Morgunblaðið - 30.09.2005, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 49
MENNING
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Bingó alla föstudaga
kl. 14. Baðstofan er opin frá kl. 9–13 í
dag. Sparikaffi kl. 15. Söngur og sam-
vera, Arnbjörg við píanóið frá kl.
15.30. Endurvekjum sönggleðina,
syngjum saman við undirleik. Ath.
frjáls spilamennska alla daga, allir
hjartanlega velkomnir.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, hárgreiðsla, fótaaðgerð, frjálst
að spila í sal.
FEBÁ, Álftanesi | FEBÁ-stafgangan.
Gengið frá íþróttahúsinu mánudaga,
miðvikudaga og föstudaga, mæting kl.
10 f.h. Athugið breyttan tíma. Guðrún,
sími 565 1831. Haukshús kl. 13–16.
Handverksklúbbur æfir munsturgerð
og málar hús á grjót. Farið í grjótleið-
angur um nesið, með Auði, ef veður
leyfir. Kaffi að hætti FEBÁ.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé-
lagsvist verður spiluð í kvöld í Gjá-
bakka kl. 20.30. Brids í Gjábakka í dag
kl. 13.15.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Skemmtikvöld verður í kvöld, föstu-
dag, 30. sept., kl. 20 í Stangarhyl 4,
skemmtiatriði: m.a. lesin gamansaga,
leiklestur, almennur söngur, gaman-
þáttur, lagagetraun, dans o.fl. Skrán-
ing í síma 588 2111.
Félagsmiðstöðin, Gullsmára 13 |
Gleðigjafarnir í Gullsmára. Eldri borg-
arar safnast saman í Félagsheimilinu
Gullsmára 13, Kópavogi, á föstudag kl.
14 og syngja saman hress og fögur
ljóð og lög. Stjórnandi Guðmundur
Magnússon. Kaffi og heimabakað
meðlæti fáanlegt.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Fé-
lagsvist í Garðabergi kl. 13 á vegum
FEBG og FAG. Slökunarjóga og teygj-
ur kl. 10.30 í Kirkjuhvoli, badminton kl.
13.10 í Mýri og Bútasaumur kl. 13.30 í
Kirkjuhvoli.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, m.a. rósamálun. Kl.
10.30 létt ganga um nágrennið. Frá
hádegi spilasalur opinn. „Hjáverk í
amstri daga“, listmunasýning Einars
Árnasonar, stendur yfir. Vetrardag-
skráin komin. Allar uppl. á staðnum og
í síma 575 7700. www gerduberg.is.
Furugerði 1 | Í dag kl. 9 aðstoð við
böðun. Smíðar og útskurður, enn eru
laus pláss. Kl. 14.15 kemur Aðalheiður
Þorsteinsdóttir og verður við píanóið
fram að kaffi. Allir velkomnir.
Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dag-
blöðin, útskurður, baðþjónusta, fóta-
aðgerð (annan hvern föstudag), hár-
greiðsla. Kl. 10 pútt. Kl. 11 spurt og
spjallað. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 13
bókabíll. Kl. 15 kaffi. Kl. 14 bingó. Al-
menn handavinna er að byrja, verður
á mánudögum og þriðjudögum frá kl.
9–16.30 og föstudögum kl. 9–12.30.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9.
Leikfimi í Bjarkarhúsinu kl. 11.30.
Tréútskurður í gamla Lækjarskóla kl.
13. Brids kl. 13.
Hvassaleiti 56–58 | Frjáls aðgangur
að opinni vinnustofu kl. 9–12, postu-
línsmálning. Bíó kl. 13.30, kaffi og
meðlæti í hléi. Böðun virka daga fyrir
hádegi. Fótaaðgerðir, s. 588 2320.
Hársnyrting, s. 517 3005.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er
opið öllum. Betri stofa og Listasmiðja
kl. 9–16. Fastir liðir eins og venjulega.
Tölvunámskeið hefst 22. okt. Skrán-
ing stendur yfir á framsagnar-
námskeið. Gönguferð „Út í bláinn“ alla
laugardaga kl. 10. Sendum tölvubréf
með haustdagskrá; asdis.skula-
dottir@reykjavik.is – 568 3132.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Leikfimi
kl. 11. „Opið hús“, spilað á spil kl. 13.
