Morgunblaðið - 30.09.2005, Side 46

Morgunblaðið - 30.09.2005, Side 46
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn JÓN VIRÐIST VERA AÐ HUGSA EITTHVAÐ MERKILEGT VÁ, ÞETTA ERU ENNÞÁ MERKILEGRI HUGSANIR EN ÉG HÉLT BÖKUR ERU GÓÐAR SNOOPY ER BÚINN AÐ VERA TÝNDUR Í 5 DAG. VIÐ ÆTTUM AÐ LEITA... KANSKI ER HANN Í VANDA? ÞAÐ ER HÆTTULEGT AÐ RÁFA UM SVEITINA. ÞAÐ GETUR ÝMISLEGT FURÐULEGT GERST... SNÁFAÐU KÖTTUR EN EF HANN ER EKKI TÝNDUR? HVAÐ ÆTLAR MAMMA ÞÍN AÐ VERA LENGI HJÁ OKKUR Í MÁNUÐ Í VIÐBÓT ÉG HELD AÐ ÉG ÆTTI AÐ BYGGJA GESTAHERBERGI EFTIR ALLT SAMAN HEFURÐU PRÓFAÐ AÐ BORÐA ATKINS. ÞETTA ER FRÁBÆRT ÞAÐ HEFUR VERIÐ MIKIÐ AÐ GERA HJÁ ÞÉR ÞESSA VIKUNA JÁ, ALLT OF MIKIÐ! MIG LANGAR BARA AÐ FARA HEIM OG EYÐA TÍMA MEÐ KRÖKKUNUM MÍNUM ÚFFF! LEGGÐU FRÁ ÞÉR BYSSUNA PUNISHER SNÁFAÐU, GRÍMU- KLÆDDI STUBBUR EF LÖGGAN GETUR EKKI STOPPAÐ UGLUNA... ... ÞÁ VERÐ ÉG AÐ TAKA ÞAÐ AÐ MÉR ÞAKKAÐU FYRIR AÐ ÞESSI KÚLA VAR EKKI ÆTLUÐ ÞÉR ÉG VAR AÐ LESA VÍSINDA SKÁLDSÖGU VÁ, ÞETTA HLJÓMAR EKKERT SMÁ ÓHUGNANLEGA HÚN FJALLAR UM ÞAÐ HVERNIG VÉLAR NÁ HEIMSYFIRRÁÐUM OG GERA MENNINA AÐ ÞRÆLUM SÍNUM HJÁLP, ÉG ER AÐ MISSA AF UPPÁHALDS ÞÆTTINUM MÍNUM Dagbók Í dag er föstudagur 30. september, 273. dagur ársins 2005 Víkverji er íhalds-maður. Íhalds- semin er reyndar ný fyrir honum þar sem hann hefur hingað til kennt sig við anark- isma en það er aldrei of seint að læra. Það fyrsta sem Víkverji ætlar að gera til að teljazt sannur íhaldz- maður er að nota framvegis zetu. Þar sem Víkverji var ekki einu sinni fæddur þeg- ar zetan var felld úr gildi gæti hann ruglazt aðeins á reglunum en biður lesendur að taka viljann fyrir verkið. Þegar Víkverji var barn sá hann zetu aldrei nema inni í tal- blöðrum sofandi teiknimynda- sögupersóna. Það voru hræðileg mis- tök að fella zetuna niður á sínum tíma og hefur eflaust valdið svefn- truflunum hjá mörgum Íslendingum. Þetta er hinn fallegasti og virðuleg- asti bókstafur og gerði kennurum miklu auðveldara fyrir í að búa til erfið stafsetningarpróf. Íhaldzemi Víkverja kemur helzt fram í því að hann vill sem minnstu breyta, bæði í persónulega lífinu og í opinberum málum. Víkverji telur sig hafa fundið góða sambýliskonu og leggur sig allan fram um að halda sambúð- inni friðsamlegri svo þar verði ekki breyting á. Víkverji er líka á því að fara eigi varlega í allar þjóðfélagslegar breytingar. Það verður að vera regla og agi í þjóðfélaginu og það er vitað að of miklar breytingar valda sundrung og glund- roða. Sérstaklega á að fara varlega í að breyta lagabók- stafnum. Með lögum skal land byggja, segir Víkverji alltaf þegar hann vaknar á morgnana. Íhaldzemi Víkverja fylgir þjóð- ernisást. Honum blöskrar fáfræði æskunnar um sögu lands og þjóðar. Þjóðararfurinn er það sem gerir okk- ur að þjóð og ekkert er mikilvægara fyrir Íslendinga en að vera stolt og sjálfstæð þjóð. Íslenzka ríkið þarf þó auðvitað að eiga vinsamleg samskipti við önnur ríki og þess vegna finnst Víkverja gott að Bandaríkin séu með varnarlið í Keflavík. Víkverji vonar að sem flestir les- endur taki sér hann til fyrirmyndar og gerist íhaldzmenn, þó ekki sé nema bara á föstudögum. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is            Þjóðleikhúsið | Brynhildur Guðjónsdóttir mun túlka Edith Piaf, eina fræg- ustu söngkonu heims, í 80. skipti í kvöld en sýning Þjóðleikhússins á sam- nefndu leikriti eftir Sigurð Pálsson hefur gengið á þriðja leikár á Stóra svið- inu. Með önnur hlutverk fara Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Edda Arnljótsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Gísli Pétur Hinriksson, Kjartan Guðjónsson, Pálmi Gestsson, Ragnheiður Stein- dórsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir. Leikstjóri er Hilmar Jónsson. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Áttugasta sýning á Piaf MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. En Jesús hrópaði: „Sá sem trúir á mig, trúir ekki á mig, heldur þann sem sendi mig.“ (Jh. 12, 44.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.