Morgunblaðið - 30.09.2005, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 30.09.2005, Qupperneq 54
54 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 14 ára RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 14 ára Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! Sýnd kl 4 í þrívíddSýnd kl. 10 Sýnd kl. 8 Göldrótt gamanmynd! Göldrótt gamanmynd! Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri Night Watch is F***ING COOL! Quentin Tarantino i t t i I ! ti r ti Sýnd kl. 8 og 10.30 b.i. 16 ára  Ó.H´T RÁS 2 Sýnd kl 4 Sími 564 0000í i Miða sala opn ar kl. 15.15i l l. . Sýnd kl. 4 og 6 íslenskt tal BETRA SEINT EN ALDREI kl. 4, 6, 8 og 10 HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. Óbeint framhald af þáttaröðinni Jesú og Jósefína sem var sýnd við miklar vinsældir á Stöð 2 síðustu jól. Í þessari mynd fylgjumst við áfram með tímafl akki Jósefínu og þeim ævintýrum sem hún lendir í þegar hún fl akkar aftur í miðaldir! HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. Sýnd kl. 6, 8, 10 og 12 B.i. 14 ára Sýnd kl. 6 Skemmtilega ævintýramynd með íslensku tali. Í þessari mynd fylgjumst við áfram með tímafl akki Jósefínu og þeim ævintýrum sem hún lendir í þegar hún fl akkar aftur í miðaldir! POWER SÝNIN G KL. 12 Á M IÐNÆT TI Skemmtilega ævintýramynd með íslensku tali. RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY VJV, Topp5.is VJV, Topp5.is Miðaverð 450 kr. Alþjóðlega kvikmyndahá-tíðin í Reykjavík hófst ígær eins og alþjóð veiten á henni mun kenna ýmissa kvikmyndagrasa. Í kvöld og á föstudaginn eftir viku verður undir miðnætti efnt til kvikmyndaveislna sem helgaðar eru „költ-myndum“. Á vef hátíð- arinnar er sagt að hér sé um að ræða hvers kyns hrollvekjur sem eiga sér stóran og dyggan aðdá- endahóp en hljóta jafnan takmark- aða náð fyrir augum sjálfskipaðra menningarvita sem telja slík verk tilheyra „óæðri enda“ kvikmynda- listarinnar. Á morgun munu uppvakningar og keðjusagarmorðingjar leggja undir sig hið virðulega og sögu- fræga kvikmyndahús Tjarnarbíó en þá verður dagskráin helguð hroll- vekjum. Páll Óskar sýningarstjóri Það er tónlistarmaðurinn og kvikmyndaáhugamaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson sem rennur á vaðið og sýnir myndirnar Night of the Living Dead og Texas Chain- saw Massacre af 8mm filmum úr einkasafni sínu. Aðspurður um kveikjuna á áhuga hans á hrollvekjum segir Páll Ósk- ar að hana sé líklega finna aftur í barnæsku. „Þegar ég var krakki sökkti ég mér ofan í Grimms-ævintýri og sögur H.C. Andersen. Þegar ég var svo tólf ára horfði ég á tuttugu mínútna búta úr Carrie og The Ex- orcist á svona Super 8mm formi en þannig horfði fólk á myndir áður en VHS video kom til sögunnar og ég sá það strax að það er ekkert voðalega langur vegur á milli Grimms-ævintýranna og hryllings- mynda.“ Persónur af holdi og blóði Páll Óskar segist hafa fengið bakteríuna um leið og fóstrað hana í gegnum árin. Spurður hvort að sérstakir persónuleikar sæki í þessar hryllingsmyndir segir Páll Óskar að hann hafi á lífsleiðinni kynnst ólíkasta og ótrúlegasta fólki sem deili þessum áhuga með hon- um. „Enda er hægt að sækja svo margt í þær og mikla lífsspeki.“ Um myndirnar tvær sem sýndar verða segir Páll Óskar að þær séu í raun fremstar meðal jafningja. Fyrir utan að vera algjör klassík eigi þær líka svo margt sameig- inlegt. „Þær eru báðar gerðar fyrir utan Hollywood af sjálfstæðum kvik- myndagerðarmönnum og báðar þessar myndir breyttu frásagn- artækninni, öllu því sem við áttum að venjast frá hryllingsmyndum á þessum tíma. Svo skiptir sköpum að persónurnar eru af holdi og blóði og bregðast við eins og við myndum sjálf gera ef hinir dauðu myndu rísa úr gröfum sínum og byrja að éta okkur.“ Höfn í Hornafirði Um áhrifamátt þessara mynda á kvikmyndaiðnaðinn allan vill Páll Óskar meina að hann verði seint ofmetinn. „Báðar þessar myndir eru sann- arlega óháðar myndir sem nutu gríðarlegrar velgengni að þá blésu þær þrótti og bjartsýni í brjóst sjálfstæðra kvikmyndagerð- armanna. Night of the Living Dead frá 1968 var upphafið að byltingu í sjálfstæðri kvikmyndagerð og margir sjálfstæðir kvikmyndagerð- armenn – sem voru ekkert endilega að gera hryllingsmyndir – öðluðust kjark til að gera fína og flotta bíó- mynd í fullri lengd fyrir mjög lítinn pening. Night of the Living Dead var gerð af áhugaauglýsingaleik- stjórum og áhugaleikurum í Pitt- sburgh og það er eins og að gríð- arlega vinsæl hryllingsmynd kæmi allt í einu frá Höfn í Hornafirði.“ Miðnætursnarl og bílabíó Hryllingskvöldið hefst klukkan 23 en áður en fyrsta mynd kvölds- ins hefst, heldur Páll Óskar smá tölu. „Það verður mikið stuð og stemmning og svo verður boðið upp á miðnætursnarl að hætti gömlu bílabíóanna. Myndirnar verða sýndar á filmu, beint af negatívunum, þannig að það verða upprunalegar rispur með og allt og svo er ég búinn að klippa fyrir framan og aftan auglýsingar og sýnishorn frá öðrum bíómyndum frá þessum tíma þegar myndirnar voru sýndar í lok sjöunda áratug- arins og í byrjun þess áttunda.“ Helgina eftir, föstudaginn 7. október, verður heimildarmyndin Midnight Movies: From the Marg- in to the Mainstream sýnd, en hún fjallar um miðnæturmyndir sem í dag teljast sígildar. Leikstjórinn Stuart Samuels verður viðstaddur frumsýninguna. Þá verður súrreal- íska martröðin Eraserhead eftir David Lynch einnig sýnd. Kvikmyndir | Páll Óskar stýrir hrollvekjukvöldi í Tjarnarbíói – keðjusagir og uppvakningar Upphafið að byltingu Morgunblaðið/Kristinn Páll Óskar er mikill áhugamaður um hrollvekjur ýmiss konar. Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Miðnæturbíó í Tjarnarbíó hefst í kvöld kl. 23. Sýndar verða mynd- irnrar Night of the Living Dead og Texas Chainsaw Massacre. Miða- verð er 1.000 krónur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.