Kaffiveitingar.
Norðurbrún 1, | Kl. 9–12 myndlist, opin
hárgreiðslustofa, kl. 14 leikfimi.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 hannyrðir.
Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl.
13.30–14.30 sungið við undirleik
Sigurgeirs. Kl. 14.30–16 dansað við
lagaval Sigvalda. Gott með kaffinu. Kl.
14.30–16 dansað í Aðalsal.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
9–12.30. Leirmótun kl. 9–13. Morgun-
stund kl. 9.30–10. Leikfimi kl. 10–11.
Leirmótun kl. 13–17. Hárgreiðslu- og
fótaaðgerðarstofan opnar. Bingó kl.
13.30.
Kirkjustarf
Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn í
dag kl. 10–12. Allir velkomnir.
Hallgrímskirkja | Opið hús fyrir aldr-
aða alla þriðjudaga og föstudaga kl.
11–14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kirkja
unga fólksins: Samkoma hefst klukk-
an 20. Bænastund fyrir ungu kynslóð-
ina byrjar klukkan 19 og verður út
kvöldið. Ruth Guðmundsdóttir talar.
Lofgjörð og fyrirbæn. www.filo.is.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Al-
þjóðleg bænastund kl. 12–13 og kl 19–
20 sem ber yfirskriftina „Biðjum og
föstum fyrir ungu kynslóðinni“. Allir
velkomnir. Þýdd hafa verið þau spá-
dómsorð sem töluð hafa verið yfir
þessa kynslóð, ef þú vilt nálgast þau
hafðu þá samband með tölvupósti á
filadelfia@gospel.is.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Það er varla hægt að ímyndasér annað – eftir að hafaskoðað tillögur að nýja Tón-
listarhúsinu – að um það muni ríkja
sátt. Tónlistarfólk mun sjá, að þörf-
um þess um tónleikaaðstöðu verður
fullnægt. Tónleikasalirnir tveir,
fyrir 1.800 manns og 450 manns,
verða glæsilegir. Það sem deilt hef-
ur verið um, minni salur, sem tæki
um 200 manns í sæti, verður til
staðar í húsinu. Þau salarkynni eru
kynnt sem fundaraðstaða, en fram
kom á kynningarfundi um húsið í
síðustu viku, að þar verður hljóm-
burður fyrsta flokks, og sniðinn að
þörfum tónlistarinnar. Þetta er
grundvallaratriði sem engin
ástæða er til að draga í efa að verði
framfylgt. Að auki eru til hér sér-
hönnuð tónlistarhús og tónleikasal-
ir sem henta tónleikum af þessari
stærðargráðu, Ýmir í Skógarhlíð,
Salurinn í Kópavogi og Hásalir í
Hafnarfirði, allt miklu meira en
boðleg húsakynni til tónlistarflutn-
ings, þótt tónlistarmenn hafi stund-
um hneigst til þess að gera lítið úr
gildi þeirra í viðleitni sinni við að
þrýsta á um byggingu Tónlistar-
hússins.
Hvað óperuflutning áhrærir er
ljóst að Tónlistarhúsið verður ekki
heimili óperureksturs með öllu því
sem slíkt batterí þarfnast. Íslenska
óperan afþakkaði á sínum tíma boð
um að vera með í byggingu hússins,
og þótt nýir ráðamenn þar hafi
skipt um skoðun og lýst eindregn-
um áhuga á að fá inni í húsinu virð-
ast þær óskir því miður hafa komið
of seint, eða alltént ekki notið
hljómgrunns þeirra sem um véla.
Engu að síður verður hægt að
flytja óperur í konsertuppfærslum í
Tónlistarhúsinu og jafnvel með
nokkru meiri viðbúnaði. Það er
málamiðlun sem sátt verður að nást
um. Húsnæðisvanda Íslensku óp-
erunnar þarf að leysa á annan hátt.
Svona standa málin, og úr þessuer rétt að fara að einbeita sér
að þeirri starfsemi sem á að vera í
húsinu.
