Morgunblaðið - 02.10.2005, Side 1

Morgunblaðið - 02.10.2005, Side 1
STOFNAÐ 1913 266. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Reykjavík Faxafen 12 S. 533-1550 Akureyri Strandgata 3 S. 464-4450 Keflavík Hafnargata 25 S. 421-3322 Í allri heimsins hógværð … Tónlistin, litadýrðin og einfaldleikinn spila stóra rullu hjá Möggu Stínu | 16 Tímaritið og Atvinna Tímarit | Blómstrandi tónrækt  Kate Moss  Sefur þú á verðinum?  Krossgáta  Stjörnuspá  Tælandi og heimilislegur Atvinna | Vinnnumarkaður í lykilhlutverki  Menntun jákvæð 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 HANN horfir einbeittur til veðurs, Veðurathugunarmaðurinn, sem er ein af þekktari styttum Ásmundar Sveinssonar mynd- höggvara, en styttan stendur fyrir framan Ásmundarsafn í Sig- túni. Hér á landi eru nú staddir starfsmenn breska fyrirtæk- isins Art founders sem sérhæfir sig í afsteypum af slíkum listaverkum. Það er Blönduósbær og áhugamannahópur vina og ættingja Gríms Gíslasonar, sem hefur beðið um afsteypuna til að reisa á Blönduósi næsta sumar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gáð til veðurs STÁLBITAR og -plötur utan á nýja óperu- húsinu í Kaupmannahöfn eru farin að ryðga, aðeins tæpu ári eftir að auðmað- urinn A.P. Møller færði Dönum þessa mestu menningargjöf nokkru sinni. Ryðið er mest í plötum við inngangshluta byggingarinnar og það þótt notað hafi ver- ið sérvalið, ryðfrítt gæðastál. Á þær er nú sums staðar kominn rauðbrúnn blær. „Þetta kemur okkur alveg í opna skjöldu og verður að kanna vel. Þótt óperuhúsið sé nú í eigu danska ríkisins, látum við þetta okkur varða,“ sagði Ove Hornby, for- stöðumaður Møller-sjóðsins. Kom þetta fram á fréttavef Jyllands- Posten í gær en blaðið hefur fengið nokkra sérfræðinga til að meta ryðskemmdirnar. „Þetta er ryð og ekkert annað. Þegar stál, sem á að vera ryðfrítt, fer að ryðga á skömmum tíma, er ljóst, að eitthvað hefur farið úrskeiðis við vinnslu á því. Þetta verð- ur dýrt,“ sagði Lars Damkilde, prófessor við háskólann í Álaborg. Þeir sem teiknuðu húsið viðurkenna að framhlið óperuhússins sé ekki eins og vera átti en sumir segja að ryð og upplitun af þessu tagi á húsum í borgum sé ekki óeðli- leg. Þá sé líka unnt að þrífa ryðið burt. Þeir sem útveguðu stálið vilja enn ekkert um málið segja. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Nýja Óperuhúsið í Kaupmannahöfn. Ryðfría stálið utan á því er farið að ryðga. Óperan farin að ryðga Kaupmannahöfn og báðu þá um að taka saman lista með nöfnum barna á miðstigi sem njóta sérúrræða. Sérkenn- arar gáfu börnunum síðan númer og voru dregin 12 númer af handahófi í hverjum skóla. Þegar lá fyrir hvaða númer höfðu verið dregin voru þau pöruð við nafnalistann. Rannsakendur fengu nöfn þessara 12 barna í hendur ásamt nafni ann- ars foreldris barnsins og símanúmeri. Rannsak- endur fengu ekki aðrar upplýsingar eins og t.d. það hvaða sérúrræði börnin fengju innan skólans. Persónuvernd telur að af verkferlinu megi ráða að upplýsingar um nafn barns, annars for- eldris og símanúmer hafi verið afhent rannsak- endum án þess að samþykkis foreldra eða for- ráðamanna viðkomandi barna hafi áður verið aflað. Einnig skoðaði Persónuvernd hvort miðlun umræddra upplýsinga væri heimil á grundvelli nauðsynjar í þágu vísindarannsóknar. Niður- staða Persónuverndar var hins vegar sú að slík nauðsyn hefði ekki verið fyrir hendi og hagsmun- ir nemenda af því að halda upplýsingunum leynd- um skyldu því vega þyngra. STJÓRNENDUR fjögurra grunnskóla á höfuð- borgarsvæðinu afhentu rannsakendum vegna vísindarannsóknar lista með nöfnum barna á miðstigi grunnskóla sem njóta sérúrræða, nöfn foreldra þeirra og símanúmer, án þess að sam- þykki foreldra lægi fyrir. Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi miðlun upp- lýsinga um nöfn nemenda með sérþarfir hafi ver- ið óheimil. Persónuvernd barst athugasemd símleiðis frá móður barns sem hafði verið boðin þátttaka í rannsókn um frammistöðu íslenskra barna sem njóta sérúrræða í skóla. Var hún ósátt við að upp- lýsingar um nöfn og símanúmer fyrirhugaðra þátttakenda hefðu borist rannsakendum án þess að samþykki foreldra hefði legið fyrir. Við eft- irgrennslan Persónuverndar kom í ljós að úrtak rannsóknarinnar hafði verið fengið úr fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og höfðu stjórnendur fjögurra skólanna miðlað upplýsing- um um nöfn barnanna, nöfn foreldra og síma- númer til rannsakenda án þess að leita áður eftir samþykki foreldranna. Í niðurstöðu Persónuverndar kemur fram að upplýsingar um börn sem njóta sérúrræða í skóla teljist til viðkvæmra persónuupplýsinga í skiln- ingi laga nr. 77/2000 og að miðlun slíkra persónu- upplýsinga verði að uppfylla hin sérstöku skilyrði 1. mgr. 9. gr. laganna. Listi með nöfnum barna á miðstigi Fram kemur í umfjöllun Persónuverndar að ekki voru afhentar upplýsingar um vitnisburði einstakra nemenda, heldur afhentur listi sem bar með sér að þeir sem á honum voru nytu sér- úrræða. Í lýsingu á framkvæmd rannsóknarinnar kem- ur m.a. fram að þeir sem stóðu að rannsókninni sem beindist að frammistöðu íslenskra barna sem njóta sérúrræða í skóla, höfðu samband við deildarstjóra sérkennslu í hverjum skóla fyrir sig Miðlun háð samþykki Fjórir skólar afhentu lista með nöfnum barna sem njóta sérúrræða vegna vísindarannsóknar  Ekki réttlætanlegt, segir Persónuvernd Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is UPPSETNING Vesturports á leikritinu Brimi eftir Jón Atla Jónasson sigraði á New Drama-leiklistarhátíðinni í Moskvu. Vann hún dómnefnd- arverðlaun fyrir bestu leiksýn- inguna á hátíðinni. Tilkynnt var um úrslitin á föstudag. „Þetta kom okkur ótrúlega skemmtilega á óvart,“ sagði Gísli Örn Garðarsson leikari. „Okkur bárust fréttir um sig- urinn þremur mínútum fyrir sýningu á Woyzeck í Borg- arleikhúsinu á föstudagskvöld. Það var skemmtilegt innlegg í rennslið.“ Leikhópurinn kom heim frá Moskvu síðastliðinn þriðjudag og sagði Gísli Örn að íslenska sendiráðið hefði tekið á móti verðlaununum fyrir hönd leikhópsins. New Drama-hátíðin er haldin á hverju ári. Þar eru sýnd leikrit eftir nú- tímahöfunda sem leikstýrt er af leikstjórum víða að úr heiminum. Hátíðin var stofnuð af Golden Mask-hátíðinni, Teatr.doc og Tsjekov-leikhúsinu í Moskvu og er styrkt af rússneska sambandsríkinu. Leikritið Brim var sýnt síðastliðinn sunnudag en hátíðinni lauk á föstu- dag. Leikendur í Brimi eru Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filipp- usdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Björn Hlynur Haraldsson, Víkingur Krist- jánsson og Ólafur E. Egilsson. Leikstjóri er Hafliði Arngrímsson. Vesturport lék til sigurs í Moskvu Morgunblaðið/Golli Washington. AFP. | Reiðhjól seljast nú sem aldrei fyrr í Bandaríkjunum, svo er fyrir að þakka háu bensínverði. Salan í reiðhjólunum nú er farin að minna á það, sem gerðist í olíukreppunni 1973, og áætlað er, að á síðustu 12 mán- uðum hafi um 87 milljónir manna rifjað upp kynni sín af hjólinu. Á einu ári hefur bensínverðið vestra hækkað um 47,3% og það er nú þegar farið að segja til sín í auknum vanskilum hjá kortafyrirtækjum. Hafa þeir, sem það geta, verið hvattir til að nota reiðhjól eða al- menningsfarartæki og spara með því fyrir sjálfa sig og samfélagið. Þeir sem hafa tekið fram hjólið eru flest- ir mjög ánægðir með umskiptin. „Ég keypti mitt fyrsta reiðhjól fyrir hálfu ári og nú get ég ekki án þess verið. Þetta er miklu ódýrara og ég er miklu fljót- ari í ferðum,“ sagði Erik Lubell, náms- maður við George Washington-háskólann. Reiðhjólin rjúka út ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.