæsti höfuðsmiður himins
og jarðar vaka yfir þér. Blessuð sé
minning þín.
Guðmundur Egill Ragnarsson.
Fréttin um að Þorsteinn Hjartar-
son væri látinn kom mér ekki á óvart,
hann var búinn að berjast við erfiðan
sjúkdóm í langan tíma af miklu æðru-
leysi, samt brá mér og strengur sorg-
ar og trega söng í brjósti mér. Ég
kynntist Steina þegar ég giftist Ásu
systur hans og enn betur þegar ég fór
að vinna í Sementsverksmiðjunni þar
sem hann vann í áratugi og var
þekktur fyrir handlagni og snyrti-
mennsku. Steini var hæglátur og ljúf-
ur, allt að því hlédrægur, það var ekki
hávaðinn og lætin sem einkenndu
hann, en samt skemmtilega kómískur
og alltaf stutt í brosið. Hann var mað-
ur jafnréttis og bræðralags og hafði
ákveðnar skoðanir á hlutunum sem
hann kom á framfæri á sinn þægilega
hátt. Ég man þær stundir þegar hann
kom til mín eftir fundi um kjaramál
og setti ofaní við mig á svo blíðan hátt
að ég varð betri maður á eftir.
Þau Ása og Steini áttu oft sam-
verustundir á mánudagsmorgnum og
ræddu þá um lífið og tilveruna. Steini
var hafsjór af fróðleik og það var
gaman að hlusta á hann tala um
gömlu dagana og ýmis atvik sem
hann lýsti á skemmtilegan hátt en
aldrei var hallað á nokkurn mann.
Steini var mikill fjölskyldumaður og
var alltaf boðinn og búinn að leysa
hvers manns vanda og þegar minnst
var á barnabörnin þá ljómaði hann,
þau áttu hug hans allan. Og oft
minntist hann á dansferðirnar sem
þau Siffa fóru með vinum sínum, Íðu
og Fróða, þá var líkt og hann væri
kominn út á dansgólfið. Ekki var
hann mikið fyrir að barma sér eða
væla og ef honum fannst of mikið bú-
ið að tala um veikindi og erfiðleika þá
sagði hann og brosti sínu góða brosi:
„Eigum við ekki að taka upp léttara
hjal?“
Ég á í huga mér margar og góðar
minningar um Þorstein Hjartarson
og þakka fyrir að hafa fengið að
kynnast honum og eiga hann að vini.
Ég votta Siffu og fjölskyldunni sam-
úð og bið Guð að blessa minninguna
um góðan dreng.
Bjarni Ó. Árnason.
Elsku Steini. Þegar þú lagðist inn á
sjúkrahúsið hér á Akranesi nú í byrj-
un mánaðar var mjög af þér dregið.
Ég settist hjá þér og við spjölluðum
saman um stund. Ég fann að þú vissir
að hverju stefndi, en þú kvartaðir
ekki. Það var ekki í þínum anda. Þú
fórst heim aftur í nokkra daga, en
komst svo fársjúkur á sjúkrahúsið og
kvaddir þennan heim aðfaranótt 21.
september.
Þegar þú greindist með þennan ill-
víga sjúkdóm, varstu staðráðinn í að
nota vel þann tíma sem þú fengir. Þið
Siffa þín stunduðuð dans af fullum
krafti, í góðum félagsskap. Þú fórst í
göngutúra og hugaðir eins vel að
heilsunni og unnt var. Í ykkar fyrstu
ferð til útlanda fóruð þið svo síðast-
liðið haust til Spánar að heimsækja
Arndísi dóttur ykkar og fjölskyldu
sem þá bjuggu þar. Ég var þar stuttu
áður og tilhlökkun þeirra leyndi sér
ekki. Þú naust samverustunda með
fjölskyldu þinni og afabörnin nutu
ekki síst þeirrar góðu nærveru sem
þú hafðir.
Svo sannarlega hefði maður óskað
þess að þið Siffa fengjuð lengri tíma
saman eftir að þið hættuð að vinna
úti. En eins og svo oft fáum við engu
um ráðið.
Nú er stórt skarð höggvið í hópinn,
fimm af ykkur systkinunum átta
horfin úr þessum heimi. En þjáning-
um þínum er lokið, það verður vel
tekið á móti þér í nýjum heimkynn-
um.
Steini minn, ég vil þakka þér af öllu
hjarta samverustundirnar í gegnum
tíðina. Megi Guð gæta þín. Sofðu rótt.
Elsku Siffa, börn, tengdabörn,
barnabörn, systkini og aðrir ástvinir
Steina. Guð gefi ykkur öllum styrk í
sorginni.
Ólöf Hannesdóttir.
Elsku afi minn. Vonandi er þér
batnað núna og vonandi líður þér vel.
Þú varst allt sem maður gat óskað
sér, svo góður að ég þekkti ekki betri
mann. Ég man allar skemmtilegu
ferðirnar sem við fórum í, t.d. á
Langasand að tína skeljar, í skóg-
rækt eða þegar við fórum í fótbolta í
garðinum. Ég man líka að þú varðst
aldrei reiður við mig ef ég gerði eitt-
hvað af mér, þú sagðir bara að slys
gætu hent alla. Ég vildi að þú hefðir
aldrei orðið veikur, þá værirðu hér
enn. Þú varst besti afi sem hægt var
að hugsa sér. Ég á eftir að sakna þín
svo mikið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þakka þér fyrir allt, elsku afi minn.
