Morgunblaðið - 02.10.2005, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.10.2005, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 266. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Reykjavík Faxafen 12 S. 533-1550 Akureyri Strandgata 3 S. 464-4450 Keflavík Hafnargata 25 S. 421-3322 Í allri heimsins hógværð … Tónlistin, litadýrðin og einfaldleikinn spila stóra rullu hjá Möggu Stínu | 16 Tímaritið og Atvinna Tímarit | Blómstrandi tónrækt  Kate Moss  Sefur þú á verðinum?  Krossgáta  Stjörnuspá  Tælandi og heimilislegur Atvinna | Vinnnumarkaður í lykilhlutverki  Menntun jákvæð 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 HANN horfir einbeittur til veðurs, Veðurathugunarmaðurinn, sem er ein af þekktari styttum Ásmundar Sveinssonar mynd- höggvara, en styttan stendur fyrir framan Ásmundarsafn í Sig- túni. Hér á landi eru nú staddir starfsmenn breska fyrirtæk- isins Art founders sem sérhæfir sig í afsteypum af slíkum listaverkum. Það er Blönduósbær og áhugamannahópur vina og ættingja Gríms Gíslasonar, sem hefur beðið um afsteypuna til að reisa á Blönduósi næsta sumar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gáð til veðurs STÁLBITAR og -plötur utan á nýja óperu- húsinu í Kaupmannahöfn eru farin að ryðga, aðeins tæpu ári eftir að auðmað- urinn A.P. Møller færði Dönum þessa mestu menningargjöf nokkru sinni. Ryðið er mest í plötum við inngangshluta byggingarinnar og það þótt notað hafi ver- ið sérvalið, ryðfrítt gæðastál. Á þær er nú sums staðar kominn rauðbrúnn blær. „Þetta kemur okkur alveg í opna skjöldu og verður að kanna vel. Þótt óperuhúsið sé nú í eigu danska ríkisins, látum við þetta okkur varða,“ sagði Ove Hornby, for- stöðumaður Møller-sjóðsins. Kom þetta fram á fréttavef Jyllands- Posten í gær en blaðið hefur fengið nokkra sérfræðinga til að meta ryðskemmdirnar. „Þetta er ryð og ekkert annað. Þegar stál, sem á að vera ryðfrítt, fer að ryðga á skömmum tíma, er ljóst, að eitthvað hefur farið úrskeiðis við vinnslu á því. Þetta verð- ur dýrt,“ sagði Lars Damkilde, prófessor við háskólann í Álaborg. Þeir sem teiknuðu húsið viðurkenna að framhlið óperuhússins sé ekki eins og vera átti en sumir segja að ryð og upplitun af þessu tagi á húsum í borgum sé ekki óeðli- leg. Þá sé líka unnt að þrífa ryðið burt. Þeir sem útveguðu stálið vilja enn ekkert um málið segja. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Nýja Óperuhúsið í Kaupmannahöfn. Ryðfría stálið utan á því er farið að ryðga. Óperan farin að ryðga Kaupmannahöfn og báðu þá um að taka saman lista með nöfnum barna á miðstigi sem njóta sérúrræða. Sérkenn- arar gáfu börnunum síðan númer og voru dregin 12 númer af handahófi í hverjum skóla. Þegar lá fyrir hvaða númer höfðu verið dregin voru þau pöruð við nafnalistann. Rannsakendur fengu nöfn þessara 12 barna í hendur ásamt nafni ann- ars foreldris barnsins og símanúmeri. Rannsak- endur fengu ekki aðrar upplýsingar eins og t.d. það hvaða sérúrræði börnin fengju innan skólans. Persónuvernd telur að af verkferlinu megi ráða að upplýsingar um nafn barns, annars for- eldris og símanúmer hafi verið afhent rannsak- endum án þess að samþykkis foreldra eða for- ráðamanna viðkomandi barna hafi áður verið aflað. Einnig skoðaði Persónuvernd hvort miðlun umræddra upplýsinga væri heimil á grundvelli nauðsynjar í þágu vísindarannsóknar. Niður- staða Persónuverndar var hins vegar sú að slík nauðsyn hefði ekki verið fyrir hendi og hagsmun- ir nemenda af því að halda upplýsingunum leynd- um skyldu því vega þyngra. STJÓRNENDUR fjögurra grunnskóla á höfuð- borgarsvæðinu afhentu rannsakendum vegna vísindarannsóknar lista með nöfnum barna á miðstigi grunnskóla sem njóta sérúrræða, nöfn foreldra þeirra og símanúmer, án þess að sam- þykki foreldra lægi fyrir. Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi miðlun upp- lýsinga um nöfn nemenda með sérþarfir hafi ver- ið óheimil. Persónuvernd barst athugasemd símleiðis frá móður barns sem hafði verið boðin þátttaka í rannsókn um frammistöðu íslenskra barna sem njóta sérúrræða í skóla. Var hún ósátt við að upp- lýsingar um nöfn og símanúmer fyrirhugaðra þátttakenda hefðu borist rannsakendum án þess að samþykki foreldra hefði legið fyrir. Við eft- irgrennslan Persónuverndar kom í ljós að úrtak rannsóknarinnar hafði verið fengið úr fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og höfðu stjórnendur fjögurra skólanna miðlað upplýsing- um um nöfn barnanna, nöfn foreldra og síma- númer til rannsakenda án þess að leita áður eftir samþykki foreldranna. Í niðurstöðu Persónuverndar kemur fram að upplýsingar um börn sem njóta sérúrræða í skóla teljist til viðkvæmra persónuupplýsinga í skiln- ingi laga nr. 77/2000 og að miðlun slíkra persónu- upplýsinga verði að uppfylla hin sérstöku skilyrði 1. mgr. 9. gr. laganna. Listi með nöfnum barna á miðstigi Fram kemur í umfjöllun Persónuverndar að ekki voru afhentar upplýsingar um vitnisburði einstakra nemenda, heldur afhentur listi sem bar með sér að þeir sem á honum voru nytu sér- úrræða. Í lýsingu á framkvæmd rannsóknarinnar kem- ur m.a. fram að þeir sem stóðu að rannsókninni sem beindist að frammistöðu íslenskra barna sem njóta sérúrræða í skóla, höfðu samband við deildarstjóra sérkennslu í hverjum skóla fyrir sig Miðlun háð samþykki Fjórir skólar afhentu lista með nöfnum barna sem njóta sérúrræða vegna vísindarannsóknar  Ekki réttlætanlegt, segir Persónuvernd Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is UPPSETNING Vesturports á leikritinu Brimi eftir Jón Atla Jónasson sigraði á New Drama-leiklistarhátíðinni í Moskvu. Vann hún dómnefnd- arverðlaun fyrir bestu leiksýn- inguna á hátíðinni. Tilkynnt var um úrslitin á föstudag. „Þetta kom okkur ótrúlega skemmtilega á óvart,“ sagði Gísli Örn Garðarsson leikari. „Okkur bárust fréttir um sig- urinn þremur mínútum fyrir sýningu á Woyzeck í Borg- arleikhúsinu á föstudagskvöld. Það var skemmtilegt innlegg í rennslið.“ Leikhópurinn kom heim frá Moskvu síðastliðinn þriðjudag og sagði Gísli Örn að íslenska sendiráðið hefði tekið á móti verðlaununum fyrir hönd leikhópsins. New Drama-hátíðin er haldin á hverju ári. Þar eru sýnd leikrit eftir nú- tímahöfunda sem leikstýrt er af leikstjórum víða að úr heiminum. Hátíðin var stofnuð af Golden Mask-hátíðinni, Teatr.doc og Tsjekov-leikhúsinu í Moskvu og er styrkt af rússneska sambandsríkinu. Leikritið Brim var sýnt síðastliðinn sunnudag en hátíðinni lauk á föstu- dag. Leikendur í Brimi eru Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filipp- usdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Björn Hlynur Haraldsson, Víkingur Krist- jánsson og Ólafur E. Egilsson. Leikstjóri er Hafliði Arngrímsson. Vesturport lék til sigurs í Moskvu Morgunblaðið/Golli Washington. AFP. | Reiðhjól seljast nú sem aldrei fyrr í Bandaríkjunum, svo er fyrir að þakka háu bensínverði. Salan í reiðhjólunum nú er farin að minna á það, sem gerðist í olíukreppunni 1973, og áætlað er, að á síðustu 12 mán- uðum hafi um 87 milljónir manna rifjað upp kynni sín af hjólinu. Á einu ári hefur bensínverðið vestra hækkað um 47,3% og það er nú þegar farið að segja til sín í auknum vanskilum hjá kortafyrirtækjum. Hafa þeir, sem það geta, verið hvattir til að nota reiðhjól eða al- menningsfarartæki og spara með því fyrir sjálfa sig og samfélagið. Þeir sem hafa tekið fram hjólið eru flest- ir mjög ánægðir með umskiptin. „Ég keypti mitt fyrsta reiðhjól fyrir hálfu ári og nú get ég ekki án þess verið. Þetta er miklu ódýrara og ég er miklu fljót- ari í ferðum,“ sagði Erik Lubell, náms- maður við George Washington-háskólann. Reiðhjólin rjúka út ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.