Morgunblaðið - 30.09.2005, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 53
FRAMAN á nýjustu plötu Heru,
Don’t Play This, er ljósmynd af
henni þar sem hún er við það að
breytast í fugl.
Myndin er aug-
ljóslega fag-
mannlega unnin
en þrátt fyrir það
er hún ekki
smekkleg. Hall-
ærislegar tölvubrellurnar og sölu-
vænt brosið á Heru reyna eftir
fremsta megni að heilla mann upp
úr skónum en tekst það því miður
ekki. Sama vandamál hrjáir annars
ágæta plötuna – hún er afskaplega
gæðaleg í alla staði en tekst þrátt
fyrir ágæta spretti ekki að heilla
nægilega.
Í grunninn er um að ræða létt
gítarpopp sem myndi sóma sér vel á
kvölddagskrá Bylgjunnar, en plöt-
unni til tekna má nefna að útsetn-
ingar eru fjölbreytilegar og oft ansi
snjallar. Í fyrsta laginu, „Feathers
in a Bag,“ má t.d. heyra Kjartan
Hákonarson blása í trompet og ljá
laginu þannig eilítið djassaðan eða
suðrænan blæ. Í laginu „Déjà vu“
setur Hera sögu af sambandsslitum
í skemmtilegan reggí-búning. Víðs-
vegar um plötuna má heyra leikið á
fiðlu á amerískan og sveitalegan
máta, en „country“ áhrif eru oft
greinileg í söngstíl Heru. Slík áhrif
má einnig greina í umfjöllunarefni
textanna, t.d. í glettilegum reiði-
lestri hennar yfir ósvífnum kærasta
í titillagi plötunnar.
Flest þessara laga límast átaka-
laust við heilann, meðan rólegri lög-
in draga veikari bletti plötunnar
fram í dagsljósið. Í laginu „Choco-
late“ á hlustandinn t.d. í mestu erf-
iðleikum með að hugsa ekki til Bon-
nie Tyler, bæði vegna þess hversu
laglínan líkist „Total Eclipse of the
Heart“ og hvernig melódramatísk
og táningsleg frásögnin af því
hvernig súkkulaðið bætir líðan
brostinna hjarta minnir um margt á
óöryggi Bonnie í fyrrnefndum
smelli. Önnur lög gleymast nær áð-
ur en þau klárast, t.a.m. „Where is
Your Baby“.
Hera er frábær söngfugl en
mörgum laganna tekst ekki að fara
með hugann í lengra ferðalag en að
næstu innkaupaferð eða þvottadegi.
Þrátt fyrir þessa vankanta eru
hressilegri lögin mörg hver þó ótrú-
lega grípandi og skemmtileg, t.d.
fyrrnefnt upphafslag, lokalagið „To
My Guitar“ og úthúðunin „You
Make Me Angry“. Auk þess er allur
hljóðfæraleikur og hljóðvinnsla til
fyrirmyndar.
Ég efast ekki um að vængja-
sláttur Heru verði til þess að marg-
ar húsmæður virði titil plötunnar að
vettugi, en ég ætla að vona að Hera
haldi sig við hressilegu lagasmíð-
arnar á næstu plötu og skilji ball-
öðurnar eftir á Nýja-Sjálandi.
Fagmann-
legur
söngfugl
TÓNLIST
Geisladiskur
Hera Hjartardóttir leikur á gítar og syng-
ur auk þess að semja öll lögin utan
„Wings“ eftir Brian Bedford. Guðmundur
Pétursson, Jakob Smári Magnússon,
Arnar Geir Ómarsson, Kjartan Há-
konarson, Davíð Þór Jónsson og Dan
Cassidy leika á önnur hljóðfæri. Hafþór
Karlsson sér um upptökur en Gunnar
Smári Helgason annast hljóðblöndun.
Sena gefur út.
Hera - Don’t Play This Atli Bollason
NÝJASTA smáskífulag Nylon-
flokksins var frumflutt í gær á
FM 95,7. Lagið sem kallast „Góðir
hlutir“ og er eftir Óskar Pál
Sveinsson og Ölmu Guðmunds-
dóttur verður á samnefndri plötu
flokksins sem er væntanleg í
verslanir í nóvember.
Að sögn útgáfufyrirtækisins
PlanB hefur hljómplatan verið í
vinnslu frá því í vor og mun hún
innihalda 12 lög og eru þar af tvö
lög endurunnin, „Dans, dans,
dans“, og „Einskonar ást“. Platan
er unnin bæði á Íslandi og í Eng-
landi af þeim Óskari Páli Sveins-
syni, Friðriki Karlssyni og Rich-
ard Barraclough en meðal höfunda
laga eru Gunnar Þórðarson,
Magnús Kjartansson, Magnús Ei-
ríksson, Friðrik Karlsson, Óskar
Páll Sveinsson, Þorvaldur Bjarni
Þorvaldsson og Alma Guðmunds-
dóttir.
Þær Klara, Emilía, Alma og
Steinunn hafa verið önnum kafnar
í sumar, sungið og leikið fyrir
landann og nú síðast hvatt lands-
menn til að kaupa Vinabönd til
styrktar Styrktarfélagi krabba-
meinssjúkra barna.
Sala bandanna hefur gengið vel
og hinn 14. október næstkomandi
verður innkoman af allri sölunni
afhent styrktarfélaginu við hátíð-
lega athöfn.
Nýtt lag með Nylon hljómar nú á öldum ljósvakans og ný plata er vænt-
anleg með söngflokknum í nóvember.
Tónlist | Góðir hlutir væntanlegir
Nýtt lag með Nylon
Föt fyrir
allar konur
á öllum aldri
Nýbýlavegi 12,
Kópavogi,
sími 554 4433
Opið virka daga kl. 10-18,
laugardaga kl. 10-16