Portus-hópurinn, sem átti verð-
launatillöguna að Tónlistarhúsinu,
lagði fram með tillögum sínum ít-
arlegar hugmyndir að tónleika-
dagskrá hússins; eins konar sýnis-
horn af því sem þar gæti gerst.
Vladimir Ashkenazy verður list-
rænn stjórnandi tónlistardagskrár-
innar, að minnsta kosti fyrst um
sinn, en honum til fulltingis verður
umboðsskrifstofa hans, Harrison –
Parrott í London. Tillaga þeirra að
dagskrá var með ólíkindum glæsi-
leg; heimsfrægir listamenn í bland
við Íslendinga, íslensk tónlist og er-
lend, létt tónlist, klassísk, djass,
óperutónlist, rokk, tilraunatónlist;
litlir tónleikar og stórtónleikar; allt
sem nöfnum tjáir að nefna.
Spurningin sem er ósvarað erhvernig til muni takast með
svo metnaðarfulla dagskrá, hvort
hún muni bera sig í ekki stærra
samfélagi. Reynsla annarra þjóða
hefur verið sú, að með nýjum og
góðum húsum til tónlistarflutnings
hefur áhugi almennings á tónleika-
sókn aukist. Nærtækasta dæmið er
nýja óperuhúsið í Kaupmannahöfn,
en talsvert löngu áður en það var
vígt, í byrjun þessa árs, var þegar
orðið uppselt á alla viðburði í hús-
inu langt fram á haust. Það vakti
athygli, að það voru ekki bara Dan-
ir sem höfðu bókað sig langt fram í
tímann, heldur líka útlendingar.
Staðreyndin er nefnilega sú, að það
er til fólk út um allan heim sem hef-
ur þau fjárráð og þann áhuga, að
það getur leyft sér að ferðast til
annarra landa, gagngert til að
hlusta á áhugaverða tónlist í fyrsta
flokks tónlistarhúsum. Á baksíðu
Morgunblaðsins í gær var greint
frá því að íslenskur prófessor hefði
séð 600 óperuuppfærslur víðs veg-
ar um heim, og þar af komið á milli
150 og 200 sinnum í Metropolitan-
óperuna. Við vitum líka að erlendir
gestir koma hingað gagngert til að
sækja tónleika á Listahátíð og við
önnur tækifæri, og það jafnvel í
nokkrum mæli.
Það má búast við því að nýtt Tón-
listarhúsi auki enn áhuga útlend-
inga á að koma hingað í menn-
ingarreisur, þótt sá fjöldi verði
tæpast það mikill að skipti sköpum
um rekstur hússins. En með þeim
áhuga sem hér er fyrir, og þeim
líkum sem benda til þess að fleiri
muni vilja njóta tónlistar í nýju
húsi, en sækja allajafna tónleika, er
von til að hægt verði að halda úti
jafn glæsilegri tónlistardagskrá og
Portus-hópurinn hefur gert til-
lögur að; tónlistardagskrá, sem
myndi sæma hvaða tónlistarhöll
heims sem er – og gott betur en
það.
Hvað má bjóða ykkur
að hlusta á?
’Það er til fólk út umallan heim sem hefur
þau fjárráð og þann
áhuga, að það getur
leyft sér að ferðast til
annarra landa, gagngert
til að hlusta á áhuga-
verða tónlist í fyrsta
flokks tónlistarhúsum.‘
AF LISTUM
Bergþóra Jónsdóttir
„Reynsla annarra þjóða hefur verið sú – að með nýjum og góðum húsum til
tónlistarflutnings, hefur áhugi almennings á tónleikasókn aukist.“
begga@mbl.is
NOKKRAR aukasýningar eru
fyrirhugaðar á einleiknum „Al-
veg brilljant skilnaður“ sem
sýndur hefur verið í Borgar-
leikhúsinu að undanförnu.
Aðstandendur segja það til
marks um vinsældir sýning-
arinnar að unnt hafi verið að
sýna hana á mánudögum.
Fyrsta mánudagssýningin,
sem auglýst var, seldist upp á
örfáum klukkutímum, segir í
kynningu.
