Morgunblaðið - 30.09.2005, Side 48

Morgunblaðið - 30.09.2005, Side 48
48 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Besta leiðin til þess að ríghalda í vanda- málin er að kenna öðrum alfarið um. Í dag tekur þú á þig sök fyrir eitthvað sem þú gerðir ekki og þrálátur vandi er úr sögunni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ástvinir sýna einstaka eigingirni, láta dæluna ganga um sjálfa sig og spyrja nautið ekkert út í það hvernig því líður. Þetta er ekki gert vísvitandi, hæfni þín og vellíðan virðist bara svo mikil. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburanum finnst hann ekki eiga skilið að slaka á um helgina nema hann setji saman langan verkefnalista og vinni eins og hestur. Kannski þarf hann að hætta að telja sér trú um að bara þeir vinnu- sömu eigi skilið að vera elskaðir. Þú ert í lagi eins og þú ert. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Að gera er mannlegt, að ímynda sér er guðlegt. Alvarleiki er ekki við hæfi í dag. Nálgastu þá manneskju sem þú vilt geyma af glettni, þó að það virðist skrýt- ið eða þér óeiginlegt. Gerðu þér upp og farðu í spariföt, ef það er það sem til þarf. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Fyrir löngu áttir þú óafvitandi þátt í að skapa tiltekið ástand milli þín og ástvin- ar. Nú færð þú tækifæri til þess að breyta því af ásettu ráði. Það eru til tvenns konar vandamál í heiminum, þín og annarra. Gerðu greinarmun þar á milli. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú beygir og sveigir framhjá hindrun- unum eins og vínviður og hefur kraftinn sem þarf til þess að brjóta niður veggi. En þess í stað gerir þú ráð fyrir veggjum í áætlunum þínum. Það sparar orku og er þar að auki áhugaverður valkostur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft ekki að endurgjalda vinsemd og gæsku sem þér er sýnd jafnóðum. Al- heimurinn gengur ekki þannig. Þú færð freistandi boð, enda ertu skemmtilegur félagi, þótt þér verði stundum hált á svellinu. En hver kannast ekki við það? Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þrátt fyrir reglubundinn skort á sjálfs- trausti er sporðdrekinn haldinn bjart- sýnni vissu um að hann sé við stjórnvöl- inn. Á slíkum stundum áttar hann sig á hvers hann er í raun og veru megnugur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Vinnan sem þú innir af hendi krefst hug- rekkis. Trúðu því að þú munir á endan- um ná árangri. Þú rekst hugsanlega á heillandi manneskjur í kvöld og skemmtir þér konunglega með villtum, illræmdum og ótrúlega myndarlegum einstaklingi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Óreiða og ruglingur þurfa ekki endilega alltaf að vera af hinu slæma. Með aðstoð sérfræðinga tekst þér ekki aðeins að leysa úr flækjum, heldur verða í betri málum en þú varst áður en allt fór úr böndunum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn er í sífelldri framför vegna þess að hann spyr ekki af hverju ég? Þess í stað er spurningin hvað næst? Annar vatnsberi, tvíburi eða vog lætur heillast af þessu aðlaðandi viðhorfi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er gaman að láta glepjast af tísku- fyrirbrigðum, svo fremi að maður missi ekki sjónar á sjálfum sér. Maður getur vel fallið í kramið á sinn hátt. Þú færð aukastig fyrir frumleika. Stjörnuspá Holiday Mathis Tunglið er í stjörnumerki neitunarinnar, það er meyjunni. Þú hefur sankað nægilega miklu að þér. Nú er kominn tími til þess að skipuleggja, snyrta og fægja. Með því að neita gefst tími til þess að einbeita sér án truflunar og komast að kjarnanum. Umbunin er svo margvísleg að sú hugsun gerir vart við sig hvers vegna maður hafnar ekki oftar en ella. