Morgunblaðið - 30.09.2005, Síða 52

Morgunblaðið - 30.09.2005, Síða 52
52 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ 28. sept. – 2. okt. 2005 Reykjavik Jazz Festival Í kv öld VETRARDAGSKRÁ Íslensku óper- unnar verður í aðalatriðum byggð á þremur stórum uppfærslum. Æfing- ar eru hafnar á fyrsta verkefni vetr- arins, en það er óperan Tökin hert eftir Benjamin Britten, sem frum- sýnd verður 20. október. Næsta verk- efni verður Öskubuska eftir Rossini, sem frumsýnd verður 5. febrúar. Að frumsýningu lokinni verður hafist handa við æfingar á verkefni Óper- stúdíós Íslensku óperunnar, en það verður óperettan Nótt í Feneyjum eftir Jóhann Strauss. Bjarni Daní- elsson óperustjóri segir að geysilega fín aðsókn hafi verið í áheyrnarpróf fyrir þá sýningu, og að margir góðir söngnemar muni taka þátt í upp- færslunni. „Þetta eru stórverkefnin okkar, en að auki erum við í tveimur samstarfs- verkefnum. Annað þeirra er Kabar- ett, sem verið er að sýna núna, í sam- vinnu við leikhópinn Á senunni, og með Leikfélagi Akureyrar fram- leiðum við Litlu hryllingsbúðina, sem verður frumsýnd í febrúar fyrir norð- an, en hér í maí og júní,“ segir Bjarni Daníelsson. Hádegistónleikar verða áfram á vetrardagskrá Óperunnar, tvennir á hvoru misseri. Í haust verða Hanna Dóra Sturludóttir og Hlín Péturs- dóttir hvor með sína tónleika, en á vormisseri syngur Einar Guðmunds- son, sem að undanförnu hefur sungið í Vínarborg. Á seinni hádegistón- leikum vormisseris syngur Kolbeinn Ketilsson, og segir Bjarni að hann muni syngja eitthvað sem hlustendur eigi ekki von á að heyra hann syngja. Píanóleikari á hádegistónleikunum verður Kurt Kopecki hljómsveit- arstjóri og tónlistarstjóri Íslensku óperunnar. Vínartónleikar með nýju bragði „Við erum líka að undirbúa óvenju- lega Vínartónleika í samstarfi við Kammersveitina Ísafold. Kamm- ersveitin hefur verið að skoða útsetn- ingar sem voru unnar af félagsskap undir forystu Arnolds Schönbergs, kringum 1920, en félagið hafði sett sér það markmið að brúa bilið milli nútímatónlistar og áheyrenda. Þeir útsettu ný verk og fluttu í heima- húsum. Okkur langar að fá eina slíka hingað í Óperuna í byrjun janúar. Þá verður allt á fullu í bænum í hefð- bundnum Vínartónleikum, en þessir verða allt öðruvísi.“ Óperan gengur til liðs við Listahá- tíð um að fá hingað til lands erlenda óperuuppfærslu á hátíðinni í vor. Hópurinn heitir L’Amfiparnasso og er þekktur fyrir flutning á endur- reisnartónlist og madrigölum. Bjarni segir að Óperan hafi lengi reynt að stuðla að nýsköpun í óperu og síðustu tvö árin hafi Óperan velt fyrir sér meira átaki í þeim efnum. „Við ætlum núna að koma af stað því sem ég kalla Óperudeiglu. Hún verð- ur væntanlega líka í samvinnu við Listahátíð og jafnvel fleiri menning- arstofnanir. Tilgangurinn verður sá, að skapa vettvang fyrir tilraunastarf- semi og nýsköpun á sviði óperu- tónlistar. Við göngum út frá því að kveikjan að nýrri óperu geti komið úr ýmsum áttum, og að galdurinn sem þarf til að smíða hana sé sjaldnast á valdi einnar manneskju. Tilgang- urinn er því að laða áhugasama ein- staklinga með ólíka sérþekkingu til samstarfs um ákveðið tilraunaferli, sem hugsanlega; ég undirstrika það: hugsanlega getur skilað af sér áhuga- verðu verki fyrir óperuhús á 21. öld. Við ætlum að hefjast handa í október og gefum okkur þann tíma sem þarf til að skoða bæði hefðir og möguleika krítískum augum og gera ákveðnar tilraunir með formið.