Sérstakar aukasýningar
verða kl. 16 laugardagana 1.
október og 8. október.
Aukasýningar
á Alveg brillj-
ant skilnaði
HÁTT í níu hundruð ungmenni frá
19 stöðum á landinu taka þátt í 24.
landsmóti Samtaka íslenskra skóla-
lúðrasveita (SÍSL) um helgina. Mót-
ið fer nú fram á Akranesi, en það var
haldið í fyrsta sinn á Seltjarnarnesi
árið 1969.
Mótið verður formlega sett í dag
við stjórnsýsluhúsið á Akranesi kl.
16. Í lok mótsins munu allir þátttak-
endurnir leika saman í einni risa-
stórri skólalúðrasveit og mun lúðra-
þyturinn næsta víst berast um allan
Skagann.
Elstu ungmennin verða með tón-
leikadagskrá í Íþróttahúsinu við
Vesturgötu í dag milli klukkan 18.30
og 20.30. Á laugardag munu skóla-
hljómsveitir spila víðsvegar um bæ-
inn. Um kvöldið verður svonefnt
Jagúarball þar sem félagar úr
Lúðrasveit æskunnar spila og end-
urtaka tónleika sem hópurinn hélt
18. september sl.
Á landsmótinu munu allar hljóm-
sveitirnar taka þátt í stóru nám-
skeiði sem ber nafnið „Skapandi tón-
listarmiðlun“. Leiðbeinendur á
námskeiðinu verða Sigrún Sævars-
dóttir-Griffiths og Paul Griffiths. Á
námskeiðinu verður samið stórt tón-
verk sem frumflutt verður við móts-
slit og munu öll ungmennin taka þátt
í flutningi verksins. Mótsslitin verða
í Íþróttahúsinu við Vesturgötu kl. 14
á sunnudeginum.
900 ungmenni á
landsmóti lúðrasveita
MEÐVITUNDIN er það sem
gerir okkur að því sem við erum.
Fyrirlestraröðin Veit efnið af
andanum? verður haldin í húsa-
kynnum Háskóla Íslands alla
laugardaga frá 1.
október til 12. nóv-
ember. Þar verður
leitast við að varpa
ljósi á þetta marg-
slungna og sam-
mannlega fyrir-
bæri með aðferðum
meðal annars
heimspeki, sálar-
fræði og gervi-
greindar- og tölv-
unarfræða.
Þýski heimspek-
ingurinn Thomas
Metzinger ríður á
vaðið hinn 1. októ-
ber en hann hefur
unnið að því að brúa bilið á milli
hug- og raunvísinda og mun ræða
þá kenningu sína að sjálfið sem
slíkt sé ekki til. Í kjölfarið fylgir
Anil K. Seth, sem mun ræða tilurð
og þróun meðvitundar undir for-
merkjum taugalíffræðilegs
darwinisma (Neural Darwinism),
Kamilla Rún Jóhannsdóttir mun
fjalla um það hvaða forsendur
þurfa að vera til staðar til þess að
tölvur öðlist meðvitund og Hauk-
ur Ingi Jónasson mun leitast við
að skýra það út frá forsendum sál-
greiningarinnar hvernig meðvit-
undin rís upp úr hvatalífi líkam-
ans. Kristinn R. Þórisson kemur
til með að greina
meðvitund í mönn-
um og vélum út frá
sjónarhóli gervi-
greindar, Björn
Þorsteinsson ræðir
gagnsemi fyrir-
bærafræðinnar í
rannsóknum á
mannlegri vitund
og loks mun Ólafur
Páll Jónsson velta
upp og ræða ýmis
vandamál og
spurningar sem
kvikna í ljósi þeirra
fyrirlestra sem á
undan eru komnir.
Að loknum fyrirlestri Ólafs taka
við einstakar þverfaglegar pall-
borðsumræður.
Fyrirlestraröðin er tileinkuð
minningu Þorsteins Gylfasonar.
Fyrirlestrarnir eru sjálfstæðir.
Þeir hefjast allir klukkan 14, að-
gangur er ókeypis og öllum heim-
ill.
Fyrirlestrar um
meðvitundina
www.medvitund.hi.is.
DAGBÓK