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 hrottar, 8 svip- aðir, 9 steinn, 10 álít, 11 áma, 13 ákveð, 15 slæm skrift, 18 reiður, 21 veðurfar, 22 pinni, 23 arða, 24 óréttlætið. Lóðrétt | 2 ástundun, 3 heiðríkja, 4 smáa, 5 korn, 6 fórnarathöfn, 7 vegg, 12 bergsnös, 14 illmenni, 15 þekkt, 16 hrella, 17 verk, 18 fagið, 19 hár- flóki, 20 beð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 fúska, 4 hopar, 7 lúmsk, 8 rolum, 9 ask, 11 inna, 13 bana, 14 koðna, 15 bóla, 17 köld, 20 ann, 22 sætin, 23 aflar, 24 innar, 25 nugga. Lóðrétt: 1 fálki, 2 samin, 3 auka, 4 hark, 5 pilta, 6 romsa, 10 súðin, 12 aka, 13 bak, 15 bossi, 16 látin, 18 öflug, 19 dorma, 20 anar, 21 nafn. Sudoku © Puzzles by Pappocom Lausn síðustu gátu Þrautin felst í því að fylla út í reit- ina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com  Tónlist Bar 11 | Rokk tónleikar kl. 23, hljómsveit- irnar Lada Sport og The Telepathetics. Frítt inn. 20 ára aldurstakmark. Café Rosenberg | Hljómsveitin Ground- floor heldur tónleika kl. 23. 500 kr. inn. Gallerí Humar eða frægð! | Tónleikar kl. 17. Framkoma Lada Sport og einnig hún 13 ára gamli Johnny Poo sem hefur vakið verð- skuldaða athygli. Gaukur á Stöng | Hljómsveitin Atari með tónleika/ball í kvöld. Tónleikarnir byrja með Sweet Sins kl. 23 og enda með Telepathe- tics. Ókeypis inn, allir fæddir ’86 og eldri velkomnir. Grand Rokk | Hljómsveitirnar Nilfisk, Touch og The Foghorns kl. 23. Frítt inn. Hótel Saga | Jazzhátíð Reykjavíkur. Guð- mundarvaka, í tilefni af 30 ára afmæli Djassvakningar. Bandaríski píanóleikarinn Jon Weber og hollenski píanóleikarinn Hans Kwakkernaat leika lög Guðmundar Ingólfssonar ásamt Birni Thoroddsen, Gunnari Hrafnssyni á bassa og Guðmundi Steingrímssyni. Danski píanóleikarinn Arne Forchammer leikur í tónleikalok. Kl. 20.30. Kaffi Reykjavík | Jazzhátíð Reykjavíkur. M & M kvartettinn og gestir – Róbert Þór- hallsson, Kjartan Valdemarsson, Ásgeir J. Ásgeirsson, Ólafur Hólm, Kjartan Guðna- son og söngvararnir Kristjana Stefáns- dóttir og Gísli Magnason. Kl. 22.30. Kaffi Reykjavík | Jazzhátíð Reykjavíkur. Rodent. Haukur Gröndal, Jakko Hakala, Lars Thormod Jensen og Helgi Svavar Helgason. Póstbarinn, Hótel Borg og Kaffi Reykja- vík | Djassklúbbur. Á miðnætti Myndlist 101 gallery | Sigurður Árni Sigurðsson til 22. október. Byggðasafn Árnesinga | Á Washington– eyju – Grasjurtir í Norður–Dakóta. Sýning og ætigarðs–fróðleikur í Húsinu á Eyrar- bakka. Opið um helgar frá 14 til 17. Til nóv- emberloka. Café Karólína | Arnar Tryggvason. Húsin í bænum. Til. 30. sept. Eden, Hveragerði | Guðrún Ingibjartsdóttir sýnir verk sín til 2. okt. Epal | Til sýnis innsetning eftir myndlistar- manninn Finn Arnar. Til mánaðamóta. FUGL, Félag um gagnrýna myndlist | Ólafur Gíslason til 2. október. Gallerí 100° | Guðbjörg Lind, Guðrún Kristjánsdóttir, Kristín Jónsdóttir. Til 25. október. Gallerí Fold | Haraldur Bilson til 2. október. Gallerí Gyllinhæð | Ingunn Fjóla Ingþórs- dóttir til 2. okt. Gallerí Húnoghún | Anne K. Kalsgaard og Leif M. Nielsen til 21. okt. Gallerí i8 | Ólöf Nordal