“ Málþing um framtíð Íslensku óp- erunnar verður haldið í nóvember. Bjarni segir að Óperan standi á krossgötum. Í Tónlistarhúsinu verði ekki aðstaða fyrir reglulega óperu- starfsemi, þótt þar verði hægt að hálfsviðsetja óperur. „Hugmynd Gunnars Birgissonar um að byggja hús í Kópavogi fyrir Óperuna kemur eins og sprengja inn í þessa umræðu. Þegar ég segi að Óperan standi á krossgötum, er það vegna þess að ég held að það sé nú, sem þarf að svara spurningunni: Viljum við reka óperu- hús á Íslandi – vilja Íslendingar eiga þjóðaróperu? Ég held að þeirri spurningu hafi verið varpað fram fyr- ir 25 árum, þegar Íslenska óperan var stofnuð. Íslenska óperan hefur verið rekin sem sjálfseignarstofnun, sem í sjálfu sér á ekki á að skipta máli. Nú er hún fullvaxin, og er að sprengja alla sína aðstöðu utan af sér, og komið að því að spyrja hvort við viljum leggja henni til það sem þarf, til að búa henni almennilega aðstöðu, svo hún geti þrifist áfram. Þetta er grundvallarspurning um framtíð Ís- lensku óperuna og hana viljum við ræða á málþinginu.“ Óperan verður í samstarfi við Þjóð- leikhússkjallarann um dagskrá sem kölluð verður Óperan lengir lífið. Þar verður fjallað um raddir óperusöngv- ara, og á fyrsta kvöldinu, í október verður fjallað um sópranröddina. „Þetta verður fræðandi skemmti- dagskrá, sem þeir söngvarar sem starfa hjá okkur munu taka þátt í.“ Enn eitt samvinnuverkefni Ís- lensku óperunnar í vetur verður við dansleikhúsið Pars pro toto. Verk- efnið er dans-, tónlistar- og fjöl- tækniverk sem þau Lára Stef- ánsdóttir og Guðni Franzson hafa skapað. Merk tónsmíð og krassandi saga Það er ævinlega spenna í kringum það hverjir koma til með að syngja í Óperunni. Í fyrstu uppfærslunni, Tökin hert, verða Hulda Björk Garð- arsdóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Hanna Dóra Sturludóttir, Þórunn Arna Kristjáns- dóttir og Ísak Ríkharðsson í ein- söngshlutverkum. „Þetta verk er sviðsett núna, vegna þess að það skapaðist tækifæri til þess. Í það þarf ungar raddir, rödd drengsins er mik- ilvæg, og ekki á hverjum degi sem Ís- lendingar eiga dreng sem getur sung- ið svona erfitt óperuhlutverk. Þegar ég heyrði af Ísak Ríkarðssyni, ákváðum við að stökkva á þetta verk- efni. Verkið þykir merk tónsmíð og sagan er krassandi, en það er kannski framandi fyrir þá sem hafa fyrst og fremst hlustað á klassískar óperur. Við rákum okkur þó á það þegar við sýndum Britten síðast að ungt fólk tók honum ákaflega vel, og mér skild- ist að ástæðan væri sú, að músíkin hljómaði eins og popptónlist. Britten hafði auðvitað gríðarleg áhrif á breska popptónlist og við stökkvum líka á það. Við bjóðum öllum undir 25 ára aldri að kaupa miða á hálfvirði, og nemendum tónlistarskólanna að sjá sýninguna fyrir ekki neitt. Við erum að reyna að ná til yngra fólks, en ekki víst að það beri árangur samdægurs.“ Sesselja Kristjánsdóttir verður í titilhlutverkinu í Öskubusku, en aðrir söngvarar verða Davíð Ólafsson, Ein- ar Guðmundsson, Garðar Cortes, Bergþór Pálsson, Anna Margrét Ósk- arsdóttir og Hlín Pétursdóttir. „Það verður mikið um að vera í húsinu í vetur,“ segir Bjarni Daní- elsson að lokum. Í gær fékk Íslenska óperan vegleg- ar gjafir frá Vinafélagi Íslensku óper- unnar, þegar Tómas H. Heiðar, stjórnarmaður í Óperunni og formað- ur Vinafélagsins, afhenti Bjarna Daníelssyni formlega nýtt og glæsi- legt ljósaborð, en félagið styrkir einn- ig framkvæmdir Óperunnar við lagn- ingu á parketi í sal og á hliðarsvölum í Gamla bíói. Tónlist | Tökin hert, Öskubuska og Nótt í Feneyjum verða stóru verkin í Óperunni Ópera Brittens valin vegna hæfileika Ísaks Ríkharðssonar Ljósmynd/Kristján Maack Aðstandendur sýningarinnar Tökin hert eftir Benjamin Britten. Verkið verður frumsýnt 21. október. Bjarni Daníelsson óperustjóri við húsakynni Íslensku óperunnar, Gamla bíó. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is TENGLAR .............................................. www.opera.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.