Blessuð sé minning þín.
Fanndís.
Elsku afi, það er sárt að kveðja en
þú varst búinn að vera mikið veikur
og við vitum að þér líður miklu betur
núna. Alltaf munum við eftir því þeg-
ar við fjölskyldan komum upp á
Akranes og fórum svo oft í göngutúr
á Langasandinum. Svo komum við
inn og þú og amma vilduð allt fyrir
okkur gera. Það var það sem ein-
kenndi þig, þú varst alltaf svo góður.
Besti afi sem við gátum hugsað okk-
ur. Þú gafst þér alltaf tíma fyrir okk-
ur og fjölskylduna. Takk fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum sam-
an og þótt þú sért farinn eigum við
alltaf minningarnar. Guð geymi þig,
afi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji guðs englar saman í hring,
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Þínar afastelpur,
Birna Ýr og Brynja Kristín.
Elsku afi. Þakka þér fyrir allar
góðu stundirnar sem ég átti með þér.
Ég sakna þín og vona að þér líði betur
núna.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(M. Joch.)
Takk fyrir allt, afi.
Þorsteinn Freyr.
Góður maður er genginn. Þegar
við fréttum að Þorsteinn væri látinn,
kom það ekki á óvart, því hann hafði
barist við illvígan sjúkdóm í mörg ár.
Við erum búin að eiga samleið með
þeim Sigfríði og Þorsteini í mörg ár.
Á veturna höfum við farið saman á
skemmtanir flestar helgar og oft á
sparidaga í Örkinni í Hveragerði.
Þorsteinn hafði alltaf eitthvert
áhugavert umræðuefni og náði alltaf
mjög góðu sambandi við fólk. Minn-
isstætt er þegar við vorum að kveðja
einn borðfélaga okkar í Örkinni.
Maður þessi var mjög heyrnarskert-
ur, en Þorsteinn hafði oft sest hjá
honum og náð sambandi við hann.
Maður þessi varð klökkur af þakk-
læti til Þorsteins og upplýsti að hann
væri oft búinn að vera á sparidögum
þarna, en þetta væri í fyrsta sinn sem
hann hefði náð virkilega góðu sam-
bandi við einhvern þar.
Við erum þakklát fyrir að hafa átt
samleið með Þorsteini. Vitur maður
hefur sagt að það skipti ekki öllu hvað
talað er heldur sé það nærveran.
Okkar skynjun er sú að Þorsteinn
hafi haft afar góða nærveru. Nú
söknum við hans.
Enginn veit hvert liggja okkar leiðir
að lokum þegar okkur héðan ber.
En allir vegir geta orðið greiðir
góðum manni, hver sem stefnan er.
(Jakob Jónsson.)
Við sendum Sigfríði og fjölskyldu
samúðarkveðjur.
Íða og Fróði.
ÞORSTEINN
HJARTARSON
Vertu ekki grátinn við
gröfina mína
góða, ég sef ekki þar.
Ég er í leikandi ljúfum
vindum.
Ég leiftra sem snjórinn á tindum.
Ég er haustsins regn sem fellur á fold
og fræið í hlýrri mold.
Í morgunsins kyrrð ef vakna þú vilt
ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt.
Ég er árblik dags um óttubil
og alstirndur himinn að nóttu til.
Gráttu ekki við gröfina hér.
Gáðu - ég dó ei - ég lifi í þér.
(Þýð. Ásg. Ingimarsd.)
Okkar góði nágranni Ólafur
Helgason í Njörvasundi 36 er látinn.
Við bjuggum hlið við hlið í hartnær
hálfa öld. Við höfum séð börn okkar,
barnabörn og jafnvel barnabarna-
börn vaxa úr grasi og aldrei hefur
borið skugga á þetta góða nábýli. Við
hlógum oft saman að því að við vær-
um orðin eins og geirfuglarnir. Það
ÓLAFUR
HELGASON
✝ Ólafur Helgasonfæddist á
Strandseljum við
Ísafjarðardjúp 5.
desember 1921.
Hann lést á Beni-
dorm 4. september
síðastliðinn og var
jarðsunginn frá
Langholtskirkju 19.
september.
er eiginlega búið að
selja og skipta um í
flestum húsum ná-
grennisins nema okk-
ar.
Ólafur var að vestan
og Sigríður kona hans
Árnesingur að ætt og
uppruna. Þess vegna
áttum við svo margt
sameiginlegt og gát-
um rætt um allt milli
himins og jarðar á bíl-
skúrsplaninu og yfir
trjágirðingarnar. Eins
og kunnugt er áttu
þau hjónin blómabúðir, lengst versl-
unina á Skólavörðustígnum. Þar
unnu þau bæði oft langan vinnudag
alveg frá því við kynntumst þeim. En
þau höfðu alltaf tíma fyrir skemmti-
legt spjall og að gera nágrönnum
sínum greiða.
Ólafur var einstaklega hlýr og
elskulegur maður sem gott var að
vera nálægt. Fyrir allt þetta þökkum
við nú. Sigríði okkar elskulegri, Guð-
rúnu og hennar fjölskyldu og Eiríki
syni hans Didda vottum við okkar
innilegustu samúð. Við vitum að
minningin um bjartan æviferil þessa
góða manns mun létta þeim söknuð-
inn.
Blessuð sé minning Ólafs Helga-
sonar.
Ásgerður og Victor,
Sigluvogi 3.