til 15. okt. Gallerí Sævars Karls | Völuspá, útgáfusýn- ing á myndum Kristínar Rögnu við ljóð Þórarins Eldjárns. Gallery Turpentine | Ásdís Spanó sýnir til 3. október. Gerðuberg | Þórdís Zoëga til 13. nóv. Einar Árnason til 6. nóv. Grafíksafn Íslands | Helga Ármannsdóttir sýnir verk sín. Hrafnista Hafnarfirði | Sesselja Halldórs- dóttir sýnir í Menningarsal til 4. okt. Iða | Guðrún Benedikta Elíasdóttir. Undir- liggjandi. Ís–café | Bjarney Sighvatsdóttir með myndlistarsýningu. Kaffi Sólon | Kristín Tryggvadóttir til 22. október. Kirkjuhvoll Listasetur | Erna Hafnes sýnir til 9. okt. Listasafn ASÍ | Anna Þ. Guðjónsdóttir og Kristleifur Björnsson. Til 9. október. Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýning. Listasafnið á Akureyri | Jón Laxdal til 23. október. Listasafn Ísafjarðar | Katrín Elvarsdóttir fram í október. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1945– 1960 Frá abstrakt til raunsæis. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Meist- ari Kjarval 120 ára. Afmælissýning úr einkasafni Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar. Til 2. okt. Listasafn Reykjanesbæjar | Eiríkur Smith og konurnar í baðstofunni til 16. okt. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Sýning á úrvali verka úr safneign. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Guð- rún Vera Hjartardóttir til 30. des. Erró til 23. apríl. Hvernig borg má bjóða þér? til 2. okt. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Hraun- blóm: Else Alfelt og Carl–Henning Peder- sen. Einnig Svavar Guðnason og Sigurjón Ólafsson. Til 27. nóv. Listhús Ófeigs | Gunnar S. Magnússon til 26. október. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Lars Tun- björk til 20. nóvember. Norræna húsið | Sýning 17 danskra lista- kona á veggteppum í anddyri. Nýlistasafnið | Ásta Ólafsdóttir, Daði Guð- björnsson og Unnar Jónasson Auðarson til 2. okt. Næsti Bar | Áslaug Sigvaldadóttir sýnir olíu á striga. Til 14. október. Safn | Ólafur Elíasson „Limbo lamp for Pétur“ til nóvember. Stefán Jónsson „Við Gullna hliðið“ til miðs október. Skaftfell | Bryndís Ragnarsdóttir til 8. okt. VG Akureyri | Sex ungir listamenn sýna verk sín til 14. október. Þjóðarbókhlaðan | Brynjólfur Sveinsson og 17. öldin í sögu Íslendinga. Sýningin stendur til áramóta. Þjóðmenningarhúsið | Sýning á tillögum að tónlistarhúsi. Til 5. okt. Þjóðminjasafn Íslands | Í Bogasal Þjóð- minjasafns Íslands - Mynd á þili. Sýningin stendur til 23. okt. Skuggaföll. Portrett- myndir Kristins Ingvarssonar. Sýningin er opin til 2. okt. Ljósmyndasyrpa Haraldar Jónssonar, The Story of Your Life. Til 2. okt. Þrastalundur, Grímsnesi | Reynir Þor- grímsson til 5. október. Bæjarbókasafn Ölfuss | Ágústa Ágústs- dóttir, söngkona og listamaður, sýnir verk sín á Bæjarbókasafni Ölfuss, Þorlákshöfn. Húfur sem hlæja | Bergljót Gunnarsdóttir opnar sýningu á mósaíkspeglum í verslun- inni Húfur sem hlæja, Laugavegi 70, 1. okt. kl. 16. Sýningin stendur til 22. október og er opin á verslunartíma. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn kl. 10–17 alla daga nema mánudaga í vetur. Þjóðmenningarhúsið | Handritin – saga handrita og hlutverk um aldir, Þjóðminja- safnið – svona var það, Fyrirheitna landið – fyrstu Vestur–Íslendingarnir, Bókminja- safn. Auk þess veitingastofa með hádegis– og kaffimatseðli og safnbúð. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Eldur í Kaupinhafn – 300 ára minning Jóns Ólafs- sonar úr Grunnavík er samvinnuverkefni Þjóðminjasafnsins og Góðvina Grunnavík- ur–Jóns og fjallar um fræðimanninn Jón Ólafsson (1705–1779), ævi hans og störf. Sýningin stendur til 1. des. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Skemmtanir Cafe Catalina | Garðar Garðars spilar í kvöld. Vélsmiðjan Akureyri | Danshljómsveit Friðjóns leikur fyrir dansi í kvöld. Húsið opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis. Fréttir Aðalþjónustuskrifstofa Al–Anon | Opið mánudaga kl. 10–13, þriðjudaga kl. 13–16 og fimmtudaga kl. 10–13. www.al–anon.is. Tungumálamiðstöð HÍ | Alþjóðlega þýsku- prófið TestDaF verður haldið í Tungumála- miðstöð H.Í. 15. nóvember. Skráning fer fram í Tungumálamiðstöð, Nýja Garði. Prófgjaldið er 10.000 kr. Skráningarfrestur er til 13. október. Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Már Sigurðsson: ems@hi.is. Fyrirlestrar Verkfræðideild HÍ | Agnar Guðmundsson heldur fyrirlestur um verkefni sitt til meist- araprófs í tölvunarfræði. Verkefnið ber heitið: Beiting formlegrar aðferðar (ATAM) við mat á gæði hugbúnaðar. Verkefnið fjallar um beitingu formlegrar mats- aðferðar. Fyrirlesturinn fer fram í dag, kl. 16, í stofu 157 í VR–II við Hjarðarhaga. Jóhann Möller heldur fyrirlestur um verk- efni sitt til meistaraprófs í tölvunarfræði. Verkefnið ber heitið: High–fidelity prototy- pes and interface improvements in air traffic control systems og fer fram á ensku. Fyrirlesturinn fer fram í dag, kl. 13.15, í stofu 157 í VR–II, verkfræðideild HÍ. Kynning Háskóli Íslands | Kynning á málefnum fatl- aðra stúdenta við Háskóla Íslands verður í dag, kl. 16, í Öskju, náttúrufræðahúsi. M.a. verður kynntur bæklingurinn Háskóli fyrir alla: Aðgengi og úrræði við Háskóla Ís- lands. Fortúna, félag um málefni fatlaðra stúdenta við HÍ, segir frá starfsemi sinni. Málstofur Háskóli Íslands | Félagsfræðingafélag Ís- lands og meistaranámið í blaða– og frétta- mennsku við HÍ bjóða til málþings um op- inbera stefnu í fjölmiðlamálum. Málþingið hefst kl. 12–15, í stofu 201 í Odda v/Suður- götu. Flutt verða erindi og fjölmiðlafólk svarar spurningum í pallborði. Námskeið Blues.is | Halldór Bragason leiðbeinir á gítarnámskeiðum. Upplýsingar í síma 6975410. Gigtarfélag Íslands | 3ja kvölda fræðslu- námskeið fyrir fólk með vefjagigt hefst 5. okt. Skráning og frekari upplýsingar veittar á skrifstofu í síma 5303600. Heilsustofnun NLFÍ | Námskeið gegn reykingum verður haldið 23. til 30. októ- ber 2005. Upplýsingar og innritun í Heilsu- stofnun NLFÍ, Hveragerði; beidni@hnlfi.is; www.hnlfi.is. Útivist Ferðafélagið Útivist | Þríhyrningur í Rang- árvallasýslu, brottför frá BSÍ kl. 9. Vega- lengd 12 km. Hækkun 500 m. Göngutími 5 – 6 tímar. Verð 2.900/3.400 kr. Sjá á www.utivist.is. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Í MENNINGARSAL Hrafnistu í Hafnarfirði stendur nú yfir sýning á verkum Sesselju Halldórsdóttur. Sesselja er fædd í Skálmardal í Múlasveit 1920 en hún fluttist til Reykjavíkur 1953 og hóf þá að fást við málaralistina og hannyrðir í frí- stundum. Hún er sjálfmenntuð í list sinni en hefur sótt listnámskeið eftir að hún fluttist á Hrafnistu. Sýning Sesselju stendur til 4. októ- ber en á henni eru 16 verk. Málverk og útsaumur Sesselju Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.